Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979
Allt á f loti
allsstaðar
þar eystra
Flestir alkóhólistar
neita því alfarið, að þeir
eigi við áfengisvanda-
mál að stríða. Til
skamms tíma hefur því
einnig verið þannig far-
ið með kommúnistarík-
in í Mið-Evrópu, enda
þótt tölfræðiskýrslur
hafi lengi sýnt hið
gagnstæða. Nú hefur
vandinn loks verið við-
urkenndur, og hörð bar-
átta gegn Bakkusi er
hafin í þessum löndum.
Það er ekkert smá-
ræði, sem Bakkus karl-
inn er talinn hafa á
samvizkunni þarna suð-
ur frá. Honum er kennt
um sífjölgandi hjóna-
skilnaði og upplausn
fjölskyldulífs, sjálfs-
morð og ennfremur um
skakkaföll í atvinnulífi
og dugleysi þjóðanna á
sviði iðnaðarfram-
leiðslu. Fyrr á þessu ári,
hvatti WHO, Alþjóða-
heilbrigðisstofnun
Sameinuðu þjóðanna til
þess, að lagt yrði til
atlögu gegn áfengis-
vandamálinu og ýmis-
legt bendir til þess, að
Pólverjar muni hlýða
kallinu næstir.
í greinargerð frá
stofnuninni segir, að
helmingur allra karl-
manna í Júgóslavíu,
sem hafi fengið meðferð
í geðsjúkrahúsum,
þjáist umfram allt af
áfengissýki. í Júgó-
slavíu hafa nú verið
bannaðar auglýsingar á
áfengum drykkjum.
Svo virðist sem tals-
verðrar andstöðu muni
gæta meðal þjóða Mið-
og Austur-Evrópu gegn
þessum ráðstöfunum. I
öllum þessum löndum
er mikið kapp lagt á, að
allar atvinnugreinar
standist strangar fram-
leiðsluáætlanir. Fyrir
skömmu birtist óvenju-
lega skorinorð grein í
sovézka blaðinu Komso-
molskaya Pravda. Þar
var frá því greint, að
framkvæmdastjórar
fyrirtækja fengju
launauppbætur, ef þeim
tækist að standast
áætlanir um fram-
leiðslu og sölu án tillits
til þess, hvaða gjald
þjóðfélagið yrði að
greiða fyrir velgengni
þeirra.
En Ungverjar hafa
sett algert bann við
auglýsingum á áfengum
drykkjum, og einnig
hafa þar verið settar
takmarkanir á vínveit-
ingaleyfi, og rekstur
vínveitingahúsa í nám-
unda við skóla og
vinnustaði bannaður.
Ríkisstjórn landsins
hefur hækkað verð á
áfengum drykkjum um
25% og lagt blátt bann
við neyzlu þeirra á al-
mannafæri, svo sem á
götum úti og í almenn-
ingsgörðum. Þá hefur
hún sett í gang áróð-
ursherferð mikla til að
breyta því almennings-
áliti, að það sé eitthvað
sérlega karlmannlegt
og glæsilegt að reykja
og drekka áfengi. Ríkis-
stjórnin hefur nýlega
tilkynnt WHO að
árangurinn af þessari
herferð sé sá, að áfeng-
isneyzla í landinu hafi
minnkað um 20%.
Ekki er ólíklegt, að
ríkisstjórnir grannþjóð-
anna fari að dæmi
Ungverja. í þessum
löndum eru uppi áætl-
anir um nýja iðnbylt-
ingu, en forsendurnar
fyrir henni eru þær, að
vinnuafl sé stöðugt og
þjálfað og lúti aga í
hvívetna. í Tékkó-
slóvakíu og Búlgaríu
eru þegar í undirbún-
ingi ráðstafanir svipað-
ar þeim sem gerðar
hafa verið í Ungverja-
landi, og í Júgóslavíu
hefur verið unnið að
langtímaáætlun í þess-
um efnum. Auglýsinga-
bannið er einungis
fyrsta skrefið í þessari
áætlun.
I Póllandi má einnig
búast við svipuðum
ráðstöfunum. Fyrir
skömmu kom það fram
við umræður í pólska
þinginu, að í landinu
eru um það bil þrjár
milljónir drykkju-
manna, sem neyta um
það bil helmings þess
áfengis, sem drukkið er
þar, en íbúarnir eru 34
milljónir.
í pólska blaðinu Kul-
tura var fyrir skömmu
fjallað um aukna áfeng-
isneyzlu unglinga. Var
orsök hennar m.a. talin
sú, að ófullnægjandi að-
stæða væri til tóm-
stundaiðkana, ennfrem-
ur var skuldinni skellt á
foreldra og kennara
fyrir að veita börnum
og unglingum ónóga at-
hygli.
— Thomas Land
BRELLUR
Gullkorn í hverri
síðu — í orðsins
fyllstu merkingu
Á tæpum tveimur mánuðum hefur barnabók að nafni „Marquerade 2“
slegið i gegn á enskum bókamarkaði og hafa verið prentuð af henni 250
þúsund eintök. Höfundur hennar heitir Kit Williams og þrátt fyrir þessa
einstæðu velgengni kveðst hann alls ekki líta á sjálfan sig sem rithöfund.
Hann er málari, og það er engum blöðum um að fletta, að
myndskreytingar bókarinnar eiga stóran þátt í því, hversu vel hún hefur
líkað. En þær eru samt ekki aðalatriðið. Það er ekki þeirra vegna, sem
bókin hefur náð þvílíkri feikna athygli. Ekki heldur sjálf sagan, heldur sá
fjársjóður, sem hún hefur að geyma eða vísar til.
Bókin fjallar um sendiboða, sem flytur ástartákn frá tungli til sólar, en
glatar því á leiðinni. Kit Williams hefur búið þetta tákn til úr gulli og
gimsteinum og falið það einhvers staðar á Englandi.
Þessi dýrgripur er 10 þúsund sterlingspunda virði (8,5 milljónir) og sá
á fund sem finnur. Frá því að bókin kom út hafa hundruð manna, grafið
og pjakkað ofan í enska grund til þess að finna hann, með því að nota þær
vísbendingar, sem í bókinni eru. Myndirnar í henni eru flestar
landslagsmyndir.
Kit Williams hefur aldrei lagt stund á listnám. Hann gekk í herinn að
almennri skólagöngu lokinni og starfaði í fjögur ár við rafeindaiðnað og
síðan í verksmiðjum.
Undanfarin ár hefur hann stundað myndlist. Honum gengur mjög vel
að selja myndirnar sínar. Hins vegar hefði honum aldrei komið til hugar
að skrifa bók, ef Tom Maschler frá útgáfufyrirtækinu Jonathan Cape
hefði ekki komið á sýninguna hjá honum og stungið hugmyndinni að
honum.
Hann varð gagntekinn af henni og hófst þegar handa. — Fyrst varð ég
að finna felustað fyrir dýrgripinn og útbúa gátu til þess að vísa á hann.
Það tók mig svo næstu þrjú árin að dulbúa lausnina, — segir
höfundurinn.
Þegar hann hafði lokið við allar myndirnar í bókina, byrjaði hann loks
að skrifa söguna og að síðustu bjó hann til dýrgripinn héra úr skíra gulli.
Aðeins einn maður auk Kit Williams veit hvar hann er fólginn.
Og um gervallt England leita menn nú að dýrgripnum. Þeir snúa öllu
við í gömlum húsum, slæða vötn og tjarnir, róta mold upp úr görðum og
eru allir sannfærðir um, að þeir hafi svarið við gátunni. En Williams
hefur falið gripinn svo vel og dulbúið lausnina svo gaumgæfilega, að
hérinn mun væntanlega dúsa á sínum stað enn um sinn. Williams kveðst
vonast til þess, að hann finnist einhvern tíma, en telur, að það verði
kannski ekki fyrr en að tveim eða þrem öldum liðnum.
— Barthy Phillips
„Arásin“ á
atómlestina
Þegar klukka var
13 mínútur yfir 12 á
miðnætti gengu þrír
menn að lestinni, sem
flutti gáminn með
geislavirku efnunum.
I nokkurra þumlunga
fjarlægð frá gámin-
um beindu þeir að
honum eldflaugar-
byssu — og hleyptu
af.
Þessi atburður átti
sér stað á Stratford-
járnbrautarstöðinni í
East End í London.
Þeir, sem hér áttu
hlut að máli, voru
hvorki hryðju-
verkamenn né brjál-
æðingar heldur frið-
samir borgarar og
eldflaugarbyssan var
eftirlíking.
En ef hér hefði nú
verið alvara á ferð-
um, segja „árásar-
mennirnir", hefðu af-
leiðingarnar orðið
þær, að næstum tvær
fermílur í Lundúna-
borg hefðu mengast
banvænni geisla-
virkni næstu 125 árin.
Atburðinn skipu-
lögðu samtök, sem
berjast fyrir auknum
upplýsingum af hálfu
stjórnvalda og vildu
þau á þennan hátt
benda á það öryggis-
leysi, sem væri sam-
fara flutningi geisla-
virkra efna um Eng-
land. Stephen Walla-
by, einn þeirra
þriggja sem settu
„árásina" á svið, segir
að hún hafi verið
„hlægilega auðveld“.
Stephen segir, að
þeir hafi komist að
því hvenær lestin var
væntanleg með því að
hringja til þeirra,
sem sáu um að ferma
hana. Að því búnu
gengu þeir inn á
Stratford-stöðina
með eldflaugarbyss-
una á milli sín og
biðu á brautarpalli
nr. 9. Þeir voru ekki
stöðvaðir, spurðir
spurninga eða trufl-
aðir á neinn háct þeg-
ar þeir komu á stöð-
ina eða þegar þeir
„skutu“ á gáminn. Þó
voru þeir allan
tímann í sjónmáli
starfsmanna stöðvar-
innar á pallinum á
móti.
Svör Bresku járn-
brautanna við þess-
um atburði og upp-
náminu, sem á eftir
fylgdi, var aðeins það,
að skemmdarverka-
menn í þykjustuleik
hefðu fullan rétt á að
standa á brautarpalli
svo fremi þeir hefðu
keypt sér miða. Það
væri ekki hlutverk
Bresku járnbraut-
anna að handtaka
fólk sem bæri eld-
flaugarbyssur.
Samtökin, sem
fyrir þessu stóðu,
segja hins vegar að
þau hafi sýnt svo ekki
verði um villst, að
opinberar yfirlýs-
ingar um öryggiseft-
irlit með geislavirk-
um efnum séu hjóm
eitt og að engu haf-
andi.
GEOFFREY LEAN