Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 32

Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Tryggvi Pétursson bankastjóri sjötugur í dag, 25. nóvember, er sjötugur Tryggvi Péturs- son, bankastjóri Búnaðar- bankans í Hveragerði. Tryggvi er fæddur á Eyr- arbakka, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar, skólastjóra á Eyrarbakka, Guðmundssonar, bónda á Votamýri á Skeiðum, Sig- urðssonar, bónda og hrepp- stjóra þar, og Elísabetar Jónsdóttur, Þórðarsonar bónda og alþingismanns er fyrst bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð, en síðar að Ey- vindarmúla í sömu sveit, og Guðrúnar Jónsdóttur. í íslenskum æviskrám segir, að Pétur Guðmundsson kennari hafi útskrifast úr Möðruvallaskóla árið 1885, og „Hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og bindindisstarf- semi“, en hann þótti einnig af- bragðs kennari og var fjölmennt- aður maður, að því er margir hafa tjáð mér, er stunduðu skólanám á Eyrarbakka undir hans forsjá. Um Elísabetu Jónsdóttur segir dr. Guðni Jónsson í hinu mikla riti sínu Bergsætt, að hún hafi verið „gáfukona og skáldmælt, hefir ritað greinar í blöð um ýmis áhugamál sín“. Elisabet var fædd 4. desember árið 1878, og hún lést í Reykjavík 23. nóv. árið 1969, eða fyrir 10 árum. Pétur Guðmundsson, maður hennar, var nokkru eldri en Elísa- bet, fæddur 4. júní árið 1858 og hann lést 8. maí árið 1922 eftir langvinn veikindi frá stórum barnahópi, en börn þeirra Elísa- betar og Péturs urðu 11 talsins. Tvö dóu í æsku, Steinunn (1901- 1911) og Bergsteinn (1920-1921). Af þeim er náðu fullorðinsaldri eru tvö nú dáin, þau Guðmundur Pétursson loftskeytamaður (1904- 1972) og Ásta Pétursdóttir (1915- 1938). Á lífi eru Jón Axel Pétursson, fv. bankastjóri, f. 1898, Nelly Pétursdóttir, húsfreyja á Miðhús- um á Mýrum, f. 1903, Ásgeir Pétursson, fv. verkamaður, f. 1906, Auður Pétursdóttir, húsfreyja að Hólabrekku í Garði, f. 1907, Tryggvi Pétursson f. 1909, Stein- unn Pétursdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 1912, og Pétur Pét- ursson, útvarpsþulur, f. 1918, en hann var yngstur þeirra er upp komust. Auk þess ólst upp með þeim systkinum hálfbróðir þeirra, Har- aldur Pétursson safnvörður, og eina hálfsystur áttu þau, Petron- ellu sem bjó í Grindavík. Merk kona sem nú er látin. Trýggvi Pétursson ólst upp með foreldrum sínum á Eyrarbakka, sem í þá daga var mikið pláss. Stór verslunarstaður og menning- arbær. Móðir Tryggva, Elísabet Jóns- dóttir, lýsir bæjarbrag á Eyrar- bakka þegar hún kom þangað ung stúlka á þessa leið í viðtalsbók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar (1962). „Ég held að það sé ekki ofmælt að óvíða á landinu hafi verið eins mikið menningar- og félagslíf um þessar mundir og á Eyrarbakka. Meginþáttinn í því átti Húsið. Þar hafði um aldaraðir verið aðsetur danskra kaupmanna og aðstoð- armanna þeirra, en Lefolii-verzl- un var þá allsráðandi í þorpinu, og var hún einn síðasti anginn af dönsku einokunarverzluninni. Vit- anlega hafði kaupmannavaldið á Eyrarbakka alltaf verið harð- drægt í viðskiptum við bændur og búalið eins og segir í hinni fornu vísu um einn einokunarkaup- manninn: Á Eyrarbakka argir eru þrælar margir. Kauðar þessir kargir kaups fyrir höndlan ranga forsmánina fanga. — Marcus Pahl, Pahl, Pahl, Marcus Pahl, sem mörgu stal, mun um síðir hanga. En hvað sem því líður, þá fylgdi þessu erlenda fólki nýir siðir, menningarhugur, listir og víðsýni, sem var kotungunum framandi eins og vonlegt var. Þegar ég kom þangað var þar starfandi stúka, leikfélag, söngfélag og horna- flokkur. Þá var þar mikið um að vera, að minnsta kosti á vetrar- vertíð, og eins á lestum um sumur. Einnig setti það svip á athafnalíf í þorpinu þegar skip komu frá Danmörku með vörur til verzlun- arinnar. Á vetrarvertíð gengu þaðan um fjörtíu skip og var líflegt að líta yfir lónin þegar skipin voru að koma drekkhlaðin og með seilar í eftirdragi, eða um sandinn, eftir að skipin voru komin á stokkana og aflinn lá svo að segja í óslitinni kös, allt vestan frá verzlunarhúsunum og austur fyrir Mundakot. Þá var oft mjög mikill afli. íbúar á Eyrarbakka munu rétt fyrir aldamótin hafa verið um eitt þúsund, en á vertíð- um komu mörg hundruð ver- manna hvaðanæva og voru á heimilum eða í sjóbúðum, sem margar stóðu upp af sjógarðin- um.“ Elísabet lýsir kjörum fjölskyld- unnar á Eyrarbakka, meðan manns hennar naut við. „Ég var mjög hamingjusöm og leit lífið björtum augum við hlið mannsins míns, sem mér fannst flestum mönnum fremri." Og hún heldur áfram: „Það lætur að líkum, að þetta stóra heimili okkar þurfti mikils með, og þess vegna var oft þröngt í búi. Ég held, að ég hafi reynt að vera ráðdeildarsöm og gæta þess að fara vel með það, sem aflað var. Við tókum upp á því að hafa nokkrar kindur. Pétur heyjaði svo fyrir kúnni og kindunum, en hestarnir sáu að mestu um sig sjálfir, enda er fjörubeitin góð á Eyrarbakka. Vitanlega voru þeir í húsi á vetrum. Pétur reri oft á vorvertíðum eftir að skóla lauk. Hann fór og í vegavinnu og vann yfirleitt alltaf. Ég held að Pétur hafi verið úthaldsgóður til vinnu, en ekki kraftamikill og það varð ég vör við, að hann naut trausts að hverju sem hann gekk. Hann lagði oft hart að sér og þó að við höfum ef til vill verið að ýmsu ólík, þá áttum við það þó sameiginlegt, að þykja vænt um heimilið okkar og vaka allar stundir yfir þörfum og velferð barnanna. Hreiðrið var lítið, en fjöldi í því. Ég var móðirin, og ungarnir heimtuðu kornin. En hvar þau að finna? Þetta voru erfið ár.“ Tryggvi Pétursson ólst þarna upp undir sjóvarnargarði þar sem opin skip gengu til veiða. Hann fór snemma að hjálpa til, og var í sveit á sumrum, en heima hjá fjölskyldunni á öðrum árstímum og sú reynsla er þar fékkst varð síðar dýrmætari en flest annað. Sem áður var frá greint, þá lést Pétur Guðmundsson, faðir Tryggva, árið 1922 og móðir hans stóð uppi með barnahópinn, það elsta, Jón Axel, 24 ára, og Pétur var yngstur, á fjórða ári. Pétur Guðmundsson hafði orðið að láta af kennarastörfum vegna veikinda þegar árið 1919. Örðug- leikar voru ærnir fyrir og fram- tíðin ekki björt, því um þessar mundir voru úrræði fá, vinna stopul og fæstir höfðu nokkuð aflögu. Það varð því úr, að Elísa- bet ákvað að flytjast suður til, Reykjavíkur með barnahópinn, en þrjú eldri barnanna höfðu þá þegar flutt þangað. Tryggvi Pétursson fylgdi móður sinni og systkinum suður, þá aðeins 14 ára að aldri. Þau fengu inni í lítilli íbúð á Grandavegi 37. Þetta var skapmikil fjölskylda, samheldin og sundurleit í senn. Bræðurnir fóru flestir til sjós, báru kol, bræddu síld, en stúlk- urnar fóru í fiskvinnu. Heima var glatt á hjalla, spilað og sungið. Orgel og fleiri hljóðfæri voru á heimilinu, bækur og menning í besta lagi og síðast en ekki síst var stjórnmálaáhuginn mikill. Þetta var róttækt fólk, sem skildi að samstaða alþýðumanna gat ein og varð að bæta lífskjörin, annað dugði ekki. Börn Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar hlutu öll staðgóða menntun, fyrst í heima- húsum, svo í hörðum skóla lífsins og í þeim framhaldsskólum er tiltækir voru. Tryggvi Pétursson fór í Mennta- skólann á Akureyri og vann fyrir námskostnaði sínum á sumrin. Lauk hann stúdentsprófi árið 1931. Næstu tvö árin var hann heimil- iskennari að Reykjum í Mosfells- sveit, en 9. apríl 1934 réðst hann sem starfsmaður Búnaðarbanka íslands og hefur hann því starfað við bankann um 45 ára skeið. Tryggvi varð ritari í Kreppulána- sjóði og ritari stjórnar Kreppu- lánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga til ársins 1938. Fulltrúi og síðar deildarstjóri í víxladeild Búnaðar- bankans 1938-1967, og jafnframt deildarstjóri í afurðalánadeild bankans frá stofnun hennar 1963- 1967. Og árið 1967 var hann ráðinn til að stofna útibú Búnaðarbank- ans í Hveragerði, og hefur verið bankastjóri þeirra Árnesinga síðan. Búnaðarbankinn í Hveragerði opnaði 11. ágúst árið 1967. Hann hefur siðan vaxið með ævintýra- legum hraða. Afgreiðslur eru nú að Flúðum, á Laugarvatni og nú seinast var opnuð myndarleg af- greiðsla á Selfossi. Ennfremur er búið að taka í notkun nýtt hús í Hveragerði, en hús þetta er hið glæsilegasta og aðalverk Tryggva seinustu árin. Auðvitað er viðgangur banka ekki saga eins manns, en hann er partur af samskiptum sveitunga við stofnun. Samskipti bænda og bankastjóra, útgerðarmanna, iðnrekenda og allra þeirra er starfsstöðvar reka. En síðast en ekki síst er hann partur af fjár- hagslegu öryggi heimilanna er í harðbakkann slær. Mér er til efs, að færari maður hefði fundist til þess að leggja grundvöllinn að bankamálum Búnaðarbankans í Árnesþingi. Tryggvi var maðurinn sem þekkti fólkið, tryggur heimahögum sínum við sjávarsíðuna og upp- sveitum sem barn í sveit. Hann þekkti örðugleika, kreppuna, og hafði því trúnað beggja vegna Hellisheiðar. Og eftir að Tryggvi fluttist til Hveragerðis tók hann virkan þátt í félagslífi sveitunga sinna, sem fólu honum ýmis trúnaðarstörf. Var hann formaður skólanefndar Hvergerðinga og Ölvesinga um skeið og einnig safnaðarfulltrúi Hveragerðissafnaðar, og mun þá ekki allt talið. En nú er þessi ágæti frændi minn orðinn sjötugur og gerir upp reikningana um áramótin í Bún- aðarbankanum í seinasta sinn, en hann mun láta af störfum á fyrstu mánuðum næsta árs, og maður kemur í manns stað. Hér hefur verið stiklað á stóru í ævi Tryggva Péturssonar það sem af er. Aðeins hefur þó verið rakinn einn lífsþáttur af tveimur eða fleirum. Vinnan og starfið. Til einföldunar má segja, að hinn þátturinn séu tvær konur í lífi hans. Móðirin sem ól hann upp með ofurást og fádæma kjarki. Ef til vill var þó lítill tími til ástarorða, en heilræði voru nóg þótt úrræðin væru oft lítil. Hún taldi kjark í vini og vandalausa öllum stundum, sterk, máttug og megnug. Hin konan er eiginkonan, Guð- rún Jónasdóttir, Helgasonar í Brautarholti við Grandaveg og konu hans, Sigríðar Oddsdóttur. Þau Tryggvi og Guðrún giftu sig 4. nóvember árið 1933 og hafa verið saman síðan. Ekki er hún síðri þótt ólík sé um flest. Á heimili þeirra ríkir sjaldgæfur kærleikur, sem allir njóta, dæt- urnar fjórar, Sigríður Elísabet, Ólafía Kolbrún, Ásta og Guðrún Steinunn, börn þeirra og makar og við hin. Heimilið stendur opið, glæsilegt, en rótfast í senn. Þetta er fólk sem ann listum og kær- leika jafnt, enda vinahópurinn stór, sem fagnar merkum degi. Það mætti segja margar sögur úr lífsverki Tryggva Péturssonar og Guðrúnar Jónasdóttur, en guð borgar fyrir hrafninn. Við hér óskum heilla á góðum tímamótum og þökkum vináttu og alla þessa miklu ástúð er við höfum notið fyrr og síðar og sendum góðar kveðjur austur yfir Fjall. Jónas Guðmundsson. Þess má geta, að þau Tryggvi og Guðrún taka á móti gestum i Þingholti frá kl. 14.00—16.00 á afmælisdaginn. Japanskir einþáttung- ar í Þióðleikhúsinu Atriði úr „Heilagur Narukami". Leikendur eru þeir Árni Ibsen, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Jón Gunnarsson. „KIRSIBLÓM á Norðurfjalli“ er samheiti tveggja japanskra einþáttunga sem frumfluttir verða I kjallara Þjóðleikhússins I kvöld. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson en þýðinguna gerði Helgi Hálfdanarson. Einþáttungarnir tveir eru fluttir samkvæmt hefðbundnu japönsku leikhúsi. Annar þeirra nefnist „Heilagur Naru- kami“ og er frá því um 1700. Hinn er enn eldri, eða frá því um 1500, og nefnist „Hug- leiðsla.“ „Heilagur Narukami" er byggður á indverskri goðsögn um helgan mann sem hafði yfirnáttúruleg völd. Hann móðg- ast við keisarann og kemur því til leiðar að það hættir að rigna á landið. Keisarinn sendir þá unga og fallega stúlku til að reyna að leika á dýrlinginn og blíðka hann. Leikstjórinn, Haukur J. Gunn- arsson. Fyrsta hefðbundna japanska leikhúsverk ið sem sýnt er hér á landi „Hugleiðsla" er í gamansöm- um tón og segir frá hjónum og einkaþjóni þeirra. Eitt sinn ætl- ar maðurinn á fund ástmeyjar sinnar en eiginkonan kemst á snoðir um fyrirætlanir hans. Einþáttungarnir tveir eru að sögn Þjóðleikhússtjóra fyrstu japönsku leikhúsverkin sem flutt eru í Þjóðleikhúsinu. Munu þeir einnig vera fyrstu hefð- bundnu japönsku verkin sem flutt eru hér á landi. Sem kunnugt er hefur leikstjórinn, Haukur J. Gunnarsson, lagt stund á leiklist í Japan og er þetta fyrsta verk hans við Þjóð- leikhúsið. Leikendur í „Kirsiblóm á Norðurfjalli" eru fimm: Sigurð- ur Sigurjónsson, Jón Gunnars- son, Árni Ibsen, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Haukur Gunnarsson sá um gerð leikmynda og bún- inga en Kristinn Daníelsson sér um lýsingu. Tónlistin við verkið er eftir Egil Ólafsson sem sér að mestu um flutning hennar ásamt Áskeli Mássyni og Þórði Árnasyni en Tómas Tómasson hljóðritaði. Sagði Egill að tón- listin væri að miklu leyti byggð upp á japanskri tónlist en þar sem söngtextar kæmu inn í væri um aiíslenska tónlist að ræða þótt þeir reyndu að líkja nokkuð eftir þeirri japönsku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.