Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 Þykkvabæjarbjúgu Þykkvabæjarbjúgu eru seld í eftirtöldum verzlunum: Kaupfélagi Árnesinga, Selfossi. Kjörbúöinni Hólagaröi, Lóuhólum 2—6, Reykjavík. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar, Laugavegi 2, Reykjavík. Matvælabúöinni, Efstasundi 99, Reykjavík. Verzluninni Vogaver, Gnoöavog 44—46, Reykjavík. Verzluninni Vöröufell, Þverbrekku 8, Kópavogi. Afuröasala Fr. Friörikssonar, Þykkvabæ. Á öðrum verzlunarstööum eru Þykkvabæjarbjúgu ekki til sölu. Afuröasala Fr. Friðrikssonar Þykkvabæ. t ...... _ 1 Demantshringar Draumaskart KJARTAN ASMUNDSSON Gullsmíðav. — Aðalstræti 8 í desember drögum við út vinninga að fjárhæð yfir 1 milljarð króna. Þá er hæsti vinningur 5 milljónir. Þú færð 25 milljónir ef þú átt trompmiðann en 45 milljónir ef þú átt alla miðana. Endurnýjaðu því tímanlega. 12. flokkur 9 @ 18 — 36 — 1.224 — 7.065 — 26.028 — 5.000.000- 1.000.000,- 500.000- 100.000- 50.000- 25.000- 45.000.000.- 18.000.000- 18.000.000- 122.400.000- 353.250.000- 650.700.000- 34.380 54 1.207 350.000 - 75.000 - 4.050.000- 34.434 1.211.400.000- ViðdrögumH.des. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna FURUMARKAÐUR IVÖRUMARKAÐNUM Rúllustatíf kr. 10.700.- Fatahengi Hornskápur kr. 20.200.- frá kr. 113.500- (322H Furuvegghillur 4 stærðir frá kr. 4.800- 20° 60o Veggfatahengi 2 stærðir frá kr. 22.600.- Blómagrindur — Blómasúlur — Furuborð — Diskarekkar — Vegghankar — Skógrindur — Vegg korktöflur — Veggskápar — Kryddhillur — Kollar — Rúm — Skrifborð — Veggein- ingar. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A Sími 86112. Minning: Frímann Hólm Hauksson Orð eru ltils megnug þegar æskufélagi fellur frá óvænt og skyndilega. Okkur kunningja Frímanns setti hljóða þegar þær fregnir bárust, að hann hefði látist í Danmörku þann 14. októ- ber s.l. í einfeldni okkar vildum við í fyrstu ekki trúa, efinn gagntók okkur, og lái okkur hver sem vill. Við bjuggumst alltaf við Frímanni aftur. í hugum okkar hafði hann rétt brugðið sér frá og var væntanlegur innan tíðar. Við töldum víst við tækjum í höndina á honum einhvern daginn til að bjóða hann velkominn, og ekkert okkar óraði fyrir að við hefðum þegar kvatt hann í síðasta sinn. Enginn veit hvenær lagt er uppí síðustu ferð, og þegar vinur hefur endað ferð sína svo fljótt, er erfitt fyrir okkur hin sem eftir stöndum að sannfæra okkur um að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Skömmu eftir stúdentspróf, sem Frímann lauk vorið 1974 frá M.R. hélt hann til Danmerkur og stund- aði þar nám í skipatæknifræði. Því námi hefði hann lokið um mitt næsta ár hefði honum enst aldur til. Skapferli Frímanns var þannig varið, að honum var ekki gjarnt að flíka tilfinningum sínum og lítið gefið um gaspur eða látalæti. Hann var dagfarsprúður og hægur og skipti ekki skapi af minnsta tilefni. Honum var lítið í mun að láta á sér bera og hirti ekki um vinsældir eða hylli á neinn máta. Af þessum sökum hafa eflaust margir haldið, sem samferða urðu Frímanni, að hann væri dulur og erfitt að kynnast honum. Það má kannski til sanns vegar færa, en við sem umgengumst hann mest, vissum hins vegar vel hvern mann hann hafði að geyma og að þar fór ljúfur drengur og góður, sem við eigum öll góðar minningar um. í annað sinn á skömmum tíma er höggvið skarð í fjölskyldu Frímanns. Móðir hans Rósa María og systkini, Kristján, Kristín og Haukur, mega nú horfa á eftir elsta syni og bróður en haustið 1977 dó faðir þeirra og eiginmaður Rósu Maríu, haukur Hólm Krist- jánsson loftskeytamaður, liðlega fimmtugur að aldri. Það eru mis- jafnar byrðar lagðar á herðar hvers og eins í lífinu og ástvina- missir er þungur kross að bera. En það er hins vegar staðreynd að erfiðleikar þroska mennina og stækka, og þótt Rósa María og börn hennar eigi um sárt að binda sem stendur, mun harmur þeirra nú, sjálfsagt verða til að styrkja þau og efla þegar fram í sækir. Að síðustu biðjum við Rósu Maríu og börnum hennar guðs blessunar og sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við geymum öll minninguna um góðan dreng. Sæmundur og Steindóra, Júlíus og Þóra, Magnús, Óskar, Stefán, Birna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.