Morgunblaðið - 08.12.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
19
Reykhólar:
Þéttsetin kirkja
á aðventukvöldinu
Miðhúsum, 7. desember.
í GÆRKVÖLDI gekkst sóknar-
presturinn hér séra Valdimar
Hreiðarsson fyrir aðventukvöldi í
Reykhólakirkju í samvinnu við
Reykhólaskóla. Séra Valdimar
flutti inngangsorð og börnin
sungu Ó, Jesú bróðir besti.
Þá las Gunnsteinn Haraldsson
nemandi úr 4. bekk ritningarorð.
Næsta atriði var að 4 börn stóðu í
kórdyrum með kertaljós og á
meðan sungu hin börnin Ó faðir
gjör mig lítið ljós. Næst sungu
stúlkur úr 7., 8. og 9. bekk
Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
við lag efti'r Skúla Halldórsson,
áður kynnti séra Valdimar skáldin
og tengsl þeirra við Reykhóla.
Stúlkurnar sem sungu voru: Inga
Hrefna Jónsdóttir, Bryndís
Kristjánsdóttir, Þórdís Gunnars-
dóttir, Kristín Jóhannsdóttir,
Birna Erlingsdóttir og Agnes
Finnsdóttir. Þá sýndu börn úr 3.
og 4. bekk leikþátt, en þau voru
Margrét Ólafsdóttir, Hjördís Vil-
hjálmsdóttir, Ágúst Ómarsson og
Eyþór Jónason. Næst las Aðal-
björg Pálsdóttir upp kvæði og
síðan sungu börnin úr 1. og 2. bekk
barnasálm. Þá las Dofri Her-
mannsson upp kvæði og stúlkurn-
ar úr 7. og 8. bekk sungu létta
trúarlega söngva við gítarundirl-
eik Ingu Hrefnu Jónsdóttur. Þá
las Gunnsteinn Haraldsson bæn
og allir kirkjugestir fóru með
Faðir vor.
Að lokum sungu börnin Ástar-
faðir himinhæða, söngstjórn og
orgelundirleik annaðist Ólína
Jónsdóttir. Kirkjan var þéttsetin,
en hún rúmar um 110 manns í
sæti.
Sveinn.
Perusala Baldurs á Lækjartorgi
í dag og næsta laugardag efnir Lionsklúbburinn Baldur til sölu á ljósaperum og hefst salan á Lækjartorgi
uppúr klukkan 10. Rennur ágóði sölunnar til sundlaugarsjóðs Sjálfsbjargar, en auk perusölunnar selur
klúbburinn i ár sett er samanstendur af ullartrefli og húfu, i sérstökum gjafaumbúðum sem ætlað er til
jólagjafa handa vinum og kunningjum erlendis. Ljósm. Rax.
Hjá skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert á Akranesi er nú unnið að
smiði þessa togara fyrir Tálkna hf. Ljósm. Júlíus Þórðarson
Þorgeir og Ellert Akranesi:
Unnið að stækkun stöðv-
arhúss og skipalyftu
Akranesi 7. desember
MEÐFYLGJANDI mynd er af
skipi sem er í smiðum hjá skipa-
smíðastöðinni „Þorgeir og Ell-
ert“ á Akranesi og er það ný-
smiði nr. 34. Er það 400 lesta
togari sem einnig er útbúinn á
þann hátt að hægt er að stunda
herpinótaveiðar á honum.
Eigandi skipsins er Tálkni hf,
hluthafar Bjarni Andrésson, Ár-
sæll Egilsson o.fl. og verður skip-
inu líklega hleypt af stokkunum
um laust eftir næstu áramót.
Verkefni stöðvarinnar nr. 35,
verður togari, smíðaður fyrir feðg-
ana: Hjálmar Gunnarsson og
Gunnar Hjálmarsson í Grundar-
firði. — Þorgeir & Ellert H.F.,
hefir áður smíðað tvö skip fyrir
Hjálmar:, V/S. Siglunes og V/S.
Haukabert.
Nú um þessar mundir, er unnið
að stækkun stöðvarhússins og
skipalyftunnar hjá „Þorgeir &
Ellert H/F.,“ og verður að því
verki loknu, hægt að byggja og
lagfæra stærri skip en nú gerist.
Júlíus
Leðurvöruverslun Jóns Brynjólfssonar vlð Austurstræti í Reykjavík
verður nú um helgina flutt á nýjan stað í bænum, Bolholt 6. Verslunin
hefur verið á sama stað i 76 ár og var i gær siðasti verslunardagurinn
i gamla húsnseðinu og var þá þessi mynd tekin af þeim (f.v.) Ottarri
Októssyni, Magnúsi M. Brynjólfssyni og Friðrik Eyfjörð. Ljósm.
Emilía.
ÁRGERÐlW(ö]>
22“ tækid er mikiö
tæki í nettum umbúö-
um. Eins og allir vita þá
hafa Luxor verksmiöj-
urnar lagt áherslu á
aö fullkomna litgæöin
í sjónvarpstækjunum.
Eitt tekur viö af ööru
og nú höfum við endur-
bætt hljómburðinn. Tón-
gæöin eru jöfn hvort Sjálfvirkur birtustillir.
sem styrkurinn er hár
eöa lár.
Eyðir orku eins og 75
Wpera.
MAL: CdB)
66x45x48 (B-H-D) 15
Þyngd 28.5 kg.
Fáanleg í hnotu. 10
20000