Morgunblaðið - 06.12.1979, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
Æsufellsmálið:
Úrskurðaður í
gæzluvarðhald
til 20. janúar nk.
Engin aðstaða hérlendis til gæzlu
á sjúkum föngum
KVEÐINN var upp í sakadómi Reykjavíkur í gær
gæzluvarðhaldsúrskurður yfir unga manninum, sem
varð móður sinni að bana í íbúð í fjölbýlishúsinu Æsufelli
4 s.l. mánudag. Var maðurinn, Guðbrandur Magnússon,
úrskurðaður í gæzluvarðhald allt til 30. janúar 1980 og
jafnframt var honum gert að sæta geðrannsókn á
tímabilinu.
í gær fóru fram yfirheyrslur
yfir Guðbrandi. Hallvarður Ein-
varðsson rannsóknarlögreglu-
stjóri tjáði Mbl. í gær að sýnt
þætti að hann hefði þarna átt hlut
að máli en vegna andlegs ástands
síns hefði hann ekki gert sér grein
fyrir gjörðum sínum. Fram kom
að Guðbrandi fannst að einhver
Fíkniefnamál:
Dæmdur
í 90
daga
varðhald
DÓMUR hefur verið
kveðinn upp yfir ungum
bandarískum körfuknatt-
leiksmanni fyrir fíkni-
efnameðhöndlun hérlend-
is, aðallega LSD, en mál
þess manns fékk mikla og
að mörgu leyti óvenjulega
umfjöllun á íþróttasíðum
nokkurra dagblaða fyrir
skömmu. Var maðurinn
dæmdur í 90 daga varð-
hald og gert að greiða
málskostnað. Er ráð fyrir
því gert að hann afpláni
dóminn mjög fljótlega
hér á Islandi.
væri að veitast að sér, hefði hann
talið sig vera að fremja verknað-
inn í varnarskyni og hann mun
ekki hafa gert sér grein fyrir því
fyrr en allnokkru síðar að hann
hefði ráðist á móður sína.
í 69. grein réttarfarslaganna er
kveðið svo á um að sjúkt fólk skuli
ekki úrskurðað í gæzluvarðhald
heldur skuli það úrskurðað til
vistar á tilheyrandi sjúkrastofn-
un. Hér á landi er hins vegar
engin aðstaða fyrir hendi á
sjúkrastofnunum til að vista
sjúklinga sem sæta þurfa gæzlu og
kvað Hallvarður Einvarðsson það
alvarlegt áhyggjuefni að slík að-
staða væri ekki fyrir hendi á
Islandi. Guðbrandur verður því að
dvelja í Síðumúlafangelsinu eins
og hver annar gæzluvarðhalds-
fangi.
VSI
segir upp
samningum
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands hefur sagt upp öllum
þeim samningum sem stéttarfé-
lög höfðu ekki sagt upp. Að sögn
Þorsteins Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra VSÍ, var þetta gert
til þess að öll félögin sætu við
sama borð og allir samningar
yrðu lausir á sama tíma.
Langflest stéttarfélög landsins
höfðu sjálf sagt upp samningum,
en nokkur höfðu þó ekki hirt um
það. Þessi félög voru á annan tug
talsins.
Vandséð hvern hlut
Alþýðuflokkurinn getur
átt í stjórnarmyndunar-
tilraunum Framsóknar
— segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson rit-
stjóri Alþýðublaðsins segir í
leiðara Alþýðublaðsins í gær,
að bandamenn Framsóknar-
flokks og Alþýðubandalags til
ríkisstjórnar muni vera vand-
fundnir að óbreyttum aðstæð-
um.
í leiðaranum segir Jón m.a.:
„Formaður Framsóknarflokks-
ins, Steingrímur Hermannsson,
og fjölmargir frambjóðendur
Framsóknar um land allt, gáfu í
kosningabaráttunni ótvíræðar
yfirlýsingar um að þeir stefndu
að nýrri „vinstri" stjórn. Það
sem Framsóknarflokkurinn á við
með því, er ríkisstjórn með
þáttöku Alþýðubandalagsins og
undir forystu Framsóknar-
flokksins. Sameiginlega hafa
þessir flokkar hinsvegar aðeins
28 þingmenn og skortir því 4
þingsæti í starfhæfa meirihluta-
stjórn. Þessir tveir flokkar verða
því að leita sér bandamanna á
þingi, en þeir munu vandfundnir
að óbreyttum aðstæðum."
Og síðar segir Jón: „Það er
vandséð hvern hlut Alþýðuflokk-
urinn getur átt í stjórnarmynd-
unartilraunum Framsóknar-
Ljósm.: Ól. K. M.
Kúlutjald á Lækjartorgi
Á vegum útimarkaðarins í Reykjavík hefur verið komið upp þessu kúlutjaldi á
Lækjartorgi. Sagði Gestur Ólafsson einn forráðamanna Útimarkaðarins, að reyna
ætti að hýrga upp á miðbæinn og ættu að vera á dagskrá skemmtiatriði og
' jólasveinar myndu koma fram oggleðja börnin, sem eru á ferli í miðbænum með því
að gefa þeim gjafir. Ekki er fullráðið hvenær fyrst verður boðið upp á þessa
skemmtun, en Gestur kvað unnið að undirbúningi og það yrði mjög fljótlega.
430 þús. kr. sekt fyrir
leyfislausar loðnuveiðar
veiðarnar fyrir þessi tíma-
mörk og voru dæmi þess að
loðnuskip væri lagt af stað
með 1000 tonna afla til lands á
miðnætti þegar veiðarnar
máttu hefjast. Alls voru 18
skipstjórar kærðir fyrir leyf-
islausar veiðar.
Góð færð á vegum
víðast hvar á landinu
GÓÐ FÆRÐ er nú á vegum víðast hvar um landið,
samkvæmt upplýsingum Sigurðar Haukssonar vegaeft-
irlitsmanns.
Á suður- og Vesturlandi er prýðileg færð á flestum
vegum. Talsverð lausamjöll er og gæti færð spillst ef
hvessti verulega. Aðeins Brattabrekka er ófær og
Fróðárheiði er ófær litlum bílum.
Fjallvegir á Norðurlandi eru
flestir færir og er hægt að aka frá
Reykjavík norður um land allt til
Raufarhafnar og fært er frá
Reykjavík um Suðurland og til
Austfjarða. Vegir tii Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar eru aðeins færir
stórum bílum og jeppum. Á Aust-
fjörðum er prýðilegt færi en
aðeins stórir bílar og jeppar kom-
ast til Seyðisfjarðar og Borgar-
fjarðar eystri. Sömuleiðis er veg-
urinn um Möðrudalsöræfi aðeins
fær stærri bílum.
Á Vestfjörðum er ófært á háls-
um í Barðastrandarsýslu en fært
er frá Patreksfirði til Bíldudals.
Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði
og Breiðadalsheiði eru ófærar en
að öðru leyti er færð góð. T.d. er
fært milli Flateyrar og Þingeyrar
og frá ísafirði út til Bolungarvíkur
og inn í Djúp.
/r
Landsbanki Islands
byggir í Mjóddinni
BYGGINGARNEFND Reykjavíkur hefur samþykkt
umsókn Landsbanka íslands um lóð í Mjóddinni til
byggingar bankahúss. Stærð hússins er ætluð sam-
kvæmt umsókn 1015,2 fermetra kjallari, 685,4 fermetr-
ar á fyrstu hæð, 985 fermetrar á annarri hæð og 189,2
fermetrar á rishæð.
EMBÆTTI ríkissaksókn-
ara hefur heimilað dóm-
sátt í málum allmargra
loðnuskipstjóra, sem gerst
höfðu sekir um leyfislaus-
ar veiðar í byrjun loðnu-
vertíðarinnar 20. ágúst s.l.
Mál skipstjóranna hafa ver-
ið send til dómsyfirvalda í
heimahéruðum þeirra. Þegar
hafa verið afgreidd á Akureyri
mál skipstjóra, sem gerst
höfðu sekir um leyfislausar
veiðar, og var þeim gert að
greiða 430 þúsund krónur í
sekt. Má telja líklegt að önnur
mál verði afgreidd á líkan
hátt.
Ekki var heimilt að hefja
loðnuveiðar fyrr en á miðnætti
20. ágúst. Nokkur skip hófu
manna. Alþýðuflokkurinn rauf
ríkisstjórnina vegna algers
ágreinings í öllum grundvallar-
atriðum efnahagsmála við Al-
þýðubandalagið. Reynslan af
síðasta stjórnarsamstarfi sýndi
að Alþýðubandalagið var, að
óbreyttri stefnu, óstjórnhæfur
flokkur. Kosningaúrslitin hafa í
engu breytt þessum staðreynd-
um.“
Helgi Bergs bankastjóri
Landsbankans sagði í samtali
við Mbl. að í þessu húsi væri
fyrirhuguð bankamiðstöð fyrir
allt Breiðholtshverfið, sér-
staklega í tengslum við verzl-
unarmiðstöðina sem rísa mun
á þessu sama svæði í Mjódd-
inni. Landsbankinn rekur
enga bankastarfsemi í Breið-
holti í dag.
Helgi sagði að úr því sem
komið væri gætu þeir ekki
hafist handa við bygginguna
fyrr en í vor, það hefði orðið
nokkur dráttur á afgreiðslu
byggingarnefndar.
Helgi sagði ennfremur að
hann ætti ekki von á því að
þetta húsnæði yrði að fullu
nýtt þegar í upphafi, heldur
hefði skipulag svæðisins vald-
ið því að svo stórt hús yrði
byggt. — „Það líða samt ör-
ugglega ekki mörg ár þar til
full þörf verður fyrir allt þetta
húsrými," sagði Helgi að
síðustu.