Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 27 Borgarstjórn samþykkir: Byggingu B4Imu Borgarspítala hraðað Á síðasta fundi borgarstjórnar urðu nokkrar umræður um til- lögu sem að Páll Gislason (S) flutti í borgarstjórn, en hún varðaði B-álmu Borgarspítalans. Fyrstur tók til máls Páll Sig- urðsson. Hann sagði: „Nú þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir 1980 er í burðarliðunum vil ég vekja athygli á samþykkt heilbrigðisráðs þar sem áhersla er lögð á nauðsyn þess að haldið sé áfram byggingu B-álmu Borg- arspítalans, en hún er ætluð til að vera miðstöð fyrir sjúkraþjónustu fyrir aldraða og þá sérstaklega til að bæta úr hinni brýnu þörf fyrir sjúkrarými fyrir aldraða." Síðan rakti Páll nokkuð sögu þessarar álmu og ræddi um að þörfin á sjúkrarúmum fyrir langlegusjúkl- inga væri orðin mjög brýn. Þá sagði Páll að fjöldi þeirra öldruðu sjúklinga sem ekki væri hægt að komast hjá að leggja inn á spítala færi ört vaxandi. Síðan sagði Páll: „Við verðum að leggja megin áherslu á að haldið verði áfram með byggingu B-álmu Borgarspít- alans. Eg veit að við eigum undir högg að sækja með fé frá Alþingi og ríkisstjórn, þegar kemur til afgreiðslu fjárlaga, en ef við, borgarfulltrúar erum sannfærðir um framgang þessa verkefnis, þá eigum við að geta sannfært þing- menn og ríkisstjórn um að þetta mál þoli ekki bið.“ Síðan bar Páll upp eftirfarandi tillögu: Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkir að leggja megináherslu á að haldið verði áfram og hraðað byggingu B-álmu Borgarspítalans. Borgar stjórn telur að nauðsyn á auknu sjúkrarými fyrir aldraða sé svo brýn, að þetta verkefni verði að vera forgangsverkefni á sviði heil- brigðismála á næsta ári. Að máli Páls loknu tók til máls Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl). Hún sagði að Borgarspítalinn ætti að vera heilbrigðismiðstöð fyrir borgarbúa og að þetta verkefni, þ.e. B-álmuna ætti að taka fram fyrir önnur ný verkefni. Hún kvaðst hafa áhyggjur af því að ekki fengist nægilegt fé til bygg- ingarinnar hjá næsta Alþingi, en hvatti til þess að tillagan yrði samþykkt. Þá tók til máls Sigurð- ur E. Guðmundsson (A). Hann tók mjög í sama streng og Adda og hvatti til að tillaga Páls yrði samþykkt. Fyrst að fá grænt ljós hjá ríkinu Næstur tók til máls Albert Guðmundsson (S). Hann sagði að ekki væri hægt að hefjast handa við þessa byggingu fyrr en fjár- framlag ríkisins væri tryggt. Fyrst yrði að fá grænt ljós hjá ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU ríkinu. Albert sagðist sammála tillögu Páls, svo framarlega sem að hún gengi ekki á einn eða annan hátt á aðrar byggingar- framkvæmdir fyrir aldraða. Þá vildi Albert ekki viðurkenna að byggja þyrfti sérstakt sjúkrarými fyrir aldraða, þeir ættu sama rétt til sjúkrahússpláss og aðrir borg- arar. Adda Bára Næstur tók til máls Kristján Benediktsson (F). Hann kvaðst sammála tillögu Páls, og taldi brýnt að haldið yrði áfram bygg- ingu B-álmunnar. Hins vegar sagði Kristján að hinn fyrirhugaði niðurskurður fjárlaga sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði á stefnu- skrá sinni myndi trúlega koma niður á B-álmunni. Hann sagði að ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda að kosningum loknum myndi niðurskurðurinn koma niður þar sem síst skyldi. Þá beindi Kristján þeirri fyrirspurn til Birgis ísl. Gunnarssonar hvort niðurskurður upp á 35 milljarða kæmi ekki niður á heilbrigðisþjón- ustunni í landinu. Birgir ísl. Gunnarsson (S) svar- aði fyrirspurn Kristjáns. Hann sagði það rétt að eitt af stefnu- mörkum Sjálfstæðisflokksins væri að skera ríkisútgjöldin niður um 35 milljarða. Sjálfstæðismenn hugsuðu sér að þetta yrði gert í fjórum þáttum fjárlaga. Fyrst bæri að telja niðurgreiðslur; þar væri niðurskurður áætlaður 7 milljarðar. Þá væru það lækkuð framlög til fjárfestingarmála um 5 milljarða. Síðan væru það ýmsir framkvæmdaliðir um 10 milljarð- ar og loks ýmis rekstrarsjóðsgjöld í fjárlögum, um 12 milljarðar króna. Þá sagðist Birgir reikna með því að flestir þættir fjárlaga fyndu fyrir þessum niðurskurði. Að máli Birgis loknu var tillaga Páls borin undir atkvæði og var hún samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Sigurður E. Albert Kristján Birgir ísl. Páll SHARP „Linytron litmyndaiampi Hinn sérlega hannaöí útbúnaöur í geislamóttakaranum notar svartar ióöréttar Itnur sem gefa skýrari og eöiilegri lit sem aldrei virkar ,upplitaður“. Micro móttakararnir eru sam- settir úr sem fæstum hlut- um til aö tryggja minnst mögulegt viöhald, en eru jafnframt orkusparandi og þurfa minni hitun Sjáandi myndstillir Skýrieiki, litur og skarpleiki að- laga sig aö birtu herbergisins sjálfvirkt. 10 cm. breiður hljómmikill hátalari HL JOMDEILD Hin nýja hönnun SHARP á hátalarakerfi á engan sinn l&a, hvað varöar skýran tón. Mynd og tal birtast á fjórum sekúndum og þar með spar- ast dýrmæt orka. SHARP tækin eru líka til með einfaldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.