Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 7 Jón S. Magnússon í Stykkis- hólmi skrifar mér elskulegt og uppörvandi bréf, sem ég er hon- um mjög þakklátur fyrir. Hann hefur orðið við þeirri ósk minni að skýra frá skilningi sínum á orðinu örverpi, og um það farast honum orð á þessa leið: „Þér er í mun að fá að vita, hvaða skilning menn leggja í orðið örverpi. Eg er nú kominn á sextugsaldur, en sem ungur maður fékk ég þann skilning á orðinu, að það merkti afkvæmi, sem væri lítið, pervisið, óásjá- legt o.fl. Jafnframt hefur mér skilist, að örverpi geti allt eins verið einbirni eins og síðasta barn í systkinahópi." Þessu til staðfestingar tilfærir Jón vísu, sem hann vill ekki birta, og nú er að vita hvort fleiri hafa eitthvað til málanna að leggja um merkingu marg- nefnds örverpis. Margar þjóðsögur ganga af Sigurði skólameistara. Ein er sú að við hann hafi verið sagt í Hafnarháskóla, er fundið var að framburði hans í dönsku máli: „De lægger betoningen forkert." En hann á að hafa svarað: „Ha, lægger jeg betoningen forkert," og hvergi brugðið af íslenskum áherslulögmálum. Því rifja ég þetta upp, að mér hefur oft heyrst undanfarið að margir Islendingar leggi nú „betoningen forkert", þ.e. áhersluþungi í máli þeirra komi með ýmsum hætti í skakkan stað niður. Nokkur dæmi úr útvarps- viðtölum við menn í æðstu stöð- um: OlíuverðshækkunUM, aðhaldsaðgerðlR, í þessu sambandl, verðlagsvísitölU, næsta kjörtímabil. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum, enda ber nú flest að sama brunni um það að taka verði upp markvissa talkennslu í skólum, ef við á annað borð viljum varðveita framburðarsér- kenni máls okkar. Enn minnist ég á staglið. Óskólagenginn en lærður verka- maður á Akureyri kom til mín og sagðist hafa hrokkið við, þegar „okkar maður í Gauta- borg“, langskólagenginn maður, hefði talað um afstöðu sænskra stjórnmálamanna til landvarna landsins. Ég heyrði þetta líka mér til hrellingar. Lýsingarorðið miður, sbr. t.d. miður morgunn, stigbreytist ekki, af því að það er ekki hægt að vera „miðjari" en í miðjunni. Því læt ég mér ekki skiljast að fleiri en ein miðja geti verið í sama fyrirbærinu. En ef mig misminnir ekki stórlega var þess getið í veðurfregnum í sjónvarpi ekki fyrir löngu að tvær lægðarmiðjur væru í sömu lægðinni, og bregður þá aftur fyrir smá staglstílnum og þegar rætt var um landvarnir landsins. En merking orðsins miðja er þá önnur en mér finnst, ef tvær miðjur geta verið í sömu lægð- inni. Fyrir mörgum árum var hlegið að þjóðkunnum ágætis- manni sem sagði: „í þessu máli eru tvær þungamiðjur og báðar grímuklæddar." Ég sá í Vísi um daginn nýyrði, sem mér þótti skrýtið. Maður nokkur var titlaður örorkuþegi. Ég ímynda mér að maðurinn sé öryrki og geti því ekki unnið. En ef kalla ætti slíka menn örorkuþega, skilst mér að sjúkl- ingar séu þá sjúkdómsþegar og gamalmenni elliþegar eða öldr- unarþegar, fangar ófrelsisþegar og vitfirringar brjálæðisþegar. Hlymrekur handan kvað (með hortittinn í fyrstu braglínu): Um Jónatan satt eitt ég segi: i sextíu ár stýrði hann fleyi og með saumnálabrík heima i Salthólmavík er hann áttræður örorkuþegi. Enn er frá því að segja að Kurt Sonnenfeld á Akureyri hefur vakið athygli mína á aug- lýsingu sem víða hefur birst undanfarið. Þar er talað um endurhæfingu þroskaheftra. Er hægt að endurhæfa þá sem ekki voru áður hæfir? Innritun fer að Ijúka. Enn er þó hægt aö komast aö, einkum í byrjendaflokka bæöi fulloröinna og yngri. Innritun laugardag og sunnudag í síma 85752, en næstu daga í skólanum, Háteigsvegi 6, kl. 5—7 daglega, sími 27015,. Upplýsingasími á öörum tíma er 85752. Námskeiöið stendur fram undir jól. Kvöldtímar fulloröinna. Hljóöfæri á staönum. Hringdu bara strax. handbækur um᧠Al- Samskeyting. Leiðbeiningarrit um aðferðir til samskeytinga á áli. I ritinu er fjallað um ýmsar aðferðir við samskeytingu á áli: Hnoðun, skrúfun, límingu og lóöningu. Einnig ýmsar aðferðirvið álsuöu. Ál- Suöuhandbók TIG - MIG. Handbók um TIG - MIG suðu. Hentugar kennslubækur fyrir iðnnema og sem hand- bækur fyrir málmiðnaðarmenn og hönnuði. Verð hvorrar bókar er kr. 1000 - Bækurnar fást i Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúö Olivers Steins. skon luminium Norræn samtök Áliönaöarins skon#*. lumimum ÁL Samskeyting íænoaosyngja Kórskóli Pólýfónkórsins 10 vikna námskeið hefst í byrjun október. Kennt verður 2 stundir í senn eitt kvöld í viku: Raddþjálfun, æfingar í tónheyrn og nótnalestri. Umsjón með námsskeiðinu hefur söngstjóri PÓLÝFÓNKÓRSINS Ingólfur Guðbrandsson. Upplýsingar og innritun í símum 26611 á skrifstofutíma og 43740/38955 á kvöldin. Nýir umsækjendur, sem óska að starfa með Pólý- fónkórnum í vetur gefi sig fram í sömu símum. Pólýfónkórinn. Þýskunámskeið Germaníu Þýskunámskeið Germaníu hefjast í október. Kennt verður í tveimur flokkum, fyrir byrjendur og fyrir þá sem lengra eru komnir. Kennari veröur frú Annemar- ie Edelstein. Væntanlegir nemendur komi í Háskól- ann, 6. kennslustofu, mánudaginn 1. okt. kl. 20, til innritunar og um leiö veröa gefnar nánari upplýs- ingar. „ Germania NÁMSTEFNA NÁMSTEFNA UM STARFSMANNASTJÓRN Stjórnunarfélag Islands mun efna tll námstefnu um Starfsmannastjórn flmmtudaglnn 11. október kl. 10 árdegis. Námstefnan veröur haldln að Hótel Sögu og er dagskrá hennar sem hér seglr: Setnlng námstefnunnar. — Höröur Sigurgestsson formaöur SFÍ. Sklpulag og verkefnl starfsmannadeilda. — Mogens Bruun ráögjafi um starfsmannastjórn hjá Danska vinnuveitenda- sambandinu. (Erindiö veröur flutt á ensku). Starfsmannastjórn í framlelöslufyrirtæki. — Jakob Möller vinnumálafulltrúi (SAL. Starfsmannastjórn hjá Flugfélagl. — Jón Júlíusson framkvæmdastjórl stjórnunarsvlös Flugleiöa hf. Hádegisveröur. Starfsmannastjórn í ríkisfyrlrtæki. — Þorgelr K. Þorgeirsson framkvæmdastj. umsýsludeildar Pósts- og símamálast. Starfsmannastjórn hjá IMB — Otto A. Michelsðn forstjóri IBM á íslandi. Beitlng launakerfa viö starfsmannastjórn í verslunarfyrirtæki. — Quölaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar h.f. Samskipti verkalýösfélaga og starfsmannadeilda. — Quöjón Jónsson formaöur Félags járnlðnaöarmanna. Hlutverk starfsmannafélaga. — Páll Bergsson formaöur starfsmannafélags OLÍS. Sálfræölleg próf við val á starfsfólki. — Qylfl Ásmundsson sálfræöingur Klepsspítala. Kaffl. Menntun og þjálfun starfsmanna. — Baldvin Einarsson starfsmannastjóri SlS. Vlnnumarkaöurlnn — Ólafur örn Haraldsson skrifstofustjóri Hagvangs hf. Pallborösumræður Áætlað er aö námstefnunni Ijúki um kl. 17.30. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Stjórnunarfélagsins. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS Síöumúla 23 — Sími 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.