Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
Guðmimdur Erlendsson
trésmiður —Minning
Fæddur 21. ágúst 1888.
Dáinn 19. september 1979.
Á morgun, mánudaginn 1. okt.,
verður Guðmundur J. Erlendsson
trésmiður, Nönnugötu 12, kvaddur
hinztu kveðju frá Dómkirkjunni í
Reykjavík. Hann var fæddur að
Innra-Hólmi í Akraneshreppi
hinn 21. ágúst 1888 og voru for-
eldrar hans hjónin Rósa
Guðmundsdóttir, ættuð að Álfta-
nesi og Erlendur Helgason, Borg-
firðingur að ætt og uppruna. Hér
verður ekki farið nánar út í
ættfræði eða rekin ævisaga Guð-
mundar. En mér er efst í huga
þakklæti til forsjónarinnar fyrir
að fá að njóta vináttu hans og
tryggðar frá því ég kom í fyrsta
sinn á heimili hans og konu hans,
er ég var enn á unglingsaldri og til
hinztu stundar hans.
Mér duldist ekki umhyggjan og
ástúðin, er hann sýndi konu sinni,
er þá var farin að heilsu, og það
var aðdáunarvert að fylgjast með
því, hvernig hann lagði sig fram á
alla lund að gera henni lífið sem
bærilegast. Guðmundur var
kvæntur Guðrúnu Finnbogadótt-
ur, ættaðri frá ísafirði og hófu
þau búskap árið 1918 að Njálsgötu
37 í Reykjavík. En síðar byggðu
þau eigið hús að Nönnugötu 12 og
fluttu þangað árið 1921.
Þeim hjónum varð 7 barna
auðið. Þeirra elstur var Gunnar
Sverrir, en hann andaðist árið
1963, langt um aldur fram. Hann
var kvæntur Bjarndísi Jónsdóttur
og áttu þau 6 börn. Næst er Helga
Stella, sem gift er Ásgeir Jónssyni
og eiga þau 4 börn. Rósa Þórunn
er gift Gunnari Gestssyni og eru
börn þeirra einnig fjögur. Þá er
Erlendur, kvæntur Ingu H. Jóns-
dóttur og eiga þau 3 börn. Síðan er
Elínborg, sem gift er Eyjólfi
Tómassyni, en þau eiga 6 börn.
Jón, kvæntur Vigdísi Jónsdóttur
og eru þeirra börn 2. En yngstur
er Finnbogi, kvæntur Vigdísi
Viggósdóttur eru börn þeirra fjög-
ur. En barnabörn Guðmundar eru
nú orðin 36. Faðir Guðmundar,
Erlendur Helgason, dvaldi á efri
árum á heimili Guðmundar og
Guðrúnar og naut þar einstakrar
umhyggju og ástúðar.
Ég get ekki óskað afkomendum
Guðmundar annars betra í lífinu
en að þeim auðnist að taka hann
sér til fyrirmyndar. Hann hafði
lært á langri og oft erfiðri ævi, að
hamingjan er ekki föl fyrir fé, að
hún verður ekki keypt fyrir gull og
græna skóga. Hann hafði lært, að
lífshamingjan felst í því að gefa af
sjálfum sér, að gera fyrst og
fremst kröfur til sjálfs sín en ekki
til annarra. En þó fannst honum
eðlilegt og sjálfsagt, að þjóðfélag-
ið komi þeim, er lítils mega sín til
hjálpar og að það styðji við bakið
á þeim, sem hefja sig upp úr
meðalmennskunni af dugnaði og
iðjusemi. Á hinn bóginn þótti
honum sem ýmsir opinberir styrk-
ir, „þetta bótastúss", sem hann
nefndi svo, ættu drýgri þátt í að
letja fólk en hvetja til sjálfsbjarg-
ar. Þá fannst honum einnig furðu-
legt, að hátekjumenn skuli taka
við t.d. barnabótum, eins og þurfa-
menn væru. En sjálfur tók Guð-
mundur aðeins hluta af þeim
ellilífeyri, er hann átti rétt á að fá
og þó ekki fyrr en hann varð að
hætta að vinna vegna sjóndepru.
Guðmundur Erlendsson varð
fyrir þeirri sáru reynslu að missa
móður sína, er hann var enn barn
að aldri. Eftir lát hennar var hann
ýmist með föður sínum eða honum
var komið fyrir hjá vandalausum.
Staðirnir voru ófáir, þar sem hann
dvaldi fram á unglingsár. Það
sýnir máske best, hversu vel hann
var gerður til sálar og líkama, að
hann braust áfram til manndóms
og þroska af dugnaði, reglusemi og
trúmennsku.
Guðmundur lærði trésmíði hjá
Kristjáni Teitssyni, er bjó á
Bjargarstíg 6. Er námi lauk réðst
hann til Sigurjóns Sigurðssonar,
trésmiðs, í Lækjargötu 6 og vann
þar næstu fjögur ár. Síðan vann
hann hjá Flosa Sigurðssyni, bróð-
ur Sigurjóns, en hann stofnaði
síðar Rúllugerð Reykjavíkur. Hjá
því fyrirtæki starfaði Guðmundur
síðan í hart nær hálfa öld.
Guðmundur átti eina hálfsyst-
ur, Rósu Erlendínu og voru miklir
kærleikar með þeim systkinum.
Guðmundur var svo lánsamur
að þurfa ekki að yfirgefa heimili
sitt fyrr en rúmri viku fyrir
andlátið, en hann lézt í Landa-
kotsspítalanum hinn 19. sept. s.l.
Þegar við kveðjum þennan látna
heiðursmann, er okkur efst í huga
þakklæti fyrir það, að honum varð
að þeirri ósk sinni, að þurfa aldrei
að vera öðrum til byrði, jafnvel
ekki er heilsa og kraftar tóku að
bresta.
Að lokum eru hjartans þakkir
færðar þeim, er léttu honum
síðustu stundirnar og veittu hon-
um líkn og hjúkrun, eins og best
verður á kosið.
I.H.J.
Síöustu
daga hefur
fylgist meö og býöur
ávailt þau teppi, sem í
tízku eru hverju sinni auk J
heföbundinna k
L og sígildra tegunda. ]k
bætt viö úrval sitt
yfir 20 nýjum litum
C gólfteppa. Á
hefur aö jafnaði
30.000 fm lager þannig
aö afgreiöslutíminn
er eins
skammur og hugsast
k getur.
• 20 manna sérhæft starfsliö er
yöur ávallt til þjónustu.
• Reyndir fagmenn annast lagn-
ir teppanna.
• Sölumenn meö góöa vöru-
þekkingu, aöstoöa yöur viö
teppavaliö.
Sértu með parkett á gólfi, nú eða einlit
teppi, sem lífga þarf upp á, þá býður
Teppaland geysilegt úrval sérofinna
teppa úr hreinni ull á betra verði en
margur hyggur.
Mjög góð sýningaraðstaða gefur við-
skiptavinum möguleika á að skoða
stöku teppin hvert fyrir sig við góða
birtu.
Nú eru nýju teppin
■ ■ ^ ^
komm
fjr TEPPRLRNtU %
f eru miklar líkur til aö
þér finnið gólfteppi viö
yöar smekk á hagstæöu
veröi og meö hagstæðum
afborgunarkjörum
L eöa Á
k staöqreiósluafslætti.^a
~ Vanti yöur
teppi á stofu eöa
stiga, herbergi eöa hol,
skrifstofur
eöa skóla, þá lítið viö í
lEPPfíLRND!
það getur
L borgaö sig. Á
.. ■ •. .* 'i
Fyrir
Þa
sem pess oska ^
hefur
Teppplrnd
sýnishorn
teppa af öllum
geröum og sérpantar
eftir óskum hvers
og eins. Á