Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Turnleikhúsið
Túlkandi
eða skapandi
Rögnvaldur heldur áfram í gamni og alvöru
Guðrún Egilson:
MEÐ LÍFIÐ í LÚKUNUM.
Rögnvaldur Sigurjónsson
i gamni og alvöru.
Almenna bókafélagið 1979.
EFTIR læknisaðgerð vegna slit-
gigtar í fingrum er Rögnvaldi
Sigurjónssyni gefin veik von um
að hann geti haldið áfram að
spila. Það er þá sem hann að
ráðum konu sinnar, Helgu Egil-
son, ákveður að freista þess að rita
Bökmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
ævisögu sína. En hann kemst ekki
lengra en eftirfarandi setning
sýnir: „Ég er fæddur á Eskifirði
árið 1918.“
Það verður úr að bróðurdóttir
ciginkonu Rögnvalds, Guðrún
Egilson, skrifar eftir honum
minningar hans. Annað bindi
þeirrar sögu er nú komið út, en
fyrra bindið kom í fyrra,
bráðskemmtileg frásögn sem
nefnist Spilað og spaugað. Þeir
sem kynnst hafa Rögnvaldi Sigur-
jónssyni, jafnvel ekki nema lítill-
ega eins og undirritaður, vita að
hann er skemmtilegur maður og
með jákvætt lífsviðhorf sem er
fyrir mestu.
Ég held að ég hafi séð Rögnvald
Sigurjónsson fyrst í Listamanna-
klúbbnum. Þar var hann hrókur
alls fagnaðar. En sá sem setti
mestan svip á þá samkomu var
vitanlega Jón Leifs, enda getur
Rögnvaldur hans hlýlega í ævi-
sögu sinni. Rögnvaldur saknar
Listamannaklúbbsins og það gera
áreiðanlega margir. En hvenær
eignumst við aftur mann á borð
við Jón Leifs sem var í senn
listamaður ög athafnamaður.
Ekki aðeins tónlistarmenn minn-
ast hans með eftirsjá.
Það fer ekki á milli mála að
Rögnvaldur Sigurjónsson hefði
kosið sér önnur örlög sem lista-
maður en fásinnið hér heima bauð
upp á. Hann var líklegur til mikils
frama ungur maður í Bandaríkj-
unum. Þeir sem best til þekkja
vita að píanóleikarinn Rögnvaldur
Sigurjónsson á sér fáa líka þegar
allt leikur í lyndi. í bókinni rekur
Rögnvaldur ýmislegt úr ævi sinni
sem kom í veg fyrir meiri frama
en orðið hefur. Meðal annars
hefur sjúkdómur háð honum. En
ekki er hann dauður úr öllum
æðum enn og bjartsýnn þrátt fyrir
allt. Hamingja hans hefur líka
verið fólgin í því að kenna hæfi-
leikamiklu ungu fólki. Einnig ber
þess að minnast að hlutur konu
hans er stór og hann gleymir ekki
vinum sínum fjölmörgum sem
hvatt hafa hann til dáða.
Með lífið í lúkunum er að vissu
marki raunasaga listamanns sem
borinn var til mikilla afreka.
Rögnvaldur dregur ekki dul á
ýmsa galla sína, fljótfaérni, óþol af
ýmsu tagi. Kannski er bók þeirra
Guðrúnar Egilson of mikil upp-
talning atburða og vinafunda
þeirra hjóna Rögnvalds og Helgu.
Sumt ber dálítinn keim af skýrslu-
gerð eins og til dæmis nákvæmar
lýsingar á Sovétferð sem ekki eru
fyndnar vegna þess að við höfum
heyrt svo mikið af slíku áður.
Rögnvaldur er líka fyrir að hampa
umsögnum gagnrýnenda um sig
og tekur neikvæða gagnrýni nærri
sér. Hann getur engu að síður
viðurkennt að gagnrýnendur hafi
rétt fyrir sér. Það er óvenjulegt
þegar tilfinningaríkur listamaður
á í hlut.
Ég skal viðurkenna að ég er ekki
í hópi útvalinna tónlistarunnenda.
Engu að síður naut ég þess að lesa
þessa bók. Að vísu finnst mér
Rögnvaldur Sigurjónsson haldinn
nokkrum fordómum í garð nú-
tímatónlistar og það er enginn
ástæða til að tala niðrandi um
poppara þótt maður þykist yfir þá
hafinn sjálfur. Tónlistin á sér
mörg andlit, margar raddir.
Ég ætla að lokum að grípa niður
í það sem Rögnvaldur Sigurjóns-
son hefur að segja um túlkandi og
skapandi listamenn. Þar held ég
að hann hafi rétt fyrir sér eins og
víða í þessari geðfelldu bók:
„Túlkun 19. aldar manna hefur
að sjálfsögðu miðazt við 19. aldar
umhverfi, rómantík og glæsileika
annars vegar og kúgun og örbirgð
hins vegar. Við 20. aldar menn
hljótum að skynja heiminn á allt
annan hátt, því að umhverfið
setur mark sitt á persónuleika
manns og tilfinningalíf. Ef við
erum ekki trúir okkur sjálfum,
getum við ekki túlkað listaverk á
sannfærandi hátt. Og í raun og
veru er rangt að tala um túlkun á
tónverkum, því að þau eru end
ursköpuð í hvert sinn sem bau eru
flutt. Engir tveir menn spila verk
nákvæmlega eins, og enginn
maður spilar sama verkið ná-
kvæmlega eins í tvö skipti. Góður
listamaður tekur allt frá nótna-
blaðinu sem mögulegt er og leggur
sjálfan sig í verkið. Þess vegna
erum við stöðugt að uppgötva
tónlistina á nýjan hátt, og það
gerir hana ódauðlega".
Thor Vilhjálmsson:
TURNLEIKHÚSIÐ. 208 bls.
Iðunn, Rvík, 1979.
THOR Vilhjálmsson er þungur
höfundur, erfiður að brjóta til
mergjar, bækur hans verða ekki
að gagni lesnar með leifturhraða
né haldur er sennilegt að hinn
almenni og dæmigerði afþreying-
arlesandi finni þar efni við sitt
hæfi. Þeir sem vilja hraða at-
burðarás og hefðbundinn sögu-
þráð snúa sér annað. Þarna er eins
og ótal hringiður streymi hver
innan um aðra og hver á eftir
annarri. Ætla ég ekki að fara út í
þá sálma hér — að skýra það eða
skilgreina, svo oft hefur verið
minnst á form og stíltækni Thors
Vilhjálmssonar. Fræðileg úttekt á
þeirri hlið málsins hefur hins
vegar aldrei verið gerð. Því ein-
mitt þegar Thor hóf sig upp á risið
í skáldsagnarituninni misstu
menn áhuga á stíl og tóku að
hugsa um annað. Og svo enn
annað: bakgrunnur Thors er suðr-
ið sem fáir þekkja hér. Undanfar-
in ár hefur verið mænt til Svíþjóð-
ar — ef manni skyldi leyfast að
ýkja svolítið — eins og til miðdep-
ils heimsins. Frakkland og Ítalía
teljast þar á móti skæklar og
menningarleg langanes — allt
utan þeirrar umferðar sem máli
skiptir í menningartraffíkinni!
Éf litið er á ritaskrá Thors
Vilhjálmssonar blasir tvennt við:
að hann er búinn að senda frá sér
bækur í þrjá áratugi — en meiri-
hluta þeirra á síðastliðnum ára-
tug. Fljótt fljótt sagði fuglinn kom
út 1968. Síðan bók á ári sem
yfirhöfuð hafa verið byggðar upp
eftir svipaðri formúlu og Fljótt
fljótt sagði fuglinn. Svo er enn.
Turnleikhúsið ber flest svipuð
einkenni og bækur Thors undan-
genginn áratug. Thor tileinkaði
sér snemma sérstæða og afar
persónulega stíltækni og frá henni
hefur hann ekki vikið. Ennfremur
má með nokkrum sanni segja að
persónurnar í sögum hans séu
fremur úrtak fjölda en einstakl-
ingar. Stórborgalífið greip höf-
undinn snemma. Og heldur honum
enn föngnum. Thor er eini íslenski
höfundurinn sem ég minnist að
beinlínis megi kalla stórborga-
skáld. Sviðið í sögum hans er
jafnan framandlegt, fas og klæða-
Gils Guðmundsson: Mánasilfur.
Safn endurminninga I.
Útgefandi: Iðunn. Reykjavík
1979.
Fyrir fáum árum lauk útgáfu
Almenna bókafélagsins á hinu
stórmerka úrvali Kristjáns rithöf-
undar Karlssonar úr íslenzkum
ljóðum og ljóðaþýðingum, og ekki
þykir mér ólíklegt, að Kristján
láti þar staðar numið, heldur komi
frá hans hendi áður en mjög langt
líður úrval íslenzkra smásagna í
fleiri en einu bindi. Þá er þess að
geta, að dr. Finnbogi Guðmunds-
son landsbókavörður hefur valið
úr merkum íslenzkum ritgerðum í
tvö allstór bindi. Og svo er þá
komin út stór bók og myndarleg,
sem hefur að flytja úrval úr
endurminningum íslenzkra karla
og kvenna frá ýmsum tímum og úr
ýmsum stéttum. Er það Gils
Guðmundsson, fyrrverandi al-
þingismaður, sem hefur valið efn-
ið, og í allrækilegum formála
getur hann þess, að von sé á fleiri
bindum, en valið verði eingöngu
„bundið við höfunda, sem sjálfir
hafa stílað minningar sínar, en
ekkert tekið úr ævisögum, þótt
góðar séu, sem aðrir sögumenn
hafa fært í letur."
Höfundar minninganna í þess-
ari bók eru 25. í þeim hópi eru
þessar sex konur: Anna Thorla-
sius, Bríet ' Bjarnhéðinsdóttir,
Elínborg Lárusdóttir, Guðný
Jónsdóttir frá Galtafelli, Guðrún
Thor Vilhjálmsson
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
burður og framkoma persónanna
eru gjarnan hefðarfólks eins og
gerist á suðlægari breiddargráð-
um. En jafnframt á Thor það til —
hvar sem er og hvenær sem er í
skáldverki — að venda sér yfir á
dægurmálarásina að koma skoð-
unum sínum á framfæri — í hófi
þó. Hann hefur ávallt látið sig
umræðuefni dagsins miklu skipta.
Dæmi úr Turnleikhúsinu: «Allt
þetta tal um turna, segir dimm-
rödduð stúlka: Turninn það er
tákn ...» Er þetta ekki þytur frá
skeytum þeim sem herskáar val- \
kyrjur hafa undanfarin ár beint
að karlkyninu — og þá meðal
annars dembt því yfir karlmenn
að dálæti þeirra á turnum og
spírum og spjótum alls konar eigi
sér táknræna ímynd, með því séu
þeir að tilbiðja sjálfs sín yfirburði
og karlhugsjón?
I Turnleikhúsinu fara fram
skemmtilegar umræður um kven-
réttindi. Þó svo að undirritaður
hafi ekki sett sig mikið inn í
umræður um þau mál gæti ég
Gils Guðmundsson.
Jónsdóttir Borgfjörð og ólína H.
Jónasdóttir.
Elztu minningarnar eru teknar
úr hinni stórmerku ævisögu Jóns
eldklerks Steingrímssonar, en
enginn höfundanna, sem efni eiga
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
trúað að Thor færi nærri að lýsa
anda þeirra og inntaki eins og þær
hafa gerst háværastar. «Einkyn,
únisex; viljiði það?» spyr kona
nokkur. Önnur segir: «Þvættingur.
Þið vitið ekkert um stéttabaráttu.
Og sennilega ekkert um lífið. Þið
rottið ykkur saman, einangrið
ykkur, kjaftið hver upp í aðra, og
syngið baráttusöngva og sendið
húmorslaus skammarbréf í blöðin,
sem enginn tekur mark á nema þið
sjálfar...»
Þó þessar setningar kunni að
vera dæmigerðar fyrir umræður
einhverra hópa undanfarin ár
nálgast þær engan veginn að sliga
þessa síðustu skáldsögu Thors
Vilhjálmssonar. Thor er jafnan
spar á að veita svona nokkru rúm
í skáldsögum sínum, það fyrir-
finnst þar — en í smáum skömmt-
um. Nálægð stórborgarinnar og
hins nafnlausa fjölda (sem við
óbreyttir lesendur sjáum oftast
fyrir okkur í nokkrum fjarska) er
sem fyrr ríkjandi. «Hann sá fyrir
sér strætið fullt af fólki.» Þannig
hefst síðasti kaflinn.
Því er ekki að neita að margir
hafa litið á Thor Vilhjálmsson
sem eins konar framandi gest í
íslenskum bókmenntum og jafn-
framt óttast að formbylting hans
kynni að breiðast út og ryðja burt
rammíslenskri frásagnarhefð.
Mergurinn málsins er: leggi
maður á skáldverk hans sama
mælikvarða og lagður er á Mann
og konu og Pilt og stúlku kemst
maður óðara í þrot. Ég er sam-
mála því sem stendur aftan á kápu
þessarar bókar: «Hér er lesandinn
leiddur inn í kynlegan heim þar
sem mörk draums og vöku eru
numin burt.» Einu andliti, sem
fyrir bregður í sögunni er lýst svo
að það sé «með hálfgrímu svarta».
Á öðrum stað standa þessi orð:
«Það er einsog hann dragi sig
undan ef ég fer að reyna að segja
frá honum.» Hvort tveggja dæmið
sýnist mér einkennandi fyrir svip-
mót þessarar sögu. Þrátt fyrir
raunsæileg innskot er Thor Vil-
hjálmsson framúrstefnuhöfundur
með rætur í súrrealisma og fleiri
umbrotastefnum sem fjörgað hafa
evrópska list frá upphafi þessarar
aldar og fram undir okkar daga.
Sá sem gerir sér ekki grein fyrir
því hlýtur að eiga erfitt með að
átta sig á skáldverkum hans.
í bókinni, hafa verið jafnháaldrað-
ir og Guðný frá Galtafelli, þegar
þeir rituðu minningarnar. Hún
var þá hálftíræð, en efnið, sem
þarna er eftir hana, er eitt hið
eftirminnilegasta í allri bókinni,
sakir þeirrar hlýju og skæru birtu,
sem yfir því er. Aðeins þrír af
hinum 25 höfundum, sem þarna
hafa hlotið sæti, eru enn á lífi. Það
er Þórbergur Þórðarson, sem end-
ar bókina með köflum úr Ofvitan-
um, og er ekki þörf á að geta þess,
af hverri list og leikni þeir eru
skráðir. Furðulegust og um leið
afbrigða skýr er frásögn Guð-
mundar skipstjóra Jónssonar, sem
lengstum var kenndur við togar-
ann Skallagrím, en efni hennar er
frábær björgun skips og manna á
Faxaflóa, tiltölulega skammt und-
an landi. En enginn kafli í allri
bókinni er jafn átakanlegur en hin
harmræna frásögn Bjartmars
Guðmundssonar bónda á Sandi og
fyrrverandi alþingismanns. Sá
kafli heitir Reiðarslag. Næstur
honum að þessu leyti mun vera
kaflinn Hjálp að handan úr minn-
ingum Elínborgar Lárusdóttur.
Hann mun að minnsta kosti verða
þeim minnisstæður, sem eitthvað
þekktu til aðstæðna. Annars er
það fljótsagt, að ekkert ómerkilegt
eða illa ritað er í þessari stóru og
myndarlegu bók, og hér læt ég svo
staðar numið að sinni, hvort sem
mér kann að auðnast það eða ekki
að lesa næsta bindi og rita um það
nokkur orð.
„Endurminningin merlar æ ..