Morgunblaðið - 25.11.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
3
Vegleysur og
vinstri stjórn
Bannlög Alþýðu-
bandalags við
verkföllum
SEGJA má, að sú ákvörðun
vinstri stjórnarinnar. sem
mesta íurðu vakti og sýndi
mönnum fram á, að ekkert er
Alþýðubandalaginu svo heilagt,
að ekki megi brjóta það, hafi
verið ákvörðunin um að banna
verkfaii farmanna hinn 19. júní
siöastliðinn. Fram að þessum
degi voru til menn í þessu
þjóðfélagi, sem héldu, að Al-
þýðubandalagið léti aldrei leiða
sig svo langt að banna verkföll
stéttarfélaga með lögum.
Lögin, sem voru bráðabirgða-
lög, bönnuðu verkfall farmanna,
sem staðið höfðu í mikilli kjara-
baráttu og höfðu raunar einir
verkalýðsfélaga í landinu ekki
getað sætt sig við, að ríkisvald
skipaði kjaramálum lands-
manna með tilskipunum. Samn-
ingar höfðu þá verið lausir allt
frá 1. desember 1978 og Alþýðu-
samband íslands hafði ekki svo
mikið sem haft fyrir því að móta
kröfur. Unnið var samkvæmt
hefð eftir síðast gildandi kjara-
samningum, sólstöðusamning-
unum, sem gerðir voru um mitt
ár 1977.
Oddviti ríkisstjórnarinnar, Ól-
afur Jóhannesson, forsætisráð-
herra lýsti því yfir í Morgun-
blaðinu, að ríkisstjórnin stæði
öll að baki lögunum, samábyrg
eins og hann komst að orði. Það
fór því ekki milli mála, að
ráðherrar Alþýðubandalagsins
höfðu samþykkt lögin, þeir voru
ábyrgir sem aðrir aðilar að
ríkisstjórninni.
Það var því eðlilegt að forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands, Ingólfur Ingólfs-
son væri sár við flokksbræður
sína í ríkisstjórninni, er þessi
varð niðurstaðan. Ingólfur sagði
í viðtali við Morgunblaðið: „Þessi
lagasetning er auðvitað ekkert
annað en framhald þess, sem
þessir heiðursmenn í ríkisstjórn-
inni hafa verið að lofa sjálfum
sér og öðrum á undanförnum
vikum.“ Ingólfur hafði þá er
hann þetta mælti aðeins heyrt á
bannlögin minnst í fréttum,
flokksbræður hans sinntu því
ekki einu sinni að senda honum
eintak Stjórnartíðinda, sem
löggiltu boðskap þeirra. „Það er í
samræmi við annað," sagði Ing-
ólfur, „maður hefur nú venjulega
fengið að heyra boðskapinn áður
en hann er birtur. En þetta
hryggir mig á engan hátt...
kannski dugar þetta og kannski
er þeirra gæfa öll fólgin í þessu.“
Þeir samþykktu bannlögin við verkíalli.
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
Jónas Eliasson,
prófessor.
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna •78-79 Spá
Alþyðubandalag 14 /3
Alþyðuflokkur 14 /0
Framsoknarflokkur 12 ii
Sjálfstæðisflokkur 20 Zé
Aðrir flokkar og utanflokka 0 O
Samtals 60 60
Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
RAUÐI KROSS fSLANDS
HJÁLPARSJÓDUR
Grásleppusjómönn-
um útveguð lán
vegna netatjóns
STJÓRN Bjargráðasjóðs hefur
gengið frá afgreiðslu lána vegna
netatjóna hjá grásleppusjó-
mönnum vegna hafíss við Norð-
ur— og Norðausturland sl. vor.
Akvað stjórnin að gefa sveitar-
félögum kost á lánum, er þau
síðan myndu endurlána til þeirra
grásleppusjómanna, er urðu fyrir
netatjóni. í frétt frá Samtökum
grásleppuhrognaframleiðenda
segir að grásleppusjómenn geti
snúið sér til viðkomandi sveitar-
félaga um afgreiðslu lána. Heild-
arlánsfjárhæðin er rúmar 124
milljónir króna, sem skiptist á 17
sveitarfélög og 97 sjómenn.
Lánstíminn er 5 ár með lánskjör-
um Byggðasjóðs og eru vaxtakjör í
dag 22%.
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTA
Aðalstræti 6 simi 25810
s/a um
Lækkun til
London
London
Hinar sívinnsælu Útsýnarferöir nú fáan-
legar tvisvar í viku.
5. daga helgarferðir
Fimmtudagur til þriöjudags. Verö meö
gistingu á þekktu hóteli í hjarta borgarinn-
ar, enskur morgunveröur og flugvallarskattur.
Verö frá 145.800.-.
Vikuferðir
7 nætur á einu eftirsóttasta hóteli
Lundúna, Cumberland viö Oxfordstræti.
Bezta staösetning meö tilliti til veitinga,
verzlana og skemmtistaöa. Einnig Clou-
chester Hotel, Russel Hotel og Regent
Palace. Verö frá 168.500-
— Hvort, sem þér
ætlið í vetrarfrí
eða viðskiptaferö.
- Útsýn hefur á að
skipa sér-
þjálfuðu
kunnáttufólki.
Vörusýningar —
einstaklingsferðir.
Útsýn leggur
heiminn aö fótum
þér.
Helgar-
ferðir
til
Glasgow
Brottför 30. nóv.
og 7. des. Hotel
Ingram. Verö frá kr.
110.200.-.
mm f
Kanari-
eyjar
Florida
í Ölpunum
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
A'U8*®iTti 17’M- hæð>
simi 26611.
i