Morgunblaðið - 02.12.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979
Jóhann á
ÚT ER komin hjá Rabén &
Sjögren í Svíþjóð bókin Landet
vilar i egen dikt — ljóðasafn eftir
Jóhann Hjálmarsson, þýtt af
Christer Eriksson. Bókin skiptist í
fjóra kafla með rösklega fjörutíu
ljóðum alls. Eriksson ritar skýr-
ingar og inngang. í innganginum
kynnir hann skáldið á persónu-
legan og skemmtilegan hátt, geng-
ur um borgina (það er að segja
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Reykjavík) og hlítir leiðsögn
skáldsins sem bendir honum á
ýmis yrkisefni sín. — Eriksson er
sjálfur ljóðskáld og bókmennta-
maður og hefði verið innan hand-
ar að skrifa lærðan inngang með
skírskotunum í áhrif og stefnur og
form og aðferðir, en sem betur fer
hefur hann valið geðfelldari kost-
inn — að kynna ljóðin, bakgrunn
þeirra og höfund, á alþýðlega vísu.
Ég trúi ekki öðru en sænskir
ljóðalesendur hafi gaman af að
lesa þennan inngang Erikssons.
Hann er eins og blaðamennska af
besta tagi. Eða eins og rabb yfir
borðið.
Og þá eru ljóðin, hvernig hefur
tekist að velja þau? Að flestu leyti
vel. Að vísu sakna ég að ekki skuli
vera þarna eitt besta ljóð Jóhanns,
Marsdagur í Dagbók borgaralegs
skálds. Þar eru líka sum önnur
ágætustu ljóð Jóhanns. En jafn-
klárasta bók hans er þó Athvarf í
himingeimnum. Eriksson hefur
líka valið mest úr henni. Einnig
eru þarna örfá sýnishorn úr eldri
bókum Jóhanns og yfirhöfuð
þannig valin að þau falli vel að
hinu sem tekið er upp úr seinni
bókunum. Mörg geðþekkustu ljóð
Jóhanns frá seinni árum eru
landslagsmyndir þar sem skáldið
lætur náttúruna kalla fram ljóð-
ræna stemmingu. Meðal slíkra
ljóða, sem Eriksson hefur tekið upp
í safnið, má nefna: Strönd, Sumar-
kvöld við Langavatn, Vetur í
Hrútafirði og Heiðin — allt úr
Athvarfi í himingeimnum.
Ur goðheimum
GOÐ, MENN OG MEINVÆTTIR
ÚR GRÍSKUM SÖGNUM
eftir Michael Gibson.
Sigurður A. Magnússon þýddi.
Giovanni Caselli myndskreytti.
Bókaforlagið Saga 1979.
GOÐ OG GARPAR
ÚR NORRæNUM SÖGNUM
eftir Brian Branston.
Sigurður A. Magnússon þýddi og
endursagði.
Giovanni Caselli myndskreytti.
Bókaforlagið Saga 1979.
ÞESSAR tvær bækur sem fjalla
um gríska og norræna goðheima
eru báðar úr fj ölþj óðlegri útgáfu
og þýddar af Sigurði A. Magnús-
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
syni. Goð og garpa úr norrænum
sögnum hefur Sigurður að nokkru
leyti endursagt. Hér er á aðgengi-
legan hátt sagt frá því sem sett
hefur hvað mestan svip á það
menningarsvæði sem kallað er
vestrænt. Án þess að vita deili á
því sem stendur á þessum bókum
geta menn naumast sagt að þeir
hafi notið menntunar, að minnsta
kosti hljóta þeir að eiga í erfið-
leikum með að skilja klassískar
bókmenntahefðir. Þorskur á þurru
landi er sá sem reynir að átta sig á
sígildum bókmenntum og hefur
ekki einhver inngrip í goðafræði.
Þetta gildir ekki síður um nútíma-
bókmenntir.
Bókaforlagið Saga vinnur að
mínu mati þarft verk með að
koma þessum bókum á framfæri
við íslenska lesendur, einkum
ættu þær að vera börnum og
unglingum kærkomnar. Hitt er
svo annað mál að deila má um
vinnubrögð höfundanna og
kannski ekki síst myndskreyt-
ingarnar sem eru í vinsælum stíl
til að þóknast sem flestum og
marklitlar frá listrænu sjónar-
miði þótt handbragð sé gott.
Ég tel að Goð, menn og mein-
vættir sé fremri Goðum og görp-
um. Michael Gibson hefur gott
vald á efninu. Aftur á móti þykir
mér Brian Branston fletja um of
út norrænar sagnir sem eru í eðli
sínu hnitmiðaðar, en þola illa
skýringar.
Þýðandinn hefur unnið sitt verk
samviskusamlega, enda vel að sé'
í grískum sagnaheimi og síður en
svo ókunnur hinum norræna.
Hann hefur til dæmis leiðrétt
ýmsar villur Brian Branstons og
er gott til þess að vita. Ég get þó
ekki varist þeirri hugsun að á
stöku stað hefði ekki sakað að
Sigurður færi meira eftir frum-
heimildum. En sjálfsagt hefði það
verið vandasamt nema skrifa bók-
ina að einhverju leyti upp á nýtt.
Sigurður er maður orðhagur, en
þó finnst mér stundum málfar
einum of hversdagslegt. Það hefur
að vísu sína réttlætingu í því að
allt þarf að vera ljóst í útgáfu af
þessu tagi. Hún verður að höfða til
almennra lesenda.
Þrátt fyrir ýmsar efasemdir
sem vakna þegar þessum bókum
er flett er hinu ekki að leyna að
þær eru líklegar til að vekja
áhuga. Hugsanlega geta þær
stuðlað að því að leitað sé til
frumheimilda.
45
sænsku
Christer
Eriksson
Að þýða ljóð er að enduryrkja
það. Eriksson fer nokkuð frjálst
með frumtextann ef svo ber undir,
t.d. tekur hann fyrsta hlutann af
alllöngu ljóði, Páskar í Borgar-
firði, og þýðir og birtir sem
sérstakt ljóð undir heitinu Pásk
vid fjorden. Annars eru þýð-
ingarnar víðast hvar afar ná-
kvæmar og vandaðar og stundum
virðist mér þýðandinn meira að
segja setja ljóðin betur upp en
gert er í frumtextanum. Þar sem
ljóðlínur frumtextans eru nokkuð
langar hefur þýðaiidinn t.d. á
stöku stað tekið sér það bessaleyfi
að skipta j)eim og sýnist mér það
fara vel. Eg tek sem dæmi Skáld-
ið, tekið upp úr Athvarfi í himin-
geimnum, svona í frumtexta:
t bernsku minni var skáldið
sá. sem talar við öldur og hal
og finnur sjóndeildarhringinn i brjósti sinu.
Jóhann
Hjálmarsson
Ég sat á ströndinni
og ljóðið kom orðlaust til min:
sjávarniður gagntók Hf mitt.
I þýðingu Erikssons lítur þetta
svona út:
I min barndom var skalden
en som kunde tala med
hav och vágor
oeh kánna synranden i sitt bröst.
Jag satt pá stranden
dá dikten ordlöst kom
och tog mig med:
Havets ton!
Sem dæmi um íslenska lands-
lagsstemmingu yfirfærða til
sænskrar tungu langar mig að
tilfæra hér Vinter i Hrútaf jord:
Vi kommer frán heden, vi ser
fjorden framför oss, en
orm i grá vinterhud. Nágra fáglar över
mjuka kuliar.
Gulbruna strán ur snön
mot grön himmel.
Násta morgon,
vágen sköljer bort
vára drömmar.
Ejdrar simma pá sin stilla yta.
Fár lapa salt frán strandens stenar.
Legendkyrkan avlágsen ren
och vit som tid
Ég hygg að dæmi þessi.ættu að
nægja til að sýna hvernig Eriks-
son vinnur. Annars fæst hann við
fleira en skáldskap og ritstörf.
Hann er líka áhugasamur ljós-
myndari, meðal annars hefur
hann tekið tvær myndir af skáld-
inu sem prentaðar eru aftan og
framan á kápu þessarar bókar.
Bókin er hluti af seríu eða ritröð
sem Christer Eriksson ritstýrir og
nefnist «Dikt i Norden*. Jóhann
Hjálmarsson er þar í félagsskap
sem íslenskt skáld getur vel við
unað.
Erlendur Jónsson.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AÚGLYSINGA-
SÍMINN ER:
Virtustu og beztu
pick-up nálar
í heimi.
\ BUOIN 29800
' Skipholti19