Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 22

Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 22 Góð sala hjá Framnesi I Þingeyri, 5. desember. TOGARI okkar Þingeyringa Framnes I. seldi i siðustu viku afla í Bretlandi. Aflaverðmætið var um 53 þúsund sterlingspund, eða sem næst 45 milljónir króna. Byggingarframkvæmdir við nýtt sláturhús ganga samkvæmt áætlun og verður það væntanlega fokhelt fyrir áramót, en í bígerð er að taka um % hluta þess í notkun á næsta ári. Veður hefur verið ágætt undan- farna daga og færðin um fjörðinn er mjög góð, enda hefur snjóað óvenjulega lítið í vetur. Félagslíf hefur verið mjög líflegt í vetur, kvenfélagið sprellfj- örugt, bridgefélagið Gosi hefur haldið nokkur spilakvöld og Lionsklúbburinn hefur starfað vel. — Hulda. Vitni vantar að ákeyrslu FIMMTUDAGINN 29. nóv- ember s.l. var ekið utan í bifreiðina R-61967, sem er rauðbrúnsanseruð af Datsun 120-gerð, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Hagkaup í Flóamarkaður Ananda marga ANANDA-marga-hreyfingin heldur flóamarkað, kökubasar og jólamarkað næstkomandi laugar- dag 8. desember í Lindarbæ. Verður markaðurinn opnaður kl. 15. Þá er öll fimmtudagskvöld kynning á starfsemi hreyfingar- innar í Aðalstræti 16. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMOTA Adalstræti 6 simi 25810 Skeifunni á tímabilinu kl. 15—16. Vinstri framhurð var skemmd. Stór brúnn bíll var á stæði við hliðina og bakkaði út úr stæðinu og er jafnvel talið að hann hafi rekist utan í bílinn. Þeir, sem upplýsingar geta veitt um þetta mál eru beðnir að hafa samband við rannsóknadeild lögreglunnar í síma 10200. Leiðrétting í LOÐNUSKÝRSLUNNI, sem birtist í Mbl. í vikunni var ekki rétt farið með afla Súlunnar EA. Skipið fékk 11.002 lestir á vertíð- inni en ekki 10.002 eins og sagði í blaðinu. Ætlunin var alls ekki að taka þúsund tonn af skipverjum á Súlunni, en prentvillupúkinn er víða á ferð og í þessu tilviki er við hann einan að sakast. Grafik og bækur í Listmunahúsinu í LISTMUNAHÚSINU, Lækjargötu 2, hefur verið opnuð sýning á grafiskum verkum eftir fjórar konur, en þær eru: Ingunn G. Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Jónína Lára Einarsdóttir og Lísa K. Guðjónsdóttir. Öll verkin eru til sölu. Með sýningunni hefur ver- ið opnaður bókamarkaður á vegum bókabúðar Braga, og verða þar seldir meira en eitt þúsund titlar af eldri bókum á góðu verði, og er um að ræða bækur bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin og markaðurinn verða opin á venjulegum verzlunartíma fram til jóla. Hámarks öryggi Sterkar og léttar í ásetningu ERLAU snjókeðjurnar eru framleiddar úr sérhertu galvaniseruðu stáli. ERLAU keðjurnar eru sérlega léttar í ásetningu, sitja þétt og kyrfilega og henta öllum tegundum hjólbarða. Hægt er að setja þær á ökutæki sem þegar er fast í snjó. Mynstur þeirra tryggir hámarks rásfestu.ekki sístgegn hliðarrennsli. Hentugar umbúðir ERLAU keðjurnar eru seldar í sterkum og handhægum plasttöskum með leið- beiningum um ásetningu og viðhald. Æfingadekk Til þess að þú getir öðlast leikni í ásetningu á ERLAU áður en í alvöruna er komið, verða æfingadekk til staðar á eftirtöldum stöðum: bensínsölum ESSO Ægissíðu og Ártúnshöfða og á Akureyri. lágmarks fyrírhöfn! Sölustaðir: Bensínstöðvar ESSO í Reykjavík og víða um land. Teikningar, sögur og ljóð i jóla- lesbók barnanna Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hafa umsjónarmenn Barna- og fjölskyldusíðunnar farið þess á leit við lesendur, að þeir sendi sem fyrst teikningar, sögur, Ijóð og annað frumsamið efni, sem tengt er jólum og nýári. Verður valið úr því efni sem berst og það birt á aðventunni, jólunum og í upphafi nýs árs. Er það von umsjónarmanna, að börn og fullorðnir bregðist skjótt við og sendi frumsamið efni hið skjótasta og má það bæði vera til skemmtunar og fróðleiks, t.d. gátur, leikir, ljóð, frásögur o.fl. Sendið efnið til Barna- og fjölskyldusíðunnar, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.