Morgunblaðið - 06.12.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.12.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 stunda í lífi mínu, enda var þá fjölskylda Dennu flutt til Reykja- víkur á ný eftir kennslu- og toll- varðarstarf úti á landi. Á stríðsár- unum var líf fjölskyldu Dennu erfitt, erlendur her í landinu og vinna oft af skornum skammti. Vilhelm andaðist á heimili sínu 1. janúar 1941, að því er virtist í blóma lífsins og stóð nú móðirin ein eftir með dóttur sinni. En það var fjarri þeim að bugast þótt missir heimilisföðurins væri sár og því var sú vinna sótt sem fékkst. Denna var námfús og framagjörn og því braust hún til frekara náms til Ameríku, en hafði áður eignast son, sem er starfandi dýralæknir hér á Islandi. Það var ekki lítið átak fyrir 16 ára stúlku að brjótast til náms á erlendri grund, en hún var ákveðin og lét ekkert aftra sér frá ákvörðun sinni. Það var i Bandaríkjunum sem hún haslaði sér völl og sóttist allt nám bæði fljótt og vel. Þannig að hver menntagráðan tók við af annarri. Málanám og allt sem að því laut varð hennar óskanám og sökum hæfileika hennar og keppn- isáhuga varð hún að lokum doktor í samanburðarbókmenntum. Nú tóku kennarastörfin við í samanburðar- bókmenntum bæði við háskóla í Bandaríkjunum og um hríð einnig við Tunghai University í Taicung á Taiwan (Formósu) uns hún aftur gerðist háskólakennari í Bandaríkj- unum (prófessor) eftir lát manns síns sem fyrr segir. Til Bandaríkj- anna bauð Denna móður sinni á heimili sitt og manns hennar á árunum 1948—1950 og dvaldist hún hjá þeim nokkur ár, en kom síðan heim aftur til íslands. En mikil og innileg bréfaskipti átti hún við dóttur sína, jafnvel oft í viku, öll þau ár er hún lifði og Denna var líka óspör á að skrifa heim til hennar, mín og okkar allra og senda gjafir meðan tök voru á á afmælum og stórhátíðum. Hið einstaklega innilega samband rofnaði því ekki og var það bæði móður og dóttur mikils virði, þar sem fjarlægðin milli þeirra var svona mikil. Olöf orti þá mikið af ljóðum til hennar, sem einungis voru í handriti og því vafalaust glötuð, en ljóð þau sem hún sendi mér utanlands frá á ég í handriti og svaraði þá gjarnan í sömu mynt eftir mætti. Og þannig leið tíminn fljótt, já alltof fljótt. Denna kom heim til íslands í sumarleyfi sínu árið 1970 og gat þá einnig verið hér heima með móður sinni Ólöfu og móðursystur ásamt okkur, mér og minni fjölskyldu á afmælisdegi móður sinnar sem var 7. júní það ár, en þá varð Ólöf 75 ára. Þá hélt hún líka opinberan fyrirlestur á vegum Háskóla íslands í samanburðarbókmenntum og vakti sá fyrirlestur og þessi viðburður verðskuldaða athygli og var afar fjölsóttur. En Dennu auðnaðist líka að vera við dánarbeð móður sinnar ásamt okkur, nokkr- um vikum síðar. Það var henni mikil reynsla að sjá fyrst móður sína eftir mörg ár, fagnandi á hátíðardegi sínum og síðar að vera við andlátsbeð hennar og bálför í Fossvogskirkju, en í þeim garði hvílir aska hennar. Saman sáum við Denna kerið með ösku Ólafar falla niður í móður jörð. Lífi skáldkon- unnar Ólafar, móður Dennu, var lokið eftir gleðirík ár, viðburðarík ár og reynsluár eins og flestir verða að reyna á lífsleiðinni. Eftir stóð þá og stendur enn móðursystir Dennu og fóstra mín, ein eftirlifandi 5 systra, og nú nær 89 ára gömul, að heimili sínu Hverfisgötu 28 hér í borg. Minning Dennu er minning um afburða námskonu gædda mörgum þeim bestu eiginleikum er mann prýða, hjálpfýsi, tryggð og vináttu við ástvini sína og alla þá er bágt áttu i lífinu, söng- og tónlist- arhæfileika og einstaka eiginleika til að gera öðrum lífið og samveru- stundirnar ánægjulegar og ógleym- anlegar, þar sem söngur og tónlist réðu ríkjum, einkar innihaldsrík og uppbyggjandi. Allt þetta er henni nú þakkað að leiðarlokum. Á besta aldursskeiði hefur hún nú verið burtkölluð á vit ástvina sinna, sem farnir eru héðan á undan henni meira að starfa Guðs um geim. Móðursystir hennar, Jórunn Jóns- dóttir, ég og mín fjölskylda eigum nú um sárt að binda svo og aðrir aðstandendur. En umhyggju henn- ar, tryggð og vináttu munum við geyma í hjörtum okkar sem dýran fjársjóð alla ævi í von um bjarta og ástríka endurfundi bak við móðuna miklu. Að lokum skal hér þessum fátæklegu orðum mínum lokið með síðasta erindi úr kvæði Ólafar móður Dennu er hún orti um Dennu 31 er hún var barn og birtist í ijóðabók hennar „Engill rninn" útgefinni 1946 og ber titil bókarinnar. Betri grafskrift er ekki hægt að fá frá móður sinni. Erindið er svona: -l>á krýp ég niAur klökk og hljoö við hvita rúmstokkinn. Hún sefur ennþá sæl ok rjóð með sigurbros á kinn Hve forsjón sú var göfug. góð. sem gaf mér engil minn.4* Þorsteinn Sveinsson Felagsmalastofnun Reykjavikurlíiorgar 'Í> Vonarstræti 4 simi 25500 Félagsstarf aldraðra Félagsstarf fyrir aldraöa á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hefst aö Lönguhlíö 3, föstudaginn 7. des- ember n.k., kl. 13:00 og að Furugerði 1, 11. desember n.k., kl. 13:00. Fyrst um sinn verður starfinu háttaö sem hér greinir: Langahlíð 3. Á mánudögum verður ýmis konar handa- vinna. Á föstudögum verður opið hús, spilað á spil o.fl. Furugerði 1. Á þriðjudögum verður opið hús, spilað á spil, o.fl. Á fimmtudögum verður ýmis konar handavinna. í tengslum við þessa starfsemi verður jafnframt tekin upp ýmis konar þjónusta við aldraða, fótaðgerðir, hárgreiðsla, aðstoð við að fara í bað, bókaútlán o.fl. Félagsstarfið er opiö öllum öldruðum, jafnt þeim sem búa í viðkomandi húsum sem utan þeirra. Allar upplýsingar gefnar á staðnum og í síma 86960. Tvær ómótstæðilegar með WILLIE NELSON Hin þýöa rödd Willie Nelson, hefur aldrei notiö sín betur en á þessum tveim frábæru plötum, enda eru þær öllum tónlistarunnendum ómissandi. Stardust Á plötunni „Stardust" syngur Willie Nelson á sinn óviðjafnanlega hátt, nokk- ur fallegustu lög allra tíma. M.a. perlur eins og All of Me —- Blue Skies — Sunny Side of the Street — Georgia On My Mind — Unchained Melody — o.fl. Verð kr. 8.750.- Pretty Paper Glæný jólaplata. Willie Nelson glæðir nokkur sígild jólalög nýju lífi meö flutningi sínum á þessari einstöku jólaplötu, sem tvímælalaust er ein besta jólaplata er litið hefur dagsins Ijós. Meöal þeirra laga sem er aö finna á Pretty Paper er m.a. White Christmas — Jingle Bells — Rudolf the Red Nosed Reindeer — Santa Claus is Coming to Town —■ Frosty the Snowman — Oh Little Town of Betlehem. Verð kr. 8.750.- ( KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22 Heildsöludreifing sUiAorhf •imar 85742 — 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.