Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 29

Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 29 „Ljúfa líf“ „LJÚFA LÍF“ ÞÚ OG ÉG (Steinar 036) Stjörnugjöf: ★★★★★ Flytjendur: Gunnar Þórðarson: Gítar/ Jó- hann Helgason: Söngur/ Helga Möller: Söngur/ Dave McRae: Hljómborð/ Bruce Lynch: Bassagítar/ Barry DeSouza: Trommur/ Áskell Másson: Slagverk/ Geoff Calver: Tam- borina. Stjórn upptöku: Gunnar Þórð- arson Útsetningar: Gunnar Þórðar- son og Dave McRae. Upptökumenn: Tony Cook og Baldur Már Arngrimsson (Hljóðrita). og Geoff Calver (Marquee). O - Gunnar Þórðarson hefur um langt skeið verið fremstur í flokki í íslenzkri tónlistarsköp- un. Fyrir síðustu áramót gaf hann út tvöfalda plötu sem var ein af þrem bestu plötum ársins (ásamt plötum Björgvins Hall- dórssonar og Þursaflokksins). Sú plata var samt ekki nánar nærri jafn pottþétt unnin og þessi, en aftur á móti meira skapandi. Það má segja um þessa plötu að hér hafi Gunnar náð sérlega góðum tökum á upptökum og vinnslu efnis og fengið það besta út úr öllum sem koma fram á þessari plötu. Það má segja að Gunnar sé hér búinn að ná því að gera fullframboðlega plötu fyrir hvaða markað sem er. Þó að þessi plata hafi verið kölluð diskóplata manna á milli, er hún miklu meira því tónlist þessi á, andstætt við megnið af svokallaðri diskótónlist, eftir að njóta vinsælda um lengri tíma, og dæmast tímamótastykki í upptökufágun. Tónlistin grípur mjög vel án nokkurra undantekninga. Lögin eru líka látin renna smekklega saman. Þú og ég, það er Jóþatín Helgason og Helga MöHér eru líkléga með tærustu raddirnar sem Gunnar hefur getað fundið. Gunnar og Dave McRae (Pac- ific Eardrum/ Nucleus o.s.frv.) hafa unnið sérlega snjallar og vandaðar útsetningar, sumar ekki síðri en hjá Chic! En þess má geta að hvorugur þeirra hefur unnið í því sem kallast diskótónlist áður. Flestir þekkja feril Gunnars, en Dave McRae hefur nær eingöngu unn- ið með jazzistum. Þrjú laganna eru komin til ára sinna, „Vegir liggja til allra átta“ eftir þá Sigfús Halldórsson og Indriða G. Þorsteinsson, og „Þú og ég“ og „Ástarsæla" eftir Gunnar sjálfan. Þessi lög eru vitanlega þau sem fyrst grípa, enda öll mun betur gerð en áður, þó sérstak- lega lög Gunnars. Þrjú ný lög eftir Gunnar eru líka á plötunni. „Dans dans dans“ er eitt þeirra og minnir óneitanlega á tónlist Chic þó er sérstaklega samnefnt lag. Ásamt laginu „Villi og Lúlla" sem er líka eftir Gunnar, er þetta besta danslagið á plötunni. Ásláttur Áskels Mássonar, píanóleikur McRae, söngur Helgu og berg- mál fiðlanna gerir lagið sérlega heillandi og sérstætt. „Hið ljúfa líf“ titillag plötunnar er líka eftir Gunnar, en textann samdi Þorsteinn Eggertsson, sem er að hluta á frönsku enda „fransk- legt“ ljúft poppdiskó lag! Jóhann syngur aðalröddina en aðal- hljóðfærin eru synthesizer og harpa! Jóhann Helgason samdi tvö laganna á plötunni, „í Reykjavíkurborg" og „Sól bak við hóP. Fyrra lagið er stórgott, í ekta „tölt“takti a la „The Good the Bad and the Ugly“, en „Sól bak við hól“ í stíl Bee Gees bræðr- anna með öllu tilheyrandi. Og þá þar eftir ágætt lag Egils Eðvarðssonar „Kysstu mig“ við einn mesta bull texta sem um getur, en þess má geta að Egill var líka einu sinni í fríkgrúpp- unni Kombó Þórðar Hall! Annars er hér á ferðinni fyrsta flokks skemmtiplata fyrir landann upp á nýja móðinn. HIA Dave McRae, sterkur hlekkur á plötunni „GLÁMUR OG SKRÁM- UR í SJÖUNDA HIMNI“ Glámur og Skrámur (Hljómplötuútgáfan hf. JÚD 024) ^ Stjörnugjöf: ★★★★ Flytjendur: Þórhallur (Laddi) Sigurösson: Söngur / Haraldur (Halli) Sig- urðsson: Söngur / Ragnhildur Gísladóttir: Söngur og píanó / Róbert Arnfinnsson: Sögu- maður / Pálmi Gunnarsson: Bassagítar / Ragnar Sigur- jónsson: Trommur / Björgvin Halldórsson: Gítar / Siguröur Rúnar Jónsson: Harpa, mand- ólín, kastanettur og kassagít- ar / Jón Sigurðsson: Kontra- bassi / Páll Gröndal: Selló / Björn Árnason: Fagott / Sæ- björn Jónsson: Trompet / Daði Þór Einarsson: Baáúna / Valva Gísladóttir: Flauta og piccalo. Stjóm upptöku: Ragnhildur Gísladóttir og Þórhallur Sig- urðsson. Upptökumaöur: Tony Cook. Barnaplötur eru alltaf aö veröa vandaöri hérlendis og sífellt meira lagt upp úr gæð- unum. „Glámur og Skrámur í sjöunda himni“ uppfyllir flest þau skilyrði sem góð barnapl- ata þarf aö uppfylla. Skýra og efnisgóöa texta meö léttu yfir- bragöi, grípandi tónlist, sögu- mann til þess aö tengja efnið og góöan og heilbrigðan boöskap. Þegar lesin eru allar þekkt- ari og langlífari barnasögur kemur bersýnilega í Ijós aö þær sögur sem lifað hafa eru sögurnar sem bera greinilegan boöskap um betra mannlíf og hreint hugarfar, og eru oftast í dæmisöguformi. Þaö er því ekki út í hött að semja efni til tónlistarflutnings í þeim dúr í dag. Þeir Glámur og Skrámur eru þekktir fyrir margt. Þeir hafa verið gestir í barnatíma sjón- varpsins af og til um langa hríö, þeir eru líka kunnir vegna þess aö Halli og Laddi hafa leikið þá, og þeir eru þekktir fyrir setninguna „viö önsum essumessumekkP. En nú flytja þeir okkur ævintýri Andrésar Indriöasonar um ferö þeirra í hin ýmsu furðulönd ásamt kúnni Ljómalind, Faxa flug- stjóra og Freyju flugfreyju en þau ferðast um í bolla. Á ferö sinni koma þeir í Sælgætis- landið, og syngja um þaö þrjú lög ásamt Sælgætislending- um, og komast aö þeirri niður- stööu aö betra sé aö eiga tennurnar sínar en sælgætiö í maganum. Eftir það fara þau í landið þar sem af öllu er einum of mikið og kynnast Spólu spólvitlausu meö sínar þrjár dansifætur. Þessi þráður tekur upp fyrri hliðina, og þau þrjú, Halli, Laddi og Ragga, syngja öll hlutverkin af ágætri fjölbreytni. Lögin eru flest grípandi og minna stundum á Hrekkisvínin, og jafnvel á Megas í laginu um hana Spólu. Eftir þetta lenda þau í Ólík- indalandi, þar sem Ljómalind dansar, síöan heimsækja þau Þykjustulandið, en það lag (Dýrin í Þykjustulandi) er sung- iö með aðstoð krakka úr Vesturbæjarskólanum. Síöan kynnast þau Pésa pjáturkalli í Pjáturlandi og fræöa um um- ferðina ásamt Rauða kallinum í Umferöarlandi og halda síðan heim eftir það. Inn á milli koma oft góö húmorskot, og reyndar má heyra nýja punkta nokkuð lengi á þessari plötu og jafnvel undirleikurinn virðist nokkuö vel útsettur og örva léttleikann og kímnina. Hér er á ferðinni vönduö og áhugaverð barnaplata sem á eftir aö veita mörgu barninu ánægju og jafnvel þeim eldri „Those Shoes“ og „In The City“ en aftur á móti minna upp úr mildum og fallegum melódíum sem þeir eru einna þekktastir fyrir. Aftur á móti eru hér nokkrir arftakar „Hotel Cali- fornia". Bestu lögin: „The Sad Café“, „The Long Run“, „Heartache Tonight" og „I Can’t Tell You Why“. HIA „THE FINE ART OF SURFACING“ Boomtown Rats (Ensign) Stjörnugjöf. ★★★★ Tónlist Boomtown Rats má líkja við vel lukkað bland af Ray Davies (Kinks), Bruce Spring- steen, David Bowie og Elvis Costello! Og þar að auki er ákveðinn eiginn stíll sem er að brjótast upp á yfirborðið, með aukinni hæfni og sjálfstrausti hljóðfæraleikaranna. Bob Geldof, eins og Ray Dav- ies, semur um lífið á raunsæjan og beittan hátt. „I Don’t Like Mondays" fjallar t.d. um það þegar 16 ára bandarísk skóla- stúlka kom" með vélbyssu (sem faðir hennar hafði gefið henni) í skólann og drap kennarann alla- vega. Þetta efni setur Geldof upp á sterkan og spyrjandi máta í sérlega góðu popplagi. Eins má nefna texta eins og „Nothing Happen Today", „Keep It Up“, „Having My Picture Taken“ og „Diamond Smiles". Aftur á móti fetar Geldof fullkomlega í spor Springsteens í textanum við „When The Night Comes". Flest laganna á þessari plötu eru nokkuð góð, fjölbreytt, líkt og þegar við heyrðum Beatles plöturnar í fyrsta sinn í gamla daga. Útsetningar og úrvinnsla er fjölbreytt og lögin einnig, hljóðfæraleikur góður og hæfi- leikarnir nýttir. Og Bob Geldof er þrælgóður söngvari. Bestu lögin eru „I Don’t Like Mondays" (eitt af betri lögum ársins), „Diamond Smiles" og „Someone’s Looking". HIA „FM THE MAN“ JOEJACKSON (A&M) Stjörnugjöf: ★★★ Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að upp á síðkastið hefur komið fram fjöldinn allur af nýju merkilegu fólki í popprokk músíkinni. Með- al þeirra er Joe Jackson, sem er reyndar harla óvenjulegt nafn í rokki (á einhvern veginn betur við jazz). Tónlist hans er tengd tónlist ýmissa annarra sem eru að spretta upp í dag, eins og Elvis Costello og Police. Hann hefur þennan óbeizlaða kraft, og notar einungis undirspil frá trommum (vel uppteknu „sándi"), bassa, gítar og einstaka sinnum pianói eða melódiku, sem hann leikur sjálfur á. Hann á það líka sameiginlegt með ýmsum öðrum sem nýlega hafa komið fram að textarnir fjalla um eitthvað eins titillagið, „On Your Radio“ og „Friday" sem fjallar reyndar um hippa- lifnað og Blómaárin. Joe Jackson á kannski eftir að heflast og gefa út mjúkar pró- grammeraðar plötur með hljóm- um sem gamla liðið er að framleiða, en þangað til er hann þess verður að hlusta á. Bestu lögin eru „I’m The Man“, „Get That Girl (a pöp song)“ og „It’s Different For Girls". HIA „SURVIVAL“ BOB MARLEY & THE WAILERS (ISLAND) Stjörnugjöf: ★★★★ Sú staðhæfing margra að reggae-tónlist hljóti alltaf að vera keimlík er svo sannarlega afsönnuð á þessari nýju plötu Marleys. Þótt rythminn sé ávallt svipaður, þungur og einfaldur, er allt spil í kringum hann ólíkt frá lagi til lags, en samt ekki það margbrotið að heildarmynd skífunnar glatist. Marley er hér mun pólitískari en á fyrri plöt- um og lög eins og „Africa Unite" og „Ambush In The Night" bera þess vitni að trúarboðskapur hans er að víkja fyrir pólitíkinni. Allur leikur á plötunni er eins pottþéttur og við var að búast og þegar á heildina er litið er óhætt að fullyrða að „Survival" sé enn ein skrautfjöðurin í hatt Mar- leys. Það er erfitt að gera upp á milli laganna, á jafn jafngóðri plötu og þessari, en ef taka ætti eithver lög út fyrir skytu lögun- um „One Drop“ og „Africa Un- ite“ strax upp í huga hlustand- ans. * SA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.