Morgunblaðið - 06.12.1979, Side 21

Morgunblaðið - 06.12.1979, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Leiðin til nýrrar vinstri stjórnar Yið framsóknarmenn boðuðum að okkur mætti treysta og mér er ofarlega í huga að standa við það,“ sagði áfmngrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins í viðtali við Tímann í gær um úrslit kosninganna. Með þessum hætti ítrekar formaðurinn heitstrengingar sínar frá því fyrir kosningar, að hann vilji, að mynduð verði vinstri stjórn að nýju. Nú að loknum kosningum eru þessar viðræður að hefjast undir forystu Steingríms Hermannssonar. Morgunblaðið spurði hann hvort stjórnarmyndun kynni ef til vill að dragast fram á næsta ár og Steingrímur svaraði: „Það væri óskaplegt... Það verður að vera komin stjórn fyrir jól, fjárlög og allt er óafgreitt. Þetta rekur allt á reiðanum.“ Hér hefur verið dreginn upp ramminn um það, sem framundan er í íslenskum stjórnmálum. Undir forystu Framsóknarflokksins munu vinstri flokkarnir setjast á rökstóla og kanna forsendur fyrir framhaldi á samstarfi sínu, sem splundraðist vegna grundvallarágreinings fyrir tveimur mánuðum. Og maðurinn sem stendur við orð sín ætlar að ljúka verkinu fyrir jól. En eru nokkrar líkur á því, að þessir þrír flokkar, sem hér koma við sögu, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, nái saman og finni málefnagrundvöll, þar sem „allir endar eru fastir" eins og talsmenn þessara flokka orða það? Yfirlýsingar þríflokkanna hafa annars vegar einkennst af ástarjátningum í garð vinstra samstarfs hjá framsóknar- mönnum og kommúnistum og hins vegar af ístöðuleysi og ósamhljóða málflutningi alþýðuflokksmanna. Alþýðublaðið segir réttilega í forystugrein í gær: „Reynslan af síðasta stjórnarsamstarfi sýndi að Alþýðubandalagið var, að óbreyttri stefnu, óstjórnhæfur flokkur. Kosningaúrslitin hafa í engu breytt þessum staðreyndum." Og í Morgunblaðinu segir Lúðvík Jósepsson um Framsóknarflokkinn í síðustu ríkis- stjórn: „Hafi nokkur flokkanna þriggja verið að skipta um skoðun fram og til baka og hlaupið á milli og sýnt festuleysi, þá var það Framsóknarflokkurinn. Því held ég þótt hann komi sterkur út nú, að það breyti ekki samstarfsmöguleikunum, nema síður sé.“ Það er grunnt á því góða í samskiptum vinstri flokkanna. Þeir sitja í raun á svikráðum hver við annan, þótt í orði sé látið líklega um samstarf í ríkisstjórn. Miklu meiri skyldleiki er á milli stefnu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins en framsóknarmanna og kommúnista. Það voru framsóknar- menn og alþýðuflokksmenn, sem knúðu kommúnistana til fylgis við efnahagslögin í apríl s.l. Þegar Lúðvík Jósepsson talar um „vinstra prógram" er hann að senda þau boð til framsóknarmanna, að þeir verði að breyta um stefnu. Með yfirlýsingum sínum fyrir og eftir kosningar hefur Steingrímur Hermannsson lokað sig inni í herkví. Hann hefur skapað sér þá stöðu, að með smáskærum færir Alþýðubanda- lagið sig upp á skaftið og þröngvar honum til að fórna stefnu sinni fyrir vinstri stjórn, eða Steingrímur hættir að standa við stóru orðin. En forysta Framsóknarflokksins er tvískipt. Ólafur Jóhannesson mun bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Honum væri það ekki á móti skapi, að Steingrímur missti fótanna á svellinu. Þá gæti Ólafur siglt inn í tómarúmið eins og honum er lagið. í fyrstu atrennu munu framsóknarmenn og kommúnistar eigast við. Þeir leyfa Alþýðuflokknum að vera tvíátta eins lengi og þeim hentar. Þegar þeir hafa komist að niðurstöðu verða Alþýðuflokknum settir afarkostir í krafti verkalýðs- hreyfingarinnar, og þá verður hann feginn að fá skjólið. Þessi mynd, sem hér hefur verið dregin, er ekki fögur. Og ef til vill fer ekki allt fram eins og hér er spáð, en séu kennileitin skoðuð nú að lokum kosningum, er augsýnilegt, að með köpuryrðum hver í annars garð reyna vinstri flokkarnir að komast aftur í ráðherrastólana. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins: „í mínum huga er það stór spurning, hvað illind- in milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins rista djúpt. Persónulega er ég miklu hræddari við þau en málefnaágreininginn," sagði Steingrímur Her- mannsson, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi eftir að forseti íslands hafði falið honum að hefja við- ræður milli stjórnmála- flokka til myndunar meirihlutastjórnar, en Steingrímur sagði Mbl. að hann myndi byrja á því að rita formönnum Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags bréf og óska eftir þátttöku þeirra í slíkum viðræðum. Mbl. spurði Steingrím fyrst álits á þeim ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar í leiðara Alþýðublaðsins, að hann teldi Frú Halldóra Eldjárn tekur á móti Steingrími Hermanns- syni á Bessastöðum í gær. Ljósm. mm. r»x. Hræddari við illindin en málefnaágrei ninginn vandséð, hvern hlut Alþýðuflokk- urinn getur átt í stjórnarmyndun- artilraunum Framsóknarmanna. „Mér er ljóst, að Jón Baldvin var einn áhrifamesti maðurinn á bak við stjórnarslit Alþýðuflokksins," sagði Steingrímur. „Það verður þá bara að koma í ljós. En ósköp finnst mér þetta undarleg af- staða. Ég skal að vísu ekkert um það segja, hvernig þeir Alþýðu- flokksmenn meta úrslit kosn- inganna. Sjálfur get ég þó ekki séð annað en að tap þeirra byggist á óánægju manna með þátt Al- þýðuflokksins í stjórnarslitunum. Hvort þeir svo meta stöðuna þannig, að hinir óánægðu séu þar með farnir og flokkurinn beri því enga skyldu þeirra vegna, skal ég ekki segja um. Ég mat viðræðurn- ar í síðustu ríkisstjórn svo, að við og Alþýðuflokkurinn værum ákaflega nálægt hvor öðrum og í því, sem ég hef séð og heyrt frá Alþýðuflokksmönnum síðan, er ekkert nýtt, sem viðræður okkar í milli ættu að stranda illilega á. Ég held að það sé ákaflega erfitt fyrir þá að rökstyðja það, að þeir séu ekki til viðræðu um nýja vinstri stjórn. Ég held að þeir verði fyrst að leggja fram ein- hverjar tillögur og sjá svo til, hvernig mál þróast." Hvað með Alþýðubandalagið? Nú virtist Lúðvík fyrir kosn- ingarnar ekkert yfir sig hrifinn af stefnu ykkar Framsóknarmanna í efnahagsmálunum. „Já, Lúðvík sagði nú bara að það væri ekki við neinn vanda að etja í efnahagsmálunum. Hann sagði nú líka fyrir kosningarnar í fyrra að það væri enginn vandi í landbúnaðinum. Menn ættu bara að borða meira kjöt. Ég held að Lúðvík skilji það bara ekki, að það verður aldrei nein kaupmáttar- aukning og aldrei nein fram- leiðniaukning, ef verðbólgan á að gleypa alla viðleitni manna til að bæta hag sinn og rekstur. Mér hefur oft þótt sem Lúðvík gerði sér ekki grein fyrir hinum ýmsu hliðaráhrifum verðbólgunn- ar. Ég held hins vegar að ýmsir yngri menn Alþýðubandalagsins séu skilningsbetri að þessu leyti.“ Hefur þú eitthvað nýtt í poka- horninu, sem í þínum huga gerir það líklegra að Framsóknarflokk- ur, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag geti starfað saman eftir kosningar en fyrir þær? „Ekki vil ég segja það. Mér er ljóst að það eru ýmsir erfiðleikar á þessu. Og við verðum að ganga betur frá hlutunum, en síðast. I mínum huga er það stór spurning hvað illindin milli Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandalagsins rista djúpt. Persónulega er ég miklu hræddari við þau en málefna- ú.agreininginn." Nú ræddu Alþýðubandalags- menn um það áður en stjórnin féll að þeir myndu taka varnarmálin ákveðið upp í sambandi við end- urskoðun samstarfsyfirlýsingar stjórnarinnar. Áttu von á því, að varnarmálin verði nú erfiðari viðfangs en þau voru við myndun síðustu vinstri stjórnar? „Ég lít svo á, að efnahagsmálin eigi að hafa algjöran forgang. Hvort varnarmálin komi eitthvað öðru vísi inn í myndina nú en síðast, skal ég ekkert um segja. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að við eigum að taka virkari þátt í ákvörðunum um það, hvaða varn- ir eru okkur nauðsynlegar. Við eigum ekki bara að viðurkenna að núverandi fyrirkomulag sé eitt- hvað endanlegt. Við eigum að meta þessi mál og ræða við okkar samstarfsþjóðir um það, hvernig við getum verið virkari þátttak- endur í okkar vörnum. Ég segi það alveg hreinskilnislega að mér er það pína að þurfa að horfa á her hér í landi. En ég legg áherzlu á góða samvinnu við okkar sam- starfsþjóðir og það er fjarri mér að vilja ísland þannig varnar- laust, að við bjóðum aukinni hættu heim. Ég legg því áherzlu á að öryggismálanefnd stjórnmála- flokkanna starfi áfram og að við getum á grundvelli hennar starfs lagt þessi mál niður fyrir okkur og metið þau í ljósi þess.“ Nú leggur þú í myndun meiri- hlutastjórnar. Hvað finnst þér um hugmyndir sem fram hafa komið um minnihlutastjórn? „Ég er ákaflega ragur við það. Það verður allavega að liggja alveg ljóst fyrir, að möguleikar á meirihlutastjórn séu ekki fyrir hendi, áður en menn fara að ræða í alvöru um minnihlutastjórn. Satt að segja hef ég ekki viljað leiða hugann að þessum mögu- leika.Ég fæ ekki séð annað en að slík stjórn yrði alltaf undir hamr- inum og það eru engin starfsskil- yrði til að vinna bug á þeim vanda, sem við er að glíma." En þú hefur orðað þjóðstjórn- armöguleika? „Já, ég hef slegið honum fram. Hins vegar fæ ég ekki séð, eins og málin standa nú, að hann sé raunhæfur möguleiki. Mér sýnist svo mikið bera í milli Sjálfstæðis- flokksins og annarra flokka. Hins vegar vil ég ekki útiloka það, að menn vildu ýta öllu öðru til hliðar og mynda þjóðstjórn til einhvers ákveðins tíma og þá til að ná verðbólgunni niður. En ég tel vinstri stjórn án efa betri kost en þjóðstjórn." Hvað með þær raddir, að þessar kosningar verði að vera þær síðustu að óbreyttu fyrirkomu- lagi? „Við Framsóknarmenn teljum eðlilegt að auka hlut þeirra, sem búa hér í þéttbýlinu. Við leggjum hins vegar áherzlu á að menn hafi í huga hinn geysilega aðstöðumun milli þéttbýlisins og dreifbýlisins. Við megum til dæmis ekki horfa fram hjá þeim rökum dreifbýl- ismanna að þeir standi að miklum hluta þjóðarframleiðslunnar. Við erum til viðtals um breyt- ingar, en við erum ekki til viðtals um höfðatölureglu. Það mætti til dæmis auka jafnvægið með því að flytja uppbótarþingsætin suður. Ég er ákaflega óhress með allt tal um enn aukinn fjölda alþingis- rnanna." Hvernig tilfinning er það þér að standa nú með umboð til stjórn- armyndunar í höndunum? „Þessi mál hafa öll þróazt töluvert hraðar á síðustu mánuð- um, en ég hugsaði mér nokkurn tímann. Mér er langt frá því nokkuð kappsmál það eitt að mynda ríkisstjórn.Ég vil ekki mynda ríkisstjórn, sem mistekst. Þess vegna mun ég leggja áherzlu á, að það verði sem bezt gengið frá öllum málum. Mér er efst í huga núna, hversu geysilega mikil ábýrgð það er að standa með þetta umboð í hönd- unum. Ég finn ekki fyrir neinni sigurtilfinningu." fj- Bernard Levin: Hver hefði látiö sér detta í hug að Portúgal, af öllum stöðum, ætti eftir aö verða vettvangur einhverra merkilegustu og mikilvægustu stjórnmálaumræðna nútímans? Til dæmis ég. Að sjálfsögðu gladdist ég þegar Spinola hers- höföingi steypti einræöisstjórn Salazars og Caetanos af stóli, eins og sjálfsagt allir frelsisunnendur, en sérstaklega var ég þó ánægöur með það hve fljótt og hreint var gengið til verks. Það sannaöi nokk- uð, sem ég hef verið að halda fram lengst af ævinnar, — aö þeir, sem búa við kúgun valdstjórnar, geri sér grein fyrir því og séu vansælir með slíka stjórn. Kannski liggur þetta í augum uppi, en ég get fullvissaö ykkur um það, að margir þeirra, sem ræða og rita um þessi mál, og hafa verið að því aö minnsta kosti jafnlengi og ég, eru alls ekki þessarar skoöunar. Þeir halda því til dæmis fram, að enda þótt Sovétkerfið kunni ekki aö henta okkur, þá séu Sovétmenn ánægöir með þaö. Þeir segja líka að apart- heid-stefnan í Suöur-Afríku sé án efa mjög ömurleg, en þrátt fyrir það kunni blökkumenn þar í landi vel viö þá stefnu, aö Mussolini hafi tekizt að sjá til þess að járnbraut- arlestirnar héldu áætlun, að víet- namska þjóðin elski og virði leiö- togana, sem halda henni í þrælkun, og aö Portúgalir séu sælasta þjóö jarðar, eins og haldið var fram áöur en bylting Spinolas sannaöi á einni nóttu, að það var ein samfelld lygaþvæla. (Ein af mörgum ástæö- um fyrir því aö ég óska þess aö frelsi veröi komið á í Sovétríkjunum er sú sannfæring mín að þessar röksemdir eigi einnig viö þar. En ég geri mér grein fyrir því aö biö kunni að verða á því aö sönnunin komi í Ijós.) Nú hefur komiö í Ijós, aö Portú- galar hafa ekki látið staðar numið við byltinguna, heldur eru þeir í þann veginn að sanna annaö, ekki síður merkilegt og mikilvægt. Þótt tokaúrslit liggi ekki fyrir í þingkosn- ingunum, er samt Ijóst að kosn- ingabandalag hinna hófsömu stjórnmálaafla í landinu, Lýðræöis- sambandið, mun hafa nauman en óumdeilanlegan meirihluta á þingi. (Reyndar búa Portúgalir viö strangt hiutfallskerfi, svo þess vegna er ekki síöur ánægjulegt aö fá svo skýr úrslit, en því hefur löngum veriö haldið fram að þetta kosn- ingakerfi komi í veg fyrir aö nokkur stjórnmálaflokkur geti fengiö meiri- hluta atkvæða.) Varðandi úrslitin er það athyglis- verðast aö veruleg sveifla er frá þeim linku-sósíalisma, sem stjórn Soaresar hefur haft að leiöarljósi, og þannig hafa veriö tekin af tvímæli um aö sú skoöun er röng, sem hingaö til hefur verið mjög útbreidd, að ekki sé hægt að stjórna ríki, sem til mjög skamms tíma bjó við valdstjórn, öðru vísi en með ríkisforsjá á flestum sviöum. Þessi rökléysa er augljós, þegar af þeirri ástæðu, að þaö var einmitt sú stefna sem hafnað var meö byltingunni. Ríkisforsjá var forsend- an fyrir ófrelsi þjóðarinnar fram að þeim tíma, og í hvert sinn sem Soares tók að viðra innantómt orðagjálfur síns útþynnta Marx- issambandið vill veita tækifæri til aukins frelsis í efnahagsmálum, samfara hinu pólitfska frelsi, og þaö sem meira er, það er verulegt útlit fyrir aukið svigrúm á báöum sviö- um. Ýmsir, sem ánægðir eru með úrslit portúgölsku kosninganna, eru samt undrandi á niðurstööunni, og halda því fram að lýðræöið sé enn svo ungt í landinu, að vart sé við því að búast aö kjósendur hafi fengið ráðrúm til aö skilja hvaö frelsi sé í raun og veru, hvaö þá að þeir hafi vit á að krefjast þess að það verði aukið. Þetta er hugleysishjal. Mannskepnan, hvort sem hún er portúgölsk, sovézk eða brezk, þarf ekki frekar að láta kenna sér að frelsið sé henni fyrir beztu, fremur en sjálft sólskinið. (Auk þess hafa Portúgalar fengiö sex ára reynslu af sósíalisma, og þaö er nógu langur tími til að sjá að sú stefna er einskis nýt). En við Bretar höfum öðrum fremur ástæðu til að láta okkur vel líka sveifluna í Portúgal. Það eru ekki margir mánuðir síðan við fórum eins aö ráði okkar, og um þessar mundir er harðar vegið að slíkri afstööu kjósenda en ég man eftir aö hafi verið gert í þessu landi, og eru þá umbætur Attlee-stjórnar- innar ekki undanskildar. (Hliöstæð- ar árásir á ráðstafanir þeirrar stjórnar hófust reyndar langtum síðar en nú hefur gerzt). Baráttan hér í landi stendur milli ríkisstjórnar, sem fékk verulegan meirihluta í frjálsum kosningum annars vegar, og þeirra hins vegar, sem eru staðráönir í að koma í veg fyrir, að þessi sama stjórn komi stefnumálum sínum í framkvæmd. í síðari hópnum eru að sjálfsögðu samankomnir þeir, sem vilja eyði- leggja lýöræðið í Bretlandi, sem kannski er ekki undarlegt þegar haft er í huga að ef stjórnin kemur málum sínum fram mun óhjá- kvæmilega dragast á langinn aö valdadraumar hans rætist. Því miö- ur, fyrir þessa menn, eru margir af andstæöingum stjórnarinnar menn, sem vilja að lýöræðið standist, enda þótt þeir skipi sér fremst í flokk þeirra, sem vega að stjórn- inni, af persónulegum ástæðum og framagirni. Enn aðrir í þessum hópi eru pólitískir hugleysingjar, sem geta ekki horfzt í augu við það að með þögninni einni saman fylla þeir flokkinn og Ijá honum styrk. Af þeim ástæöum, sem ég hef rakið hér, held ég því fram, að Bretar hafi ástæðu til að hugga sig við það, sem er að gerast í Portúgal. Það mál, sem nú er hvaö ósleitilegast reynt að kæfa hér, eru einmitt þau mál, sem krafizt er að komið veröi í framkvæmd í Portú- gal. Frelsið, sem hér á í vök að verjast, er í sókn í Portúgal. Hræðslan hefur gripið ýmsa mál- svara frelsisins hér, en í Portúgal eru menn að hrista hana af sér. Eg, fyrir mitt leyti, fagna afstöðu portú- galskra kjósenda ekki einungis af því að þeir eru að heimta meira frelsi, heldur einnig vegna þess að þeir minna okkur um leið á það að viö erum nýbúnir aö því sama, og þaö leggur okkur þær skyldur á herðar að hika ekki við að fylgja sókninni eftir. isma, svo sem yfirlýsingar um aö útiloka þyrfti kapitalisma ef takast ætti að forða því að Portúgal kæmist á ný undir einræðisstjórn, þá þokaði hann landinu einmitt nær því að svo yrði, þrátt fyrir þaö að hann segöist vera fylgjandi iýöræöi. Það er þessi stefna, sem kjós- endurnir höfnuðu með því að kjósa bandalag Carneiros, í kosningum þar sem kjörsókn var með fádæm- um góö, eða yfir 87% (sjálfur hef ég margoft skrifað um þaö sem ég nefni pólitíska Döppler-stefnubreyt- ingu, en það er þegar miðlína i pólitík er komin svo langt til vinstri í huga þeirra, sem fjalla um stjórn- mál á opinberum vettvangi, að allt sem er fjær sósíalisma en skoðanir t.d. Normanns Atkinsons, er flokk- að undir hægri öfgastefnu, ef ekki hreinræktaöan fasisma. Þótt svo vilji til aö Carneiro sé leiðtogi flokks sósíal-demókrata í Portúgal telja vinstri sinnaöir stjórnmálaskýrend- ur í Bretlandi hann jafnan til hægri sinna, og það líöur sjálfsagt ekki á löngu áður en hann verður sakaöur um aö ætla að koma á fót nýju Salazar-einræöi, en í framhaldi af því verður því eflaust haldið fram aö hann sé búinn aö því). Þrátt fyrir þetta virðist mér dóm- ur kjósenda í Portúgal verulega uppörvandi fyrir okkur hér í Bret- landi — og kannski ennfremur fyrir okkur en aðrar þjóðir. Þegar ein- ræöinu var varpað fyrir róða fylgdi í kjölfariö mjög hættulegt tímabil, og um stund leit jafnvel út fyrir það aö enn verra einræöi en Salaizar-stjórn væri framundan, sem sé kommún- ískt einræöi, því að kommúnistar sigldu þá hraöbyri inn í helztu áhrifastööur í landinu. Hættan leiö hjá og frjálsræöi komst á í stjórn- málum. Það hefur haldizt hingað til. En þegar olnbogabörnin voru búin að fá smáskammt af frelsi fengu þau kjark til að biðja um meira, og þaö er eins og í sögunni um Oliver Twist að Bumble, í gervi sósíalist- anna, komst ekki upp með að neita þeim um það. Sjálfsagt gera Portú- galar sér grein fyrir því að Lýðræð- Hinir nýju stjórnmálaleiötogar í Portúgal — Freitas do Amaral, Francisco Sa Carneiro og Ribeiro Teles. Úrslitin í Portúgal - sveifla í lýðræðisátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.