Morgunblaðið - 06.12.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
5
Jóla-
konsert ’79
Ágóða varið til styrktar
Sólheimum í Grímsnesi
HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN h.f. og fleiri gangast fyrir
hljómleikum, „Jólakonsert ‘79“, í Háskólabíói sunnu-
daginn 9. desember n.k. og hefjast þeir kl. 22. Sams
konar hljómleikar voru haldnir á s.l. ári undir heitinu
„Jólakonsert ’78“. Ágóða af þeim hljómleikum, um 12
hundruð þúsund krónum, var veitt í stofnsjóð meðferð-
arheimilis fyrir einhverf börn. Öllum ágóða af hljóm-
leikunum í ár verður varið til styrktar barnaheimilinu
Sólheimum í Grímsnesi.
Fyrr um daginn, kl. 14, verður
vistmönnum af hinum ýmsu stofn-
unum í Reykjavík og nágrenni
boðið á sérstakan konsert í Há-
skólabíói.
Á „Jólakonsert ’79“ koma fram
margir listamenn og skemmti-
kraftar, má þar nefna hljómsveit-
irnar Brimkló og Brunaliðið,
söngvarana Björgvin Halldórsson,
Pálma Gunnarsson, Ragnhildi
Gísladóttur og Bjarka Tryggva-
son, HLH-flokkinn, Magnús og
Jóhann, Halla og Ladda, Ómar
Ragnarsson og Ruth Reginalds.
Auk þess verður söngsveit og
nokkrir aðstoðarhljóðfæraleikar-
Sumar við sæinn
— eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur
BÓKAFORLAG Odds Björnsson-
ar á Akureyri hefur gefið út nýja
bók eftir Ingibjörgu Sigurðardótt-
ur, Sumar við sæinn, og er það 21.
bók Ingibjargar.
Inga Hrönn, ung sveitastúlka,
fer að vinna við síldarsöltun á
Óðinsfirði. Þar kemst hún í kynni
við norska sjómanninn Jörgen
Eyvík og verður ástfangin. Þarna
er einnig Kormákur bróðir bestu
vinkonu hennar, en hann er
drykkjumaður, sem fer til Norður-
landa og lendir þar í fangelsi. Þar
kynnist hann ungum fangelsis-
presti, sem er enginn annar en
Jörgen Eyvík.
Örlögum þessa unga fólks lýsir
Ingibjörg á sinn einlæga og heil-
brigða hátt, og það er ástin sem
sigrar að lokum.
Sumir rithöfundar njóta marg-
víslegrar viðurkenningar og verð-
launa fyrir ritstörf sín. Aðrir
njóta hylli almennings, og svo
sannarlega er Ingibjörg vinsæll
höfundur. Útlánaskýrslur almenn-
ingsbókasafna víðs vegar um land
sýna, að Ingibjörg Sigurðardóttir
er í hópi mest lesnu rithöfunda
íslands.
Bókin er prentuð og bundin í
Prentverki Odds Björnssonar hf. á
Akureyri.
(Fréttatilkynning frá forlag-
inu.)
Síldarvertíð lok.-
ið í Þorlákshöfn
Þorlákshöfn, 5. des.
NÚ ER síldarvertíðinni lokið að
þessu sinni. Landað var alls 5363
tonnum eða svipuðu magni og í
fyrra en þá var landað hér 5404
tonnum. Einn bátur er þó að ennþá
og mun landa hér sinni síðustu síld,
sem verður flutt til Stokkseyrar og
unnin þar. Hjá söltunarstöðinni
Borgum hf. var saltað í 8200
tunnur en í fyrra í 10.200 tunnur.
Hjá Glettingi hf. var saltað í 5638
tunnur en í fyrra 6434 tunnur. Þar
var einnig verkuð súrsíld í 5338
tunnur en í fyrra í 946 tunnur. í
frystihúsi Meitilsins hf. var fryst
210 tonn af síld. Fyrsta síldin barst
hingað 21. október og síðasta síldin,
sem verður unnin hér á staðnum, 1.
desember. Fimm bátar eru með net
og hefur afli þeirra verið tregur,
svo og gæftir slæmar. Togararnir
hafa verið með sæmilegan afla
miðað við árstíma eða þetta 80—90
tonn eftir 10—12 daga veiðiferðir.
Samfelld átta stunda vinna hefur
verið hér í frystihúsinu en að
sjálfsögðu hefur síldin verið unnin
þegar hún hefur borizt jafnt um
helgar sem virka daga.
— Ragnheiður.
FEF með útimarkað,
slaufusölu og jólamarkað
FÖSTUDAG og laugardag 7. og 8.
des. ætla félagsmenn að vera á
útimarkaðinum á Lækjartorgi og
selja jólakort, afmælisrit og platta
félagsins, gefin út í tilefni af
barnaári og 10 ára afmæli FEF.
Ennfremur verða til sölu hinir
kunnu treflar félagsins, svo og
jólatrésfætur.
Á laugardag verður hin árvissa
slaufusala, en þá munu félags-
menn bjóða merki félagsins, slauf-
una, til sölu á götum borgarinnar
og við verslunarmiðstöðvar. Ágóð-
inn af þessari fjáröflun verður
notaður til að reka endahnútinn á
neyðarhúsnæði félagsins, sem það
er að koma á laggirnar að Skelja-
nesi 6.
Á sunnudag 9. des. kl. 15:00
verður jólafagnaður fyrir félags-
menn, börn þeirra og gesti í
Átthagasal Hótels Sögu. Þar verð-
ur margt til skemmtunar og má
m.a. nefna að sr. Birgir Ásgeirs-
son flytur hugvekju, Herdís Egils-
dóttir kennari les úr bókum
sínum, kaffiveitingar verða á
boðstólum og jólasveinn kemur í
heimsókn.
(Fréttatilkynning)
Kvenfélag
Hafnarfjarðar-
kirkju
KVENFÉLAG Hafnarfjarðar-
kirkju heldur sinn árlega jólafund
fimmtudaginn 6. desember í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 8:30. Til skemmt-
unar verður upplestur, happdrætti
o.fl.
Jólanefndin.
Undirbúningsnefnd „Jólakonserts ‘79“. Talið frá vinstri: Pálmi Gunnarsson, Omar Valdimarsson, Magnús
Kjartansson, Björgvin Halldórsson og Jón ólafsson. Á myndina vantar þá Ómar Einarsson og sr. Valgeir
Ástráðsson. Ljósm.: Kristján.
ar listamönnunum til aðstoðar.
Kynnir á hljómleikunum verður
Jónas R. Jónsson. Hljóðriti h.f. sér
um hljómburðinn, Gísli Sveinn
Loftsson sér um lýsinguna, Egill
Eðvarðsson setti saman dag-
skrána og sviðsmyndin er eftir
Jón Þórisson. Allir listamennirnir
og aðrir sem á einhvern hátt koma
nærri hljómleikunum munu gefa
vinnu sína í þágu málefnisins,
nema hvað greiða verður leigu af
Háskólabíói. Skemmtanaskattur
hefur verið felldur niður af hljóm-
leikunum og búist er við að
söluskattur verði endurgreiddur
eins og á síðastliðnu ári. Þar af
leiðir að ágóðinn, ef fullt hús
verður í Háskólabíói, ætti að geta
orðið liðlega milljón.
Eins og áður kom fram rennur
ágóðinn til barnaheimilisins Sól-
heima í Grímsnesi. Munu pen-
ingarnir að öllum líkindum fara í
að bæta vinnuaðstöðu vistmann-
anna. Löggiltur endurskoðandi
mun sjá um uppgjör tónleikanna.
Jón Ólafsson forstjóri Hljóm-
plötuútgáfunnar sagði á blaða-
mannafundi að ef hljómleikarnir í
ár gengju eins vel og í fyrra væri
ætlunin að gera jólakonsertinn að
árvissum viðburði og verja ágóð-
anum á svipaðan hátt, þ.e.a.s. til
mannúðarmálefnis sem illa er
statt fjárhagslega.
t H.l/ | H
T
-> w.1- .--vJÍP.' *y.H v/* * v'y !'**.'v
^ / .
wm
wmÉí
mÉÉÉMmmám
íéséI
Á þessum tíma eru nákvœmleya þrjú ár liðin síðan
Stevie Wonder gaf út plfítu og alltaf bíða menn jafn
óþregjufuJlir eftir ncesta skrefi hans. Líkt og Stevie
Wonder hefur lýst yfir speglar þessi nýja plata
tímamót á hans ferli. Þetta tveggja plfítu albúm er
heilsteypi verk uppfullt af nýjum hugmyndum.
fjölbreytni og faUegri tónlist.
■‘A i vrfHwí; reJ • ■'