Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 17 „Afleiðing af óstjórninni í landiniT MORGUNBLAÐIÐ hefur leitað álits þriggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík og á Reykjanesi, en í þessum þétt- býliskjörnum eru flestir neyt- endur í landinu, — og spurði blaðið þingmennina hvað þeir vildu segja um það mál, sem nú er hvað mest til umræðu manna á meðal, þ.e. hækkun landbún- aðarvara. Sjónarmið ráðherra, fulltrúa launþega og fjórða stjórnarandstöðuþingmanns- ins, Pálma Jónssonar, hafa áð- ur birzt hér i blaðinu. Svör stjórnarandstöðuþingmann- anna þriggja fara hér á eftir: Neytendur eru orönir œriö þreyttir Ragnhildur Helgadóttir hafði þetta að segja: — Heimilin í landinu urðu enn á ný fyrir miklum búsifjum af völdum rangrar efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, er landbúnaðarvörur hækkuðu í verði meira en menn rekur minni til. — Ríkisstjórnin, sem mynduð var til að vinna GEGN verðbólg- unni, gerir hvað eftir annað ráðstafanir, sem AUKA verð- bólguna og hækkun búvöru- verðsins er ein afleiðingin. Svo er komið, að fólk getur engar skynsamlegar áætlanir gert fram í tímann um heimilisrekst- ur sinn, því að enginn veit stundinni lengur hvað hlutirnir kosta og kemur þetta sérstak- lega illa við ungt fólk, sem er að byrja búskap. — Menn velta því fyrir sér, hvort lausnarorðið liggur í bein- um samningum bænda við ríkis- stjórnina. Illa trúi ég því, að frjálsir bændur kæri sig um það og verði þannig með nokkrum hætti starfsmenn stjórnarinnar. Fráleit var sú hugmynd land- Leitað álits þriggja þing- manna stjórn- arandstöðunnar á hækkun landbúnaðar- varanna búnaðarráðherra að ætla sér að koma slíku á með bráðabirgða- lögum. — Hitt er ljóst, að sjálfur grundvöllurinn, sem 6 manna nefndin byggir verðákvörðun bú- vöru á, er orðinn hæpinn; annars vegar vegna þess, að hann er sjálfvirk afleiðing efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, sem fer síversnandi, og hins vegar vegna þess, að þar koma lítið sem ekki við sögu lögmál hins frjálsa markaðar, þ.e. framboðs vörunnar og eftirspurnar neyt- andans. Neytendur eru orðnir þreyttir á því, sem oft gerist, að birgðum búvara sé safnað hjá seljendum til að geta haldið verðinu háu og eins hinu að standa undir óarðbærri fram- leiðslu, óskynsamlegum bú- rekstri og meðlögum með kjöti handa fólki í öðrum löndum. Sökin liggur hjá ríkisstjórninni Ellert B. Schram hafði þetta að segja: — Oánægja neytenda vegna hækkunar landbúnaðarvara er gífurleg. Hún beinist ekki að bændum, heldur að ríkisstjórn, sem hefur beinlínis stuðlað að þessum verðhækkunum. Þetta er því alvarlegra þegar það er haft í huga, að afleiðing af þessum verðhækkunum verði stórhækk- un á útflutningsbótum og þá væntanlega niðurgreiðslum, sem nemur milljörðum króna, en hvorugt verður tekið öðrivísi en með aukinni skattheimtu á al- menning. — Flestir skilja, að bændur verða að fá sínar launahækkanir eins og aðrar stéttir. Hjá því verður ekki komizt, en verðlagn- ing á landbúnaðarvörum er ekk- ert annað en launagreiðsla til bændanna. Traust stjórn á efna- hagsmálum í landinu hefði gert þessa búvöruverðshækkun ,óþarfa, vegna þess að gífurlegar hækkanir á búvörunni og verð- laginu almennt er afleiðing af óstjórninni í landinu. Hækkunin, sem nú hefur gengið yfir, er aðeins enn ein staðfestingin á því, hversu vanmáttug ríkis- stjórnin er að ráða við víxlhækk- anir launa og verðlags, verðbólg- una og efnahagsmálin yfirleitt. — Það er algjörlega þýð- ingarlaust fyrir stjórnarflokk- ana að kenna einhverju fyrir- komulagi, verðlagskerfi eða lög- um um þessa hækkun. Sökin liggur hjá ríkisstjórninni sjálfri, því hún hefur ekki náð neinum tökum á verðbólgunni, sem leiðir slíkar verðhækkanir af sér. — Karp um breytingar á lög- um, um sex-manna nefnd eða beina samninga við bændur er í rauninni aukaatriði. Ég sé ekki að beinir samningar ríkisvalds- ins við bændur leysi neinn vanda, nema það sé hugsað til að draga úr réttmætum launa- hækkunum til bændastéttarinn- ar til samræmis við hækkanir á launum annarra stétta. Við út- reikninga sex manna nefndar- innar mun vera tekið tillit til aukinnar fóðurnotkunar og hækkana á töxtum járniðnað- armanna. Þetta er vafasamt í meira lagi, en ræður þó engum úrslitum. Hækkunin hefði engu að síður orðið mjög mikil og tilfinnanleg. Breytingar á verð- lagskerfi landbúnaðarins eru óhjákvæmilegar, en þá aðeins sem liður í róttækri breytingu á stjórn efnahags- og verðlags- mála. Það er borin von að þessi ríkisstjórn standi fyrir slíkum breytingum. — Það sem skiptir megin máli er að við völd í landinu sé ríkisstjórn, sem taki efnahags- málin einhverjum tökum en fari frá ella. Neytendum blöskrar hækkunin á búvörunum, eins og þeim blöskranjnúorðið allt sem snertir almenna stjórn í landinu. Þess vegna er það stærsta hags- munamál neytenda og alls al- mennings að þessi ríkisstjórn fari frá og það sem fyrst. Bændur ákveói sjálfir verdið ólafur G. Einarsson hafði þetta að segja: — Mér finnst, að fyrst lögun- um hafði ekki verið breytt áður en búvöruverðið var ákveðið, hafi ekki verið um annað að ræða en að láta þessar hækkanir ganga i gildi. En menn athugi, að orsakanna fyrir þessum geigvænlegu hækkunum er að leita hjá ríkisstjórninni, sem ekkert hefur gert til þess að lækka verðbólguna; — þar eru orsakirnar fyrir þessum hækk- unum, ekki aðeins á þessu sviði heldur öllum öðrum líka. Þessi hækkun á landbúnaðarvörunum kemur ofan á hækkun söluskatts og vörugjalds, sem eru nýjustu dæmin um skattaæði þessarar ríkisstjórnar. Þar til viðbótar má svo nefna sífelldar hækkanir á bensíni og öðrum olíuvörum. — Ég hef ekki sannfæringu fyrir því, að taka eigi upp beina samninga milli bænda og ríkis- valdsins eins og uppi eru hug- myndir um. Ef ekki er möguleiki á að koma á hliðstæðu kerfi og við fiskverðsákvörðun, sýnist mér eðlilegast að bændur ákveði sjálfír verð á sínum framleiðslu- vörum, eins og t.d. kjúklinga- bændur gera nú. — Mér skilst, að frestunin á hækkun landbúnaðarvaranna hafi kostað bændur nokkur hundruð milljóna króna. Nú skilst manni, að þessa upphæð eigi að greiða úr ríkissjóði. Hvar á að taka þá peninga? Má búast við frekari skattlagningu til þess að standa undir því? Dr. Buckminster Fuller: Ibúar „geimstöðvarmnar Jarö- ar”vttja oftgleyma hvertstefhir HÚSFYLLIR var í Menningarstofnun Bandaríkjanna við Neshaga í fyrrakvöld er dr. Buckminster Fuller hélt þar fyrirlestur um kenningar sínar á sviði heimspeki og byggingarlistar. Dr. Buckminster, sem er 84 ára, er einkum þekktur fyrir sérstaka tegund hvolfþaka, en einnig hefur hann vakið athygli vegna kenninga sinna um stærðfræði. Hefur honum verið lýst sem einstaklingi sem stendur fyrir utan öll viðurkennd samfélagskerfi, brjóstvitsmanni, sem haft hefur það að ævistarfi að miðla kenningum sínum í ræðu og riti. Rauði þráðurinn í fyrirlestri dr. veröldina nýjum augum, þ.e. að Buckminsters Fullers var tilraun líta á hana sem eina heild. Hann hans til að fá fólk til að líta sagði að nú skynjaði fólk raun- Ljósm. Mbl. ól.K.M. Húsfyllir var i Menningarstofnun Bandarikjanna við Neshaga er dr. Buckminster Fuller flutti fyrirlestur þar í fyrrakvöld. Hátt á þriðja hundrað manns sóttu fundinn og urðu margir að láta sér það lynda að sitja á gólfinu. Fremstur á þessari mynd er dr. Buckminster Fulier. veruleikann betur en í upphafi aldarinnar. Á æskuárum sínum hefði það eitt talizt raunverulegt og máli skipta, sem hægt var að þreifa á. í dag væri það hins vegar svo, að 99,9% þess, sem einhverju skipti, væri ósýnilegt, í formi alls kyns tækni, öreinda, bylgna o.s.frv. Við vissum, að þessir hlutir væru til þar sem okkur hefði verið sagt af þeim, en hefðum engar sannanir fyrir að svo væri. Hann sagði að maðurinn væri eina veran í veröldinni sem ekki væri búin einhverjum sér- stökum tækjum, t.d. klóm o.þ.h., en hefði hins vegar fengið þróaðan heila til þess að geta tileinkað sér ýmis tæki í kringum sig. Sagði dr. Buckminster, að af þessum sökum hefðu íbúar „geimstöðvarinnar Jarðar" oft viljað gleyma hvert stefndi, af hverju og hvers vegna. Lýsti hann trú sinni á tæknina, sem hann taldi að ætti eftir að leysa öll vandamál, t.d. á sviði matvæla- framleiðslu og skorts. Allir mögu- leikar væru á að bæta afkomu hinna fátæku til jafns við þá ríku með þeim auðlindum og þeirri tækni sem væri fyrir hendi, og að gera mætti ráð fyrir því að tækninni ætti eftir að fleygja enn meira fram. Sagði dr. Buckminst- er að hægt væri að læra af náttúrunni, sem gerði sem mest af sem minnstu. Nefndi hann að mikið lægi að baki tækninni í dag, t.d. að 5,000 teikningar þyrfti við smíði fólksbifreiðar, og 35,000 teikningar við smíði þotu af gerð- inni Boeing-747. Leggja ætti landamæri niður I ræðu sinni sagði dr. Buck- minster Fuller að leggja ætti niður öll lönd sem pólitískar einingar, svo og öll landamæri, þannig að heimurinn yrði skoðaður sem ein heild. Sagði hann í þessu sambandi, að landa- mæri lýstu aðeins árásarhneigð einstaklinga. Fullt væri af fólki í öllum löndum er ekki vildi fara í stríð. Dr. Buckminster Fuller fjallaði einnig um kenningar sínar í stærðfræði. Hefur hann tekið upp líkanið sem ýtt var til hliðar úr stærðfræðinni fyrir einni öld. Sagði dr. Buckminster, að eins og stærðfræðin væri iðkuð í dag væri hún full af öfgum og á villigötum. Aðeins fáir skildu stærðfræðina. Teningurinn og ferningurinn hefðu ekkert form, heldur væri einfaldasta og minnsta byggingar- lagið þríhyrningur, og í því sam- bandi skírskotaði dr. Buckminster til gerðar kjarnasýra. Einnig útlistaði dr. Buckminst- er Fuller byggingarfræði geo- desískra húsa sem hann fann upp og víða hafa verið tekin í notkun, einkum sem trefjaglerkúlur yfir radarskerma á stöðum þar sem hús verða að standast mikil veður, t.d. á Fuji-fjalli í Japan. Hönnun húsanna gerði það að verkum að þau stæðu af sér fellibylji og þyldu margfalt meiri sviptingar en stál- hýsi er gerð væru með hefðbundn- um hætti. Við hönnun geodesísku húsanna væru tog- og þrýstikraft- amir í náttúrinni nýttir til fulln- ustu. Á fyrirlestrinum kom fram að dr. Buckminster Fuller hefur farið 45 sinnum umhverfis jörðina á fyrirlestrarferðum sínum undan- farin 52 ár. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.