Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 Þessi mynd er af hraðbáti þeim sem nýiega setti hraðaheimsmet á sjó með disilvél sem er ný af nálinni og framleidd á Ítaiíu og vakið hefur mikla athygli víða um heim. Báturinn náði 191,576 km/kist. Eldra metið var 182 km/klst. Metið er miðað við disilknúinn bát eingöngu. Heimsmet í Mbl. 10. júní síðastliðinn sagði ég frá nýrri gerð dísilbátavéla, sem Stabilimenti Meccanici VM-verksmiðjurnar á Ítalíu hefðu hafið framleiðslu á, og vakið hafa mjög mikla athygli víða um heim fyrir nýjungar sem kalla mætti byltingu í gerð dísilvéla. Stabilimenti Meccanici VM stefnir að því að ná 100 hestöflum á hvern rúmtakslítra í dísilvélum og hefur náð því í tilraunavél af gerðinni HR-692- Bátar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON HT, en bátur með þeirri vél setti nýverið heimsmet í hraða á sjó, 191,576 km/klst., en eldra metið var 182 km/klst. Metið er miðað við dísilknúinn bát eingöngu. Verksmiðjurnar framleiða ekki þessar vélar eingöngu fyrir báta heldur einnig fyrir bíla. Nú er fyrsta dísilbílvélin frá þessum verksmiðjum komin hingað til lands. Gafst mér tækifæri til að líta hana eigin augum og verð ég að segja, að ekki urðu það vonbrigði. Fer ekki milli mála, er vélin var skoðuð, að hver hlutur, sem auganu mætti, var þraut- hugsaður, og komið fyrir af hugviti og nákvæmni. Þessi vél er sérstæð fyrir marga hluti, meðal annars að verksmiðjunni hefur tekist að gera dísilhreyfil jafnléttan eða léttari en sam- svarandi bensínhreyfil og gætt hann svipuðum eiginleikum og bensínvél, hvað snertir viðbragð og snúningshraða. Hreyfillinn, sem kominn er hingað til lands, er 90 hestöfl við 4200 snúninga á mínútu og vegur aðeins 202 kg (dry weight). Vélin er Buin afgastúrbínu af þýskri gerð (KKK) og vacuumdælu fyrir sjálfskiptingu og aflhemla. Það er byggingarlag vélarinnar sem er sérlega athyglisvert, en verk- smiðjan nær léttleikanum með sérstöku byggingarlagi á blokk en ekki með notkun léttmálma. Blokkin nær miklu lengra niður en venja er og eru höfuðlegurnar felldar á sveifarásinn utan vélar og síðan er ásinn með legunum á dreginn inn í blokkina. „Heddin" eru sér fyrir hvern strokk og eru þau úr léttmálmi. Vegna þessa þolir vélin að hitna og kólna mun fljótar en vélar með heilu „heddi“, minnkar það hættuna á bilun pakkninga til muna. Búið er að setja vél af þessari stærð í Range Rover jeppa og reyna hann við ýmsar aðstæður. Vélin skilar nægu afli, bæði utan vegar og á hraðbrautum, en þar nær vagninn 130 km/klst. auð- veldlega. Vél þessi verður stand- ard í Alfa Romeo „Alfetta- Diesel" og hefur birst mikil grein um bíl og vél í Gente Morori, stærsta bílablaði Ítalíu, og vélin borin saman við 22 aðrar dísilvélar. Kemur vélin út með mikla yfirburði hvað snertir kraft miðað við þyngd. BMW Múnchen hefur gert samning við VM og mun selja þessa vél í 6 strokka útgáfu með eigin drif- hæl. Barco mun verða umboðs- aðili 'fyrir BMW-Marine á ís- landi. Vélin hefur eftirfarandi tekniska eiginleika: Gerð: HR 488 HT dísil, fjórgengis. Óbein innspýting. Vatnskæld. 4 strokka í línu 88 mm x 90 mm stimpilþvermál x slaglengd. 2,188 ltr. rúmtak. 4200 sn/mín. 90 HÖ DIN 70020. 22:1 þjöppun- arhlutfall. Eyðsla: 214 g/HA/ klst. á 4300 sn. fullt álag. 187 g/HA/klst. á 2400 sn. 63 B.B. fyrir þá sem byggja BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið). í öllum lengdum Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM Tryggið ykkur gegn efnahagsaðgerðum næstu ríkisstjórnar Ursus 65 ha Ursus 65 ha m/upphltuöu húsi Ursus 85 ha Ursus 85 ha m/fjórhjóladrlfi Ursus 120 ha m/fjórhjóladrifi kostar ca. kr. 2.140.000 kostar ca. kr. 2.650.000 kostar ca. kr. 4.500.000 kostar ca. kr. 5.500.000 kostar ca. kr. 8.500.000 Viö tökum notaðar Ursus vélar sem greiöslu vegna kaupa á nýjum. Athugiö þaö. Sturtuvagnar og jarötætarar fyrirliggjandi. Muniö vísnakeppnina. Hér er ein góð sem okkur barst nýlega. Ursus mun aö ýmsra dómi allra besta framleiðslan. Vélaborga verður sómi vildarkjör og þjónustan. \TUKM Sundaborg 10, símar 86655 og 86680

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.