Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
10
CTA
EGILL VILHJÁLMSSON H.F. ÁRA:
Fyrirtækið Egill Viihjálmsson hefur nýlokið við bygííinKU ofan á húsið við Laugavejj.
Alls hefur verið byggt yfir
235 langferðabíla auk fjölda
húsa á minni bíla og þá
sérstaklega jeppa. Árið 1941
voru settir saman 108 Dodge
bílar, sem ríkið hafði keypt,
en þeir urðu innlyksa í
stríðsbyrjun í Englandi.
Samsetningarvinnan aflaði
fyrirtækinu mikils álit.s
vegna góðs skipulags og
vandvirkni. Fyrstu starfsár-
in voru starfsmenn þrír auk
eiganda, en nú eru þeir um
80. Greidd vinnulaun námu
árið 1930 rúmum 32 þúsund
krónum, 1953 voru þau rúm-
ar 4 milljónir króna og árið
1978 voru vinnulaun alls yfir
190 milljónir. Starfsgreinar
fyrirtækisins í dag eru þess-
ar: Bílaviðgerðir, bílamálun,
renniverkstæði, smurstöð,
glerskurður og slíping,
bílayfirbyggingar, bílainn-
flutningur og varahlutasala.
Hefur fyrirtækið nú umboð
fyrir American Motors Corp.
sem framleiða jeppa og
Concord fólksbíla er áður
hétu Rambler.
í janúar 1935 tók Egill
Vilhjálmsson fyrsta nemann
í bifvélavirkjun og hafa nú
182 iðnnemar lokið prófi hjá
fyrirtækinu í bifvélavirkjun,
rennismíði, bifreiðayfirbygg-
ingum og bifreiðamálun.
Margir starfsmanna hafa
verið hjá fyrirtækinu ára-
tugum saman og hefur þeim
er starfað hafa 30 ár verið
fært að gjöf úr og hafa 18
starfsmenn fengið slíka við-
urkenningu og 6 menn hljóta
hana á þessum tímamótum.
Egill Vilhjálmsson var for-
stjóri fyrirtækisins frá upp-
hafi og til dauðadags 1967, en
forráðamenn þess nú eru
Sigurður Egilsson og Matthí-
as Guðmundsson.
Viniiulaimiii liaia hækkað úr
32 þúsundiun í 190 miUjómr
FYRIRTÆKIÐ Egill
Vilhjálmsson hí. í
Reykjavík er 50 ára um
þessar mundir en Egill
Vilhjálmsson stofnaði
það hinn 1. nóvember
1929. Var aðsetur þess
fyrst að Grettisgötu
16—18, en fluttist
síðan að Laugavegi 118
þar sem byggt hafði ver-
ið yfir starfsemina. Er
þar nú nýlokið við að
byggja ofan á hornhúsið
og er það komið í það
form sem upphaflega
var ætlað.
Árið 1932 var farið að
byggja yfir langferðabíla á
verkstæði Egils Vilhjálms-
sonar og ári síðar byggt yfir
fyrsta strætisvagninn, en
Egill Vilhjálmsson var einn
stofnenda SVR og eigandi
þar til Reykjavíkurborg
keypti félagið árið 1943. I
frétt frá fyrirtækinu kemur
m.a. eftirfarandi fram um
starfsemina þessi ár:
Árið 1915, Egill Vilhjálmsson undir stýri á RE 2.
Einn af fyrstu langferðabilum er byggt var yfir.
Á iðnsýningu 1952 voru sýnd likön af vögnum og jeppum sem
Vilhjálmssonar smiðaði.
fyrirtæki Egils