Morgunblaðið - 06.12.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.12.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 París — Ekki eru það marg- ar islenskar stúlkur, sem taka þverflautuna sina og spila i „Metró“, — brautargöngum neðanjarðarlestanna — fyrir fólk sem leið á um. Guðrún Sigríður Birgisdóttir er ein þeirra. Hún er 23 ára Reykvíkingur og leggur stund á flautuleik i Paris, en er auk þess trúnaðarmaður Síne í París. Áður en hún brá sér til Parisar, var hún i einkatimum hjá Manuelu Wiesler. Einnig var hún einn vetur við nám hjá Per Öien við tónlistarháskól- ann i Ósló. Hún er komin með diplóma frá Ecoles Normale de Musique de París, þar sem hún er við nám nú. Flautukennar- inn hennar er enginn annar en F. Caratgé, sem sjálfur lærði hjá Gaubert, og Myse, svo hún er i góðum tengslum við flautu- söguna. Ég spurði Guðrúnu af hverju París hefði orðið fyrir valinu. — Ætli það séu ekki einhverj- ir heimskonukomplexar, svarar hún og deplar öðru auganu. ÍSLENSKA STÚLKAN I „METRONUM" Tónleikarnir hafnir. Flautað í kapp við lestarnar Hvernig er að vera náms- maður í París? — Skrykkjótt,en gaman að fá yfirfærsluna sína — og hún brosir um leið. Hugsarðu þér að setjast að heima að loknu námi, Guðrún? — Það væri gaman að spila heima, ef nokkur von er um vinnu. Spilarðu opinberlega í París? — Já, í „Metró", og af og til falla til konsertar. Hefur fólk sem leið á um „Metró“ tíma til að stoppa og hlusta? — Já, ef maður spilar vel. Annars er þetta fólk góðir hlust- endur, og svo finnst mér gaman að spila fyrir Jón Jónsson á götunni. Stundum kemur það fyrir, að löggan kemur til að reka okkur burt, því ég og vinur minn Martial, sem ég spila oftast með, höfum ekki leyfi. Þá er ekki um annað að ræða en að láta sig hverfa. Reglulega skemmtileg, þegar fólkið bannar löggunni að reka okkur burtu. Er bannað að spila á Metró? — Nei, en það eru bara 70 pláss veitt, og núna er þriggja ára biðlisti. Enginn hefur rétt til að spila nema hafa þetta leyfi og verður því frá að hverfa er löggan kemur. Hvað er það besta og skemmtilegasta við París? — Skemmtilegasta og besta er hvað París er góður skóli í heildina. Með þessum orðum kveð ég Guðrúnu og óska henni góðs gengis í Metró í framtíðinni. — Anna Nissels (k Almenna bókafélagið. Austurstræti 18 — sími 19707. Skemmuvegi 36, Kópavogi — Simi 73055. í ríki Vatnajökuls segir frá leiöangri höfundarins og Jóns Eyþórssonar á Vatnajökul voriö 1936. í för með þeim voru íslendingarnir Siguröur Þórarinsson, þá nemandi Ahlmanns, ferðagarþurinn Jón frá Laug og tveir ungir Svíar. Auk þess höfðu þeir meöferðis 4 Grænlands- hunda, sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér meðal almennings ennþá meiri athygli en mennirnir. í fyrri hlutanum segír frá lífinu á jöklinum „í stríði og í barningi, hvíld og leik“. Seinni helmingurinn er einkar skemmtileg frásögn af ferð þeirra Jóns og Ahlmanns um Skaftafellssýslu. í ríki Vatnajökuls er sígilt rit okkur íslendingum, nærfærin lýsing á umhverfi og fólki, furöuólíku því sem viö þekkjum nú, þó að ekki sé langt um liðið. Tónleikar í Keflavíkur- kirkju á jólaföstu Orgeltónleikar verða n.k. fimmtu- dagskvöld 6. des. í Keflavíkur- kirkju og hefjast kl. 20. Einleikari er Antonio D. Corveiras. Corveiras er organisti við Hallgrímskirkju í Rvk., en kennir á píanó og orgel við Tónlistarskóla Keflavíkur. Hann hefur tvívegis áður haldið tónleika í kirkjunni. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda og má þar nefna orgelverk eftir A. Cald- ara, Murchhauser, Marcello, Schumann, Brahms og Widor. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Á sunnudaginn 9. des. verður aðventusamkoma í kirkjunni með hljóðfæraleik og söng. Nemendur úr tónlistarskóla Keflavíkur sjá um fjölbreytta dagskrá. Hljóm- leikarnir hefjast kl. 17. Fólk er hvatt til þess að hlýða á þessa hljómleika og eiga kyrrláta stund í kirkjunni á jólaföstu. (Fréttatilkynning) Aðventukvöld í Landakotskirkju NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld efnir Félag kaþólskra leikmanna til aðventukvölds í Kristskirkju í Landakoti, kl. 8.30 síðdegis. Séra Ágúst K. Eyjólfsson flytur ávarp, Ragnar Björns- son leikur Gotneska svítu eftir L. Boellmann, Nína Björk Árnadóttir les ljóð, Kirkjukór Langholtskirkju syngur, Edda Björgvinsdóttir les úr mið- aldakvæðum, Manuela Wiesler leikur á flautu við undirleik Ragnars Björnssonar, Aríu í D eftir J.S. Bach og Ave María eftir Bach/Gounod, Björgvin Magnússon les jólaguðspjallið og kirkjugestir syngja að lok- um jólasálminn Hljóða nótt eftir Matthías Jochumsson við lag Fr. Grubers. Að sjálfsögðu eru allir vel- komnir á þetta aðventukvöld. AUGLÝSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.