Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 38

Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 Valsmenn í ham F'yrirliði Hauka Andrés Kristjánsson kominn i gegn um vörn Vals. Stefán Gunnarsson og Steindór fylgjast spenntir með. Ljósm. Rax. Liverpool sigraði LIVERPOOL tryggði sig í undan- úrslitin i enska deildarbikarnum er liðið sigraði Norwich 3—1 f gærkvöldi. Fyrir Liverpool skor- uðu Kenny Dalglish eitt og David Johnson tvö. Kevin Reeves skor- aði eina mark Norwich þremur mínútum fyrir leikslok. Úrslit annarra leikja urðu þessi: West Ham - Nott. Forest 0-0 Arsenal - Swindon 1-1 Grimsby - Wolves 0-0 Það var Alan Sunderland sem skoraði fyrir Arsenal sem var heppið að ná jafntefli á móti 3. deildar liðinu. DANSKA 2. deildar liðið AB lék Evrópubikarleik gegn Axel Axelssyni og félögum hans hjá Griin Weiss Dankersen fyrir skömmu. Leikurinn fór fram i Gladsaxehallen og verður eink- um í minni hafður fyrir þær sakir hve lítið var skorað í leiknum. Leikurinn endaði 9—9, staðan í hálfleik var 4—4. Axel Axelsson var markhæstur í liði Dankersen, en Jón Pétur Jónsson kom minna við sögu. ( HandknalllBlKur KR-HK í kvöld EINN leikur fer fram í 1. deild íslandsmótsins i handknattleik i kvöld. Það er viðureign KR og HK, en leikurinn hefst í Laugar- dalshöllinni klukkan 18.50. KR-ingar virðast vera mjög að ná sér á strik, sbr. sigur liðsins gegn Fram um síðustu helgi. HK hefur hins vegar enn ekki hlotið stig i mótinu og átt i miklum erfiðleikum. Reikna verður því með sigri KR, en ekkert er þó hægt að fullyrða frekar en fyrri daginn. Aðalfundur KKR AÐALFUNDUR KRR verður að Hótel Loftleiðum i kvöld og hefst kl. 20.00. Stjórnin. ^piiini'iiimi —fc llppóttirl ÞEIR riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Val í gær- kvöldi Haukarnir úr Hafnarfirði þrátt fyrir að þeir léku á heima- velli með hóp af áhorfendum sem studdu lengst af vel við bakið á þeim. Valsmenn sigruðu í leikn- um með sex marka mun 26—20, og hefði sá sigur vel getað orðið stærri eftir gangi leiksins. Valsmenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, en þá var um tíma niu marka munur á liðunum. Varnarleikur Ilauka var afar slakur og markvarsla í fyrri hálfleik var ekki fyrir hendi. Þá vörðu markverðirnir ekki eitt einasta skot. Ekki eitt. Haukar ætla ekki að leika eins vel í vetur og reiknað hafði verið með. Fyrstu 10 mínútur fyrri hálf- leiksins voru jafnar. Andrés skor- aði fyrsta rriark Hauka eftir að Valsmenn höfðu misst boltann í hraðaupphlaupi. Jón H. Karlsson jafnar fyrir Val en Haukar ná aftur forystunni með marki Árna Sverrissonar. En upp úr því fór að halla undan fæti hjá Haukum. Þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aður var staðan orðin 9—3 fyrir Val. Og áfram héldu þeir að hakka Haukana í sig og náðu mest níu marka forskoti á 24. mínútu leiks- ins, 15—6. Þá var eins og að þeir slökuðu aðeins á og Haukar ná að minnka muninn niður í sex mörk áður en góðir dómarar leiksins, þeir Karl Jóhannsson og Oli 01- sen, flautuðu til hálfleiks. Haukar — Valur 20—26 Þrátt fyrir að lið Hauka reyndi eftir mætti að bíta frá sér í síðari hálfleiknum var aldrei neinn vafi á hvort liðið var betra og hvorum megin sigurinn myndi hafna. Spurningin var aðeins hversu stór hann yrði. Á 40. mínútu leiksins var staðan 19—12, og þá fóru Valsmenn að leyfa sér það að skjóta úr óyfir- veguðum færum og vera kæru- lausir um stund. Það gengur yfirleitt ekki. Og Haukar tóku að minnka muninn og náðu að koma honum ofan í fjögur mörk 15—19. Þá tóku Valsmenn aftur við sér og breyttu stöðunni á skömmum tíma í 23 mörk gegn 15 eða átta mörk sér í hag. Síðustu 10 mínút- urnar skiptust liðin svo á að skora, en aldrei skapaðist nein veruleg stemmning í leiknum vegna yfir- burða Vals. Valsmenn léku þennan leik vel. Bestu menn liðsins voru Brynjar Kvaran markvörður og Þorbjörn Jensson sem átti sinn langbesta leik í vetur. Var mjög sterkur bæði í vörn og sókn. Virðist hann vera að ná sér á strik eftir þau meiðsli sem háð hafa honum í upphafi keppnistímabils. Þá var Bjarni Guðmundsson góður, afar fljótur leikmaður sem hefur gott auga fyrir því sem er að gerast á vellinum. Valsliðið í heildina er greinilega að ná sér verulega á strik. Lið Hauka er ekki sérlega sann- færandi. Hvað veldur er ekki gott að segja. Baráttan hjá liðinu virðist í lágmarki. Varnarleikur slakur og markvarsla var engin í fyrri hálfleik, en stórlagaðist í þeim síðari. Þórir Gíslason átti nokkuð góðan leik að þessu sinni, svo og Stefán Jónsson. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Haukaliðið verður að bíta betur frá sér en þetta, ætli það sér fleiri stig í vetur. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. íþróttahúsið Hafnarfirði. Haukar—Valur 20—26 (10—16) MÖRK HAUKA: Þórir Gíslason 8 (4 v), Stefán Jónsson 4, Andrés Kristjánsson 3, Árni Sverrisson 2, Árni Hermannsson 1, Hörður Kristjánsson 1, Ingimar Haralds- son 1. MÖRK VALS: Þorbjörn Jensson 7, Bjarni Guðmundsson 7, Þorbjörn Guðmundsson 4 (2 v), Steindór Gunnarsson 3, Jón H. Karlsson 2, Stefán Gunnarsson, Björn Björnsson 1 mark hvor. Og loks Stefán Halldórsson 1 úr víti. BROTTVÍSUN AF LEIKVELLI: Björn Björnsson og Þorbjörn Jensson báðir úr Val í 2 mín hvor. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Hörður Harðarson skaut í stöng á 17. mínútu. ÁHORFENDUR: 770. - þr. Axel skoraði þriójung markanna! Skrílslæti í Höllinni Skoraði Axel 3 mörk af níu, einn þriðja. Leikurinn var sannarlega hörkuspennandi og átökin í varn- arleik beggja liða minntu á ragna- rök. Fredricia KFUM var einnig í sviðsljósinu í Evrópukeppninni, lék á útivelli gegn CSKA frá Búlgaríu. Austanmennirnir unnu léttan sigur, 26—19, eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 11—8 CSKA í vil. „ÞETTA getur ekki gengið svona áfram. Öryggi okkar dómara er ekki lengur tryggt vegna skrílsláta — þæði leikmanna og áhorfenda. Ég sýndi Marvin Jackson rauða spjaldið vegna orðbragðs sem ég ætla ekki að hafa eftir. Og svona var hann búinn að láta allan leikinn. Ég mun að sjálfsögðu kæra hann og svo erum við að hugsa um að kæra KR vegna óláta áhorfenda,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson dómari eftir viðureign Vals og KR í gærkvöldi. Valur sigraði Geir Þorsteinsson KR í baráttu við Ágústsson. þá Jón Steingrimsson og Kristján Mynd Mbl.: RAX 75—71 en það sem öðru fremur setti svip sinn á leikinn voru skrilslæti. Ekki bara áhorfenda, heldur og leikmanna og forráða- manna liða. Það er nú svo komiö að banda- rísku leikmennirnir í körfunni eru að snúa íþróttinni í einn allsherjar sirk- us. Jackson fékk rauða spjaldiö í gærkvöldi. Hann reyndi að sparka til Guðbrands eftir leikinn auk þess sem hann haföi orðbragð, sem eins og dómarinn sagði — ekki er hægt að hafa eftir. I gærkvöldi var þaö Jackson sem missti stjórn á skapi sínu — sannleikurinn er að þetta er næsta algengt í körfunni í dag. Þaö fer bara eftir hvaöa bandaríski leik- maður tapar hverju sinni. Þeir missa iðulega stjórn á skapi sínu — þeir eru að eyöileggja íþróttina. Þeim á ekki að líðast þetta lengur — forusta KKÍ hefur séö í gegnum fingur sér allt of lengi. Þetta byrjaði með hnefa- höggi Trukksins um árið. Síöan hefur hver vitleysan rekið aðra. Og alltaf eru bandarísku leikmennirnir í miöju vitleysunnar. En þaö er ekki bara aö bandarísku leikmennirnir láti eins og trúðar á vellinum. Þetta smitar út frá sér. Forráöamenn liðs KR létu eins og krakkar, höföu allt á hornum sér. Leikmenn KR mótmæltu dómum sí og æ. Beggja hlutur var þeim lítt til sóma. Ekki að KR sé einhver undan- tekning, aö þeir séu svona slæmir. Þegar Valsmenn unnu nauman sigur á ÍR um helgina þá var einn forráöa- manna þeirra rekinn út í sal fyrir grófan munnsöfnuö. Nú unnu Vals- menn — þeir voru ánægöir. Þeir héldu til búningsherbergja. KR-ingar mótmæltu. En þetta gengur allt of langt. Þessir menn hafa allt á hornum sér. Þetta smitar út til fjöldans, til áhorf- enda, — óharðnaöra unglinga, sem auðvelt er að æsa upp. Eftir leikinn réöust þeir að dómurum með skrílslátum. 50 króna peningum rigndi yfir dómarana þar sem þeir stóðu viö borð tímavarða. Og þeir fengu sinn skerf í sig svo blæddi úr höfði Guðbrands — skríllinn lét skammaryrðum rigna yfir þá félaga. Vegna þess aö þeirra liö tapaði og þeir þurftu aö láta óánægju sína í Ijós, eins og forráðamenn og leik- menn. Já, ófögur lýsing — en sönn því miöur. Svo koma forráöamenn fé- laga og segja — nú skulum við flytja inn lakkskótrúða frá Ameríku vegna þess aö dómararnir hér heima eru svo lélegir. Það var réttilega orðað hjá blaðamanni Vísis þegar hann kallaði þetta hnefahögg í andlit dómarastéttarinnar, móögun viö þá menn sem starfa að þessum málum. Nei, þaö sem gera þarf er einfalt — leikmenn, íslenzkir og bandarískir, forráðamenn liða — þessir menn eiga að fara að sjá sóma sinn í því aö haga sér eins og menn en ekki eins og krakkar í sandkassaleik, ausandi skít og svíviröingum. Þessir menn veröa að gera sér grein fyrir því aö þeir eru fyrirmynd, því hvað ungur nemur gamall temur — þaö sem þeir hafa fyrir óhörðnuð- um unglingum er apað eftir. Körfu- knattleiksíþróttin er aö sigla inn í blindgötu, sem hún kemst ekki útúr nema alvarlega sé tekið á þessu máli. Það getur verið að þessir menn vilji drama — þaö laði áhorfendur aö, eins og raunar einn forráða- mannanna sagöi viö undirritaðan fyrir ekki löngu síöan. En þetta er bara ekki einkamál forráöamanna og leikmanna — þetta er miklu víötæk- ara. Og dómararnir eru ekki skaðvald- arnir eins og forráöamenn ýmissa félaga vilja vera láta. Þeir Guöbrand- ur Sigurðsson og Þráinn Skúlason dæmdu vel í gærkvöldi. Ungir og upprennandi dómarar. En því miöur lítur svo út sem þeir fái ekki aö þroska hæfileika sína. Eöa eins og Guöbrandur sagöi eftir leikinn: „Maöur getur ekki staðið í þessu svona lengur. Þaö er ekki bara aö svívirðingum rigni yfir mann, nú er öryggi manns í hættu.“ Valsmenn sigruöu 75—71 eftir að hafa lengst af yfir. Þeir höfðu yfir í leikhléi 41—29 en KR komst yfir um miöjan stðari hálfleik, 59—53. Síöan ekki söguna meir, Valsmenn náðu forustu 61—60, síöan 69—62. KR-ingar náöu aö jafna á síöustu mínútunni, 71—71, en síöustu tvær körfurnar voru Vals. Spennandi leik- ur en ekki að sama skapi vei leikinn. STIG VALS SKORLÐU: Tim Dwyer 21, Þórir Matrnússon 18, Rikharður Hrafnkels- son 9, Kristján Ágústsson 15, Torli Ma«n- ússon 6 og Jón Steingrimsson 4. STIG KR: Marvin Jackson 30, Jón Sigurfts- son 15, Garðar Jóhannsson 16. Gunnar Jóakimsson 4, Birgir Guðbjðrnsson 2, Geir Þorsteinsson 2. ÁHORFENDUR 730. H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.