Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979
Spilverk þjóð-
anna og Brimkló með nýjar plötur
Bráðabirgðabúgí og
Sannar dægurvísur
„Hattur og Fattur
komnir á kreik“
(Steinar SMÁ 204)
Stjörnugjöf: ★★★
Flytjendur:
Gisli Rúnar Jónsson: Sðngur (Hattur)/ Árni
Blandon: Sóngur (Fattur)/ Olga Guðrún
Árnadóttir: Söngur/ Ólafur Haukur Simon-
araon: Sóngur/ Gunnlaugur Briem: Tromm-
ur/ Gunnar Þórðarson: Bassagitar, gitar,
bouzouki. mandólin. pianó. flauta, moog,
marimba og banjó/ Sigurður Rúnar Jóns-
son: Fióla, harpa, flðskur og harmonikka/
Jóhann Guómundsson: Bassagitar.
STJÓRN UPPTÖKU Gunnar Þórðarson.
UPPTÖKUMENN Gunnar Smári Helgason
og Baldur Már Arngrímsson.
Hattur og Fattur eru þekktar
persónur úr barnatíma sjónvarps-
ins, sem löngum hefur miðlað
ýmsu efni á barnaplötur. Lögin og
textarnir hér eru eftir Ólaf Hauk
Símonarson, en þetta er í raun
hans þriðja plata. Hinar fyrri voru
plötur undir nafni Olgu Guðrúnar.
Stíll Ólafs hér er fullkomin
endurtekning á Ryksuguplötunni.
Yfirdrifið einföld lög og endur-
tekning texta sem „eiga“ að hafa
boðskap. Hans boðorð í lagasmíð-
um virðist vera að gera alla hluta
laganna að kórlínum, líkt og í
bandaríska „bluesinum". En því
miður virka textar Ólafs Hauks
sem fullkomið gjálfur og orðaleikir
og þó slíkt teljist ef til vill
merkilegt hjá ljóðalesendum þá
virka þeir hér sem markleysa í
mörgum tilfellum, en oft vill svo
verða þegar endurtaka á hlut, sem
kannski tókst vel fyrir tilviljun.
Það er ekki þar með sagt að allt
efnið sé óþverri, því textar eins og
í „Blikkbeljur", þó nóg sé reyndar
búið að innræta börn um hina
„viðurstyggilegu" tækni, sem þau
verða þó alla ævi að umgangast (og
ekki bætir neitt úr að berjast við
dauða hluti). En textar eins og
„Allir eiga drauma" eru ekki til
neins, ekki einu sinni til að hlæja
að.
Útsetningar eru ágætar, einfald-
ar og reyna að laða fram einkenni.
Flutningur er allur lýtalaus og
þess má geta að Ólafur Haukur
syngur eitt laganna, „Allur á iði“,
og gott er ef það kemur ekki
sterkast út.
Þessi plata er fremur volg, ef svo
má segja, vegur salt á vogargkál-
unum.
HIA.
1 fyrri viku kom út piatan „Bráðabirgðabúgí" frá
Spilverki þjóðanna. Er þessi plata þeirra sjötta, en
sú fyrsta á merki Hljómplötuútgáfunnar. Er hér
eins og oft áður ákveðið þema sem þeir byggja texta
sina á, hér um hjón að vestan ásamt syni þeirra á
gelgjuskeiði.
í Spilverkinu í dag eru Valgeir Guðjónsson og
Sigurður Bjóla Garðarsson sem sömdu allt efni, auk
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddú.
Upptökumenn voru Baldur Már Arngrímsson,
Sigurður Bjóla og Jónas R. Jónsson.
Aukamenn við upptökur voru Harladur Þorsteins-
son (bs), Þorsteinn Magnússon (gtr), Dáve Logeman
(trm), sem leika í flestum lögum, en þar utan koma
fram Magnús Kjartansson (hljómborð), Þorkell
Jóelsson (franskt horn), Halldór Pálsson (sax), Karl
Sighvatsson (hljómborð) og síðast en alls ekki síst
Ragnar Bjarnason (söngur í einu lagi) í eigin
persónu.
Verður betur fjallað um þessa plötu Spilverksins
von bráðar.
Brimkló hefur líka sent frá sér fyrstu plötu sína
á merki Hljómplötuútgáfunnar, sem heitir „Sannar
dægurvísur", en þeir hafa gefið út þrjár breiðskífur
áður.
í Brimkló eru Björgvin Halldórsson, sem á þessari
plötu hefur samið fjögur lög, Arnar Sigurbjörnsson,
sem á þrjú lög á plötunni, Ragnar Sigurjónsson,
Guðmundur Benediktsson og Haraldur Þorsteinsson.
Auk Björgvins og Arnars á plötunni eru Jóhann G.
Jóhannsson, sem samið hefur eitt lagið, „Ég veit að
■ég hef breyst", en textana sömdu að auki Vilhjálmur
frá Skáholti, Jón Sigurðsson og Kjartan Heiðberg.
Þeir Brimklóarfélagar eiga mestan flutninginn en
þó eru nokkrir góðir þeim til aðstoðar eins og Diddú,
Kristinn Svavarsson og Halldór Pálsson á saxófónum
og Áskell Másson í áslætti. Björgvin Halldórsson og
Arnar Sigurbjörnsson stjórnuðu upptökunum, en
Gunnar Smári og Jónas R. Jónsson tóku upp.
Þess má geta að Björgvin sá sjálfur um útlit
hulstursins ásamt Prisma, en það er allnýstárlegt og
athyglisvert.
HIA
Kór frá Siglu-
firði á plötu
„Syngjum sarnan" heitir plata
sem Kiwaniskórinn i Siglufirði
hefur gefið út.
Er hér um að ræða plötu með
léttum lögum og undirleik undir
stjórn Eliasar Þorvaldssonar.
Flest laganna eru erlend með
islenskum textum auk tveggja
alíslenskra laga.
Undirleik á plötunni önnuðust
Reynir Sigurðsson (víbrafón), Rún-
ar Georgsson (saxófón), Rafn Er-
lendsson (trommur), Pálmi Gunn-
arsson (bassagítar) auk Elíasar
sem lék á hljómborð og gítara, en
hann er meðlimur í Gautum í
Siglufirði. Elíasi til hjálpar við
upptökurnar sem fóru fram í
Hljóðrita í sumar voru Pálmi
Gunnarsson (stjórn upptöku) og
Baldur Már Arngrímssson (upp-
tökumaður), en auk þess var nokkr-
um strengjum bætt við í Englandi
með hjálp Tryggva Tryggvasonar.
Innlendar
plötur í stuttum
dómum
Hér á eftir fara stuttir dómar um sex nýjar íslenskar
hljómplötur sem flestar höfða til eldri hlustenda en við
almennt skrifum fyrir, en þar sem við teljum flest alla
tónlist okkar tónlist þykir okkur rétt að reyna að
leiðbeina um þetta efni jafnt og rokk og popp-plötur.
„ÍSLENZK ÞJÓÐLÖG"
Guðrún Tómasdóttir, sópran, og
ólafur V. Albertsson, píanó.
(Fálkinn FA 011)
Stjörnugjöf ★★★
Guðrún Tómasdóttir syngur á
þessari plötu 26 þekkt íslenzk
þjóðlög, flest í sinni upprunalegu
mynd, á einfaldan og skýran
máta. Athyglisvert er að nokkur
laganna hefur Þursaflokkurinn
þegar gefið út á plötu og gert að
heimalningum. En að auki eru
margar kunnar þjóðvísur eins og
„Guð gaf mér eyra“, „Móðir mín í
kví, kví“, „Bí, bí og blaka" og
„Sofðu unga ástin mín“ svo nokk-
ur séu nefnd.
Og það sem er jafnvel jafn
mikils virði, er að allir textar eru
á kápusíðum plötuhulstursins. Og
þar sem platan er jafnt ætluð sem
kynning út á við að því er virðist
eru textar auk þess á ensku auk
skýringa á tilurð og uppruna
ljóðanna.
„VILLTAR HEIMILDIR"
20 Stuðlög
Lummurnar, Stuðmenn, Helgi
Pétursson, Gunnar Þórðarson,
Randver, Fjörefni, Diddú og Eg-
ill, Lónli Blú Bojs, Dúmbó og
Steini, Hljómsveit Ingimars Ey-
dals, Jakob Magnússon, Ljósin i
bænum, Ilalli og Laddi og
Brimkló.
(Steinar 035)
Stjörnugjöf:
Safnplötur eru algengt fyrir-
bæri á erlendri grund, en hafa
ekki átt sterk ítök hérlendis, enda
markaðnum öðru vísi háttað og
afskaplega lítill.
Þessi plata sem ber yfirskrift-
ina „20 stuðlög" inniheldur all-
blandað safn laga sem fara ekki
alls kostar vel saman í mörgum
tilfellum. Þó voru þau flest vin-
sæl, en að þau séu öll stuðlög er
full sterkt til orða tekið. Frekar
hefði mátt búast við plötu með því
besta frá útgáfunni, en þá hefði
lagaval líka verið á annan hátt.
Þá hefði t.d. mátt vera efni frá
Þokkabót, Spilverki þjóðanna og
jafnvel Engilbert Jensen.
„LESTIN BRUNAR"
Róbert Arnfinnsson & Gylfi Þ.
Gislason
(Fálkinn FA 009)
Stjörnugjöf: ★★
Róbert Arnfinnsson er einn af
okkar betri leikurum og hefur
3fíílpn)fe |3jóölög
Guðrún Tómasdóttir.
Ólafur V. Albertsson
FOLK-SONCS OF ICELAND
fóbaí & gylfi
Lestin brunar
nóeem arnfinnsson flytur lóq eftw qylfa þ. qölason
gert góða hluti í ýmsum sögu-
mannshlutverkum. Hann hefur
líka gefið út nokkrar hljómplötur
og mest með léttu efni. Hér
syngur hann aftur á móti nokkuð
þung lög sem fá eru létt og
leikandi þó ágæt séu. Þau lög sem
hér eru krefjast í flestum tilfelí-
um góðra söngvara og þó Róbert
hafi þýða og fallega rödd þá
virðast djúpu tónarnir titra um
of. En þrátt fyrir það er viss
sjarmi yfir plötunni og strengja-
sveit undir stjórn Jóns Sigurðs-
sonar á vel við í lögum Gylfa.
„SYNGJUM SAMAN"
Kiwaniskórinn á Siglufirði
(Skjöldur 001)
Stjörnugjöf: ★★
„Syngjum saman“ er plata sem
höfðar til þeirra sömu og plötur
Silfurkórsins, og er síst slakari en
þær.
Platan inniheldur sína ljósu
punkta, þ.e. ágætis útsetningar
strengja og hljómborða, saxó-
fónninn hjá Rúnari Georgssyni
kemur líka vel út og stjórnandinn
Elías Þorvaldsson kemur vel út úr
flestum sínum hlutverkum en
hann sá um útsetningar, lék á
gítar og hljómborð og stjórnaði
kórnum. Kórinn aftur á móti
sleppur mun verr út úr sínu og
mónótónískar raddirnar klæða
alls ekki öll lögin en þó sum. Ray
Conniff hefur líka um langt skeið
haldið úti svipuðum kórum með
góðum árangri en þessi plata er
einmitt í hans stíl.