Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 26

Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 flæða yfir Evrópu. Hvers vegna? WORLD CARPET Amerísku lúxus gólfteppin er • Heatset Enka Ultrabright nylon er nýtt gerfiefni er valdið hefur byltingu. Það gefur mýkt ullarinnar en styrkleika og endingu er varir. • Hin silkimjúka skýjaða áferð gefur teppunum sér- staklega aðlaðandi útlit. • Scotchgard meðferð efnisins gefur mótstöðu gegn ótrúlegustu óhreinindum og eykur um leið lífdaga þess. Þrif er sem leikur einn. • Heatset Enka Ultrabright nylon gólfteppin eru öll algjörlega afrafmögnuð. • Heatset Enka Ultrabright nylon gólfteppin eru fá- anleg með Polyurethane botni er ekki hleypur i vatni, ekki morknar og molnar og ekki festist við gólfið. Nýjung sem aðrir munu taka sér til eftir- breytni. PARMA BYGGINGARVÖRUR HF y^HELLlSGÖTU 16-HAFNARFIRÐI-SÍMI 53140 5 Efþú vilthafa heimilið glœsilegt og sérstœtt, skaltu koma til okkar, því við bjóðum upp áfleira en eldhúsinnréttingar. Möguleikarnir eru margir, og hérsjáið þið eitt dœmi. Veggur með viðarbitum og glœsilegum frönskum handunnum flísum á milli, sem eru með innbrenndum laufum, nokkurskonar steingerfingar, panelklæðningu og fulningahurð. Framleiðsla sem ber afá íslenskum markaði. JP innréttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113 Hvernig á að þvo efnið? Það er ekki heiglum hent, að fóta sig í þeim frumskógi efnistegunda, sem nútíma fatnaður og önnur vefnaðarvara eru gerð úr, og kunna skil á þvottaaðferðum. Það eru sjálfsagt flestir nokkuð öruggir þegar hin náttúrulegu efni eiga í hlut, bómull, léreft, ull og silki. En málið vandast þegar bætist við ótal afbrigði af vefnaði, þar sem þræðirnir eru búnir til af mönnum, svokölluð gerviefni. Sum þessara efna líkjast náttúruefnunum talsvert, eru jafnvel eins viðkomu. Ennfremur hefur það ruglað, að sérstakar blöndur af gerviefnum hafa ekki alltaf haft sama nafn, heldur hefur hvert framleiðsluland haft sitt nafn og því ekki alltaf vitað að um sama efni var að ræða. Leiðbeiningar um þvott eða hreinsun hefur lengi fylgt tilbúnum fatnaði en alls ekki ýmsum öðrum vörum, t.d. efnum keyptum í metravís. Hvert framleiðsluland, stundum jafnvel hver framleiðandi, hefur haft sitt hreinsi- eða þvottagreiningarmerki. En það er nú liðin tíð, sem betur fer, nú hefur séð dagsins ljós alþjóðlegur staðall, einföld myndtákn til leiðbeiningar um þvott og hreinsun. Þegar hafa verið stöðluð fjögur undirstöðutákn — fyrir þvott, bali: má ekki þvo — fyrir klórbleikingu, þríhyrningur: Notið ekki klórbleikingu — fyrir straujun, straujárn: — fyrir hreinsun, hringur: £3 o Strauið ekki Hreinsið ekki < Það ætti því að verða vandalaust að eftir þessum leið- beiningum í framtíðinni, og létta þar með störfin. Nærfataþvottur árið 1875 BÓK Guðrúnar Borgfjörð, „Minningar“, sem hún hóf að rita árið 1926, er með afbrigðum skemmtileg aflestrar. Þar er að finna mikinn fróðleik um líf og störf manna hér í Reykjavik og víðar, á þeim tima, sem hún segir frá. Þar á meðal segir hún frá, þegar hún fór 15 ára gömul, árið 1875, að Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Þar var til heimilis gömul kona, Margrét að nafni, og lýsir Guðrún aðferð hennar við að þvo nærföt sín, og ég leyfi mér að birta hér frásögnina orðrétta. „Þá var henni (þ.e. Margréti) ekki mjög vel við sápu eða sápuþvott. Hún þvoði náttúrulega sjálf nærfötin sín, sem öll voru úr vaðmáli. Fyrst þvældi hún þau úr sterkri keitu. Síðan fór hún með þvottinn niður að sjó, en þangað var örstuttur spölur. Þar skolaði hún þau upp úr sjónum, og seinast þurrkaði hún þau á steinum í fjörunni. Þegar fötin voru orðin þurr, stóðu þau ein. Svo stíf og hörð voru þau. Þvílíkur þvottur!"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.