Morgunblaðið - 02.12.1979, Qupperneq 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979
ÚrEyrarannál:
... Maður, Bjarni Böðvars-
son, vinnumaður í Reykjavík,
átti barn við þeirri konu,
Geirnýju Guðmundsdóttur, sem hans bróðir, Arnór
Böðvarsson, hafði í ektaskap átta, en var nú andaður
barnlaus. Þessi Bjarni andaðist áður hans mál undir
dóm kom, en kvinnunni, Geirnýju, dæmdist tylftareið-
ur með nefndarvottum, að sinn maður, Arnór, hefði
óduganlegur verið til hjónabands verknaða eða sam-
ræðisverknaða, hvern eið hún sór í vor 1699 á
Hesteyrarþingi, hvaðan þetta mál var sent til alþingis.
Á þessu sama ári, 1698, var strýktur á alþingi Jón
Guðmundsson á Klúku fyrir slæmt orðbragð og
bréfaskrift um sinn sóknarprest, séra Halldór Pálsson;
hafði fengið yfir 100 slög, svo mjög hrumur var, og eftir
næturreið af alþingi eftir lest Ara Þorkelssonar, með
hverri hann átti heimleiðis að fylgjast, náði aldrei
lestinni, og hefur aldrei sést síðan, hvorki lifandi né
dauður. Margt hefur talað verið um þess manns dauða
og þá miklu refsing á hann var lögð.
Ekki eru f jandanum
allir vegir færir
Karl einn vestur á Fjörðum hafði á yngri árum sínum verið afar
lengi vinnumaður á sama heimili. Bóndinn, sem hann var hjá, var í
hreppsnefnd, og sagðist karli svo frá, að fáir hefðu verið jafningjar
húsbónda síns í allri meðferð hreppsmála. En lítið þótti karli koma til
yngri mannanna og þeirra aðgerða, eins og oft vill verða hjá eldra
fólki.
Eitt sinn var það, að menn voru að ræða um störf hreppsnefndarinn-
ar og framkvæmdir í hreppnum. Var karl þarna viðstaddur, en lagði i
fyrstu ekkert til mála. Svo kemur þar, að einn þeirra, sem tóku þátt í
samtalinu segir við karlinn:
„Hvað lízt þér nú um þetta? Oft er það gott, sem gamlir kveða."
Þykist þá karl ekki geta þagað:
„Ja, þær eru nú fljóttaldar, framkvæmdirnar, sem hreppurinn hefur
ráðizt í síðan húsbóndinn sálaði dó. Það er þessi vegarspotti hérna á
mýrunum, sem er svoleiðis, að þó að andskotinn stæði á öðrum
endanum, en fortöpuð sál á hinum, þá mundi hann alls ekki vinna það
til að sækja hana.“
(Gríma hin nýja).
„Kannski nautið ætli að
bjóða sig fram til þings?“
Einu sinni ekki alls fyrir löngu var nafnkunnur stjórnmálamaður á
framboðsferð sem oftar í Strandasýslu. Kom hann seint að kveldi á bæ
einn afskekktan og baðst gistingar. Heimilaði bóndi honum gistingu og
fylgdi honum til baðstofu. Var þar fyrir dóttir bónda gjafvaxta, og fær
frambjóðandinn að vita, að ekki sé fleira fólk á heimilinu. Tvö rúm
voru og í baðstofunni. Er frambjóðandanum veittur góður beini, en
þegar háttatími er kominn, segir bóndi, að eins og hann sjái, þá séu nú
aðeins tvö rúm í baðstofunni, rúmið sitt og rúmið hennar dóttur
sinnar. Hann ætli að biðja frambjóðandann að gera sér það að góðu að
sofa í rúminu sínu, en sjálfur kvaðst hann ætla að búa um sig úti í
fjósi. Frambjóðandinn færðist undan að taka boði bónda; sagðist hann
vera, eins og bóndi vissi, í framboðsferð, en margar væru skæðar
tungur, er myndu fúsar að útbreiða sögu um það, að hann hefði sofið
heila nótt með bóndadóttur einni í baðstofu, en hann vildi ógjarnan
gera nokkuð það, sem spillt gæti fyrir því að hann næði kosningu til
Alþingis, og bað hann bónda að lofa sér heldur að sofa í fjósinu. Eftir
nokkurt þref varð það úr, að bóndi lét að vilja frambjóðandans og bjó
um hann eftir beztu föngum í fjósinu; þar svaf frambjóðandi um
nóttina, og ekkert sögulegt gerðist við veru hans þar. Og kosningu náði
hann.
Nokkuð löngu seinna þurfti bóndi sá, er hér hefur verið talað um að
framan, að sækja naut handa kú sinni. Þegar nautið kom, vildi það
ekki líta við kúnni. Bóndadóttir var þar nærstödd og varð henni þá að
orði: „Kannski andskotans nautið ætli að bjóða sig fram til þings."
(Gríma hin nýja).
Úr Njáls sögu
Gunnar vó Otkel í Kirkjubæ,
en siðar Þorgeir, son hans, og
fleiri menn. Til eftirmáls voru
Geir goði og Gizur hvíti. Varð
sú sætt, að þeir bræður, Gunnar
og Kolskeggur, skyldu vera
utan þrjá vetur, en verða ann-
ars sekir.
Gunnar lætur flytja vöru
þeirra bræðra til skips. Og þá er
öll föng Gunnars voru komin og
skip var mjög búið, þá ríður
Gunnar til Bergþórshvols og á
aðra bæi að finna menn og
þakkaði liðveizlu öllum þeim, er
honum höfðu lið veitt.
Annan dag eftir býr hann
snemmendis ferð sína til skips
og sagði þá öllu liði, að hann
myndi ríða í braut alfari, og
þótti mönnum það mikið, en
væntu þó tilkomu hans síðar.
Gunnar hverfur til allra manna,
Utsýni frá Gunnarshólma.
Gunnar snýr aftur
er hann var búinn, og gengu
menn út með honum allir. Hann
stingur niður atgeirinum og
stiklar í söðulinn, og ríða þeir
Kolskeggur í braut. Þeir ríða
fram að Markarfljóti. Þá drap
hestur Gunnars fæti, og stökk
hann úr söðlinum. Honum varð
litið upp til hlíðarinnar og bæj-
arins að Hlíðarenda og mælti:
„Fögur er hlíðin, svo að mér
hefur hún aldrei jafn fögur
sýnzt, bleikir akrar og slegin
tún, og mun ég ríða aftur og fara
hvergi.“ „Ger þú eigi þann óvina
fagnað," segir Kolskeggur, „að
þú rjúfir sætt þína því að þér
myndi enginn maður það ætla.
Og máttu það hugsa, að svo mun
allt fara sem Njáll hefir sagt.“
„Hvergi mun ég fara,“ segir
Gunnar, „og svo vildi ég að þú
gerðir." „Eigi skal það,“ segir
Kolskeggur. „Hvorki skal ég á
þessu níðast og engu öðru, því er
mér er til trúað, og mun sá einn
hlutur vera, að skilja mun með
okkur, en seg þú það frændum
mínum og móður minni, að ég
ætla mér ekki að sjá ísland, því
að ég mun spyrja þig látinn,
frændi, og heldur mig þá ekki til
útferðar." Skilur þar með þeim,
og ríður Gunnar heim til Hlíðar-
enda, en Kolskeggur til skips og
fer utan.
Hallgerður varð fegin Gunn-
ari, er hann kom heim, en móðir
hans lagði fátt til. Gunnar situr
nú heima þetta haust og vetur-
inn og hafði ekki margt manna
um sig. Líður nú vetur úr garði.
Fróm spurning
í fyrndinni, meðan enn tíðkað-
ist að rífa hris til eldsneytis, bar
það við, að piltur og stúlka voru
send tvö ein á hrismó. Segir ekki
af dvöl þeirra þar. En um kvöld-
ið, er þau voru komin heim af
mónum, tók heimafólk eftir því,
að stúlkan var venju fremur fálát
og hugsandi. Er liðið var nokkuð
á vökuna segir hún loks upp úr
eins manns rómi: „Ilvenær á sú
kýr að bera, sem fékk á hrismó i
dag?“ (Gríma hin nýja).
*
Islenzkir
málshættir
Háð er heimskra gaman.
Lítið gagnar göngumanni
göfug ætt.
Oft er þras á þingum.
Munnur á mismæli, en
maður leiðrétting orða
sinna.
Með lögum skal land vort
byggja, en með ólögum
eyða.
Hart á móti hörðu, sagði
kerling, hún settist á
stein.
Gunnarshaugur.
Á Glœsivöllum
í kvæðinu Á Glæsivöllum sækir Grímur Thomsen
yrkisefnið til Þorsteins þáttar bæjarmagns í Fornald-
arsögum Norðurlanda, en er raunar að lýsa reynslu
sinni af utanríkisþjónustunni eins og hún gerðist um
hans daga en Grímur starfaði að henni um skeið í
þágu Danaveldis. Við lestur kvæðisins koma þó
líklega flestum aðrir atburðir í hug og nýlegri og er
óþarfi að fjölyrða um það frekar.
Hjá Goðmundi á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll,
og trúðar og leikarar leika þar um völl,
en lítt er af setningi slegið.
Áfengt er mungátið,
og mjöðurinn er forn,
mögnuð drykkjarhorn,
en óminnishegri og illra hóta norn
undir niðri’ í stiklunum þruma.
Á Grimi’ hinum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín.
En horns yfir öldu eiturormur gín,
og enginn þolir drykkinn nema jötnar.
Goðmundur kóngur
er kurteis og hýr,
yfir köldu býr.
Fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr,
og feiknstafir svigna í brosi.
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróðernið er flátt mjög, og gamanið er grátt.
I góðsemi vegur þar hver annan.
Horn skella’ á nösum,
og hnútur fljúga um borð,
hógvær fylgja orð.
En þegar brotna hausar og blóðið litar storð,
brosir þá Goðmundur kóngur.
Náköld er Hemra,
því Niflheimi frá
nöpur sprettur á.
En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá.
Kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
Grímur Thomsen.