Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 48
IWrttatlfllfofrÍfr
SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Ungir bílþjóf-
ar á Akureyri
Akureyri, 24. nóv.
BÍLAÞJÓFAR gerðust að-
sópsmiklir á Akureyri siðasta
sólarhringinn og voru ekki
allir háir i loftinu. Alls var
stolið 4 bílum, en allir fundust
Svíar senda
fíkniefnasala
hingað til
afpjánunar
NÝLEGA barst dóms-
málaráðuneytinu ósk frá
sænskum dómsmálayfir-
völdum um að tveir
íslendingar, sem nýlega
hlutu dóma í Gautaborg
fyrir fíkniefnasölu af-
filáni refsingu sína á
slandi.
Að sögn Þorsteins
Jónssonar fulltrúa í
dómsmálaráðuneytinu
hefur beiðni Svíanna ver-
ið svarað jákvætt. Má
búast við því að íslend-
ingarnir verði sendir
hingað til lands á næst-
unni. Umræddir menn til-
heyra íslenzkum fíkni-
efnasöluhring, sem af-
hjúpaður var í Gautaborg
fyrr á árinu en alls hlutu
sjö Islendingar dóma fyrir
þátttöku í því máli.
þeir aftur lítið eða ekki
skemmdir.
Fyrsta bílnum var stolið frá
Hrísalundi snemma í gærmorg-
un og höfðu lyklar verið skildir
eftir í honum. Sá bíll fannst
síðar í gær í nánd við flugvöli-
inn og hafði þá verið ekið út af
veginum. Um kl. 13 var næsta
bíl stolið frá Strandgötu, en
eigandinn hafði þá brugðið sér
inn á verkstæði örstutta stund
og skilið bílinn eftir í gangi.
Eftir þessa þjófnaði voru 4, 11
og 12 ára drengir handsamaðir
og teknir til yfirheyrslu enda
játuðu þeir að hafa verið að
verki í bæði skiptin. Eftir að
hafa verið áminntir stranglega
var þeim sleppt, — en ekki leið
á löngu þar til þeir stálu 3.
bílnum fyrir utan heimili eig-
andans við Espilund, en sá
hafði skroppið inn í kaffi og
ekki gætt þess að taka lyklana
með.
Fjórða bílnum var svo stolið
á 2. tímanum í nótt frá Hrísa-
lundi. Maður nokkur sá til
þjófsins og gat tilkynnt lögregl-
unni þjófnaðinn og ökuleið
bílsins. Eltingarleikur hófst
bráðlega og barst norður í
Glerárhverfi, en þar hafnaði
bíllinn að lokum inni í blóma-
garði. Þjófurinn sem í þetta
sinn var fullorðinn maður tók
til fótanna en var handsamaður
skömmu síðar og var þá nokkuð
við skál. Lögreglumanni tókst
að komast inn í bílinn í garðin-
um og stöðva hann til fulls sem
annars hefði farið fram af
háum bakka og stórskemmst.
Sv.P.
Mikil fækkun umferð-
arslysa á öllu landinu
UMTALSVERÐ fækkun hefur
orðið á slysum í umferð hér á
landi 10 fyrstu mánuði ársins
miðað við sömu mánuði í fyrra.
10 fyrstu mánuðina í ár slösuðust
499 manns en 629 í fyrra eða 130
fleiri. Hins vegar hafa fleiri látið
lífið í umferðarslysum nú eða 20
en 19 létu lífið í umferðarslysum
fyrstu 10 mánuðina í fyrra.
í yfirliti frá Umferðarráði kem-
ur fram að þeim sem hljóta meiri
háttar meiðsli í umferðarslysum
hefur fækkað um 56 frá í fyrra og
þeim sem hljóta minni háttar
meiðsl hefur fækkað um 75 frá í
fyrra.
Langmest 'fækkun slysa
hefur orðið meðal ökumanna og
farþega bifreiða en 113 færri
slösuðust 10 fyrstu mánuði ársins
en sömu mánuði í fyrra.
Sumum skiðamönnum nægir að stunda iþrótt sina innan borgarmarkanna þegar færi gefst. Þessir
garpar voru á ferð við Miklatúnið i gærmorgun. Fyrir þá sem vilja halda í brekkurnar og líða upp þær
með lyftum er t.d. Bláfjallasvæðið opið frá morgni til kvölds og ferðir þangað frá BSÍ kl. 10 og 13:30 i
dag ef færð leyfir. Ljósm. Emiiía.
Qlíuviðskiptanefnd á förum til London:
Fáum við helming gas-
olíu hagstæðara verði?
OLÍUVIÐSKIPTANEFND mun
vera á förum til London um miðja
vikuna, þar sem hún mun eiga
viðræður við BNOC, British Na-
tional Oil Corporation, um kaup
á 100 til 150 þúsund tonnum af
gasoliu á verði, sem er allmiklu
lægra en markaðsverð i Rotter-
dam, sem er viðmiðun olíuvið-
skiptasamningsins við Sovétrik-
Húsbruni í
Borgarnesi
ÍBÚÐARHÚS i Borgarnesi
skemmdist talsvert af eldi í fyrri-
nótt. íhúar hússins vöknuðu þeg-
ar allt var orðið fullt af reyk og
tókst þeim að komast út og
sakaði ekki, en tjón er töluvert
m.a. af vatni og reyk.
Elds varð vart um kl. 4:30
aðfararnótt laugardags og gekk
slökkvistarf greiðlega, en húsið er
tvílyft, neðri hæð steypt en timb-
urgólf og efri hæð úr timbri. Talið
er að kviknað hafi í út frá
rafmagnsofni. Húsið var vátryggt,
en hluti innbús óvátryggður og
tjón íbúa hússins því tilfinnanlegt.
in. Er þess vænzt að þessi olíu-
viðskipti geti orðið til frambúðar
við þetta fyrirtæki, sem vinnur
olíu af botni Norðursjávar.
Til samanburðar má geta þess
að olíuþörf íslendinga á gasolíu á
árinu 1980 er áætluð um 280
þúsund tonn. Samningarnir við
Sovétríkin gera ráð fyrir 200
þúsund tonnum + eða + 10%, en að
auki hafa olíufélögin keypt undan-
farin ár um 60 þúsund tonn á
Vesturlöndum. Fáist betri kjör
annars staðar en hjá Rússum er
uppsagnarákvæði í þeim samning-
um.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun BNOC hafa gefið
vilyrði fyrir 100 þúsund tonnum af
gasolíu á árinu 1980, en jafnframt
mun hafa verið rætt um að
hugsanlega sé unnt að selja
Islendingum 50 þúsund tonn til
viðbótar. Þá eru verð- og greiðslu-
skilmálar enn ekki fyllilega ljósir
og mun það vera ætlun nefndar-
innar að fá botn í þau atriði í
þessari ferð til London.
í olíuviðskiptanefnd eru: dr.
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, formaður, Björgvin Vil-
mundarson, Landsbankastjóri,
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, Ingi R. Helgason, hæstarétt-
arlögmaður og Valur Arnórsson,
kaupfélagsstjóri KEA. Ritari
nefndarinnar er Geir Haarde,
hagfræðingur. Fulltrúi olíufélag-
anna, sem valinn hefur verið til
ferðarinnar til London er Vil-
hjálmur Jónsson, forstjóri Olíufé-
lagsins h.f.
Búvöruverðshækkun 1. desember:
6-mannanefnd
kannar gögn
Allt í óvissu um vaxta-
hækkunina 1. desember
ÓVISSA ríkir nú mikil um það.
hve vaxtahækkun verður mikil
samkvæmt lögum um stjórn efna-
hagsmála, sem vinstri stjórnin
setti um mitt árið. í vaxtaákvörð-
un á að taka tillit til verðbólgu-
stigs síðustu 3 mánuði, en það
var eins og kunnugt er 15,86%,
en einnig á að taka tillit til
áætlaðrar efnahagslegrar þróun-
ar næstu 6 mánuði. Þar liggur
mesta óvissan með tiliiti til þess
að allt er enn á huldu um
stjórnmálaframvinduna vegna
kosninganna.
Málið er enn til skoðunar í
Seðlabankanum, en þó mun bank-
inn hafa sent ríkisstjórninni
fyrstu álitsgerð um málið, sem þó
er ekki endanleg. Kjartan Jó-
hannsson, viðskiptaráðherra, sem
einnig er bankamálaráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að hann myndi skoða þetta
mál á mánudag, en þar til gæti
hann ekkert tjáð sig um málið. Þá
mun ríkisstjórnin enn ekki hafa
fjallað um málið, en næsti reglu-
legi ríkisstjórnarfundur er á
þriðjudagsmorgun.
Vextir hækkuðu síðast hinn 1.
september um 4,5 prósentustig á
vaxtaaukalánum og 3% á víxlum í
kjölfar 13,6% hækkunar fram-
færsluvísitölu. Hækkun fram-
færlsuvísitölu nú er hins vegar 2,3
prósentustigum hærri eða 15,86%
eins og áður sagði.
SEXMANNANEFND sat í gær á
öðrum fundi sinum vegna verð-
ákvörðunar búvara nú um næstu
mánaðamót. Samkvæmt upplýs-
ingum Guðmundar Sigþórssonar,
ritara nefndarinnar er rétt verið
að byrja með að yfirfara gögn,
sem nefndinni hafa borizt frá
Hagstofu íslands og Mjólkur-
samsölunni. Því kvað hann allt of
snemmt að spá með nokkurri
vissu um stærð búvöruhækkunar-
innar að þessu sinni.
Það, sem áhrif hefur á búvöru-
verðshækkun nú er m.a. 13,21%
verðbótahækkun launa, en þau
vega misþungt í grundvellinum á
hverja vörutegund. Einnig hefur
gengissig undanfarna 3 mánuði
áhrif á verðákvörðunina. Þess má
geta, að við síðustu verðákvörðun
varð gífurleg hækkun á búvörum,
I sem að meðaltali varð um og yfir
I 20%.
Rússneskir
verksmiðju-
togarar undan
Austurlandi
RÚSSNESKIR verksmiðjutog-
arar hafa að undanförnu verið
að veiðum rétt utan 200 mílna
markanna austur af Glett-
inganesi. Flugvél Landhelgis-
gæzlunnar flaug nýlega yfir
þetta svæði í eftirlitsflugi og
voru þá 16 stórir verksmiðju-
togarar þar að veiðum.