Morgunblaðið - 08.12.1979, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.12.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 21 Brandt og Schmidt hlutu f ærri atkvæði Berlín, 7. desember. AP. FULLTRÚAR á flokksþingi vestur-þýzka sósíaldemó- krataflokksins (SPD) end- urkusu Willy Brandt fyrr- verandi kanzlara formann og Helmuth Schmidt kanzl- ara varaformann flokksins í gær með færri atkvæðum en á flokksþinginu fyrir tveimur árum. Brandt, sem hefur verið formaður flokksins síðan 1964, hlaut 360 atkvæði af 401 greiddu atkvæði. Schmidt, sem tók við af Brandt sem kanzlari 1974, hlaut 365 af 420 greiddum atkvæðum. en á flokksþinginu í Hamborg 1977. Schmidt hlaut 30 atkvæðum færra en fyrir tveimur árum. Flokksstarfsmenn segja að 24 fulltrúar hafi greitt atkvæði gegn Fjárframlög til höfuðs Khomeini New York, 7. desember. AP. Reuter. MÓÐIR Carters forseta sagði í dag að peningar streymdu til hennar í stórum stíl eftir að hún lýsti því yfir í fyrri viku að hún mundi leigja mann til að myrða ayatollah Khomeini trúarleiðtoga i íran ef hún aðeins ætti milljón dollara á lausu. Sagði Lillian Carter að hún væri lýst Khomeini stríð á hendur. ennþá sömu skoðunar varðandi Hefur þessi ættbálkur ekki átt í Khomeini. Hún sagði að forsetinn neinum útistöðum frá því að hefði ekki lýst óánægju sinni með þáverandi höfðingi hans, Litli- yfirlýsingar hennar og að hann froskur, undirritaði friðarsátt- hygðist ekki breyta afstöðu henn- mála við Bandaríkjastjórn árið ar. „Ég gaf þessar yfirlýsingar 1795. eftir 15 klukkustunda baráttu," Önnur Indíánasamtök hyggjast sagði hún. lýsa stríði á hendur landi Kho- Sjóliðar sem voru meðal gísl- meinis. anna sem sleppt var úr banda- Brotizt hefur út armbandstízka ríska sendiráðinu eftir að þeir í Bandaríkjunum eftir að banda- höfðu verið nokkra daga í haldi ríska sendiráðið í Teheran var stefndu írönskum stjórnvöldum í hertekið. Á armböndunum er dag fyrir rétt og kröfðust 60 áletrunin „Styrkur er í samtök- milljóna dollara skaðabóta fyrir um“ og er nýja dellan tákn fyrir að vera haldið í gíslingu. Vilja þeir þá samstöðu sem bandaríska þjóð- að skaðabæturnar verði teknar af in sýndi í afstöðu sinni til sendi- sjóðum í eigu írana er frystir hafa ráðsmálsins, að sögn fréttaskýr- verið í bönkum í Bandaríkjunum. enda. Það var útvarpsstöðin Indíánaættbálkur í miðvest- WMCA í New York sem kom urríkjum Bandaríkjanna hefur armbandsfárinu af stað. Lífstíðarfangclsi vegna njósna fyrir Sovétríkin Stokkhólmi, 7. desember. AP. SVÍI sem starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og var öryggisvörður var í dag dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir umfangsmiklar njósnir í þágu Sovétríkjanna. Varð dómstóllinn við kröfum ríkissaksóknara sem lýsti njósn- um Stigs Berglings sem „mögu- legu morði fyrir alla sænsku þjóðina". Bergling, sem er 42 ára, var fundinn sekur um að hafa njósnað Njósnar- inn vill eftirlaun Hamborg, 7. desember. AP. Kjarnorkufræðingur er flúði til Austur-Þýzkalands þegar njósnarar í þágu þess lands voru eltir uppi í Vestur-Þýzkalandi í byrjun ' ársins, hefur stefnt fyrrver- andi atvinnurekendum sín- um i Hamborg fyrir rétt og krafizt að sér verði greidd- ur lífeyrir, en fyrirtækið hætti greiðslunum er kjarnorkufræðingurinn flúði. Fyrirtækið, rafmagns- veita Hamborgar, hefur sagt að raunverulegur vinnuveitandi kjarnorku- fræðingsins, Johannes Koppe, hafi verið leyniþjón- usta Austur-Þýzkalands og að hann hafi fyrirgert til- kalli sinu til lífeyris með því að njósna í þágu komm- únista. fyrir Rússa frá 1973. Játaði hann við yfirheyrslur að hafa afhent Rússum skjöl um sérstaklega mik- ilvæg hernaðarleyndarmál, þar á meðal um leynilegar varnarstöðv- ar og upplýsingar um varnaráætl- anir í stríði. Njósnir hans eru sagðar hafa unnið óbætanlegt tjón á sænskum vörnum og gagn- njósnamálum. Bergling gegndi mikilvægum stöðum hjá leyni- þjónustu hersins og öryggislög- reglunni í aðalstöðvum sænska hersins í nokkur ár. Aðeins fjórir hafa áður verið dæmdir í lífs- tíðarfangelsi í Svíþjóð. 10% hækkun á olíu spáð Caracas, 7. desember, Reuter. FULLTRÚI í stjórn ríkisolíufé- lagsins í Venezuela, Humberto Penaloza, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að aðildarríki Samtaka olíusöluríkja (OPEC) mundu hækka olíuverð sitt um að minnsta kosti 10 af hundraði á fundi sínum í Caracas eftir 10 daga. Háværar kröfur eru uppi um hækkað olíuverð og samkvæmt heimildum í olíuiðnaðinum er rætt um þann möguleika að olíutunnan verði seld á 30 dollara miðað við 22 nú. W ERLENT Brandt, 16 hafi setið hjá og tvö atkvæði hafi verið ógild. Alls greiddu 38 fulltrúar atkvæði gegn Schmidt og 17 sátu hjá. Þótt vafi léki aldrei á úrslitun- um fylgdust stjórnmálasérfræð- ingar með atkvæðagreiðslunum til að kanna hvort óánægju yrði vart meðal óbreyttra flokksmanna. Schmidt og Brandt eiga í höggi við andstæðinga úr röðum vinstri manna og ungra flokksmanna út af ágreiningi í orkumálum og um staðsetningu meðaldrægra banda- rískra eldflauga í Vestur-Evrópu. Um 80 af hundraði þingfulltrúa greiddu atkvæði með stuðningi Schmidts við staðsetningu eld- flauganna og við tilboð um samn- inga við Rússa um fækkun slíkra vopna. Úrslit atkvæðagreiðslunnar þýða, að Vestur-Þjóðverjar munu eindregið styðja ákvörðun um að eldflaugunum verði komið fyrir á fundi landvarnaráðherra NÁTO í Brussel í næstu viku. Amnesty á móti framsali keisara Columbus, Ohio, 7. desember. AP. SAMTÖKIN Amnesty International eru andvíg því að Reza Pahlevi Iranskeisari verði framseldur til írans þar sem hann yrði dreginn þar fyrir rétt og líklega tekinn af lífi. Ritari samtakanna sagði að afstaða samtakanna byggðist á mannréttindastefnu þeirra. Þó svo að þess yrði krafizt að keisari yrði framseldur í skiptum fyrir gíslana 50 í bandaríska sendiráðinu í Teheran ætti ekki að framselja keisarann, sagði ritarinn. Það væri engu að síður skoðun samtakanna að stjórn keisarans hefði á sínum tíma verið „ógnarstjórn". Sendifulltrúi írans í Líbanon sagði í dag að það væri mál stjórnarinnar í Líbanon hvort íranskir sjálfboðaliðar berðust við hlið Palestínuskæruliða í suðurhluta Libanons í viðureign PLO við ísraela, en fregnir frá Teheran herma að þúsundir sjálfboðaliða yrðu sendir til Líbanons ef stjórnvöld þar samþykktu það. Þessu hefur hins vegar verið tekið fálega í Beirút og stjórnin lagst gegn fyrirætlunum írana. Kokkurinn gefur að smakka góögæti, matreitt í nýja Philips teinagrillinu milli kl. 2—4 í dag. JÓLAMAGASÍNIÐ ÁRSÖLUM Einstök nýjung! Philips teinagrill Þetta fallega tæki köllum við teinagrill. Með því er hægt að matreiða ilmandi kebab (teinarétti) inni í borðstofu. Allt aö átta teinar geta verið í sambandi í einu og þeir snúast einn hring á mínútu. Öflugt, infrarautt element eldar matinn fljótt og vel. Philiþs teinagrill er mjög auövelt aö hreinsa. PHILIPS teinagrill er ný leið til að njóta góðs matar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.