Morgunblaðið - 30.09.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
214. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
r
Iran:
Skipt um
yfirmann
olíufélags
Teheran — 29. sept. — AP — Reuter
KLERKAVELDI írans íagnaði í
morgun þeirri ákvörðun Bazar-
gans forsætisráðherra að skipa
Ali Akbar Moinfar oliumálaráð-
herra og taki hann einnig við
stjórn NIOC, iranska oliufélags-
ins. Fyrrverandi yfirmanns
NIOC, Hassan Nazih, er nú leitað
um gervallt tran og hefur Kho-
meini hótað að hann verði dreg-
inn fyrir rétt og sakaður um
Iandráð.
Nazih var einn helzti forvígis-
maður byltingarinnar í febrúar og
ákafur stuðningsmaður Khomein-
is framan af, og sömuleiðis náinn
vinur Bazargans forsætisráð-
herra. Nazih barðist á sínum tíma
ötullega gegn keisarastjórninni og
var talsmaður írönsku mannrétt-
indahreyfingarinnar þá.
Nazih hefur síðan fjarlægzt
afstöðu Khomeinis og meðal ann-
ars neitað „hreinsunum" innan
starfsmanna fyrirtækisins, sem
grunaðir hafa verið um ótryggð
við Islam og Khomeini. Hann
sagði fyrir skömmu að missti
félagið úr starfi ýmsa þá sérfræð-
inga sem Khomeini krafðist að
yrðu látnir víkja færi brátt svo að
olíufélagið yrði gersamlega óstarf-
hæft.
Dackosýnt
banatilrœði
Paris. 29. sept. Reuter.
DAVID Dacko, hinum nýja
forseta Mið-Afríkulýðveldis-
ins, sem bylti Bokassa úr
valdastóli á dögunum, var sýnt
banatilræði í gærkvöldi. Heim-
ildir í Bangui, höfuðborg
landsins, sögðu að herforingi í
herráðinu hefði skotið nokkr-
um skotum að Dacko en hann
hefði sloppið ómeiddur. Til-
ræðismaðurinn var handsam-
aður.
Jóhannes Páll páfl II lýtur niður og býr sig undir að kyssa írska
jörð, eftir komuna til Dublinflugvallar í gær. í ávarpi sagðist hann
koma til írlands sem pílagrímur friðarins.
Knattspyrnumenn
sýni hófíkynlífi
Mílanó' Ítalíu, 29. sept. AP.
KNATTSPYRNUMÖNNUM er óhætt að lifa kynlífi, en þó verða
þeir að halda verulega í við sig og þeir mega alls ekki hafa
kynmök tvisvar í viku. Þetta eru ráðleggingar og nánast
skipanir til knattspyrnumanna Roma Club frá sænskum
þjálfara þeirra Nils Liedholm.
Liedholm sagðist sjálfur hafa
fylgt þessari reglu þegar hann
var yndi og eftirlæti sænskra og
síðar ítalskra knattspyrnuunn-
enda á sínum yngri árum. Hann
sagði í viðtali við tímarit í
Mílanó að hann hefði fylgt
þessari reglu út í æsar og hann
hefði fundið að það hefði verið
honum hið versta mál ef hann
hefði ekki gert það. Stundum
hefði hann jafnvel haldið aftur
af sér í allt að þrjár vikur. Það
hefði verið hið lengsta.
Liedholm hefur þjálfað ýmis
meiri háttar ítölsk knattspyrnu-
lið síðustu fimmtán ár og hann
sagðist gera sér grein fyrir að
það væri örðugt að fylgjast með
því að þessum ráðleggingum
hans væri framfylgt, enda væri
hann ekki harðstjóri og gæti
ekki gengið lengra en að gefa
leikmönnum þessi heilræði.
Hátíðarstemning á öllu
írlandi við komu páfa
Dyflinni, 29. september. AP. Reuter.
JÓHANNES Páll páfi annar kom
i morgun í tæplega þriggja sólar-
hringa heimsókn til Irlands og
það fyrsta sem hann gerði er
hann sté niður landganginn úr
þotu irska flugfélagsins Air
Lingus, var að krjúpa á kné og
kyssa jörðina. Mikill mannf jöldi
fagnaði páfa við komuna og
hátiðarstemmning var um allt
land. Kirkjuklukkum um allt
trland var hringt í virðingar-
skyni og þeyttar voru flautur
skipa er lágu í Dyflinnarhöfn.
Bein sjónvarpssending var frá
komu páfa.
í stuttri ræðu við komuna vék
páfi óbeint að hatursástandinu
sem ríkir milli mótmælenda og
kaþólskra á írlandi er hann sagð-
ist kominn til landsins sem þjónn
Krists og færði frið öllum þeim er
játuðu honum trú. Við brottförina
frá Rómarflugvelli sagðist hann
vonast til að geta lagt eitthvað af
mörkum til friðar í landinu og
slökunar á spennu sem ríkti milli
trúarhópanna.
25 sinnum meira magn af
DDT í konum jólk en kúam jólk
Nalróbf, Kenýa, 29. september. AP.
KOMIÐ hefur i ljós að brjósta-
mjólk kvenna i sumum löndum
heims inniheldur 25 sinnum
meira magn af skordýraeitrinu
DDT en er að finna i kúamjólk, og
að brjóstabörn hafi daglega neytt
miklu meira magns af skordýra-
eitrinu en heilbrigðisyfirvöld
telja mönnum óhætt að neyta, að
því er Peter S. Thacher aðstoðar-
framkvæmdastjóri umhverfis-
áætlunar Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) skýrði frá í dag.
Thacher sagði að auk DDT hefði
skordýraeitrið aldrin og dieldrin
fundist í konumjólk svo og fjöldi
annarra efnasambanda sem væru
afurðir efnaiðnaðar. Þetta hefði
komið í ljós við lauslegar rann-
sóknir í 15 löndum, á síðustu árum,
þ. á m. Bandaríkjunum, Kanada,
Japan, Guatemala og Ástralíu.
I ljósi þessa væri fyllsta ástæða
tíl umfangsmikilla rannsókna í
öllum löndum heims, þótt ekki
hefði verið sýnt fram á að
Rannsóknir á dýrum hafa einnig
sýnt fram á að neyzla DDT getur
haft í för með sér alls kyns
truflanir á heilsufari, og hefur
notkun efnisins verið bönnuð eða
takmörkuð í fjölda landa, þ. á m. í
Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og
Svíþjóð.
Meðan á írlandsdvöl páfa stend-
ur heimsækir hann fimm borgir
landsins. Fyrsta verk hans verður
að messa í Phoenix-garði í Dyfl-
inni, og sex klukkustundum áður
en messan átti að hefjast hafði
hálf milljón manna safnast saman
í garðinum, en búist var við einni
milljón manns í garðinn, sem er
sex hektarar að stærð. Messan
hófst á hádegi, en nokkrum
klukkustundum áður lézt einn
viðstaddra úr hjartaslagi og kona
var flutt á sjúkrahús þar sem hún
fékk fæðingarhríðir meðan hún
beið páfans.
Páfinn hefur aðsetur í bústað
sendiherra hans í Dyflinni meðan
á írlandsdvölinni stendur, en það-
an ferðast hann um í þyrlu, sem
Air Lingus leigði hjá hollenzka
flugfélaginu KLM. Mikill viðbún-
aður var af hálfu hers og lögreglu
vegna heimsóknar páfa. Fylgja
honum vopnaðir öryggisverðir, og
sérþjálfaðar skyttur verða stað-
settar á húsþökum við götur sem
hann fer um. Óttast er að öfga-
menn í hópi mótmælenda kunni að
sýna páfa banatilræði í írlands-
heimsókninni.
30 ára afmæli kommúnista í Kína:
Mennmgarbyltmgin
hrapalleg mistök
Peking, 29. september. Reuter.
„Menningarbyltingin í Kína
sem hófst árið 1966 var ógnarleg
mistök og var hleypt af stað fyrir
áhrif „bófanna fjögurra,„ sagði
þingforseti Kína, Ye Jianying, í
ræðu er hann minntist þrjátiu
ára afmælis kommúnistastjórnar
í landinu. Hann sagði að þetta
ástand hefði nánast staðið i tiu ár
og hefði verið mesta ógnun við
alþýðulýðveldið frá stofnun þess.
Ye fór á einum stað lofsamleg-
um orðum en þó hóflegum mjög
um Mao og sagði að hann hefði
verið helztur fulltrúi flokksins og
þjóðarinnar, en hann nefndi hann
ekki þegar hann fjallaði um menn-
ingarbyltinguna þó svo að hinn
látni formaður hafi verið talinn
einn af frumkvöðlum hennar.
Verulegur hluti ræðunnar sner-
ist síðan um það tjón sem Lin Piao
— um langa hríð talinn líklegast-
ur eftirmaður Maos — hefði unnið
þjóðinni, svo og bófarnir fjórir og
með því að yfirbuga þessi öfl hefði
flokknum og ríkinu verið bjargað
frá miklum voða.
Ein af syndum þessara aðila
sagði Ye að hefði verið sú að boða
að snillingar ættu að ákveða allt,
og slíkir menn krefðust skilyrðis-
lausrar undirgefni og þótti frétta-
mönnum sýnt að þarna væri sneitt
að Mao, enda bætti hann við að
enginn maður væri guð.