Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 oan K ontaine Þegar Joan Fontaine íékk Oscarsverðiaun fyrir leik sinn i myndinni „Grunur“. Á móti henni, fremst á myndinni, er Olivia de Havilland, sem i þetta skipti var einnig i hópi þeirra leikkvenna, sem nefndar voru sem verðlaunahafar það árið. banda, umtalsverðra fjármuna eða sambanda. Þú kaust að ala börnin þín upp í Kaliforníu. Þú kaust að giftast amerískum kaupsýslumanni, sem þú áttir fátt sameiginlegt með annað en siðferðisskoðanir, auk þess sem þið voruð bæði guðleysingjar. Þú og hann skrif- uðuð í sameiningu ykkar einka- biblíu fyrir dætur þínar. í þeirri biblíu fyrirfannst ekki boðorðið „elskið hver annan". Mannúð og hjartagæzka voru ekki fyrir hendi. Foreldrar voru foreldrar. Það var ekki ætlazt til að þeir væru vinir barnanna. Ég minnist þess að ég var að búa um rúmið þitt einn morgun þegar ég var níu ára. Þá kunni ég engin skil á líkamsstarfsemi kvenna. Ég kom auga á blóðblett í lakinu þínu og sannfærðist um leið um að þú værir dauðans matur. Ég kyssti storkuna. Síðan lauk ég verki mínu og hljóp í felur á bak við runna. Dögum saman grét ég hvenær sem mér tókst að vera í einrúmi. Það var um svipað leyti sem ég tók upp á því að hengja blóma- körfur á hurðarhúninn á útidyr- unum. Venjulega voru blómin stolin úr garði nágrannans. Ég hringdi bjöllunni og flýtti mér svo að fela mig bak við runna. Þú laukst upp dyrunum og hvíslaðir eins og þú værir að leika í leikriti: „Það hlýtur að vera álfkona í garðinum hjá okkur." Gleði mín var ósegjanleg. Ég blístraði kæruleysislega, slangr- aði inn um bakdyrnar með hend- ur í vösum. Hvorug okkar hefði nokkurn tíma viðurkennt hvað raunverulega gerðist. Tilfinn- ingasemi var ósmekkleg. Þegar ég tók upp þann sið mörgum árum síðar að hringja í þig á afmælisdaginn minn — til að þakka þér fyrir að hafa borið mig í heiminn — hafðir þú ekkert á móti því. Alltaf fannst mér 22. október vera þinn dagur — ekki minn — dagurinn, sem þú ólst yngri dóttur þína í Tókýó. Smám saman fórstu að segja við vini þína: „Bíðið þið bara við. Áður en dagurinn er liðinn þá heyri ég frá Joan.“ Þetta var sú fágaða og skemmti- lega tegund tilfinningasemi, sem þú kunnir að meta. Aðeins einu sinni eignaðist ég trúnað þinn. Þú varst nýkomin heim frá því að kaupa í matinn í Saratoga. Eitthvað í fari þínu og orðalagi þegar þú talaðir við fólkið í búðinni hafði farið í taugarnar á afgreiðslumannin- um, sem tók við peningunum. „Hver í andskotanum heldur þú eiginlega að þú sért?“ spurði hann. Þér hafði orðið orðfall. Ég var heima þegar þú komst. Þú varst skjálfandi á beinunum. Aldrei hafði nokkur leyft sér að tala svona til þín. Þú sazt með tebolla við borðstofuborðið, leizt beint í augu mér og sagðir: „Ég er ekki snobb. Ég lít ekki niður á almenning. Ég var bara alin upp við það að svona ætti maður að koma frarn." Örlitla stund var eins og við værum jafnöldrur. Áður en ég lauk við teið mitt varstu búin að láta mig sverja þess dýran eið að ég skyldi aldrei kaupa svo mikið sem eina kara- mellu í þessari verzlun, aldrei stíga fæti mínum þar inn fyrir dyr. Ég hef staðið við það heit. Þegar ég fór aftur til Japans siitnaði naflastrengurinn. Ekki var það sársaukalaust. Bréfin ín komu á hálfsmánaðarfresti. skólanum gáði ég daglega í blöðin til að geta fylgzt ná- kvæmlega með því hvenær næsta skip frá San Francisco legðist að hafnarbakkanum í Yokohama. Þegar bréfið kom læddist ég upp stigann í svefn- skálanum og læsti mig inni á salerninu. Þar gat ég lesið bréfið ' í friði. Ég las það aftur og aftur, hverja línu upp aftur og aftur, sem þú hafðir skrifað með nettu rithöndinni þinni. Ég skoðaði frímerkin gaumgæfilega, þefaði af bréfsefninu í þeirri von að ilmur þinn hefði borizt yfir Kyrrahafið í umslaginu. Þegar ég sneri aftur til Kali- forníu árið eftir höfðum við fjarlægzt hvor aðra. Þú varst hætt að vera verndarengillinn, sem mældir mig þegar ég kom lasin úr skólanum, verndareng- illinn, sem kom upp stigann með bakka fullan af lyfjum og sjúkrafæði, sem leiðrétti málfar mitt, framburðinn og siðaðir mig til. Nú varstu farin að halda fyrirlestra um margvísleg mál- efni, last upp leikrit á fundum kvenfélaga, kenndir leiklist við Stanford-háskóla og í San Jose. Þú varst ekki lengur mamma þessa horaða; úfna og frekknótta andarunga. Ég var farin að láta mér detta í að ég væri að breytast í svan. Var það einungis ímyndun mín að það kæmi þér á óvart og þér félli það ekki sem bezt? Ég minnist þess ekki að þú hafir í eitt einasta skipti sagt að ég væri lagleg, sæmilega vaxin eða fallega klædd. Ég minnist þess yfirleitt ekki að þú hafir nokkurn tíma látið orð falla við mig um klæðaburð minn eða hvernig ég greiddi hárið. Þegar ég var í fyrsta skipti viðstödd afhendingu Oscars-verðlaun- anna hafði förðunarmeistarinn hjá R.K.O. lagt sig allan fram um að snyrta mig svo ég gæti litið sem allra bezt út. Þegar ég kom heim til að skipta um föt skipaðirðu mér að þvo mér í framan með vatni og sápu. „Þú lítur út eins og gleðikona." Ég var nítján ára. Ekki hvarflaði að mér að malda í móinn eða óhlýðnast þér. Vildirðu að ég giftist Conrad svo að þú losnaðir við mig, eða var það af því að þú vildir að ég eignaðist eigið heimili og öðlað- ist fjárhagsiegt öryggi? Varstu hrædd um að ég færi í hundana í Hollywood, eða var ástæðan sú að gagnkvæm afbrýðisemi dætra þinna var farin að velgja þér um of undir uggum? Aldrei hef ég skilið af hverju þú reyndir ekki að innræta okkur góðsemi, sátt- fýsi og skilning í garð hvor annarrar. Eða vildirðu kannski að við gætum aidrei setið á sátts höfði? Einhvern veginn finnst mér eins og þú hafir óttazt OIiviu, óttast að hún hafnaði þér og að þú yrðir að láta undan henni ef í odda skærist, líkt og gerðist með ykkur pabba. Hvað þú varðst ánægð þegar ég giftist Brian — Englendingi, sem svipaði svo mjög til pabba og var að sumu leyti alveg eins og hann. Ég held að þú hafir verið skotin í honum, — þú varst nær því en ég að vera jafnaldra hans, eins og þú hélzt oft fram. Ekki komst ég að því fyrr en að þér látinni, að þú varst fædd árið 1886. Að minnsta kosti gafstu honum óspart undir fótinn og beindir að honum öllum þeim persónutöfrum, sem þú varst svo annáluð fyrir. Hann kunni líka að meta þig. Mér fannst ég vera í hlutverki „1“ de Winther, þú í hlutverki Rebekku og Brian í hlutverki Maxims. Ég gat aldrei sætt mig við það að þú varst ekki hjá mér í Santa Monica þegar ég eignaðist dóttur mína. Þú orðaðir það ekki. Þegar ég hringdi í þig úr sjúkrahúsinu eftir að Deborah var fædd komst ekkert annað að hjá þér en að ekki mætti kalla þig ömmu. „Gams“ væri kannski í lagi, af því að þú hefðir svo fallega fætur. Debbie var orðin fimm vikna gömul þegar þú sást hana fyrst. Þú spurðir sjaldan um hana á meðan hún var að alast upp. Af þremur barnabörnum þínum var það aðeins Gisele, dóttir Oliviu, fædd í París, sem þér þótti vænt um. Þegar Benjamin, sonur Oli- viu, varð veikur dáðist þú að hugrekki hans og minntist hans örlátlega í erfðaskrá þinni. De- borah fékk ekki snifsi eftir þig. Oft kom ég til að vera hjá þér hér og þar í Kaliforníu. Þú komst oft til mín í Brentwood og New York. Þrívegis fórum við saman í ferðalag um Evrópu. Samræður okkar snerust mest- megnis um mat og veitingastaði. Enn þann dag í dag er ég að rekast á handskrifuðu matar- uppskriftirnar þínar í skúffum og skápum í íbúðinni minni í New York. Ég vissi að þér var annt um útlit þitt og reyndi oft að hæla þér fyrir fallegan klæðaburð. Undirtektirnar voru jafnan á þessa leið: „Þetta er síðan í fyrra," eða „þetta er orðið gatslitið". Sjaldan ræddum við um eiginmenn mína eða elsk- huga. Þú hafðir lítið álit á sterkara kyninu. Þú lagðir karlmenn á hilluna með svipuðu hugarfari og kjólana þína. Þegar þeir þjónuðu ekki lengur þínum hagsmunum eða höfðu séð fífil sinn fegri var um að gera að losa sig við þá sem allra fyrst. Þegar Fontaine var látinn spurði ég þig eitt sinn að því hvort þú hefðir hugsað þér að giftast aftur. „Almáttugur, nei. Karlmenn eru ekki til annars en vandræða." Að Brian undan- skildum voru þeir menn, sem ég lagði lag mitt við, lítið annað í þínum augum en eitthvað sem hægt var að henda gaman að. Þú sagðir: „Oj, sá... við hverju býstu eiginlega?" Eða — „Þú getur hirt þá alla fyrir mér — þeir eru ekki þess púðurs virði sem þyrfti til að koma þeim fyrir kattarnef." Gerir þú þér grein fyrir því, að þú kannaðist aldrei við að hafa séð svo mikið sem eina kvik- mynd, þar sem ég fór með hlutverk. Þaðan af síður spurðir þú mig hvernig mér gengi á framabrautinni. Þú gazt átt til að minnast á myndir Oliviu, en þá frekar til að gagnrýna þær en að hæla þeim. Þegar ég les gömul bréf frá þér, undirrituð „M“ eða „Mater", þá sé ég að þar er ekki að finna eina einustu vísbendingu um frammistöðu mína, þátttöku í opinberu lífi, verðlaun, sem mér hafa verið veitt, eða annan heiður, sem mér hlotnaðist. Þú skrifaðir mest um veizlur, sem þú hafðir farið í, um matinn, sem þar var borinn fram, um það hvernig þú hefðir verið klædd. Síðasta árið, sem þú lifðir, kom ég því svo fyrir að ég las upp ljóð í Santa Barbara. Som- brero-leikhúsið var troðfullt þegar við Alexander Scourby lástum „Ástir Elizabeth Barett og Robert Browning". Þú sagðist ekki treysta þér til að koma, — og þú komst ekki. Næsta morgun færði ég þér orkídeurnar, sem ég fékk að upplestrinum loknum. Þú varst elskuð, virt og dáð af vinum þínum, nemendum og listamönnum, sem þú starfaðir með, — fólkinu, sem þú kenndir, lékst með og stjórnaðir á svið- Með Adlai Stevenson þegar hann var sendiherra Bandaríkjanna hjá ameinuðu þjóðunum. Joan Fontaine segir að kært hafi verið með þeim á tímabili, en að Stevenson hafi að lokum tilkynnt sér að þvi miður gæti hann ekki kvænzt henni þar sem væntanlegir kjósendur hans yrðu að likindum litt hrifnir af slikum ráðahag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.