Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
t
Móölr okkar,
GUOBJÖRG GESTSDÓTTIR,
fré ísafiröi,
verður Jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1. október kl.
10.30 f.h.
Hanna og Björg Kristjánsdœtur.
Jaröarför
HARALDAR K. GÍSLASONAR
verslunarmanns, Hraunteigs 24 R.
fer fram frá Laugarneskirkju þriöjudaginn 2. október kl. 3 e.h.
Sigríöur Björnsdóttir,
Björn Haraldsson, Guöný Hallgrlmsdóttir,
Ingibjörg St. Haraldsdóttir, Smári Ólason,
Glsli R. Haraldsson,
Guöbjörg A. Haraldsdóttir, Ingvar Ásgeirsson.
t
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi,
ÞÓRIR BJÖRNSSON,
trésmiöur,
Skipasundi 10, Reykjavík,
lézt f Landspítalanum sunnudaginn 23. september. Útför hins látna
veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. október kl. 3.
Sigurjón Júlíusdóttir,
Gunnar Þórisson, Guórún Friögeirsdóttir,
Þórir og Geir Gunnarssynir.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vináttu viö andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóöur og
ömmu.
KARITASAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Sauöárkróki
Sérstakar þakkir eru færöar starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu
Reykjavík.
Hilmar Björnsson, Sigrföur Gestsdóttir,
Björgvin Björnsson, Erla Ásgeirsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
KRISTÓFER JÓNSSON,
Ljósheimum 20
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 2. október kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg.
Guórún S. Guómundsdóttir,
Jón Oddur Kristófersson, Marfn E. Samúelsdóttir,
Guömundur Krístófersson, Inga Jóhannsson
og barnabörn.
t
HARALDUR S. GUDMUNDSSON
stórkaupmaöur
Spítalastfg 8, Reykjavík
veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 1.
október kl. 15.
Sigurbjörg Bjarnadóttir,
Harald G. Haraldsson, Elfsabet Gunnarsdóttir,
Sólveig Haraldsdóttir Hart, Neil Hart,
Sigrföur Haraldsdóttir, Sigurjón Sigurösson,
Grfmur Haraldsson, Svava Axelsdóttir
Sigrföur G. Benjamfn,
og barnabörn.
t
Faöir okkar, afi og bróöir
HREIÐAR ÓLAFSSON,
Hofteigi 8,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 3. október
kl. 1.30.
Fyrir hönd barna, barnabarna og systkina
Ragnhildur Hreiöarsdóttir,
Rósa Björg Guölaugsdóttir, Hreiöar Bergur Hreiðarsson,
Sandra Dögg Guölaugsdóttir,
Ásta Ólafsdóttir,
Guölaug Ólafsdóttir,
Guöjón Ólafsson.
t
innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
JÓNS ÞÓRÐARSONAR,
Hófgeröi 10, Kópavogi.
Elísabet Hjálmarsdóttir,
Elfsa J. Jónsdóttir, Þórir Davfösson,
Guömundur G. Jónsson, Þóra Jónsdóttir,
María H. Jónsdóttir,
Daði E. Jónsson, Bára M. Eirfksdóttir,
Guömundur H. Jónsson, Kristín Kristensen,
og barnabörn.
Ingimundur Guðmunds-
son —Minningarorð
Fæddur 12. nóvember 1892
Dáinn 21. september 1979
Því hefur verið haldið fram, að
dauði gamals manns sem lokið
hefur hlutverki sínu hér á jörðinni
sé aðeins staðfesting á þeim lög-
málum sem gilda um líf og dauða.
Að sjálfsögðu verður hver og einn
að beygja sig fyrir þeirri stað-
reynd sem dauðinn er en óhjá-
kvæmilega fylgir honum ætíð
söknuður og eftirsjá, sérstaklega
þegar um góðan vin og félaga er að
ræða.
Þegar ég kveð tengdaföður
minn, Ingimund Guðmundsson, í
síðasta sinn er mér efst í huga sár
söknuður og jafnframt þakklæti
fyrir allt sem hann hefur verið
mér og fjölskyldu minni þau 26 ár
sem kynni okkar hafa staðið. Ég
get einnig fullyrt, að fáir menn
sem ég hef kynnst hafa lagt sig
meira fram en hann um að reyn-
ast börnunum sínum sem besti
faðir og síðar okkur tengdabörn-
unum og fjölskyldum okkar sann-
ur vinur og velgerðarmaður, enda
má með sanni segja að síðustu ár
ævi sinnar hafi hann eingöngu
helgað líf sitt velferð okkar allra.
Þess vegna skilur hann eftir sig
djúp og varanleg spor í lífi okkar,
hugljúfa minningu sem nær langt
út yfir gröf og dauða.
Ingimundur Guðmundsson var
fæddur 12. nóv. 1892 að Garðhús-
um í Grindavík. Hann var einka-
barn foreldra sinna, Helgu Ólafs-
dóttur, sem ættuð var frá Stokks-
eyri, og Guðmundar Ólafssonar,
sem átti ættir sínar að rekja til
Bíldudals, en þau hjón bjuggu
allan sinn búskap í Grindavík.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum til fullorðinsára. Eftir að
hafa lokið tilskildu skólanámi
hneigðist hugur Ingimundar mjög
að áframhaldandi menntun. Úr
því gat þó ekki orðið sökum
erfiðra heimilisaðstæðna þegar
báðir foreldrar hans misstu heils-
una á unga aldri og kom það því í
hans hlut að sjá um heimilið.
Hann reyndi þó að svala menntun-
arþrá sinni með því að sækja
námskeið í ýmsum fræðigreinum
auk þeirrar sjálfsmenntunar sem
hann aflaði sér með lestri góðra
bóka og er mér sagt, að lestrarfíkn
hans og viðleitni til aukinnar
þekkingar hafi verið með eindæm-
um. Þetta varð til þess að síðar
þegar aðstæður leyfðu lagði hann
land undir fót og fór til Skotlands
í þeim tilgangi að afla sér náms í
verslunarfræðum og ensku. Þeir
sem til þekkja geta best um það
dæmt hvílíkt stórræði það var
ungum, efnalitlum manni að ráð-
ast í slíkt fyrirtæki á tímum
heimskreppunnar miklu og þeirr-
ar fátæktar er henni fylgdi. En
Ingimundur lét ekki hugfallast.
Til þess að standa straum af
kostnaði námsins stundaði hann
vinnu við verslunarstörf á daginn
og sótti síðan kvöldskóla í þeim
greinum er hugur hans stóð til.
Eftir komu sína aftur til íslands
vann hann við verslunarstörf í
Grindavík.
Hann kvæntist 10. jan. 1931
Guðmundu Eiríksdóttur sem einn-
ig var ættuð úr Grindavík og hófu
þau búskap sinn þar. Eignuðust
þau tvö börn sem komust til
fullorðins ára. Þau eru: Helgi
Guðmundur, skrifstofustjóri hjá
Sölumiðstöð. hraðfrystihúsanna,
kvæntur Birnu Þórðardóttur, og
Rósa Eiríka, gift Halldóri Þor-
steinssyni flugvirkja hjá Flugleið-
um í New York. Eftir nokkurra
ára búskap í Grindavík fluttust
þau Guðmunda og Ingimundur til
Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu
lengst af á Hverfisgötu 101. Eftir
að til Reykjavíkur kom hélt Ingi-
mundur áfram verslunarstörfum í
nokkur ár eða þar til hann réðst
sem starfsmaður í Sundhöll
Reykjavíkur. Vann hann í Sund-
höllinni þar til hann varð að láta
af störfum fyrir aldurs sakir en
þaðan munu eflaust fjölmargir
Reykvíkingar kannast við hann.
Ingimundur lét þó ekki staðar
numið þó aldurinn færðist yfir.
Allt til 85 ára aldurs starfaði hann
við innheimtu og skrifstofustörf.
Ingimundur var alla tíð heilsu-
hraustur til líkama og sálar og
sérstaklega ern þar til fyrir tveim-
ur árum að hann varð að láta í
minni pokann fyrir þeim sjúkdómi
er að lokum dró hann til dauða. Til
marks um líkamlegt þrek Ingi-
mundar má taka það fram, að
hann stundaði sund á hverjum
degi fram að 85 ára aldri auk þess
sem hann gerði sér far um að
ganga mikið í stað þess að ferðast
í bíl milli staða að hætti nútíma
borgarans.
Tengdafaðir minn fór ekki var-
hluta af erfiðleikum þessa lífs
fremur en aðrir dauðlegir menn.
Átti þar stærstan hlut veikindi
konu hans sem átti við vanheilsu
að stríða í mörg ár. Henni reynd-
ist Ingimundur slík stoð og stytta
að vart varð betur á kosið. Fyrir
það erum við aðstandendur henn-
ar honum ævinlega þakklát og
varðveitum minninguna um þá
fórnfýsi hans og drengskap. Guð-
munda andaðist eftir erfið veik-
indi 8. febr. 1974 og var fráfall
hennar honum þungt áfall á efri
árum.
Ingimundur var dulur og í orð-
um grandvar sem gat komið
ókunnugum til að halda að hann
væri að eðlisfari fáskiptinn. En
því fór víðs fjarri að svo væri, því
þegar komið var inn úr skelinni
var hann manna kátastur og
hafsjór fróðleiks um menn og
málefni að ekki sé talað um þegar
talið barst að æskustöðvum hans,
Grindavík, sem hann unni af
heilum hug.
Þegar hann nú leggur upp í sína
hinstu för yfir móðuna miklu,
þangað sem för okkar allra er að
lokum heitið, óska ég honum
góðrar ferðar og blessunar Guðs
sem hann sjálfur trúði svo sterkt
á.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Birna Þórðardóttir.
Með tryggð tii máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðlr traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
í teðrl stjórnarhendi
er það, sem heitt i hug þú barst.
Guð blessl lifs þins brautir
þitt banastrið og þrautir
og starfs þins mark og mið.
Vlð hugsum til þin hljóðir. —
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
E. Ben.
Þótt okkur barnabörnum hafi
ekki brugðið við andlát afa okkar,
Ingimundar Guðmundssonar, sem
um margra mánaða skeið hafði
legið sársjúkur á sjúkrahúsi, þá er
ávallt sárt að missa ástvin, sér-
staklega þann sem okkur var jafn
mikils virði og hann. Við minn-
umst þess, er við bjuggum öll í
sama húsinu á Hverfisgötu 101,
fjölskyldur okkar og afi og amma.
Þá var hvert tækifæri notað til
þess eins að vera í návist þeirra
beggja. Við þökkum afa okkar
fyrir samveruna og munum við
ætíð minnast hans er góðs manns
er getið. Kveðja.
Barnabörn.
Á morgun, mánudaginn 1. okt.,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju Ingimundur Guðmundsson,
Hverfisgötu 101. Ingimundur var
fæddur að Garðhúsum í Grindavík
12. nóvember 1892 og voru foreldr-
ar hans Helga Ólafsdóttir, ættuð
frá Stokkseyri, og Guðmundur
Ólafsson, ættaður frá Bíldudal.
Ingimundur ólst upp einkabarn
með foreldrum sínum í Grindavík.
Snemma hneigðist hugurinn til
náms en hann varð að láta sér
nægja sjálfsmenntun og einstaka
námskeið framan af, því foreldrar
hans misstu fljótlega heilsu og þá
kom það í hans hlut að vinna fyrir
heimilinu. En Ingimundur geymdi
sinn námsdraum, þar til aðstæður
leyfðu og þá sigldi hann til
Skotlands til náms í verzlunar-
fræðum og ensku. Eftir heimkom-
una starfaði hann við útgerð og
verzlunarstörf í Grindavík og kom
enskukunnátta hans sér oft vel, er
erlend skip komu með vörur, og
var Ingimundur þá sendur um
borð. Ingimundur kvæntist konu
sinni, Guðmundu Eiríksdóttur, 10.
janúar 1931. Hún var dóttir Rósu
Samúelsdóttur og Eiríks Guð-
mundssonar frá Byggðarenda í
Grindavík og hófu þau búskap í
fæðingarplássi sínu. Þar fæddust
þeim börnin, eitt andvana, en á lífi
eru: Helgi Guðmundur, skrifstofu-
stjóri, Reykjavík, og Rósa Eiríka,
búsett í New York, gift undirrituð-
um. Barnabörnin eru sex og
barnabarnabörnin tvö.
Árið 1939 fluttust þau til
Reykjavíkur, festu kaup á húsinu
Hverfisgötu 101 og bjuggu þar til
æviloka, en Guðmunda andaðist 8.
febrúar 1974 eftir löng og ströng
veikindi og var það tengdaföður
mínum þungt áfall á efri árum.
Eftir að til Reykjavíkur kom
stundaði Ingimundur verzlunar-
störf, en hvarf frá því og gerðist
túlkur hjá brezka hernum á árum
seinni heimsstyrjaldarinnar og er
því lauk gerðist hann starfsmaður
Sundhallar Reykjavíkur og starf-
aði þar meðan starfsaldur leyfði.
Ekki lét Ingimundur staðar numið
þar, því starfsgleðin og starfsork-
an var mikil og eftir það starfaði
hann við innheimtu og skrifstof-
ustörf á meðan sjón og fætur
leyfðu, eða til 85 ára aldurs, hjá
Blikksmiðju Reykjavíkur og batzt
mikil vinátta með honum og
eigandanum, Sigurði H. Jónssyni,
og fjölskyldu hans og munum við
ávallt minnast þess með þakklæti.
Ingimundur var prúðmenni,
orðvar og hlédrægur, hann var
sannur maður, sá persónuleiki,
sem við öll myndum vilja vera.
Hann vann öll sín störf af mikilli
skyldurækni, var ábyggilegur og
nákvæmur og óhætt var að fá
honum penna í hönd, því rithöfnd
hans var svo fögur að af bar. Það
var hægt að ræða við hann um allt
milli himins og jarðar, hann
fylgdist vel með öllu og las mikið
af góðum bókum, var minnugur
mjög og lærðum við margt af hans
frásögnum, sem við hefðum hvergi
getað lesið um.
Ingimundur sá um heimili sitt
af miklum sóma, annaðist konu
sína af drengskap og sá sinn
námsdraum rætast á ný, er hann
gaf börnum sínum það veganesti
er hann áleit eitt af þeim beztu,
góð menntun sem aldrei er frá
tekin.
Ingimundur var ekki bara
tengdafaðir minn, heldur einnig
vinur minn og ef við leituðum til
hans, leysti hann eins vel og
ljúflega úr málum okkar, eins og
að við gerðum honum greiða, og
var það honum mikið yndi að
gleðja okkur öll.
Við munum ávallt sakna hans
mikið og þökkum honum allt sem
hann gerði fyrir okkur en við
skiljum öll, að þreyttum og þjáð-
um er hvíldin kær. ég kveð
Ingimund hér með með ljóði eftir
föður minn:
En hak við hafió hinum moxin
heimur rís úr dauða dál
læknuð heimsins sviða sárin
sálin hvíld »g friði fegin.
Guð blessi hai... ..... ÞáLmna
framtíð.
H. Þorsteinsson.