Morgunblaðið - 25.11.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.11.1979, Qupperneq 18
/ r ' 18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Ég vissi nú hreint ekki hvaö ég átti aö gera. En út á götu sé ég stúlku eina. Maöur haföi nú augun opin og þaö voru bara þýzkir hermenn, sem ég mátti ekki sjá. Þessi er andskotakorniö ekki þýzkur hermaður, hugsaði ég meö mér. Stúlka þessi bar tösku, sem á voru límd hermerki alls konar. Þetta var í tízku. Ég notaði þessi merki sem átyllu til aö ávarpa ungfrúna. Og viti menn, hún var þá norsk. Viö röbbuðum svo eitthvað saman og ég segi henni mínar farir ekki sléttar. Þetta skal ég athuga, segir hún þá. Vinnuveitandi minn hefur sambönd og ég skal tala viö hann. Þaö geröi hún og hann nær símasambandi viö Svíþjóö, en þá fæ ég aö vita, aö þar sem Norður-Finnland sé lokað, þá sé hætt viö aö Esjan fari til Persamo, heldur eigi hún aö taka íslend- ingana í Kirkenæs í Noregi. Þetta þóttu mér slæmar fréttir, sem von var. En maður var svo sem ekkert aö drepa sig á áhyggjum á þessum árum svo ég ákveö aö hinkra aöeins við og hugsa ráöið. Þarna er ég svo eina fimm daga í reiöileysi og vinnuveit- andi þeirrar norsku alltaf aö hringja og spyrjast fyrir um, hvort mögulegt sé aö ég nái saman viö íslendingahópinn í Esjuna. Svo allt í einu segir sú norska mér, að öllu hafi veriö kúvent aftur og daginn eftir er íslenzki hópurinn mættur. Ég gaf mig strax fram viö Hólmjárn fararstjóra, og hann haföi nóg meö aö sinna konum og börnum og sagöi ekkert pláss og engan tíma til aö hiröa mig upp. Ég hlustaöi nú tæplega nógu vel á manninn, því áöur en ég vissi af var ég kominn upp í einn bílinn. Svo lögöum viö af staö og um borö í Esjuna komst ég„. — Og heim? „Já. Loksins. En þaö ætlaöi nú aö ganga illa síöasti spölurinn frá boröi. Esjan var látin leggjast á ytri höfninni og svo kom blessaöur Bretinn meö sinn seinagang og þurfti alla aö yfirheyra. Og þá kemur aö því aftur aö ég þarf aö tilnefna fimm eöa sjö menn í landi, sem þekktu til mín. Ég þekkti svo sem nóg af mönnum, en þaö var verra aö muna upp á hár númer hvaö húsin þeirra voru viö götuna. Ég ólst upp í gamla barnaskólan- um, þar sem faðir minn var húsvöröur, og nú brá ég á þaö ráö þarna um borð í Esjunni að nefna til allra prestana, sem ég mundi eftir úr umhverfinu. Þaö voru til dæmis Friðrik Friðriksson, Bjarni Jónsson og Hallgrímur Hall- grímsson og svo nefndi ég til Sigurbjörn í Vísi. Hann reyndist mitt happ. Þaö kom nefnilega í Ijós, aö danska konsúlatið í Helsingfors haföi aldrei tilkynnt mig á Esju- skrána og blessaöur Bretinn hélt þá auövitaö, aö ég væri einn béaður njósnarinn. Svo er fariö aö flytja fólk í land. Reykvíkingana fyrst og síðan fólk utan af landi. En mér var haldiö um borö. Þaö er veriö aö setja í síöasta bátinn og þá kemur Sigurbjörn í Vísi mér til bjargar. Hann var þá túlkur hjá Bretanum og gekk í persónulega ábyrgö fyrir mig. Meö þaö slapp ég í land. Og fór síöastur frá borði í þaö skiptið." -»j. • „Því miöur þá tala ég voöa illa íslenzku nú orö- iö. En ég hef aldrei veriö annaö en íslendingur og íslenzka vegabréfiö er mér ákaflega dýrmætt,“ sagði Gunnar Finsen, er Mbl. náöi sambandi viö hann í Calpe á Spáni, en Gunnarvar annar íslenzki læknirinn, sem tók þátt í vetrarstríöinu í Finnlandi. í Morgunblaðinu birt- ist 13. janúar 1940 eftir- farandi frétt undir fyrir- sögninni: „íslendingur sjálfboöaliöi í Finn- landi“: „Gunnar Finsen, lœknir sonur Vilhjílms Finsens, sendisveitar- ritara í Osló lagði í gær af staó til Finnlands, til þess aö stunda þar lækningar (skv. Norsk Radio Press FB). Þetta er í annaó sinn sem Gunnar fer til að stunda lækn- ingar hjá þjóó, sem á í ófriði. í Spánarstyrjöldinni var hann her- læknir meö stjórnarhernum. Gunnar er íslenskur ríkisborg- ari. Þegar hann fór til Spánar, ferðaðist hann með íslenskt vegabrjef og kom þar fram sem íslendingur. Hann er tæpra 32 ára gamall.“ „Ég vann nú mestan part í sjúkrahúsi fyrir rússneska fanga," sagöi Gunnar, er Mbl. spuröi hann um veru hans í Finnlandi. „Þar aflimaöi ég rússneska hermenn, sem haföi kaliö, en þeir voru flestir illa búnir til vetrarstríös." Gunnar bauöst svo til aö senda Morgun- blaöinu í sendibréfi endurminn- ingar sínar frá vetrarstríöinu. Þetta bréf fer hér á eftir: „Ég bar ekki vopn og tók því engan þátt í átökunum við víglínuna. Þaö var Ijóst, aö menn vissu af því aö ég haföi veriö í þjónustu „þeirra rauðu“ í borgara- styrjöldinni á Spáni. í finnska frelsisstríðinu 1918 tóku þátt tveir norskir læknar, sem feröuöust um með finnskum sjúkrabílum. Þetta voru síðar próf- essor í skurölækningum, Johan Holst, og dr. med. Heimbech, síöar forstjóri Rauða kross-sjúkrahúss- ins í Ósló. Á millistríösárunum andaði næsta köldu milli Finnlands og Noregs. Finnar leyndu ekki áhuga sínum á aö koma höndum yfir hlut Gunnar Finsen læknir rif jar upp endurminn- ingar úr Vetr- arstríðinu af norsku Finnmörkinni. Þeir prentuöu kort, sem sýndu þessa hluta sem finnskt land, dreiföu Biblíunni á finnsku meðal íbúanna og svo framvegis. Engu aö síöur reis mikil samúöaralda meö Finn- um í Noregi, þegar Rússar réöust inn í Finnland 1939. Aö beiöni Finna var safnaö norskum bak- pokum og peningar gefnir til kaupa á þeim. Einnig voru maís- sekkir sendir í þúsundavís til finnska hersins. Norski Rauöi krossinn kom upp stóru sjúkrahúsi í Finnlandi. Þar störfuöu Norömenn undir forystu fyrrnefnds Johan Holst, sem seinna varö yfirmaöur heilbrigö- ismála norska hersins í London. Frá þessu sjúkrahúsi voru sendar sveitir fram aö víglínunni, sem fluttu hina særöu í sjúkrahúsiö. í byrjun árs 1940 voru norskir læknar hvattir til aö gefa sig fram til starfa í Finnlandi. Mér vitanlega vorum viö 12 eöa 14, sem fórum til Finnlands. Fremstur í okkar hópi var Christian Bruusgaard prófeus. Okkur var skipaö aö starfa af borgaralegum læknisyfirvöldum og sjálfur var ég sendur til starfa í Gamle Karlsby (á finnsku Kokkola) í skóla, sem breytt haföi veriö í sjúkrahús fyrir smitsjúkdóma. Þar var lítiö um skuröáhöld. Svo fór, aö þessu sjúkrahúsi var faliö aö taka við 7—800 rússnesk- um föngum sem allir þjáöust vegna kalsára á fingrum, tám, handleggjum og fótleggjum. Yfir- læknir okkar var Finninn Guido Tötteninen prófessor og bæjar- læknirinn var dr. Peders. Ungur sænskur skurölæknir, dr. Virén, og ég vorum aðstoöarlæknar, ásamt franskmenntuöum Hvítrússa, sem bjó í Finnlandi. Hvorki hann né ég höföum mikla menntun eöa reynslu í skurölækningum. Finn- arnir voru þurrir á manninn svo ekki sé sagt beinlínis ókurteisir í garö Rússanna. Meö tímanum fékk ég mikla æfingu í aflimunum. Hundruöir fanga lágu þungt haldnir af kal- brandi og grátbáöu okkur um hjálp, þegar viö fórum morgun- gang um stofurnar. Vinnuhraöinn réðist fyrst og fremst af því, hversu fljótt tókst aö sótthreinsa þau fáu skurötæki, sem fyrir hendi voru, og hreinsa til milli aögeröanna. Viö framkvæmdum ótal aðgerö- ir. Ég man til dæmis eftir því, aö ég tók einn báöa fætur af 22 sjúkling- um. Aðgeröirnar hjá okkur öllum hafa örugglega skipt hundruöum og auk aflimana þurftum viö aö fást við skotsár og sár eftir handsprengjubrot. Einn fanganna var rússneskur kvensjúkdómalæknir. Hann var Gyöingur og talaöi Yddish og nokkur orð í þýzku. Hann haföi kalið á fingrum. Viö fengum hann til aö aöstoöa okkur viö etersvæf- ingar. Finnsku hjúkrunarkonurnar grétu yfir því aö þurfa að hjúkra Rússum, sem allir Finnar hötuðu. En meö tímanum fór okkur öllum aö líka vel viö Rússana, sem flestir voru Úkraníumenn. Margir þeirra báru krossa um hálsinn. Þeir komu mjög kurteislega fram. Af öllum þeim fjölda, sem viö hjúkruöum, voru eftir því sem við komumst næst aöeins tveir félagar í komm- únistaflokknum. Þeir voru flug- menn, sem höföu verið skotnir niöur yfir Finnlandi, en ekki her- menn, sem höföu gefizt upp. Þessir tveir horföu á okkur lækn- ana meö megnustu fyrirlitningu og hvítrússinn, túlkurinn okkar, gekk steinþegjandi framhjá rúmum þeirra. Smám saman uröu þeir Rússar, sem á ferli gátu veriö, okkur til meiri aöstoöar. Þeir voru auöveldari viöfangs en Finnarnir og viö áttum betra meö aö skipa þeim fyrir, en þeim Finnum, sem ekki töluðu sænsku. Bæöi Winén og ég störfuöum inn í milli á sjúkrahúsi fyrir Finna, en þeir, sem ég man fyrst og fremst eftir frá Kokkola eru rússnesku fangarnir. Veturinn var mjög kaldur. Ég man aö stundum, þegar viö fórum á skíöi á frídögum, þá vorum við aö renna okkur í 42 gráöu frosti. inni í sjúkrahúsinu var hins vegar hlýtt. Winén og ég bjuggum saman í herbergi hjá finnskri fjölskyldu í bænum. Viö snæddum í stórum matsal í sjúkrahúsinu, þar sem aliir mötuöust, en slíkt var þá ekki venjan í Noregi. Finnar voru bitrir í garö Skand- inava fyrir aö þeir skyldu ekki lýsa yfir stríöi viö Rússa. Töldu Finnar aö þar meö heföu þeir veriö sviknir og þaö létu þeir stundum ganga út yfir Winén og mig. Þaö fannst okkur nú vera aö hengja bakarann fyrir smiöinn. Einkum voru þaö hærra settir foringjar sem gerðu sér far um aö tala yfir hausamót- unum á okkur. Viö störfuöum áfram eftir aö vopnahléiö var komiö á og skrifuð- um sjúkrasögu hvers einasta sjúkl- ings. Þaö heföum viö getaö sparaö okkur, því eftir sögusögnum aö dæma, þá gengu þessir særöu sjúklingar okkar beint í dauöann eftir heimkomuna til Rússlands. Áttunda apríl 1940 skipti ég um lest í Boden, var á leið til Osló um Stokkhólm. Þar heyröi ég um innrás Þjóöverja í Noreg. Eg gaf mig fram viö norsku sendinefndina í Stokkhólmi, en þar vissu menn ekki neitt. Ég fór svo meö lestinni til Storheims því ég taldi aö þar hlyti norska víglínan austan Þrándheims aö vera. Lenti svo í Hegravirki eftir aö hafa veriö tekinn til fanga, þegar ég stjórnaöi skíöaherdeild, sem átti aö aöstoöa særðan hermann sem Þjóöverj- arnir höföu skilið eftir í snjónum í helkulda næturlangt. Ég fór meö hermanninn sem var meö sund- urskotiö læri til byggöa, þar sem sjúkrabíll frá Þrándheimi sótti okk- ur. Þessi maöur náöi sér aö fullu aftur. Ég hlaut nokkur meiðsl, þegar Bretar geröu loftárás á Vernes- flugvöll. Eftir nokkrar vikur slapp ég úr fangelsinu. Síöar á árinu 1940 tók ég á móti finnska frelsiskrossinum meö sveröi og fylgdi honum heiöurs- skjal undirritaö af Mannerheim hershöföingja.“ Gunnar Finsen var læknir í norska hernum 1935—1942 og yfirmaöur heilbrigðismála norska sjóhersins í London 1942—‘45. Hann var viðurkenndur sérfræö- ingur í Noregi í röntgenlækningum 1949 og starfaöi frá ársbyrjun 1950 í Osló þar til hann lét af læknisstörfum fyrir um ári síöan. Gunnar Finsen hefur ferðast víöa um heiminn. Hann leggst enn í feröalög. Þegar ég talaöi viö hann í Caipe sagöi hann, aö hann og kona hans heföu ekiö frá Osló suöur til Spánar og á leiöinni, í Frakklandi, heföu þau rekizt á feröaskrifstofu, sem seldi ferðir til Lima í Perú. „Slík kostaboð get ég enn ekki staöizt”, sagöi Gunnar. „Svo í janúar fer ég frá París til Lima og ætlunin er aö feröast um Suöur-Ameríku í einar átta vikur. Svo sný ég aftur til Osló meö hækkandi sól“. Gunnar Finsen kom síöast til íslands 1968. Hann baö Morgun- blaöiö aö bera vinum og ættingj- um kveöju hans. - »i-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.