Morgunblaðið - 08.12.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
afgreiðslusal á 2. hæð hússins, en
sem kunnugt er hefur lögreglan í
Kópavogi 1. hæð hússins til af-
nota.
Þjófavarnakerfi gaf þegar
merki til lögreglunnar, og handtók
lögreglan í Kópavogi innbrotsþjóf-
ana rétt er þeir höfðu skriðið inn
um gluggann. Ekki hafði innbrots-
þjófunum gefist ráðrúm til að
athafna sig inni í húsinu og ekki
valdið öðru tjóni en smávægi-
legum skemmdum á gluggaum-
búnaði.
Voru mennirnir afhentir Rann-
sóknarlögreglu ríkisins sem flutti
þá í fangelsið við Síðumúla og tók
að sér framhaldsrannsókn máls-
INNLENT
Jólasveinar nokkrir skemmtu vegfarendum í miðborg Reykjavíkur í gær sem
komu í verslunarerindum á útimarkaðinn og fengu þeir hinar bestu móttökur hjá
eldri sem yngri. Ljósm. Rax.
TVEIR ungir menn, sem brutust
inn í skrifstofu bæjarfógetans i
Kópavogi aðfaranótt s.l. fimmtu-
dags hafa verið úrskurðaðir í
gæzluvarðhald til 12. desember.
Leikur grunur á því að þeir hafi
fleiri afbrot á samvizkunni og
þótti nauðsynlegt að hefta för
þeirra á meðan rannsókn færi
fram á málinu.
Þjófarnir brutu upp glugga á
Flugleiðir:
Pílagrímaílugi lokið
— Ein DC-8 leigð til Cargolux
PÍLAGRÍMAFLUGI Flugleiða í
ár átti að ljúka i gær en þá var
DC-10 þota félagsins í síðustu
ferð sinni frá Jeddah í Saudi —
Arabiu til Surabaja i Indónesiu
og er hún siðan væntanleg til
Luxemborgar um kl. 14:30 i dag.
Breiðþotan fer þá í tveggja daga
skoðun, en síðan á hún að hefja
beint flug milli Luxemborgar og
New York samkvæmt þeim breyt-
ingum á vetraráætlun sem til-
kynnt hefur verið um og greint frá
í Mbl. Ein DC-8 þota félagsins sem
verið hefur í leigu að undanförnu
hjá Seabord og Air Bahama hefur
verið leigð næstu þrjá mánuði til
Cargolux. Fylgja henni 4 áhafnir
og verður vélin næstu 3 mánuði
notuð í vöruflutningum fyrir
Cargolux og hefst leigutíminn
núna í desember. Hinar tvær DC-8
þotur félagsins verða notaðar í
Norður—Atlantshafsfluginu og
flugi milli íslands og Norðurlanda
ásamt annarri Boeing vélinni, en
hin er í leiguflugi í Guatemala
fram á næsta ár.
Flest starfsfólk Flugleiða er
starfað hefur að pílagrímafluginu
er væntanlegt til landsins með
áætlunarvél frá Luxemborg
síðdegis í dag. Alls hafa verið
fluttir 30.200 farþegar í 96 ferðum
í pílagrímaflugi félagsins í Indó-
nesíu og Alsír í haust og tóku um
155 starfsmenn þátt í þessu verk-
efni.
Norðurstjarnan hf. Hafnarfirði:
Framleiðsluverðmæti
á árinu um 1.130 m.kr.
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN
Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði
hefur verið í fullum gangi allt
þetta ár eftir rúmlega þriggja
ára hlé á niðursuðu og hafa á
árinu verið framleiddar 4,3 millj-
ónir dósa af léttreyktum síldar-
flökum að verðmæti 600 miiljónir
króna á núverandi gengi. Eru
flökin öll seld til Bandarikjanna.
Undanfarnar vikur hefur verið
unnið að flökun og frystingu
síldar sem hráefni fyrir fram-
leiðslu á næsta ári. Hefur verk-
smiðjan fengið um 1.500 tonn til
vinnslu og samsvarar það 8—9
mánaða vinnslu eða 5—6 milljón-
um dósa og hefur hún aldrei
fengið svo mikið hráefni áður á
einni vertíð.
Nýlega var samið um sölu á 2,6
milljónum dósa til Bandaríkjanna
að verðmæti 430 m.kr. og er nú
unnið að frekari sölu á þessum
markaði. Þá voru fryst 310 tonn af
loðnu fyrir Japansmarkað að verð-
mæti 112 m.kr. Gert er ráð fyrir
að heildarverðmæti framleiðslu
Norðurstjörnunnar á þessu ári
verði um 1.130 m.kr., en fyrirtækið
hefur milli 50 og 60 manns í vinnu.
Þá segir að lokum í frétt frá
Norðurstjörnunni að unnið sé nú
að breytingum með það fyrir
augum að taka upp fjölbreyttari
framleiðslu til að renna traustari
stoðum undir starfsemina á kom-
andi árum. Eignaraðild er þannig
háttað að Framkvæmdastofnunin
á 52% fyrirtækisins, ríkissjóður
um 30%, Hafnarfjarðarbær um
6% og einstaklingar 11%. Stjórn-
arformaður er Guðmundur B. Ól-
afsson og forstjóri Pétur Péturs-
son.
Góður línuafli Bol-
ungarvíkurbáta
Bolungarvík, 7. des.
AFLI línubáta héðan hefur verið
mjög jafn og góður að undan-
förnu, samkvæmt upplýsingum
Hálfdáns Einarssonar útgerðar-
stjóra hjá Einari Guðfinnssyni
hf.
Bátarnir hafa verið allt frá 10
upp í 14 tonn í róðri. Héðan eru
gerðir út fimm bátar, tveir af
stærri gerðinni, sem róa með 40
bjóð og þrír af minni, sem róa með
32 bjóð. Línufiskurinn hefur verið
stór og fallegur.
Af togbátunum er það að segja
að þeir hafa undanfarið verið í
þorskveiðibanni en þeir fóru út
eftir síðustu brælu og samkvæmt
fréttum virðast þeir afla vel.
Rækjuvertíðinni er að ljúka fyrir
áramót. Rækjuveiðin var góð til að
byrja með en um tíma voru
Jökulfirðirnir lokaðir og setti það
strik í reikninginn. Sjómenn í
Bolungarvík þakka þennan góða
afla á línuna sérstaklega góðri
beitu en 70—75% af þeirri beitu,
sem notuð hefur verið er smokkur,
sem aflaðist í Djúpinu í haust.
Mikil og jöfn vinna hefur verið í
landi vegna góðra aflabragða að
undanförnu. — Gunnar.
Getraun Rauða
krossins:
Niðurstöður
eftir helgi
ENN er verið að yfirfara
getraunaseðla úr kosninga-
getraun Rauða krossins og
hefur fundist aðeins einn
seðill er hafði þingmannatölu
flokkanna rétta. Fékk Mbl.
þær upplýsingar í gær á
skrifstofu Rauða krossins að
lokið yrði við á mánudag að
fara yfir seðlana og þá ættu
endanlegar niðurstöður að
liggja fyrir.
595 atvinnu-
lausir á skrá
ATVINNULEYSI heíur aukist
nokkuð að undanförnu og sam-
kvæmt skrá félagsmálaráðuneyt-
isins voru í lok nóvember 549
atvinnulausir um landið allt, en
295 í lok október.
í kaupstöðum voru 407 atvinnu-
lausir nú, 235 við síðustu mánaða-
mót, 8 í kauptúnum með 1.000
íbúa, en 2 í októberlok og í öðrum
kauptúnum 134 atvinnulausir nú
en voru 40 í lok október. í öllum
kaupstöðum hefur atvinnulausum
fjölgað nema í Siglufirði þar sem
þeim fækkaði úr 35 í 3 og í
Keflavík fækkaði atvinnulausum
úr 18 í 13.
Fógetaþjófarnir
í gæzluvarðhald
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á fyrsta fundi sinum eftir alþingiskosningarnar í gær.
Ljósm.: Kristján.
Þingflokkur sjálfstæðismanna:
Tók jákvætt í
tillögu Benedikts
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis-
flokksins kom í gær saman í
Alþingishúsinu til fyrsta fundar
síns eftir kosningarnar. Á fund-
inum var rætt um stjórnmálavið-
horfið á breiðum grundvelli og
byrjun þingstarfa. Formaður og
varaformaður þingflokks svo og
aðrir starfsmenn hans verða ekki
kjörnir fyrr en þing hefur verið
sett.
Á fundinum . var ennfremur
fjallað um tillögu formanns Al-
þýðuflokksins, Benedikts Grön-
dals, um kjör forseta og í nefndir,
sem hann gerði formönnum allra
stjórnmálaflokkanna á fundi í
forsætisráðuneytinu í fyrradag.
Tillagan var þess efnis að þing-
styrkur réði atkvæðagreiðslunni.
Þingflokkur sjálfstæðismanna tók
jákvætt undir þá tillögu.