Morgunblaðið - 02.12.1979, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979
60
Stefnir kom-
inn út
TÍMARITIÐ Stefnir, 5. til 6.
tölublað 30. árgangs er komið út,
en útgefandi þess er Samband
ungra sjálfstæðismanna. Ritið er
fjölbreytt að efni að vanda, 64
blaðsíður að stærð. Ritstjóri
Stefnis er Anders Hansen. en
ritið er prentað í Formprenti h.f.
Meðal efnis í þessu blaði má
nefna greinar eftir Jón Orm Hall-
dórsson, Jón Magnússon, Geir
Hallgrímsson, Einar K. Guð-
finnsson, Þorstein Pálsson, Hrein
Loftsson og Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson.
Þá eru í blaðinu fjöldi mynda úr
myndasafni Sjálfstæðisflokksins
frá ýmsum tímum, sagt er í máli
og myndum frá kosningabarátt-
unni, verðlaunakrossgáta er í
blaðinu, ritstjórnargreinar og ljóð
eftir Steinunni Sigurðardóttur rit-
höfund.
Á forsíðu Stefnis að þessu sinni
er kosningaspjald frá því í kosn-
ingunum eftir fall fyrstu vinstri
stjórnarinnar, þar sem stendur:
„Aldrei aftur vinstri stjórn."
Isaac Bashevis Singer.
Bók eftir Nóbels-
skáldið Isaac
Bashevis Singer
KOMIN er út bókin „Töframaður-
inn frá Lúblín“ eftir Isaac Bashev-
is Singer, en hann hlaut bók-
menntaverðlaun í fyrrahaust.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir svo um efni bókarinn-
ar:
„Töframaðurinn frá Lúbín gerist
í Póllandi seint á nítjándu öld.
Jasia Mazúr virtist flest til lista
lagt. Hann átti góða konu og gott
heimili og á sýningarferðalögum
sínum naut hann vaxandi frægðar
og fór ekki varhluta af hylli
kvenna. En hann var ástríðufullur
maður og mikið vill alltaf meira.
Dag einn verður honum ljóst að líf
hans er komið í hnút og úr vöndu
að ráða. Eitt er að vilja og annað að
geta. Og maðurinn lifir í senn í
amfélagi og undir lögmáli guðs.
Gyðingur verður ætíð gyðingur og
torvelt getur orðið að slíta þau
bönd sem tengja manninn . við
uppruna hans, erfðir og menning-
arumhverfi. í Töframanninum frá
Lúblín er atburðarásin hröð og
dramatísk og mannlýsingar lif-
andi, en jafnframt er bókin dæmi-
saga, full af lífsvisku, fegurð og
mannúð, eftir höfund sem kann til
hlítar þá list að segja sögu.“
Hjörtur Pálsson þýddi bókina, en
útgefandi er Setberg.
„Fyrstur manna skal ég við-
urkenna, að fjarskalega margt
hefur breytzt síðan ég byrjaði
að drekka áfengi fyrir 40.
árum. Þá var orðið áfengis-
sjúklingur ekki til. Við geng-
um undir heitunum ræflar og
rónar og fólk flest hafði á
okkur fyrirlitningu sem ein-
hverjum siðferðilegum jarð-
vöðlum. Vissulega hafa margir
ágætir menn lagt okkur lið á
undanförnum árum og gróður-
sett ýms falleg blóm í lífsbeð-
ið. En það er ennþá of mikill
arfi. Og hlustaðu nú vel á.“ Sá,
sem hér hefur orðið, heitir Jón
Sigurðsson. Rímsins vegna
skýrði Steinn Steinarr hann
Jón Kristófer, „Jón Kristófer
kadett í hernum" og hann tók
því. Jón Kristófer! Eg hlusta.
XXX
„Þegar ég byrjaði að drekka
fyrir 40 árum, hvarflaði aldrei
að neinum manni að ofdrykkja
ætti sér aðrar orsakir en
viljavöntun og rangt mat á
siðferðilegum höfuðefnum. Svo
kom AA og síðan heitum við
rónarnir áfengissjúklingar. En
enn þann dag í dag finn ég að
obbi fóiks lítur sömu augum á
þennan sjúkdóm og til dæmis
lekandann, sem ég hef þó ekki
kynnst persónulega. Yfirborð-
ið er svo sem nógu geðfellt. Við
erum meira að segja komnir í
tryggingakerfið og getum lagzt
inn í sjúkrahús. Og við höfum
hælin. En samt er ekki litið á
okkur eins og sjúklinga.
í öðrum greinum heilsuleys-
is eru sjúkraliðar, sjúkraþjálf-
ar, hjúkrunartæknar og hvað
þetta fólk allt heitir upp í
lækna og ótal áttir af sér-
fræðigreinum. En enginn er
menntaður í viðgerðum á alkó-
hólistum. Það er gengið í
okkur eins og hvern annan
nauðsynlegan snjómokstur. Og
þótt á hælunum starfi ágætis
fólk, sem margt hvert er allt af
vilja gert, þá hefur það vegna
menntunarleysis takmarkaðan
skilning á því, hvað til friðar-
ins heyrir í umgengni við
okkur. Alkóhólismann verður
að viðurkenna sem eina tegund
heilsuleysis. Ég segi ekki, að
margt hafi ekki áunnizt varð-
andi þá viðurkenningu, en það
verður að uppræta með öllu þá
firru, að alkóhólisminn sé eitt-
hvað, sem okkur er sjálfrátt
um. Við finnum það svo alltof
vel í gegnum allt það sem gott
fólk gerir fyrir okkur, að það
er fyrst og fremst streðað við
að plástra yfir afleiðingarnar,
en við stöndum áfram óvarðir
með okkar orsakir.
Ég er ekki í nokkrum vafa
um það, þótt enginn læknir
hafi til þessa verið svo vin-
samlegur að segja mér það
hreint út, að áfengissjúkdóm-
urinn er geðræn truflun. Það
er alltof algengt að fólk vilji
snúa hlutunum við. Það segir:
Þú ert alkóhólisti af því að þú
drekkur brennivín. En ég segi:
Ég drekk brennivín af því að
ég er alkóhólisti".
xxx
„Drykkjusýkin stafar af því,
að það fer eitthvað úrskeiðis í
sálarlífinu. Ég skal segja þér
eina sögu hér um af lands-
þekktum listamanni. Hann var
alki. Ég tók eftir því að
stundum varð hann allt í einu
órór. Hann eirði hvergi. Einu
sinni stakk hann upp á því, að
við skyldum nokkrir fá okkur
flösku saman. Okkur fannst
einhvern veginn ótækt að vera
með hana á almannafæri svo
við fórum suður í Hljómskála-
garð og þar á bak við stein-
Ég
er ekki
alkó-
hólisti
afþví
aðég
drekk
vegg. Þessi ágæti listamaður
tók tappann úr, síðan snart
hann aðeins stútinn með vör-
unum og meira drakk hann
ekki í það skiptið. En lét
óspart í ljós> að hann væri
orðinn drukkinn. Hann hróp-
aði, en sagði ekki neitt. Svona
var hans alkóhólismi. Ég hef
oft hugsað um það síðan,
hvaða geðrænu truflun hann
þurfti að fela með þessum
hætti".
XXX
„Ég hef oft hugleitt þessi
mál með sjálfan mig í kíkin-
um. Ég tel mig hafa komizt að
þeirri niðurstöðu að ég sé ekki
að fela neina geggjun heldur sé
ég að sætta mig við eitthvert
andlegt hnjask. Ég finn það
Ég
drekk
afþví
aðég
er
alkó-
hólisti
svo oft, að þrátt fyrir minn
góða vilja, þá má ekkert út a
bera með umhverfið svo ég
hrasi ekki. Oft eru það jafnvel
þeir, sem vilja mér vel, sem
sjálfrátt eða ósjálfrátt stjaka
illa við mér.
Um daginn var ég að ræða
við frú eina, sem vinnur mikið
starf að okkar velferð. í lok
samtalsins segir hún, að það sé
í mér einhver svartur púki,
sem hún á einhvern hátt verði
vör við. Ég andmælti þessu
ekki. Páll postuli segir til
dæmis, að við berjumst ekki
við anda og blóð, heldur anda-
verur vonzkunnar í himin-
geimnum. En þessi ummæli
frúarinnar komu illa við mig.
Ég hugsa, að ef húmorinn
hefði ekki verið í lagi, þá hefðu
þessi ummæli getað sprengt
mig eftir endilöngu. Þessi kona
vildi mér vel. En góður vilji,
þótt góður sé, er ekki nóg.
Þessi mál eru mér svo við-
kvæm, að það dugar ekki að
láta hvern sem er halda um
þau“.
xxx
„Sjálfur hef ég ekki fundið
betra haldreipi en AA-sporin.
Ég gekk inn á þessi reynslu-
spor AA-samtakanna og til-
einkaði mér þau sem lífsskil-
yrði. Ég þekki menn sem hafa
árum saman verið AA-reglu-
menn.
Ég er nú dálítið þekktur
fyrir þann veikleika að vera
trúaður. Ég er alinn upp í trú
og gekk í Hjálpræðisherinn.
Ég varð herforingi. Þessi trú-
hneigð hefur aldrei sleppt tök-
um á mér, þótt ég væri rekinn
úr hernum. En það er sama,
hvar ég hef leitað hjá þeim,
sem segjast trúa. Fyrir þeim
er drykkjusýkin synd. En það
er þvættingur. Synd er ekki
athöfn. Synd er ástand. Af-
brotamaðurinn fremur afbrot
sitt gagnvart þjóðfélaginu vit-
andi um ódæðið. En það er
ekki hans synd. Synd hans er
sú, að hann hefur byrgt fyrir
eða slökkt ljós Guðs, sem
upplýsir hvern mann.
Ég, Jón Kristófer, hneyksl-
ast á því, að þetta fólk hefur að
engu þau boðorð, sem mér
virðast kjarni lífsins. Þetta
fólk er eins konar siðferðilegir
akrobatar. Það drekkur ekki.
Það reykir ekki. Og það er ekki
á annarra vitorði, hvað þetta
fólk þráir af því, sem við
köllum fýsnir. Én þetta fólk
þekkir ekkert til ellefta boð-
orðsins, sem Páll postuli sagði
kjarnaviðbót við kristnidóm-
inn, að elska Guð umfram alla
aðra hluti og náungann eins og
sjálfan sig.
Ég er ekki að áfellast neinn.
Ég er orðinn of gamall til þess.
En ég vil fyrir alla muni stjaka
við hugsanagangi fólks“.
XXX
„Stundum velti ég því fyrir
mér, af hverju aðrir menn geta
brynjað sig svona vel gegn
áfenginu.
Ég held að það, sem ber
þessa menn uppi, sé þekking
þeirra á sjálfum sér. Sykur-
sjúklingur veit að hann á að
forðast ákveðnar fæðutegund-
ir. Brjóstveikur maður lætur
sér ekki verða kalt. Alkóhólisti
má ekki bragða áfengi.
Það hafa komið ótal stillur í
mína drykkju. Sumar langar.
Aðrar skemmri. Ég hef fengið
ótal sjensa, en samt hefur
áfengið eyðilagt líf mitt. Ekki
vegna þess að ég væri ekki
parat og allur af vilja gerður.
Heldur vegna þess að ég hef
ekki fundið mína orsök. Það er
eitthvað sem veldur því að
séra Jón getur staðið sig, en
hins vegar veit enginn, hversu
lengi Jón Kristófer getur hrós-
að happi hverju sinni.
Einhvers staðar liggur þessi
herzlumunur, sem mig vantar.
Þegar mér tekst að láta alkó-
hólið í friði, þá er mér borgið.
Þar til næst. En ég gefst aldrei
upp við að leita."
XXX
Jón Kristófer fékk bæjar-
leyfi frá Víðinesi til þessa
spjalls. Um kvöldið datt hann í
það.
- «.