Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 5 Sjónvarp í kvöld kl. 21.05: Utvarp í kvöld kl. 19.25: Mótmœlaaðgerðir í fátœkrahverfinu íþœttinum Seðlaspil Bandaríski fram- haldsmyndaflokkurinn Seðlaspil er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.05. Verður þá .sýndur annar þátturinn af fjórum, en þeir eru byggð- ir á skaldsögu rithöfund- arins Arthurs Hailey. Bókin kom út í íslenskri þýðingu fyrir fáum árum, og nefndist hún þá Banka- hneykslið. Meðal þeirra sem fara með hlutverk í sjónvarpsþáttunum eru þeir Kirk Douglas og Christopher Plummer, en einnig kemur fram fjöldi annarra þekktra leikara. Efni fyrsta þáttar var í megindráttum á þessa leið: Aðalbankastjóri í New' York tilkynnir, að hann sé haldinn ólæknandi krabbameini og ævi hans senn á enda. Hann leggur til að annar tveggja að- stoðarbankastjóra verði eftirmaður hans og bankaráð eigi að ákveða hvor það verður. Annar aðstoðarbanka- stjóranna, Roscoe Hay- ward, rær að því öllum árum, að hann verði val- inn, enda veitist honum erfitt að lifa á launum sínum. Hann gefur m.a. í skyn, að sitthvað sé at- hugavert við hjónaband keppinautarins, Alex Vandervoorts. Einn gjald- kera bankans tilkynnir að fé vanti í kassann hjá sér. Þegar málið er rannsakað, berast böndin að yfir- manni gjaldkerans, Miles Eastin, og hann er dæmd- ur til fangelsisvistar. í þættinum í kvöld mun einnig draga til tíðinda. Meðal annars verður skorin niður fjárveiting til húsbygginga í fátækra- hverfinu, sem svo aftur verður til þess að íbúar hverfisins missa þolin- mæðina og skipuleggja mótmælaaðgerðir. . .. Bandaríski kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas leikur eitt aðalhlut- verkið i sjónvarpsþættinum Seðlaspil sem sýndur verður í kvöld í annað sinn. Hér er leikarinn ásamt konu sinni Anne Brydens, á næturklúbhi i Hollywood. Popphljómsveitin Police, eða Lögreglan, leikur í sjón- varpi í kvöld og hefst þáttur hljómsveitarinnar klukkan 22.25. Gunnar Björnsson Lúðvík Jósepsson Þorsteinn Pálsson Er kreppa framundan? Þátturinn „Umræð- ur á sunnudagskvöldi“ verður á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 19.25. Þetta er um- ræðuþáttur þar sem fjallað er um ótta fólks við atvinnuleysi og framtíðina og tekið er fyrir núverandi ástand launa- og efnahags- mála. Leitað verður svara við spurning- unni hvort kreppa sé framundan. I umræðunum taka þátt Gunnar Björnsson, formaður Meistarasam- bands byggingar- manna, Lúðvík Jóseps- son alþm. og Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitenda- sambands íslands. Einnig er leitað svara við nokkrum spurning- um hjá Haraldi Ólafs- syni dósent, Hjálmari Jónssyni, form. Málara- félags Reykjavíkur, og Steini Lárussyni, form. Isl. ferðaskrifst. Stjórnendur um- ræðnanna eru blaða- mennirnir Fríða Proppé og Halldór Reynisson. Þátturinn stendur yfir í rúman klukkutíma. kr. 118.000- 25.-29. okt. Löng og góð helgi í Dublin (fimmtudagur til mánudagskvölds) Golfunnendur reka smiðshöggið á vertíðina með heimsókn á iða græna golfvelli írlands. sem þykja með þeim bestu í heimi. afsláttur fyrir hópa m/ 10 manns eða fleiri írska pundið um 10% hagstæðara en það breska og afsláttur fyrir Islendinga í mörgum stærstu verslunum Dublinborgar. írsku krárnar og hinn margrómaði bjór heimamanna á hverju götuhorni Innifalið í verði flug, hótel m/morgunverði og íslensk fararstjórn, sem m. a skipuleggur skoðunarferðir um borgina og vísar tón- listarunnendum á frábær írsk þjóðlagakvöld. Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - simar 27077 og 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.