Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 in^tntsi Útgefandí n$rlalíil> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími83033 Askriftargjald 4000.00 kr. ó mánuói innanlands. 1 lausasölu 200 kr. eintakiö. að eru gleðitíðindi, að hingað er von þess manns, sem einna bezt og drengilegast hef- ur barizt gegn ofbeldi kommúnismans í heima- landi sínu, Búkovskís. Hann er einhver þekkt- asti andófsmaður Sovét- ríkjanna og heimsþekkt- ur fyrir óvenjulegt þrek og meira hugrekki en flestum öðrum er gefið. Heimurinn fylgdist með andófi hans og félaga hans af undrun og aðdá- un, og þá ekki síður hvernig farið var með hann í þrælabúðunum, þar sem hann var svo langt leiddur, að fæstir, sem til þekktu, höfðu minnstu trú á, að hann kæmist þaðan lifandi. Hver man ekki lýsing- arnar á veikindum hans í fangabúðunum? Og hver man ekki hetjulega bar- áttu móður hans fyrir frelsi sonar síns, sem bar kross sinn af þvílíku sál- arþreki og svo bjarg- fastri trú á frelsið og málstað hins góða, að allur heimurinn horfði á með stolti og nýrri von. Búkovskí er einn þeirra sovézku andófsmanna, sem hafa gert heiminn ögn betri en hann var og manneskjuna dálítið stoltari af sjálfri sér en ella hefði verið. En um- fram allt hefur hann gefið okkur von. Sérhver heilbrigður maður á dá- lítinn búkovskí í brjósti sínu. En til eru þeir, sem eru svo blindir í pólitísku trúarofstæki sínu, að þeir þegja heldur þunnu hljóði en láta rödd sína hljóma með Búkovskí og öðrum andófsmönnum okkar tíma — frelsi og lýðræði til vegs og dýrð- ar. Samt tala þessir menn einatt um mann- réttindi. Og engir tönnl- ast meir á orðum eins og lýðræði, frelsi og friður en einmitt þeir. Búkovskí getur sagt okkur margt af slíku fólki. Af því er nóg í Sovétríkjunum, ekki síður en hér heima á íslandi. Búkovskí var fyrst handtekinn 1963 fyrir að lesa ljóð á almannafæri í Moskvu. Það þótti höfuð- synd. Nú, 35 ára gamall, hefur hann hírzt í þræla- búðum og geðveikrahæl- um í heimalandi sínu í hvorki meira né minna en 12 ár. Hann var send- ur í útlegð í fangaskipt- um fyrir suður-amerísk- an kommúnistaforingja og býr nú fjarri fóstur- landi sínu. Hann hefur skrifað bók um reynslu sína í fangavistinni og er unnt að fá hana á ensku hér á landi, en því miður hefur hún ekki enn verið þýdd á íslenzku. Þar er lögð áherzla á kaldhamr- aðar staðreyndir. Morg- unblaðið hefur birt út- drætti úr þessari bók, en mönnum er ráðlagt að lesa hana í heild. Hún er ógnvekjandi heimild um Gúlagið. En nú kemur einn þeirra, sem lifði það af, og hyggst segja ís- lendingum í eigin per- sónu frá reynslu sinni. Slíkt tækifæri er sjald- gæft. Þeir, sem standa að heimsókn Búkovskís hingað til íslands, eiga þakkir skilið. Segja má, að Búkovskí sé einn þeirra samtíðar- manna okkar, sem hafa verið heimtir úr helju. Næst eigum við að leggja áherzlu á að fá Solzhen- itsyn hingað til lands. Það yrði eftirminnilegt og þroskavænlegt. Rit- höfundaráð íslands bauð skáldinu til íslands, en hann gat því miður ekki þekkzt boðið þá, en kvaðst mundu koma síð- ar. Hvað hefur Rithöf- undaráð það, sem nú situr, aðhafzt í málinu? Að síðustu þetta meg- inatriði: Öllum andófs- mönnum sovézkum ber saman um, að áhugi fólks á Vesturlöndum hafi verið þeim ómetan- legur og meðan hann sé fyrir hendi, þori sovézk stjórnvöld ekki að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Hið sama gildir um leppríki Sovétríkj- anna, ekki sízt Tékkó- slóvakíu. Við skulum því halda vöku okkar. Ut- verðir frelsis og lýðræðis í heiminum eru þessir hundeltu víkingar and- ans. Þeim ber saman um, að þá muni ekki skorta þrek eða hugrekki, með- an þeir finna, að við hin stöndum við bakið á þeim. Okkar afstaða er því mikilvæg. Og von- andi fær Búkovskí þær viðtökur hér, sem hann og aðrir útlagar og sam- herjar hans í kúguðum löndum eiga skilið. Með- an slíkt fólk lifir, getur frelsið ekki dáið. Það ættu engir að geta skilið betur en íslendingar, sem áttu yfir höfði sér á nýlendu- og einveldis- tímanum þungar, næsta óbærilegar refsingar, fyrir engar sakir. Búkovskí—til íslands MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 17 Gunnar Thoroddsen: Orkuframkvæmdir dragast vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Kostnadur vegna 6 M W virk junar í Svarts- engi endurgreiddist á einum vetri Morgunblaðið hefur snúið sér til Gunnars Thoroddsens fyrrv. orkuráðherra af þvi tilefni, að Landsvirkjun hefur ákveðið að taka upp skömmtun á rafmagni til þriggja stórfyrirtækja, Aburðarverksmiðjunnar, Al- versins og Járnhlendiverk- smiðjunnar, og spurt hann um orsakir þessa. Fer svar hans hér á eftir: Lélegt vatnsár, — andvaraleysi stjórnvalda — Orsakirnar eru tvær. Ann- ars vegar „lélegt vatnsár,“ eins og sérfræðingar kalla það, og minna vatn í forðabúri Lands- virkjunar, Þórisvatni, en venja er til, og hins vegar andvaraleysi og seinagangur ríkisstjórnarinn- ar í orkumálum. Samkvæmt orkuspám hefur það verið ljóst síðustu árin, að ef ekki yrði haldið áfram með Kröfluvirkjun og raforkufram- leiðslan þar aukin, myndi verða rafmagnsskortur í landinu vet- urinn 1980—81 og jafnvel þegar á næsta vetri. Hin nýja Hraun- eyjarfossvirkjun getur ekki haf- ið framleiðslu fyrr en haustið 1981. Miðað við pessa staðreynd og hinar miklu verðhækkanir á olíu var það brýn nauðsyn að hraða orkuframkvæmdum til þess að mæta þessum erfiðleik- um. En núverandi ríkisstjórn hefur því miður valdið hættuleg- um töfum og seinagangi í ýms- um greinum. Víkjum fyrst að hitaveituframkvæmdunum. Þær voru eitt höfuðverkefni fyrrverandi ríkisstjórnar og þurfti að halda þeim áfram af fullum krafti. En raunin hefur orðið önnur. Ég vil nefna Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar sem dæmi. Þar var ætlunin að vinna í ár, einkum við lagningu innan- bæjarkerfa, fyrir rúman einn milljarð króna. Ríkisstjórnin skar það niður í 750 millj. kr. En ekki var látið þar við sitja. Iðnaðarráðherra dró það mánuð- um saman að veita hitaveitunni starfsleyfi, með þeim afleiðing- um, að ekki verður í ár unnt að vinna nema fyrir hluta af þess- ari niðurskornu fjárhæð. Jarðhitarannsóknir og boranir eru vanræktar og afkastamesti bor landsins, Jötunn, hefur legið mánuðum saman aðgerðarlaus og kostar þó verklaus 25 til 30 millj. kr. á mánuði. Fyrrverandi ríkisstjórn veitti Landsvirkjun virkjunarleyfi fyr- ir Hrauneyjarfossum, í árslok 1976. Byggt var á því, að sú virkjun kæmist í notkun haustið 1981. En það var eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar að reyna að fresta þeirri fram- kvæmd, a.m.k. um eitt ár. Sem betur fer strönduðu þær fyrir- ætlanir á andstöðu stjórnar Landsvirkjunar. Strandar á starblindu A lþýðuflokksins Hvað sem líður deilum undan- farinna ára um Kröfluvirkjun, þá liggur sú staðreynd fyrir, að hún er komin í gang og vélar og tæki hafa reynzt vel. Eftir marg- víslega erfiðleika og óhöpp við boranir þá tókst síðasta borhol- an mjög vel, varð ódýrari og öruggari en fyrri borholur, og nutum vjð þar ráða hins heims- fræga nýsjálenzka sérfræðings, Boltons, sem hingað var fenginn til ráðuneytis. Hinir fróðustu menn telja áframhaldandi boranir við Kröflu ekki aðeins sjálfsagðar, heldur séu þær hagkvæmasti og fljótvirkasti kostur, sem nú er völ á til aukinnar raforkufram- leiðslu í landinu. Ef ráðizt hefði verið í borun tveggja borhola snemma á þessu ári, benda allar líkur til að ástand rafmagnsmál- anna væri stórum betra en nú er. En stjórnarliðið, að undanskild- um Ingvari Gíslasyni, felldi til- lögur um þetta á Alþingi. Tveir stjórnarflokkanna, Framsókn og Alþýðubandalag, munu síðar hafa séð að sér og viljað hefja boranir, en þeir hafa látið það stranda á starblindu Alþýðu- flokksins, þrátt fyrir það, þó þingmeirihluti sé nú fyrir hendi. Strandar á iðnaðarráðuneytinu Þegar Hitaveita Suðurnesja var stofnuð, var það haft í huga, að hún gæti einnig framleitt rafmagn með ódýrum hætti, notað sömu gufuna fyrst til rafmagnsframleiðslu og síðar til að hita vatn fyrir hitaveituna. Fyrir nærri 8 mánuðum, hinn 5. febrúar sl., skrifaði stjórn hita- veitunnar iðnaðarráðherra og sótti um leyfi til þess að koma upp 30 megawatta virkjun í Svartsengi og skyldi 1. áfangi vera 6 megawött. Stofnkostnað- ur fyrir hvert megawatt yrði væntanlega í mesta lagi um helmingur af kostnaði hvers megawatts í Hrauneyjarfoss- virkjun. Allur kostnaður við 6 megawatta áfangann mundi þjóðhagslega séð greiðast upp á einum vetri með sparnaði í olíueyðslu. Þrátt fyrir hið alvar- lega ástand í oliu- og orkumálum _ landsmanna hefur iðnaðarráð- herra enn í dag, eftir nær 8 mánaða umhugsun ekki treyst sér til að veita þetta leyfi. Veldur gjaldeyristapi Ahrif hinnar ráðgerðu raf- magnsskömmtunar eru þau, að dregið verður úr framleiðslu álvers, áburðarverksmiðju og járnblendiverksmiðju. Þetta hef- ur í för með sér gjaldeyristap fyrir þjóðina, sem talið er að nemi nær 3 milljörðum króna á ársgrundvelli. En skömmtunin getur einnig haft þær afleiðing- ar, að lenging 2. kerskála í álverinu tefjist í eitt ár og myndi þá margfaldast sú fjárhæð, sem tapast í gjaldeyri hjá alverinu. Að því er áburðarverksmiðj- una snertir þýðir þessi raf- magnsskömmtun aukinn inn- flutning á ammoníaki, hækkað verð á áburði innanlands, sem aftur leiðir væntanlega af sér hækkun á búvöruverði, hækkun á vísitölu, vaxandi verðbólgu. Orkuskorturinn og aðgerðar- leysi ríkisstjórnarinnar eru þjóðinni dýr. | Reykj avíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦,,Laugardagur 29. september .. Dömar reynslunnar Sósíalismi í framkvæmd á að baki 60 ára reynslusögu í Sovét- ríkjunum. Reynslutími sósíalisma í ríkjum A-Evrópu er víðast kom- inn á fjórða áratuginn. Fjölmarg- ar þjóðir Asíu og Afríku hafa og mislanga reynslu af sósíalisma í framkvæmd. Þrátt fyrir mismun- andi túlkun og framkvæmd sósíal- isma fellur reynsla þessara þjóða, sem við þjóðfélagsgerð sísíalism- ans búa, í einn og sama farveginn, bæði að því er varðar þegnréttindi almennings og verðmætasköpun, þ.e. lífskjör fólks, sem m.a. mótast af ríkjandi hagkerfi. Alþjoðlegar skýrslur sýna, svo ekki verður um ,villst, að verð- mætasköpun á hvern þjóðfélags- þegn í ríkjum sósíalismans er afgerandi minni en í hagkerfum vestrænna ríkja og almenn lífskjör að sama skapi lélegri. Norðurlönd, ríki V-Evrópu og N-Ameríku búa þegnum sínum lífskjör og samfélagslegt öryggi, sem er mörgum áratugum á'undan almannakjörum í hagkerfi sósíal- ismans. Frá því sósíalistaríki, sem auðveldast er að komast frá til annarra landa, Júgóslavíu, sækir 1 milljón verkafólks atvinnu í V-Þýzkalandi í dag, fyrst og fremst vegna betri launakjara. A sama tíma er 85% alls „túrisma“ í Júgóslavíu v-þýzkur og orlofsgest- ir þar nær allir frá vestrænum ríkjum. Enn skarpari verða skilin þegar kemur að persónufrelsi og al- mennum þegnréttindum, s.s. frelsi til skoðanamyndunar og tján- ingar, frelsi til félaga- og flokka- starfs, frelsi til starfs og fram- kvæmda, frelsi til listsköpunar og frelsi til ferðalaga frá og til viðkomandi landa. Austur-Þjóð- verjar eru dæmigerðir fyrir sósí- alskt persónufrelsi, allar götur frá Berlínarmúrnum til verzlunar með pólitíska fanga (í skiptum fyrir njósnara), sbr. fréttamynd um það efni í íslenzka sjónvarpinu í júnímánuði sl. Verzlun með lifandi fólk, sem flestir héldu að heyrði til grárri forneskju, er samtímaeinkenni á a-þýzkum sósíalisma. Aðbúð Gyðinga og minnihlutahópa í Sovétríkjunum hefur og lengi verið hrópandi dæmi um „persónuréttindi" þar í landi. Fræg ræða Krústjoffs um Stalíntímabilið í Sovétríkjunum málaði þjóðfélagsmynd Sovétríkj- anna enn dekkri litum en gagn- rýni vestrænna blaða, sem á máli Þjóðviljans hét „Moggalygi“, unz nýr valdhafi í Sovétríkjunum staðfesti hana í smáatriðum. Flóttamannavandamálið, sem er einn dekksti bletturinn á sam- tímanum, er af margþættum toga spunnið. Það er þó íhugunarefni hve stór hluti flóttafólks í veröld- inni á síðustu áratugum er frá sósíalistaríkjum, bæði í Evrópu og Asíu. Styrjaldarátök milli komm- únistaríkja, s.s. innrásin í Tékkó- slóvakíu, innrás Víet-Nams í Kambódíu, innrás Kína í Víet- Nam, svo dæmi séu nefnd, hafa svipt áróðurshulunni af kenning- unni um friðsamlega sambúð sósí- alískra ríkja. Sambúð Kína og Sovétríkjanna, Albaníu og ann- arra kommúnistaríkja, austur- blokkarinnar og Júgóslavíu, svo enn séu dæmi nefnd, gengur í sömu átt. Sósíalisminn í heimin- um hefur brugðizt, hvar sem reyndar hefur verið, ekki einasta að því er varðar lífskjör og persónufrelsi, heldur einnig í sam- búð þjóða í milli. Þar um ganga allir reynsludómar í eina átt. Þann reynslulærdóm þurfum við að láta okkur að kenningu verða. Okkar borgaralega þjóðfélag hefur vissulega ýmsa annmarka. En það hefur tryggt þegnum sínum verulega betri lífskjör og víðtækari persónuréttindi en ríki sósíalismans. Höfuðkostur þess er þó e.t.v. sá, að það getur þróazt frá annmörkum sínum á friðsamlegan hátt, fyrir meirihlutaáhrif í al- mennum leynilegum kosningum. Þessa þjóðfélagsgerð þurfum við að þróa og vernda, bæði fyrir þeim öflum hérlendis, sem leynt og ljóst vilja neyða sósíalisma upp á íslenzkt þjóðfélag og í samstarfi lýðræðisþjóða hins vestræna heims. Það er hryggileg staðreynd að minnihluti þjóða og mannkyns býr við lýðræði, þingræði og al- menn þegnréttindi í dag. Sam- takamáttur þessa minnihluta er bezta trygging velferðar og mannréttinda í veröldinni í dag. Að detta ofaní talandann á sjálfum sér! Alþýðuflokkurinn nær þrefald- aði þingmannatölu sína í síðustu kosningum. Þessu olli litrík lof- orðagjöf, sem margir tóku há- tíðlega: 1) Hjöðnum verðbólgu, sem var meginloforðið, 2) Kjara- sáttmáli milli aðila vinnu- markaðar og ríkisvalds, sem tryggja átti kaupmátt krónunnar og stöðugleika í atvinnu- og efna- hagslífi, 3) Afnám tekjuskatts af vinnulaunum, 4) Barátta gegn spillingu í þjóðfélaginu, m.a. með endurhæfingu dómkerfis. Eftir árs stjórnaraðild Alþýðuflokksins má líta flest fyrirheitin í pólitískri ruslafötu hans. 1 Verðbólgan: í 12 ár viðreisnar, 1959—1971, var verðbólgu haldið innan við 10% ársvöxt að meðal- tali. í endaðan feril fyrri vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, 1971—1974, fer ársvöxtur verð<- bólgu í 50—54%. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, 1974—1978, tókst að ná þessum vexti niður í 26% á miðju ári 1977, er aftur seig á ógæfuhlið, m.a. vegna óraunhæfra kjarasamninga. Ný ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, með „verð- bólguvörn" Alþýðuflokksins inn- anborðs, hefur nú komið verðbólg- unni á ný (1979) yfir 50% vaxt- armarkið! 2 Kjarasáttmálinn: Slíkur sátt- máli fyrirfinnst enginn. Þvert á móti hefur ríkisvaldið stjórnað kjaramálum mikið til með ein- hliða lagasetningu, sem gengið hefur á umsamin verðbótaákvæði, jafnvel grunnlaun og verkfalls- rétt. Gengislækkanir og vöru- verðsskattar (s.s. hækkun vöru- gjalds og söluskatts) hafa svo haft sín áhrif á kaupmátt launanna, ef að líkum lætur. 3 Afnám tekjuskatts: Tekju- skattar af vinnulaunum hafa síður en svo verið afnumdir. Þvert á móti hefur tekjuskatturinn hækk-. að, með nýjum skattþrepum og afturvirkni (1978). Samkvæmt skattaskrám líðandi árs hafa tekjuskattar milli ára hækkað mun meira en sem nemur tekju- þróun liðins árs. Skatttekjur ríkis- ins sem hlutfall af þjóðartekjum hafa aldrei verið hærri en á þessu ári. 4 Spillingin og dómkerfið: Þar hefur þingflokkur Alþýðuflokks- ins reynst meiri í orði en á borði, eins og í öðrum efnum, og þarf ekki að fjölyrða meira þar um, enda gagnrýni flokksins víða reist á veikum grunni. I eina tíð var það kallað að detta ofan í talandann á sjálfum sér þegar orðhákar urðu að engu, eins og Alþýðuflokkurinn nú — í hönd- um Ólafs Jóhannessonar. Hann reið rösklega í hlað Alþingis hinn nýi þingflokkur kratanna haustið 1978. En það voru „hljóðir og hógværir rnenn" sem gengu til þinglausna vorið eftir. En ný upphlaup verða væntanlega svið- sett í haustskuggum. „Hugsjón“ teygd í allar áttir Frammistaða Alþýðubandalags- ins í ríkisstjórninni gengur jafn- vel enn meir á skjön við „fyrir- heit“ þess en aðgerðarleysi Al- þýðuflokksins. ★ Samningar voru „settir í gildi" með bráðabirgðalögum (gjörðadómi), sem sumir telja að hafa gengið á verðbótaþátt launa, samkvæmt samningum, gengið á verkfallsrétt (farmannadeilan) — og kaupmáttur „varðveittur" með verðlagsþróun, sem allir þekkja, og hækkun vörugjalds og sölu- skatts, þ.e. vöruverðsþáttum er stjórnvöld ráða. Verðlagsmálaráð- herra er að sjálfsögðu úr Alþýðu- bandalaginu. ★ I bankamála- (og gengism- ála) — ráðherratíð Alþýðubanda- lagsins hefur erlendur gjaldmiðill hækkað um 45 til 60%, ef tekið er mið af skatti á ferðamannagjald- eyri. Gengislækkanir og gengissig, sem Alþýðubandalagið átti fyrr- um ekki orð til að fordæma, heita nú „gengisaðlögun“ í kansellítexta Þjóðviljans, og þykir af hinu góða, vægast sagt, enda ekki sama, hver smækkar krónuna! ★ Alþýðubandalagið hefur ver- ið að ganga út og inn um „járn- blendigluggann", eftir því hvort það hefur verið í stjórn eða stjórnarandstöðu, allar götur síðan iðnaðarráðherra þess (1971—74) bankaði upp á hjá Union Carbide í „villta vestrinu". í stjórnarandstöðu er síðan reist níðstöng við Grundartanga en andstæðan kemur fram í hátíðar- og þakkargjörð nýs iðnaðarráð- herra þess, Hjörleifs Guttorms- sonar, er járnblendiverksmiðjan hóf formlega framleiðslu: „Takket være de Nordmænd og Elkem Spigelverket, som har bidraget til verkets opbygging og vil deltage i denne nye kraftforedlede bedrift." Það fer vel á því hjá „manninum frá Neskaupstað" að staðsetja „hugsjónir" og „orkustefnu" Al- þýðubandalagsins milli Union Carbide og Elkem Spiegelverket. ★ Þetta er og önnur ríkisstjórn- in, sem Alþýðubandalagið ber ábyrgð á, sem aðild á að Atlants- hafsbandalagi og varnarsamningi við Bandaríkin (væntanlega undir kjörorðinu: „ísland úr Nato — herinn burt“). I hinni fyrri var sett skilyrt ákvæði, til mála- mynda, til að klóra yfir tvískinn- ungsháttinn. Nú var ekki einu sinni viðhöfð sú sýndarmennskan. „Hvað varðar þá um vatnið, sem vínið rauða teyga? Hvað varðar þá um jörðina, sem himininn eiga?“ orti Davíð Stefánsson. Hvað varð- ar þá um eigin orð og fyrirheit sem tilviljunin hefur skolað upp í flosmjúka ráðherrastólana? Al- þýðubandalagið er heldur ekki til einskis mesti hentistefnuflokkur norðan Alpafjalla. Framsóknarflokkurinn fór flokka verst út úr síðustu þing- kosningum. Nú hefur Ólafur Jó- hannesson, með stjórnarfor- mennsku sinni reytt skrautfjaðr- irnar af „sigurvegurum kosn- inganna." Engu skal hér spáð um, hvað honum gengur til. En mál- tækið segir: „Sælt er sameiginlegt skipbrot." Neytenda vernd Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar fékk samþykkt á Al- þingi 1978 ný lög „um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti," þ.e. lög nr. 56/ 1978. Þessi lög voru tvímælalaust spor í rétta átt, bæði að því er varðar afnám verðlagshafta, þeg- ar samkeppni er næg, og til að koma á nauðsynlegri neytenda- vernd. Þau hafa hins vegar ekki enn komið til framkvæmda, þar eð vinstri stjórnin knúði frestun á framkvæmd þeirra fram á Al- þingi. Flest vestræn ríki afnámu verð- lagshöft, eins og önnur verzlun- arhöft, fljótlega eftir lyktir síðari heimsstyrjaldarinnar, þ.á.m. Norðurlönd, er lutu stjórn jafnað- armanna. Reynsla þessara ríkja er sú að verzlunarsamkeppnin tryggi neytendum fjölbreyttara vöruúr- val og hagstæðara vöruverð en hægt er að gera í skjóli verzlun- arhafta, þ.e. vöruöryggi. Verðlags- þróun í þessum samkeppnisríkjum hefur verið mun hægari en hér á landi, yfirleitt undir 10% verð- bólguvexti á ári. Sum samkeppnis- ríki, eins og V-Þýzkaland og Sviss, voru með verðbólgu frá 0,5% til 2% milli áranna 1978 og 1979. Island hefur hins vegar haldið fast við verðlagshöftin með verðþróun- arárangri sem óþarfi er að fara um mörgum orðum. Það er hins vegar „trúaratriði" hjá viðskipta- ráðherra, að halda í höftin. Þess vegna var framkvæmd nýrra verð- lagslaga, sem fyrri stjórn fékk samþykkt, frestað. Undanfarið hefur átt sér stað nokkur umræða í þjóðfélaginu um neytendavernd og vöntun löggjaf- ar um það efni. í þessum lögum, sem hér er um fjallað, voru fyrstu, raunhæfu ákvæðin um neytenda- vernd og skorður gegn óréttmæt- um verzlunarháttum. Fram- kvæmd laganna hefði því styrkt starfsgrundvöll neytendasamtaka og stöðu kaupenda hvers konar vöru og þjónustu. Þessum ávinn- ingi, sem lögin færðu hinum almenna kaupanda í þjóðfélaginu, fórnaði viðskiptaráðherra Alþýðu- bandalagsins á altari verðlags- haftanna, er hann knúði fram frestun á framkvæmd laganna. Gegnir furðu, hve forsvarsmenn ýmissa almannasamtaka, s.s. launþegafélaga, hafa tekið létt á þessari stöðnunaráráttu ráðherr- ans. Þessi kreddufesta ráðherrans gegnir þeim mun meiri furðu þegar þess er gætt, að Alþýðu- bandalagið hefur verið í stöðugum „bakkgír" í stjórnarsamstarfinu og lipurt og léttfætt í ýmsum gjörðum gagnstæðum „stefnu- orðum" þess. Bendir það til þess að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, sem þó var viðskipta- ráðherra er hin nýju verðlagslög voru sett, hafi ekki lagt hart að „lipurtám" Alþýðubandalagsins í þessu máli, því miður. E.t.v. fannst honum við hæfi, að láta viðskiptaráðherra Alþýðubanda- lagsins ganga fram í frestun fyrstu raunhæfu lagaákvæðanna um neytendavernd, til að gera áróðursstöðu þess ennþá veikari, en forsætisráðherra virðist einkar kært að láta þingflokka jafnað- armanna og kommúnista brjóta boðorð sín. Þessi hefndarhvöt for- sætisráðherra, sem sennilega hef- ur kviknað í júní 1978, hefur ekki hvað sízt bitnað á „hans hátign“ bankaráðherranum, forseta EFTA, Svavari Gestssyni, er stað- ið hefur árlangt í ofaníáti fyrri stóryrða og fullyrðinga sem rit- stjóri Þjóðviljans. Gegnir furðu ef það kappát kemst ekki í heims- metabók Guinnes, enda minnir það á stundum á Þorstein mat- gogg, þegar hann mett.ur setti fram þá frómu ósk, að hann væri sofnaður, vaknaður aftur og far- inn að eta! Ekki skal hér unt það spáð, hve áliðið er þess stjórnar- matmálstíma Alþýðubandalagsins, sem staðið hefur í rúmt ár, en ekki er ólíklegt, að ráðherrar þess séu á mörkum þeirrar óskar Þorsteins matgoggs, sem hér var til vitnað. Láir þeim það enginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.