Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
„Hækkunin í áttina”
segir Sigurður Helgason um 399$
fargjald á Atlantshafsleiðinni
FLUGLEIÐIR auglýsa um þessar
mundir í New York Times að
vetrarfargjöldin hjá þeim á milli
Bandarikjanna og Evrópu fram
og til baka séu 399 dollarar frá 1.
október til 14. maí næsta ár, en
fargjaldið á þessari leið s.l. vetur
var 299 dollarar.
í viðtali í gær við Sigurð
Helgason forstjóra Flugleiða
sagði hann að hækkunin væri
samkvæmt almennum hækkunum
á öllum fargjöldum og miðuð við
hækkanir hjá öðrum flugfélögum
á þessari flugleið. Sigurður sagði
að Flugleiðir væru ennþá með
lægstu fargjöldin á flugleiðinni
miðað við kjör, en hann kvað
fargjöldin á þessari leið undir
miklum þrýstingi og þyrftu þau að
vera hærri. „Þessi hækkun er
aðeins í áttina, en hún er ekki
nægilega mikil,“ sagði Sigurður.
I auglýsingunni í New York
Times er hafin auglýsing á Ice-
landair-nafninu.
Þannig leit Húsavíkurf jall út á föstudaginn og hefur svona verið mikinn hluta mánaðarins, hvítt milli
fjalls og fjöru. Allt var gaddfrosið en þá var spáð hlýnandi veðri og rigningu, svo fjallið mun geta
breytt um svip, en brúnin á bændum mun lítið lyftast ef rigning ætlar að fylgja sunnanáttinni, en það
er ekki vanalegt, heldur þurrt og bjart veður. Ljósmynd Mbl. Abbi
Sagói af sér formennsku í
bókaútgefenda
Félagi
Á FUNDI Félags ísl. bókaútgef-
enda í fyrradag gerðist það að
Arnbjörn Kristinsson formaður
félagsins sagði af sér starfinu.
Var það í framhaldi atkvæða-
greiðslu þar sem fjallað var um
umsókn stórverzlunar i Reykja-
vík um bóksöluleyfi. Kvaðst Arn-
björn þeirrar skoðunar að veita
ætti leyfið og ná þar með til fleiri
bókakaupenda en áður, en tillag-
an var felld á fundinum með
litlum atkvæðamun. Sagði þá
Arnbjörn af sér öllum störfum
fyrir félagið, en kvaðst áfram
vera í félaginu og hlíta lögum
þess og reglum.
BLOM OG ROMANTIK
'IiI/Vvlí'Wt \ IIH
50 ára afmœlissýning að Hótel Loftleiðum,
laugardagirm 29. september, surmudagirm 30. september
Dagsskrá báða dagana
Opin blómavinnustofa
kl. 10 - 12 f.h.
Tilsögn í blómaskreytingum
fyrir almerming.
Sérstakur blómaveislumatseðill
kl. 12 - 14 og kl. 18:30
í Blómasal hótelsins.
„Blóm í hárið“
kl. 14 og 19 og 21
Hárgreiðslusýning með blómaívafi
Elsa Haraldsdóttir, Salon VEH
„Hausttískan 1979“
kl. 14:25 og 19:20
og 21:30
Marta Bjamadóttir, versl. EVA
SnyrtistMaja, Ingibjörg Dalberg
Blómaskreytingar úr
þurrkuðum blómum
kl. 15:30 og 20:00
Skreytingar frá Erik Bering,
KaupmMfn og Hendrik Bemdsen,
Blóm & Ávextir
Guðrún Á. Símonar
kl. 20:3Q
Undirleik arniast Ami Elfar
Blómahöldur frá 18. öld
úr safni Eriks Bering
Pétur Friðrik, listmálari,
sýrtir blómamyndir
Blómamarkaður
Þurrkuð og lifandi blóm á
sérstöku blómatorgi
Kynning Interflora Hr. J. Stampe
OPIÐ FRÁ 10 f.h. til 23:00 báða dagana
Aðgangseyrir: 1500 krónur.
Grunurum
íkveikju
Á FJÓRÐA tímanum í fyrrinótt
kom upp eldur í trébrettum og
rusli á baklóð hússins Skipholt
37 i Reykjavík. Logaði glatt
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang en það gekk vasklega fram
við slökkvistarfið og tókst fljót-
lega að ráða niðurlögum eldsins.
Eldurinn hafði komizt í vegg
hússins og þak og urðu talsverðar
skemmdir á því en innanhúss urðu
sáralitlar skemmdir. I mestri
hættu voru fyrirtækin Verzlunar-
sambandið og Henson-sportfatn-
aður. Grunur leikur á því að eldur
hafi verið borinn að húsinu.
Myndin sýnir rannsóknarlög-
reglumenn að störfum á bruna-
stað í gær.
Ljósm. Mbl. ÓI.K. Mag.
Verzlunin Hagkaup í Reykjavík
hefur þrisvar sótt um bóksöluleyfi
og hefur umsóknin í öll skiptin
verið felld á félagsfundum Félags
ísl. bókaútgefenda og með minnst-
um mun í fyrradag. Sagði Arn-
björn Kristinsson það skoðun sína
og margra annarra bókaútgefenda
að stórverzlun næði til fleira fólks
en keypti bækur í dag og ætti því
aðallega að verða um viðbótarbók-
sölu að ræða. Því þætti sér ástæða
til að fara þessa leið, enda væri
hún tíðkuð erlendis og væri ekki
óeðlilegt að íslenzkir bókaútgef-
endur notfærðu sér erlendar hug-
myndir. Taldi Arnbjörn að and-
staðan við þessa hugmynd kæmi
einkum frá þeim útgefendum, sem
í tengslum við útgáfu sína rækju
einnig bókaverzlun og vildu halda
bóksölu innan hinna hefðbundnu
verzlana svo sem verið hefði.
Félag ísl. bókaútgefenda hefur að
sögn Arnbjörns gert sér far um að
veita ekki of mörgum aðilum
bóksöluleyfi og ekki viljað stað-
setja bókaverzlanir of þétt, en hér
væri um nýja leið að ræða, sem
ekki hefði áður verið reynd hér-
lendis.
Eftir úrslit atkvæðágreiðslunn-
ar, þar sem umsókn Hagkaups var
hafnað, sagði Arnbjörn af sér
starfi formanns og kvaðst ekki
vilja starfa fyrir félag þegar
meirihluti þess vildi fylgja stefnu,
sem andstæð væri hagsmunum
bókaútgefenda. Arnbjörn Krist-
insson hefur setið í stjórn Félags
ísl. bókaútgefenda í 25 ár. Vara-
formaður er Böðvar Pétursson og
tekur hann við störfum til næsta
aðalfundar.
Dr. Jóhann-
es formaður
í myndatexta á miðopnu Mbl. í
gær þar sem greint var frá skýrslu
olíuviðskiptanefndar féllu niður
nöfn tveggja nefndarmanna, for-
mannsins, dr. Jóhannesar Nor-
dals, og Vals Arnþórssonar, og
biðst blaðið velvirðingar á því.
INNLENT
Fyrirlestur
um fjarkönnun
við kortagerð
FYRIRLESTUR verður fluttur á
vegum Landfræðifélagsins í Árna-
garði stofu 201 kl. 20.30 á mánu-
dagskvöld. Fyrirlesari er Gylfi
Már Guðbergsson og nefnir hann
fyrirlesturinn fjarkönnun og gróð-
urkortagerð.
Sjöfn segir af sér
í félagsmálaráði
SJÖFN Sigurbjörnsdóttir borgar-
fulltrúi hefur sagt af sér í félags-
málaráði borgarinnar, en ekki
náðist í Sjöfn í gær til þess að
kanna hvaða ástæður liggja að
baki afsögninni. Þar með mun
Sjöfn víkja úr stjórn dagvistun-
arstofnana í Reykjavík. Miklar
deilur hafa verið um það milli
fulltrúa meirihlutans í borgar-
stjórn hvernig skipta eigi sætum
fulltrúa í hinar ýmsu nefndir og
ráð og m.a. hafá þær Guðrún
Helgadóttir og Gerður Steinþórs-
dóttir haldið því fast fram að
Gerður eigi að taka sæti Sjafnar í
stjórn dagvistunarstofnana.