Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 34
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Bandaríska sendiráðið | Tehoran. l>vaKa hatursfullra asingamanna er alla daga við hlið sendiráðsins. Á miðvikudaginn var, er Múhameðstrúarmenn fögnuðu
aldamótum er talið að milljón manna hafi verið samankomin á þessum slóðum. Tímatal Múhamcðstrúarmanna miðast við flótta Múhameðs spámanns frá
Mekka til Medina. og samkva-mt því er dagurinn í dag, sunnudagur, fimmti dagur ársins 1400.
ótt kaldhæðnis-
legt megi virðast
þá bendir allt til
þess að hið al-
varlega ástand í íran
hafi mjög styrkt stöðu
Carters forseta í Banda-
ríkjunum. Þetta hefur
verið að koma æ skýrar í
ljós á síðustu dögum, en
nú um helgina eru þrjár
vikur liðnar frá því að
ofbeldismenn á snærum
Khomeinis tóku herskildi
bandaríska sendiráðið í Te-
heran með 100 gíslum, þar
af 80 Bandaríkja-
mönnum.
Batnandi staða Cart-J
ers er ekki því að þakka
að honum hafi orðið ágengt
með að finna lausn á
málinu. Að vísu hafa
afdráttarlausar yfirlýs-
ingar hans um írans-málið
með tilvitnunum í her-
styrk Bandaríkjanna
aflað honum vinsælda, en
fyrst og fremst er það
málstaðurinn sjálfur, sem
Carter græðir á, jafnt
innan lands sem utan.
Meira að segja erki-
óvinurinn sjálfur — Sov-
étstjórnin — dirfist ekki
að mæla byltingarstjórn-
inni í íran bót, og gekk
meira að segja svo langt
fyrir nokkrum dögum að
láta opinberlega í ljós
andúð sína á töku sendi-
ráðsins en Sovétmenn
hafa frá því í ársbyrjun
gert sér sérstakt far um
að styggja ekki hina nýju
valdhafa í þessu mikil-
væga nágrannaríki sínu.
Fyrst eftir innrásina lét Carter
lítið á sér kræla. Hann átti strax í
vök að verjast gegn þeim, sem
sögðu að nú væri mælirinn fullur.
Ekki væri hægt að láta þessa
geggjuðu trúarofstækismenn vaða
uppi lengur — það yrði að láta til
skarar skríða þegar í stað. Hávær-
ar kröfur voru uppi um hernaðar-
lega árás á sendiráðið. Mótmæla-
alda reið yfir Bandaríkin. Krafizt
var brottreksturs allra íranskra
Eftir að Baktiar forsætis-
ráðherra lét af embætti í íran
skömmu eftir töku sendiráðs-
ins hafa þessir tveir menn
mjög styrkt stöðu sína við
íótskör Khomeinis. Bani Sadr
(t.v.) hinn nýi utanríkisráð-
herra er fulltrúi þeirra, sem
virðast heldur sveigjanlegri
en múllahjörðin, en Ayatoll-
ah Behehsti, formaður bylt-
ingarráðsins, er óumdeilan-
legur málsvari harðlínu-
manna. Báðir koma sterklega
til greina sem forsetaefni í
kosningum, sem kunna að
fara fram í næsta nánuði.
Margt bendir til þess að
Khomeini æðsti prestur ojr
sameiningartákn eigi ekki
annars úrkosti en að sveiflast
á milli þessara fylkinga á
þessum síðustu og verstu
timum.
borgara frá Bandaríkjunum. Cart-
er lét í ljós vaxandi áhyggjur af
málinu, en sagði fátt. Reiði al-
mennings í Bandaríkjunum jókst.
íranskur stúdent í Denver skaut á
tvo unglinga, sem höfðu gert
aðsúg að honum, með þeim afleið-
ingum, að annar lét lífið en hinn
særðist illa. Mótmælaaðgerðir í
Bandaríkjunum urðu víðtækari og
heiftarlegri með hverjum degin-
um, sem leið. Carter lagðist undir
feld í Camp David. Byltingarmenn
í sendiráðinu voru mjög farnir að
ókyrrast og höfðu í stöðugum
hótunum. Oljósar fregnir bárust
af því frá íran að valdhafarnir þar
væru kannski til viðræðu um að
skipta á eignum keisarans og
gíslunum, og væru þannig til
viðtals um annað en að keisarinn
yrði framseldur skilyrðislaust.
Fyrir framan sendiráðið voru
brennd gervi Carters forseta og
keisarans. Bandariski fáninn var
svívirtur á ýmsa lund, notaður við
sorphreinsun og brenndur.
Flest er hey í harðindum, og
Bandaríkjastjórn sló ekki hendi á
móti tilboði PLO-samtakanna,
sem hingað til hafa verið talin
óalandi og óferjandi, um að leita
sátta. Sérlegur sendimaður Cart-
ers fékk ekki að koma til Teheran
til að ræða við leiðtoga byltingar-
stjórnarinnar, en PLO-mönnum
var veitt viðtaka. Sú fýluferð tók
tvo daga, en þegar PLO-menn
komu til baka var deginum Ijósara
að Khomefni og lið hans voru ekki
til viðtals um annað en að fá
keisarann framseldan, svo hægt
væri að draga hann fyrir rétt.
Grundvallarreglan „auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn“ er
allsráðandi í lögmáli múslima,
hvort sem þeir eru af Shiita-grein
eða öðrum greinum innan Múha-
meðstrúar.
12. nóvember var Carter loks
búinn að fá nóg. „Hann varð ekki
óður og uppvægur," segir náinn
aðstoðarmaður hans. „Reiðin sýð-
ur í honum og augnaráðið er mjög
kuldalegt." Hann lýsti því yfir á
fundi bandaríska verkalýðssam-
bandsins, sem leiðtogar þess eru
flestir mjög harðir í horn að taka,
að tímabært væri að gera sér
grein fyrir því að Bandaríkin ætti
ekki að vanmeta. Valdhafar í íran
yrðu sóttir til ábyrgðar vegna
þessa óhæfuverks, og Bandaríkin
yrðu ekki kúguð til uppgjafar.
Fundarmenn æptu: „Gott hjá þér,
Jimmy! Láttu þá kenna á því!“
Almenningur í Bandaríkjunum
kunni ekki síður að meta þennan
nýja tón. Forsetinn gat barið í
borðið. Hann hafði sýnt að það var
honum að mæta.
—