Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Hattur og Fattur
koma viða við á plötu
sinni, likt og Olga
Guðrún gerði forðum
á Ryksuguplötunni,
en þessar fígúrur
hafa áður borið fyrir
augu almennings i
barnatima sjónvarps-
ins.
Hattur og Fattur
komnir á kreik
Á miðvikudaginn var kom í
verslanir platan „Hattur og
Fattur komnir á kreik".
Ólafur Haukur Símonarson
samdi bæði lög og texta, en þetta
er þriðja platan sem hann vinn-
urþannig.
í hlutverkum Hatts og Fatts
eru þeir Gísli Rúnar Jónsson og
Árni Blandon, en auk þeirra i
syngja á plötunni Olga Guðrún
Árnadóttir og Ólafur Haukur
sjálfur en meðal tónlistarmanna
eru Sigurður Rúnar Jónsson
(Diddi), Gunnlaugur Briem, Jó-
hann Ásmundsson og Gunnar
Þórðarson, sem auk þess stjórn-
aði upptökum og sá um útsetn-
ingar, en Baldur Már Arngríms-
son og Gunnar Smári Helgason
sáu um upptökuborðið, en platan
var tekin ’upp í Hljóðrita í
Hafnarfirði.
Plötuhulstrið hannaði Pétur
Halldórsson af sinni alkunnu
snilli en þess má geta að Pétur
hefur unnið flest plötuhulstur
hér í seinni tíð.
3 nýjar frá Fálkanum
með Magnúsi Þór Sigmundssyni, Róbert Arnfinnssyni og
Guörúnu Tómasdóttur.
Fálkinn hf. hefur nú kynnt
útgáfu sína til loka ársins en í
henni veröa þrjár hljómplöt-
ur.
Sú fyrsta er platan „íslensk
þjóölög“ frá Guðrúnu Tómas-
dóttur. Er platan í viöhafnar-
búningi meö öllum textum í
fjögurra siðna opnanlegu
hulstri, bæöi á íslensku og í
enskri þýðingu. Eins og Hinn
íslenski þursaflokkur sækir
Guörún efnivið sinn í safn
síra Bjarna Þorsteinssonar
frá Siglufriöi og eru hér
nokkur þau sömu lög og
textar og Þursaflokkurinn
hefur flutt á sínum plötum, en
eru hér í upprunalegum út-
setningum.
Önnur platan er „Lestin
brunar“ meö lögum Gylfa Þ.
Gíslasonar í flutningi Róberts
Arnfinnssonar leikara. Á plöt-
unni leikur undir strengja-
sveit ásamt hörpu úr Sinfón-
íuhljómsveit íslands en Jón
Sigurðsson sá um útsetn-
ingar og stjórn hljómsveitar-
innar.
Á plötunni eru m.a. „Minn-
ing“ viö Ijóö Davíðs Stefáns-
sonar, „Litla skáld“, viö Ijóö
Þorsteins Erlingssonar,
„Tungliö, tungliö," og
„Vögguvísa á hörpu" viö Ijóö
Halldórs Laxness.
Þriöja platan er svo platan
„Álfarnir" meö Magnúsi Þór
Sigmundssyni, en þaö er
þriöja plata hans, en hún
mun veröa betur kynnt síðar.
Erlendar plötur
stuttir og laggóðir plötudómar
Við höldum áfram að hafa erlenda plötudóma stutta og hér tökum við fyrir nýjustu plötu Fleetwood
Mac, „Tusk“ sem hefur eflaust átt að tryggja velgengni WEA útgáfuhringsins, „The Long Run“ frá
Eagles, sem átt hefur að gera það sama, og hefur eflaust gert nú þegar, þar sem hún trjónar í efsta
sætinu vestan hafs. Auk þessara tveggja eru hér teknar fyrir plötur frá Bob Marley „Survival“, sem
erlendis er sögð vera meistarastykki hans, Boomtown Rats, sem komst í efsta sætið í Bretlandi síðsumars
með lagið „I Don’t Like Mondays“, og frá Joe Jackson, sem er að styrkjast í vinsældum beggja vegna
okkar. HIA
TUSK“
FLEETWOOD MAC
(Warner Bros)
Stjörnugjöí: ★★★★
Það er ólíklegt að þeim sem
féll tónlist Fleetwood Mac á
meðan Peter Green var í hljóm-
sveitinni falli að skapi sú tónlist
sem þeir flytja í dag með forystu
Lindsey Buckingham.
Bluesinn er að mestu horfinn
nema í einstaka lögum frá
Christine McVie (fyrrum Per-
fect), en hún er upprunnin úr
bluesinum eins og fyrri aðdáend-
ur vita.
í staðinn er komin al-amerísk
miðlinutónlist sem er einungis
ætluð sem „suðtónlist" að því er
virðist (þó með nokkrum undan-
tekningum að sjálfsögðu). Vissu-
lega er ánægjulegt að hlýða á
bassann hjá John McVie sem er
framúrskarandi á þessari plötu,
Mick Fleetwood á líka fágaðan
leik á trommunum en annað er
bara miðlungs. Stevie Nicks sem
er reyndar bráðhugguleg hnáta
er ekki að sama skapi aðlaðandi
söngkona, og Christine Perfect á
sín takmörk, og sama má segja
um Buckingham, þó ekki sé hægt
að segja að þau syngi illa. Það
sem án efa fyrst og fremst
skemmir fyrir á þessari plötu er
að hún er tvöföld.
Fjórar hliðar af fallegum
VINSÆLDALISTAR
BRETLAND
1 ( 2) WHEN YOURE IN LOVE WITH
A BEAUTIFUL WOMAN
2 ( 1) ONE DAY AT A TIME
3 ( 5) CRAZY LITTLE THING CALLED LOVE
4 ( 7) ETON RIFLES
5 (10) STILL
6 ( 3) GIMME GIMME GIMME
7 ( 4) EVERY DAY HURTS
8 ( 9) ON MY RADIO
9 ( 6) TUSK
10 (-) MESSAGE TO YOU RUDY/NITE KLUB
BRETLAND
2 ( 8) GREATEST HITS VOLUME 2
2 ( 7) GREATEST HITS
3 ( 1) TUSK
4 ( 2) REGGATTA DE BLANC
5 ( 3) ROCK’N ROLLER DISCO
6 ( 5) GREATEST HITS 1972-1978
7 (-) 20 GOLDEN GREATS
9 (10) JOURNEY THROUGH THE SECRET
LIFE OF PLANTS
9 ( 4) LENAS MUSIC ALBUM
10 ( 6) SPECIALS
USA
1 ( 2) RISE
2 ( 1) STREET LIFE
3 ( 3) 8:30
4 ( 4) WATER SIGN
5 ( 7) A TASTE FOR PASSION
6 ( 6) ANGEL OF THE NIGHT
7 ( 5) MORNING DANCE
8 ( 8) LUCKY SEVEN
9 (-) ONE ON ONE
10 ( 9) CARRY ON
USA
1 ( 3) STILL
2 ( 2) DIM ALL THE LIGHTS
3 ( 7) NO MORE TEARS
4 ( 6) BABE
5 ( 1) HEARTACHE TONIGHT
6 ( 4) RISE
7 ( 9) YOU DECORATED MY LIFE
8 ( 8) TUSK
9 (10) PLEASE DONT GO
10 ( 5) POP MUZIK
USA •
1 ( 1) THE LONG RUN
2 ( 2) IN THROUGH THE OUT DOOR
3 ( 3) CORNERSTONE
4 ( 6) TUSK
5 ( 8) ON THE RADIO - GREATEST HITS
VOLUMES ONE & TWO
6 ( 4) MIDNIGHT MAGIC
7 ( 7) RISE
8 ( 9) WET
9 (10) ONE VOICE
10 (-) GREATEST
Litlar plötur
Dr. Hook Capitol
Lena Martell Pye
Queen EMI
Jam Polydor
Commodores Motown
ABBA Epic
Sad Cafe RCA
Selector 2 Tone
Fleetwood Mac Warner Bros
Specials/Rico 2 Tone
Stórar plötur
ABBA Epic
Rod Stewart Riva
Fleetwood Mac Warner Brothers
Police A&M
Ýmsir Ronco
10cc Mercury
Diana Ross Motown
Stevie Wonder Motown
Lena Martell Pye
Specials 2 Tone
Jazz plötur
Herb Alpert A&M
Crusaders MCA
Weather Report ARC
The Jetf Lorber Fusion Arlsta
Jean Luc Ponty Atiantíc
Angela Bofill Arista
Spyro Gyra Infinity
Bob James Columbia
Bob James & Earl Klugh Columbia
Flora Purlm Warner Brothers
Litlar plötur
Commodores Motown
Donna Summer Casablanca
Barbra Streisand
& Donna Summer Casablanca/CBS
Styx A&M
Eagles Asylum
Herb Alpert A&M
Kenny Rogers United Artists
Fleetwood Mac Warner Brothers
K.C. & The Sunshine Band TK
MSire
Stórar plötur
Eagles Asylum
Led Zeppelin Swan Song
Styx A&M
Fleetwood Mac Warner Brothers
Donna Summer Casablanca
Commadores Motown
Herb Alpert A&M
Barbra Streisand Columbia
Barry Manilow Arista
Bee Gees RSO
melódískum lögum sem öll virka
svipuð vegna upptöku og útsetn-
ingar einhæfni er of mikið, en
þau hefðu getað valið mjög vel á
tvær plötur.
Bestu lögin: „Tusk“ (Lindsey
Buckingham), „Angel" (Stevie
Nicks) „What Makes You Think
You’re The One“ (Buckingham),
„Never Make Me Cry“ (Christine
McVie) og „That’s Enough For
Me“ (Buckingham), en þess má
geta að lög Buckinghams eru
nokkuð líflegri.
HIA
„THE LONG RUN“
EAGLES
(ASYLUM)
Stjörnugjöí: ★★★★
Það var eins með plötu Eagles
og Fleetwood Mac, það var búið
að bíða eftir henni í nokkur ár,
en þeir voru sniðugri, platan er
bara einföld. Þeir höfðu reyndar
fitlað við hugmyndina um tvö-
falda plötu, en hættu við. Miðað
við lögin á „The Long Run“ hefur
það efni sem eftir hefur orðið
ekki verið upp á marga fiska þar
sem gloppur eru í þessari ein-
földu plötu.
Þeir Don Henley og Glenn
r. AC-L.ES
Frey hafa löngum verið góðir að
semja texta sem hægt væri að
gera heilar kvikmyndir í kring-
um og eru lög hér með slíkum
textum eins og titillagið, „The
Disco Strangler", sem er hroll-
vekja, „King of Hollywood",
„Heartache Tonight" og „Sad
Café".
Á þessari plötu kynna þeir
nýjan meðlim Tim Schmidt, sem
áður lék með Poco, en Tim
syngur eitt af rólegu lögunum „I
Can’t Tell You Why“ sem er
nokkuð vel gert, en lagið er eftir
hann sjálfan.
Eagles leggja nokkuð upp úr
hörðu rokki á þessari plötu í
lögum eins og „Teenage Jail“,