Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
Hans W:son Ahlmann:
„í ríki Vatna-
jökuls“
ALMENNA bókafélagið hefur gef-
ið út bókina „f ríki Vatnajökuls —
á hestbaki og skíðum“ eftir Hans
W:son Ahlmann í þýðingu Hjartar
Pálssonar. Bókin fjallar um
sænsk-íslenzkan Vatnajökulsleið-
angur 1936 en tveimur árum áður,
1934, hafði eldfjallið Grímsvötn-
Svíagígur gosið og dreyft öskulagi
yfir gervallan jökulinn. Auk
Ahimanns, sem er landfræðingur
að mennt, tóku þátt í leiðangrin-
um Jón Eyþórsson, veðurfræðing-
ur, Carl Mennerfelt, Sigurður Þór-
arinsson og Jón frá Laug.
Bókin fjallar að meginefni um
þennan leiðangur. Hún lýsir í lif-
andi máli ferð á jökul, samfélagi
þeirra fjórmenninga í „stríði og
barningi, hvíld og leik“. Þá er í
bókinni einkar skemmtileg frásögn
af ferð Jóns og Ahlmanns um
Skaftafellssýslu Dr. Sigurður Þór-
arinsson skrifar eftirmála.
11
V ef naður
Barbro
Gardberg
í BÓKASAFNI og á göngum
Norræna hússins eru sýnd
óvenjuleg listaverk, gerð í vefn-
að. Ég man ekki eftir að hafa séð
hér í borg áður vefnað, sem
gerður er á sama hátt og uppi-
staða þessarar sýningar. Ekki
kann ég að nefna slíkt á
íslenskri tungu, en þeir í Finn-
landi munu nefna slíkan vefnað
„transparent - vefnað“. Ekki tek
ég neina ábyrgð á þessari nafn-
Mvndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
gift, en hún gefur í skyn, hvernig
þessi verk eru unnin. Þessi verk
minna svolítið á okkar eigin
hluti frá fyrri tímum, en eru
samt miklu litglaðari og hafa
ósvikinn svip af sveita-list á
Norðurlöndum. rosband och
plockaband kallar vefarinn þessi
verk sín, og 74 verk eru skráð í
sýningarskrá enda er nokkuð
þröngt á þingi þarna á göngun-
um og í bókasafninu og allt rými
notfært til hins ýtrasta.
Eins og ég hef oft tekið fram
hér í blaðinu, er kunnátta mín í
vefnaðarfræðum ekki til fyrir-
myndar, svo að ekki sé meira
sagt. Ég hef ekki tæknilega
kunnáttu til að dæma um, hvort
hlutir eru afbragðs vel gerðir
eða ekki. Samt fannst mér þarna
koma fram mikið handverk og
sérstakt. Barbro Gardberg hefur
í mörgum verka sinna lagt mikla
áherslu á mynstur og gerir því
mjög góð skil með takmarkaðri
litanotkun, sem gefur verkum
hennar yfirbragð menningar og
hreinleika. Þessir gegnsæju
hlutir eru sérlega aðlaðandi, og
ekki fer í verra er listakonunni
dettur í hug að láta form leiða
hugann að hesti eða fugli. Bendi
ég í þessu sambandi á verk nr.
25, sem mér geðjaðist sérlega vel
að. Fínleikinn í þessum verkum
fer heldur ekki framhjá manni.
Efnið, sem notað er, fellur með
eindæmum að myndbyggingu og
mynstri. Þetta eru að mínum
dómi mjög fallegir hlutir, sem
bera vott um næma tilfinningu
listakonunnar fyrir listrænni
sameiningu efnis og handverks.
Ég hafði ekki síður ánægju af
strimlunum, sem ég nefni hér
rósabönd. Þau eru auðvitað af
allt öðrum toga en hin gegnsæju
verk, en hafa sín áhrif og gegna
sannarlega sínu hlutverki á
þessari sýningu. Ég er sannfærð-
ur um, að þessi sýning á eftir að
vekja verðskuldaða eftirtekt, og
ég verð ekki einn á báti með að
hafa ánægju af því, er þessi
finnska listakona kemur í heim-
sókn með
Við skulum vona, að haldið
verði áfram að sýna okkur ýmis-
legt á göngum og í bókasafni
Norræna hússins. Þessi hug-
mynd er ágæt og gegnir þörfu
hlutverki. Ég held, að ég hafi
fagnað þessu framtaki áður hér í
blaðinu.