Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
w- vv.
,,,
í íyrsta skipti i nánd við aðalbækistöðvar aíbrotaunglinganna.
Einvígi krossins
og hnffsblaðsins
„Það er sagt að þannig sé það
í útlandinu,“ hafa íslendingar
sagt sin í milli um áraraðir.
Kvikmyndin „Krossinn og
hnifsblaðið" sem Samhjálp
Hvítasunnumanna sýnir - í
Tjarnabíói um þessar mundir
segir einmitt frá atburðum sem
gerðust i útlandinu og eru alls
ókunnugir okkur ísiendingum,
a.m.k. hinum almenna borgara.
Ungur sveitaprestur, David
Wilkerson, fær kollun til að
fara til New York og hjálpa
afbrotaunglingum til að snúa
frá villu sins vegar. Honum
gengur ekki allt of vel að ná til
unglinganna þar sem illræmd-
asti foringi þeirra, Nicky Cruz,
leggur mikið hatur á prestinn.
Nicky var svo illræmdur að
smábörn voru ekki einu sinni
óhult fyrir honum og er hann
sást á götu í Harlem og
Brooklyn-hverfunum í New
York hiupu mæður til og tóku
börnin sin inn.
Enn í lok myndarinnar frels-
ast Nicky ásamt mörgum öðrum
unglingum á samkomu hjá Wilk-
erson. Áhorfandinn sem sér hina
snöggu breytingu á afbrota-
manninum trúir e.t.v. ekki því að
þetta hafi raunverulega gerst.
En í dag er Nicky Cruz einn af
eftirsóttustu prédikurum vorra
daga. Hann lauk prestsnámi
þremur árum eftir að hann
frelsaðist.
Spcnnandi heimildamynd
Við upptöku myndarinnar
„Krossinn og hnífsblaðið" var
rr.ikið kapp lagt á að hafa atriðin
sem líkust því er þau gerðust í
raun og veru. Nicky og David
voru sjálfir ráðgefendur við upp-
tökuna.
Þrátt fyrir það er hér ekki um
þurra heimildamynd að ræða,
heldur tekst leikstjóranum, Don
Murrey, að skapa í senn spenn-
andi kvikmynd um hatramma
baráttu milli góðs og ills, og eins
konar fræðslumynd um það
hversu mikill óhugnaður getur
fylgt neyslu vímuefnanna,
áfengis og eiturlyfja. Atburða-
rásin er mjög hröð og öllum
smáatriðum er greinilega sleppt.
Kvikmynd
um hatramma
baráttu góðs
og ills
á götum
glæpahverfa
New York
Víti til varnaðar
Kvikmyndahandritið er eftir
David Wilkerson sjálfan, byggt á
bók sem hann skrifaði og ber
sama heiti og myndin. Bók þessi
kom út hér á landi á s.l. ári.
Erik Estrada leikur Nicky
Cruz og er þetta fyrsta meiri-
háttar hlutverk hans. Söngvar-
inn frægi, Pat Boone, leikur
Wilkerson. Pat tók þetta hlut-
verk mjög nærri sér. David og
hann eyddu miklum tíma í
undirbúning og útkoman varð sú
að erlendir kvikmyndagagnrýn-
endur eru sammála um að leikur
hans í „Krossinn og hnífsblaðið"
sé það besta sem sést hefur til
hans á hvíta tjaldinu.
Lokaatriði myndarinnar, er
Nicky og fleiri unglingar frelsast
er hápunktur myndarinnar.
David hefur skrifað bók um
upptökuna og segir að Pat hafi
liðið mjög illa áður en að upp-
töku þessa atriðis kom. Hann
eyddi miklum tíma í bæn og
samtöl við David. Rétt áður en
að upptökunni kom komu nokkr-
ir leikaranna til Pats og sögðu að
er þeir kæmu fram til að frelsast
í leik sínum væri það í raun og
veru enginn leikur af þeirra
hálfu, þeir myndu koma fram
með því hugarfari að nú væru
þeir að biðja Guð um að frelsa
þá. Þetta hafði mikil áhrif á Pat
og útkoman varð stórkostlegt
atriði og frábær leikur, bæði
Pats og Eriks.
Já, þannig gerast atburðirnir í
útlandinu. Það sem á tjaldinu
sést er okkur íslendingum víti til
varnaðar. Allir unglingar og
uppalendur ættu að sjá þessa
mynd til að gera sér ljóst að
hætian er fyrir hendi og að það
þurfi að berjast gegn því að hún
nái landfestu á Fróni.
R.M.N.
David Wilkerson (Pat Boone) verður fyrir árás heróinista. Nicky
Cruz sendi stúlkuna til að drepa David en endir ferðar hennar
varð sá að hún losnaði undan valdi eitursins.
Lyf gegn
hundaæði?
Wæshington — 4. desember — AP
KONA, sem fyrir þremur
vikum var bitin af leðurblöku
og sýndi augljós byrjunar-
einkenni hundaæðis, var í
dag útskrifuð af sjúkrahúsi
Georgetown — haskóla.
Hundaæði í mönnum hefur
hingað íil verið talið ólækn-
andi og án undantekningar
banvænt þegar fyrstu ein-
kenni hafa á annað borð náð
að koma í Ijós. Læknar gera
sér nú vonir um að tekist hafi
að lækna umrædda konu, en
henni var gefið lyfið Interfer-
on.
Að vísu segjast læknarnir
ekki geta skorið úr því fyrir
víst hvort leðurblakan hafi
raunverulega smitað konuna
af hundaæði, eða hvort byrj-
unareinkennin hafa verið af
öðrum orsökum.
Interferon er próteinlyf,
sem reynst hefur gagnlegt í
viðureign við margskonar
vírussjúkdóma.
29277
EIGNAVAL
Sólvallagata 3ja herb.
Góö íbúö á 1. hæð, nýjar
innréttingar, ný teppi, laus
næstu daga.
Holtsgata 2ja herb.
Góð íbúö á 1. hæö. Verö 20
millj.
Barónsstígur 3ja herb.
Rúmgóö íbúö á 3. hæð. Verð
23-24 millj.
íbúðir í smíðum
2ja herb. m/bílskúr
í sex íbúöa húsi viö Nýbýlaveg.
Aðeins 2 íbúöum óráöstafaö.
Verö 20,5 millj. Beöiö eftir láni
húsnæöismálastjórnar. íbúöirn-
ar eru til afhendingar í júní á
næsta ári. Traustur byggingar-
aöili. Teikningar á skrifstofunni.
Hverfisgata — 3ja herb.
íbúö á jaröhæö meö sér-
inngangi og sérhita. íbúöin er til
afhendingar tilbúin undir tré-
verk og málningu eftir ca. 2
mánuöi. Verö aöeins 19,6 millj.
Beöiö eftir láni húsnæöismála-
stjórnar. Teikningar á skrif-
stofunni.
Eignir óskast
a. 3ja herb. íbúö meö aukaher-
bergi í kjallara.
b. 3ja herb. góöa íbúö, má vera
hvar sem er í borginni.
c. 3ja herb. úrvals íbúö í
nágrenni miöborgarinnar.
d. sérhæö æskileg í Vestur-
borginni.
e. raöhús á einni hæð meö
bílskúr í Fossvogi.
Skipti á raöhúsi á pöllum í sama
hverfi koma til greina.
EIGNAVAL ./<
Miðbæjarmarkaðurinn
Aðalstræti 9
sími: 29277 (3 línur)
Grétar Haraldsson hrl.
Slgurjón Arl Slgurjónsaon s. 71551
Bjarni Jónsson s. 20134.
Ingolfsstrasti 18 s. 27150
I Við Austurbrún
■ Vorum aö fá í sölu eina af
■ þessum vinsælu íbúðum ca.
I 60 ferm. Góö útb. nauðsyn-
■ leg.
I í Vesturbæ
* Úrvals 6 herb. endaíbúð. 4
j svefnh. Sér hiti. Bílskúr.
I Ódýrar eignir
I Ca. 40 ferm. 2ja herb. ris.
| Útb. 6 millj. Laust.
I Ca. 40 ferm. húsnæöi í
■ Vesturbæ.
| Einstaklingsíbúö eöa skrif-
■ stofa.
| Raðhús
| m/ bílskúr
i Ca. fokhelt á Seltjarnarnesi.
j Einbýlishús
j 6 herb. auk bílskúra.
j Höfum fjársterkan
j kaupanda að sérhæð. Tilbú-
1 inn aö kaupa strax. Mjög
I mikil útb.
Benedikt Halldórsson sölustj.
Hjalti Steinþórsson hdl.
Gústaf Þór Tryggvason hdl
ÞURFIÐ ÞER HIBYL/
★ Efra-Breiöholt
2ja herb. falleg íbúö á 2. hæö.
Sérstaklega vandaðar innrétt-
ingar. Bílskýll.
★ Kjarrhólmi
3ja herb. mjög falleg íbúö á 1.
hæö. Þvottaherb. í íbúöinni.
★ Hjallabraut Hf.
3ja herb. góö íbúö á 2. hæö.
Laus 1. febr.
★ Smáíbúðahverfi
4ra herb. sérhæö. Laus strax.
★ Kapla-
skjólsvegur
5 herb. íbúö á tveimur hæðum.
Tvær samliggjandi stofur. Fal-
legt útsýni.
★ Raöhús
Mosfellssveit
Húsiö er kjallari, tvær hæðir og
bílskúr. Ekki alveg fullfrágeng-
iö.
Austurbrún
2ja herb. falleg íbúö í lyftuhúsi.
Framnesvegur
Ný 3ja herb. íbúð á 2. hæö,
bílskúr.
HÍBÝLI & SKIP
Garðastræti 38. Sími 26277
Gísli Ólafsson 20178
Málflutningsskrifstofá
Jón Ólafsson hrl. Skúli Pálsson hrl.
29555
Höfum í einkasölu
mjög vandaöa 3ja—4ra herb. íbúð viö Stórageröi
ásamt bílskúr. íbúöin er í mjög góöu standi. Laus
mjög fljótlega. Bein sala.
Eignanaust v/ Stjörnubíó.