Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 17
Sja einnig
næstu síöu
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
17
Viö Ásgeir M. Einarsson ræddum
saman í íbúö hans aö Hátúni 12 í
Reykjavík þann 11. september s.l.
Tilviljun réö því aö ég vann þetta
viötal svo löngu fyrir birtingu. Nú
er Ásgeir allur. Hann lézt 14.
október s.l. Finnska Friheds-
medalían skilar sér ekki úr þessu,
en þaö má vera tilraun af hálfu
tilviljunarinnar til aö jafna þann
reikning aö okkur Ásgeiri skyldi
vinnast tími til aö ganga frá þessu
samtali, þannig að þaö geti nú
bÍrZt. Freysteinn Jóhannsson.
sænsku sveitina, fyrst og fremst
vegna tungumálsins.
Við komum til Hangöskaga um
miöjan júlí. Skaginn var eitt þeirra
landsvæða, sem Finnar höfðu orð-
iö aö láta af hendi viö friðarsamn
ingana, sem bundu enda á vetr-
arstríöið. Rússar settu þarna upp
herskipastöö og var gizkaö á aö
þeir heföu þarna allt aö 30 þúsund
manna liö. Þessum 30 þúsundum
áttum viö 5000 aö stökkva í burtu.
Viö fórum ískotgrafir 100 til 150
metra frá fremstu línu Rússanna.
Fyrstu þrír mánuöirnir liðu tíöinda-
lítiö. Viö héldum okkar umsátri og
rússneska setuliöiö aöhaföist lítiö
gegn okkur. En svo breytti heldur
betur til og næstu þrjá mánuöi var
barizt af hörku. Þetta var stanz-
laust sprengjuregn aö heita mátti".
— Hvernig leiö þér?
„Bölvanlega. Ég gat lítiö sofiö
fyrst eftir aö viö komum í skot-
grafirnar. Og ég var hræddur ailan
tímann. Þaö væri vitleysa aö segja
annaö. Þaö var mikið mannfall hjá
okkur og mér varö svo Ijóst,
hversu tilviljunin réö miklu um þaö,
hver dó og hver hélt lífi. Það er
afskaplega eyöileggjandi aö eiga
allt sitt undir tilviljuninni. Margir
þoldu ekki álagiö og misstu stjórn
á sér. Allt í einu“.
— Skall hurö einhvern tímann
nærri hælum?
„Blessaður vertu. Þetta var
stööug lífshætta, því aldrei vissi
maður, hvar sprengjurnar myndu
koma niöur. En verstar voru næt-
urvökurnar í einskis manns land-
inu. Þangaö skriöum viö, þegar
dimmt var oröiö, höföum meö
okkur streng og lágum þarna allir
ein eyru meö fingurinn á hnappn-
um, sem hringdi bjöllunum í
skotgröfunum. Þetta voru tveggja
tíma tarnir og þaö tók mjög á
taugarnar aö vera svona einn
frammi.
En þú spuröir, hvort ég heföi
einhvern tímann sloppiö naum-
lega. Eitt dæmi get ég sagt þér um
þaö, hvernig tilviljunin ræöur
þessu öllu saman. Ég haföi veriö á
síöustu vaktinni í einskis manns
landinu og venjan var aö síöasta
vaktin færi svo og sækti morgun-
matinn. Honum var skákaö svona í
áttina til okkar, en sjálfir uröum viö
aö sækja hann yfir hættusvæöiö.
Þegar óg kom niöur í skotgröfina,
uppgötvaöi ég aö ég haföi gleymt
hríöskotabyssunni minni, þar sem
ég lá vaktina. Ég skreiö til baka á
maganum aö sækja byssuna og á
meöan fór hópurinn aö sækja
morgunmatinn, níu menn, og var
annar sendur í minn staö. Þegar
ég kom svo aftur meö byssuna
heill á húfi, horföi ég upp á
sprengju lenda á matarhópnum og
drepa átta menn. Einn komst af og
þaö var ekki sá, sem fór í minn
stað.“
— Hvernig enduðu svo þessi
ósköp?
„Umskiptin uröu snögg. Finnar
höföu grun um aö Rússar væru aö
búa sig til brottferöar. Þaö var
sagt að Bandaríkjamenn settu þaö
skilyröi fyrir þátttöku sinni, aö
Rússar hyrfu á brott úr Finnlandi.
Viö vorum stööugt aö reyna aö
njósna um þá á nóttunni, en urðum
einskis vísari. Svo allt í einu aö
morgni 3. desember ríkti dúnalogn
hjá Rússunum. Njósnarar okkar
komu til baka og sögöu skotgrafir
Rússanna mannlausar. Þá var
send herdeild fram á skagann og
kom í Ijós, aö Rússarnir voru
farnir, nema 3—400 menn, sem
vöröust okkur meðan hinir komu
sér í skip. Þá var sent herfylki til aö
hreinsa til. Rússar skildu mikiö
eftir af matvælum og skotfærum,
en allt höföu þeir eyöilagt, meöal
annars sett saltsýru í smjörbirgö-
irnar og steinolíu í korniö.
En finnski fáninn blakti aftur á
Hangöskaga."
— Þú sagöir áöan að það hefói
oröiö mikiö mannfall hjá ykkur.
Hvaö misstuð þiö marga menn?
„Um átta hundraö manns dóu
og annar eins fjöldi særöist hættu-
lega, en liföi af sár sín. Hverju
herfylki var deilt niöur í tólf manna
flokka og af mínum flokki kom-
umst viö aðeins þrír af, ég, Svíi og
Finni.“
— Hvaö tók svo viö?
„Þegar Rússarnir höföu yfirgefiö
Hangöskagann, var starfi sænsku
sveitarinnar lokiö. Svíarnir fóru
heim og ég var búinn aö fá alveg
nóg, svo ég slóst í hópinn. Til
Stokkhólms kom ég í desember
1941.“
— Hvernig leið þár fyrst eftir
aö þú losnaöir úr herþjónust-
unnj?
„Ég hef alltaf getaö sofiö og
aldrei hafa erfiöar endurminningar
sótt að mér. En fyrst eftir aö ég
kom til Svíþjóöar lýstu eftirköstin
sér í því, aö ef ég heyrði í flugvél,
þá var ég búinn að kasta mér
flötum á gangstéttina áöur en ég
vissi af. Eg man nú ekki, hversu
lengi þetta varöi. Held þó alla vega
nokkra fyrstu dagana. Svo leið
þetta hjá eins og annaö.“
— Varstu lengi í Svíþjóð?
„Eftir áramótin fór ég aö vinna
viö skógarhögg. Svíar skylduöu
alla útlendlnga í 3ja mánaöa skóg-
arhögg og ég fór í þaö, eins og
aörir. Þegar því lauk bauö Vil-
hjálmur Finsen mér starf sem
sendiráösþjónn og ég var hjá
honum í rúmt ár, en þá fór ég aö
vinna á sænskum veitingastað.
Vilhjálmur var alltaf meö augun
opin fyrir möguleika til aö koma
mér heim, en tækifærið bauöst
ekki. Bróöir minn fórst svo meö
Goðafossi og á þeirri forsendu, aö
ég væri eina barnið, sem móöir
mín ætti nú aö, gat Vilhjálmur
Finsen útvegaö mér sæti í her-
flugvél til Englands. Þar beiö ég
svo í hálfan mánuö eftir Lyru, sem
flutti meg heim til íslands aftur.“
— Hefuröu komið til Finnlands
síöan?
„Ég fór í skemmtiferð um Norö-
urlönd 1955 og 56 og kom þá
meöal annars til Helsingfors, en
því miður gafst mér ekki tækifæri
til aö fara á fornar slóöir".
— Tókst þú enga minjagripi
með þár frá Finnlandi?
„Ég var meö ýmislegt smálegt á
mér, þegar ég kom til Englands. í
sænsku herdeildinni á Hangö-
skaga var sænskur greifi, sem tók
mikið af Ijósmyndum, og fékk ég
nokkrar hjá honum af vígstöövun-
um og úr skotgröfunum. Einnig átti
ég handsprengju, óvirka auðvitaö,
og rauöu stjörnuna, sem ég hirti úr
rússneskri húfu, sem ég fann,
þegar viö hreinsuöum Hangö-
skaga. Þetta geymdi ég allt innan
klæöa, en rétt áöur en viö fórum,
komu brezkir hermenn um borö í
Lyru og leituöu á okkur. Þeir voru
ósköp kurteisir og sögöust aö
sjálfsögöu mundu senda mér
þessa hluti, þegar þeir heföu litiö á
þá. Ekki veit ég, hvort þeir eru enn
að skoöa þetta dót, en í mínar
hendur hefur þaö ekki komiö aftur.
Og eins fór meö Frihedsmedalí-
una, sem Finnar veittu mér. Ég fór
með sænskum til Svíþjóðar sem
fyrr segir, en af misskilningi var
oröan send til Danmerkur, þar sem
ég haföi fyrst komið til Finnlands
sem danskur sjálfboöaliði. Og þar
týndist hún. Ég hef reynt aö hafa
uppi á henni, en án árangurs.
Sennilega mátti þaö ekki minna
vera en aö tilviljunin heföi af mér
þessa smáhluti.“ —fj.
að þaö er mesta mildi aö þú
skyldir ekki standa uppi einhvers
staðar einn góðan veöurdag og
vita ekki einu sinni, hvaö þú heitir.
En þetta er nú oröin önnur saga.“
— Þú segíst hafa ætlaö að
vinna fyrir farinu heim?
Já. Ég ætlaöi fyrst til Danmerkur
eins og Geiri, en viö fengum þá
ekki feröaleyfi. Svo fórum viö í
Mannerheimlínuna, en ég reyndi
alltaf aö hafa augun opin fyrir
möguleikum til aö komast áleiöis
heim.
Einu sinni var ég búinn aö fá
loforð fyrir plássi á dönsku skipi,
sem sigldi frá Petsamo til Ameríku.
Ætlaöi ég svo aö láta mig hverfa í
Ameríkunni og reyna aö komast
þaöan heim. Svo er þaö í einni
feröinni í danska konsúlatiö, aö ég
frétti af því aö Siguröur Hlíöar sé
Ásgeir M. Einarsson og
Þórarinn Sigmundsson
viö herþjálfun í Lovisa í
Finnlandi 1940.
væntanlegur til Helsingfors og aö
hann ætlaöi aö safna saman
íslendingum í heimsiglingu. Ég lét
þá danska dallinn sigla sinn sjó, en
baö þá hjá konsúlatinu aö láta fyrir
alla muni Sigurö vita af mér. Ég
hitti svo Sigurð og hann sagöist
skyldu sjá til þess, aö í mig yröi
hóaö, þegar þar aö kæmi. Svo
kom kallið og ég átti aö koma
strax til Helsingfors."
— Hvernig líkaði þér viö Finn-
ana?
„Vel. Þeir voru grófir, ákaflega
grófir, en ákaflega heilsteyptir
menn. Ég heföi getaö skiliö veskiö
mitt eftir á borðinu og gengiö aö
því aftur ósnertu. En ef einhver
varö uppvís aö þjófnaöi, þá var nú
ekki verið aö kalla á lögregluna.
Manntetriö var borinn út í skóg og
laminn. Síöan var honum hent inn
á spítala.
En Finnarnir höföu mikið dálæti
á okkur Geira. Einhverju sinni átti
einn vinnufélagi okkar afmæli.
Hann pantaöi helling af brennivíni
og bauö okkur einum tíu út í skóg.
Þar voru flöskurnar látnar ganga.
Þegar viö erum orönir vel fullir þá
fara tveir Finnanna aö rífast. Þeir
rjúka upp meö hnífana og byrja að
spretta hvor á öörum. Þá rýkur
Geiri upp og gengur í milli. Viö þaö
rak hann höndina í annan hnífinn,
en ólátaseggjunum brá svo, þegar
þeir sáu blóðið úr Geira, aö þeir
hentu hnífunum. Deilan var úr
sögunni og tekinn snafs upp á þaö.
Svona var þetta. Þeir voru ákveön-
ir í aö drepa hvor annan, en aö
blóöga Geira var meira en þeir
vildu hafa á samviskunni. Þetta var
svo bara smáskeina, sem hann
fékk.“
— Hvað geröist svo, þegar þú
komst til Helsingfors?
„Ég fór rakleitt í danska konsúl-
atiö, en þeir sögöust þá ekkert
geta gert fyrir mig, ég þyrfti hins
vegar visum bæöi frá Þjóöverjum
og Bretum.
Ég fór til Þjóöverja. Þeir sögöu
bara jawohl, jawohl og stimpluöu
villivekk. En hjá Bretanum reyndist
þrautin þyngri. Þar var mér sagt aö
skrifa niður fimm eöa sjö menn,
sem þekktu mig heima og síöan
ætluöu þeir aö senda skeyti, bíöa
eftir svari og sjá til. Þaö var nú
heldur lítill fresturinn, því lestin átti
aö fara seinna um daginn. Ég baö
þá um aö fá að tala viö yfirmann-
inn, en hann var sagður vant viö
látinn. Ég haföi hins vegar séö
þarna inn um dyr einhvern lord
meö einglyrni svo ég geröi mér
lítiö fyrir, svipti upp lúgunni í
afgreiösluboröinu og ruddist inn á
þennan mann áöur en hinir áttuöu
sig.
Ég bjagaöi svo erindinu út úr
mér, ég yröi aö ná í hópinn, sem til
Petsamo færi, því þetta væri eina
ferðin heim. Þaö sljákkaöi fljótt í
þessum meö einglyrnið. Hann varö
ekkert nema elskulegheitin og
stimplaöi fyrir mig passann eins og
ekkert væri sjálfsagöara.
Ég þóttist nú ferðafær og fór á
járnbrautastööina. Þar var mér þá
tilkynnt aö allt væri lokaö upp í
Noröur-Finnlandi og þangaö færi
enginn nema meö sérstöku leyfi.
Hvar fæ ég þaö? spuröi ég. Þú
veröur aö finna þaö út sjálfur,
sögöu þeir. Ég ráfaöi svo út, alveg
niöurbrotinn maöur og eigraði
þarna um göturnar í einhverju
reiöileysi. Hitti ég þá ekki mann,
sem ég kannaöist viö og við tökum
tal saman. Ég segi honum auövit-
aö vandræöi mín. Þaö kemur þá í
Ijós, að hann er oröinn háttsettur
herforingi og þaö er ekkert annaö
en þaö, aö hann fer meö mig í
hermálaráöuneytiö og fær þar fyrir
mig stimpil upp á ferð um Norður-
Finnland. Hann tók skýrt fram viö
mig, aö ef ég sæi einhverja aöra en
Finna þarna upp frá, þá skyldi ég
bara loka augunum og ekkert
heyra. Finnar heföu nefnilega sam-
iö á laun viö Þjóöverja í millibils-
ástandinu eftir vetrarstríöiö um að
Þjóöverjar kæmu inn í Norður-
Finnland. Ég sór og sárt viö lagöi,
að þótt allur þýzki herinn yröi á
vegi mínum, þá skyldi ég ekki sjá
einn einasta þýzkan soldát, hvaö
þá meira. Og þótt þeir skytu aö
öllum sínum kanónum í einu viö
hausinn á mér, þá heyrði ég ekkert
nema einstaka kyrrö og ró finnsku
skóganna.
Meö þetta fór ég upp í lestina til
Rovaniemi.“
— Af hverju Rovaniemi?
„Mér haföi verið sagt, aö þang-
aö kæmu íslendingarnir, sem til
Petsamó ætluðu.
Hins vegar brá svo viö, aö þegar
ég fer aö spyrjast fyrir um íslend-
ingana, þá kannast enginn neitt
viö neitt. Hvaö ertu aö segja
maöur. Noröur-Finnland er lokaö,
sögðu þeir bara og hristu hausinn.
Ég inn á stærsta hótelið síspyrj-
andi og alltaf nei, nei, nei. Ég fór
svo á símstöðina og ætlaöi aö
hringja í danska konsúlatiö í Hels-
ingfors. Þá var lokaö fyrir símann.
Þjóðverjarnir voru nefnilega komn-
ir.
SJÁ NÆSTU SÍÐU