Morgunblaðið - 08.12.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.
Stóriðja
á Islandi
/r
Ibaráttunni fyrir bættum lífskjörum verður ávallt að leita
hagkvæmustu leiða að settu marki. Ekki má láta
annarleg sjónarmið villa sér sýn. Af stórhug og einurð
verður að nýta hvert tækifæri innan þeirra marka, sem
eðlileg eru og skynsamleg. Þessar hugleiðingar virðast
tímabærar nú, þegar afturhaldsöflin í landinu leggja
meginkapp á baráttuna gegn áformum um nýtingu orkulinda
landsins og stóriðju í tengslun við hana.
Ragnar Halldórsson forstjóri ísal hefur undanfarnar
vikur ritað ítarlegar greinar hér í blaðið um stóriðju.
Enginn, sem les þessar greinar í því skyni að afla sér
haldgóðra upplýsinga um reynsluna af stóriðju hér á landi í
einn áratug, getur verið þeirrar skoðunar, að sjálfstæði
landsins sé hætta búin hennar vegna.
Undir lok greinar sinnar segir Ragnar Halldórsson: „Færi
svo, að við ákvæðum að nýta orkulindir okkar í samvinnu við
erlenda aðila, hlyti slík samvinna að byggjast á því að um
gagnkvæman hag væri að ræða. Að sjálfsögðu hljóta
fyrirtæki að taka þátt í atvinnurekstri hér á landi með það í
huga, að þegar yfir lengra tímabil er litið að minnsta kosti,
þá muni þau hagnast á fyrirtækinu, en jafnframt hlýtur að
verða tryggt áfram, að íslendingar hagnist á slíkri
samvinnu, og raunar er gagnkvæmur hagur forsenda þess, að
nokkrir samningar geti tekist.“
Þetta er kjarni málsins, þegar meta skal af íslendinga
hálfu, hvort ráðist skuli í frekari stóriðjuframkvæmdir í
samvinnu við erlenda aðila. Tekið skal eitt dæmi miðað við
samninginn við Alusuisse um ísal. Landsvirkjun hefur skýrt
frá því, að samkvæmt upphaflegu raforkuverði til álversins
hafi verið ráðgert, að tekjur frá því myndu á 25 ára tímabili
duga til að standa undir 96,9% af greiðslubyrði vegna
Búrfellsvirkjunar, aðalspennistöðvar við Geitháls, gasafl-
stöðvar við Straumsvík ásamt báðum háspennulínunum frá
Búrfelli og Þórisvatnsmiðlun. Þriðjungur þeirrar orku sem á
þennan hátt er framleidd og flutt, nýtist öðrum notendum en
Isal að fullu. Nú hefur upphaflegum samningi verið breytt og
orkuverðið til álversins hækkað og er því talið öruggt að ísal
muni greiða að minnsta kosti 120% af þessari greiðslubyrði.
Þetta hlutfall mun enn hækka vegna stækkunar álversins og
hækkandi orkuverðs.
Hér hefur aðeins verið tekið eitt dæmi af hagkvæmni
stóriðju á íslandi. Fleira má tíunda, þó það verði ekki gert að
sinni. Hitt verður auðvitað að hafa hugfast, að í þessu efni
eins og öðrum má ekki einblína á kostina. Gallana verður
einnig að skoða. Þeir verða sífellt minni með bættum
mengunarvörnum.
Músarholusjónarmið kommúnistanna í Alþýðubandalag-
inu og misskilið þjóðernisafturhald má ekki ráða ferðinni í
umræðunni um stóriðju á íslandi. Kommúnistar hefðu
líklega helst kosið, að íslendingar hefðu aldrei komist í kynni
við hjólið en nú hafa nokkrir þeirra tekið þjóðkunnu
ástfóstri við það! Andstaða þeirra við allt það sem horfir til
framfara nú á tímum nýrrar tækni og vísinda er með
eindæmum og nú hafa kommúnistar byrjað einhverskonar
persónuofsóknir máli sínu til stuðnings. Kommúnistar voru
á móti stórvirkjun við Búrfell, þeir voru á móti gerð
álsamningsins. Utan ríkisstjórnar voru kommúnistar á móti
samvinnunni við Norðmenn um járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga og innan stjórnar reyndu þeir að tefja fyrir
þeim framkvæmdum meðal annars með því að fresta
Hrauneyjafossvirkjun.
Aræði og framsýni verða að setja mark sitt á umræðurnar
um stóriðju á Islandi, því annars kunnum við að glata
tækifærum og lífskjör okkar að versna enn frekar í
samanburði við það sem gerist meðal þeirra þjóða, sem bús
við efnahagskerfi frjálshyggjunnar. Við eigum ekki sízt aC
fylgjast rækilega með því, hvenær við getum tæknilega séð
flutt út orku til annarra landa. Að því kemur fyrr en síðar.
Birgir Isl.
Gunnarsson:
Úrslitin í Alþingiskosningun-
um um síðustu helgi urðu sjálf-
stæðismönnum vonbrigði. Þó að
flokkurinn bætti við sig atkvæð-
um og einum þingmanni, þá
vonuðust sjálfstæðismenn eftir
stærri sigri, jafnvel stórsigri.
Bjuggumst við
betri útkomu
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
vissulega ástæðu til þess að
búast við betri útkomu. Nýlega
var farin frá enn ein vinstri
stjórnin, sem stóð sig ver en
allar hinar og var þó ekki af
miklu að státa hjá fyrri vinstri
stjórnum. Því hlaut það að koma
á óvart að forystuflokkur þeirrar
stjórnar væri raunverulegur sig-
urvegari kosninganna.
Dómur kjósenda hefur hins
vegar fallið í þá átt og honum
verður ekki breytt. Nú bolla-
leggja menn um ástæður úrslit-
anna og víst er, að nú sem
endranær eru engar einhlítar
skýringar til. Enginn veit, hvað
raunverulega veldur ákvörðun
kjósenda, enda væri stjórnmála-
barátta auðveld, ef það yrði
skilgreint nákvæmlega.
Tímasetning kosning-
anna óheppileg
Hér verða nefnd nokkur al-
menn atriði, sem sjálfstæðis-
menn hljóta að velta fyrir sér
varðandi úrslit þessara kosn-
inga. Fyrst má nefna að tíma-
setning þessara kosninga var
vafalaust óheppileg. Sannleikur-
inn er sá, að óstjórn vinstri
flokkanna er mjög lítið enn farin
að snerta hag hins almenna
borgara. Því skyldu menn trúa
því, að á næsta leiti sé stöðvun
atvinnuvega og atvinnuleysi,
þegar allar hendur hafa vinnu og
lífskjör a.m.k. á ytra borði all-
góð? Sá sem spáir hruni undir
slíkum kringumstæðum hlýtur
að virka á mjög marga eins og
hrópandinn í eyðimörkinni.
Menn vita hvað þeir hafa, en
trúa ekki því illa fyrr en á
reynir.
Áhrií óstjórnarinnar
ekki komin í ljós
Af þessum ástæðum hefði það
vafalaust verið mun heppilegra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
kosningar færu fram síðar á
kjörtímabilinu, þannig að áhrif
óstjórnarinnar væru raunveru-
lega komin í ljós. Það var hins
vegar Alþýðuflokkurinn, sem
rauf vinstra stjórnarsamstarfið
og eftir það var í rauninni ekki
um annað að ræða en að fá fram
kosningar sem fyrst.
Annað atriði sem sjálfstæð-
ismenn velta mikið fyrir sér er
sú djarfa og ákveðna stefna, sem
flokkurinn setti fram. Hvers
vegna fór Sjálfstæðisflokkurinn
þá leið að setja á oddinn í
kosningabaráttunni svo mark-
vissa stefnu, sem raun bar vitni?
Það hefði verið auðveldari leið
að velta sér upp úr ávirðingum
vinstri stjórnarinnar og láta því
kosningarnar snúast um hana og
getuleysi hennar.
Enginn flokkur þrífst
á getuleysi annarra
Þá leið vildu sjálfstæðismenn
ekki fara. Til lengdar getur
enginn stjórnmálaflokkur þrifist
á getuleysi annarra. Flokkurinn
verður sjálfur að hafa stefnu og
vera tilbúinn að standa og falla
með henni. Þá leið valdi Sjálf-
stæðisflokkurinn.
Gífurleg vinna var lögð í að
móta stefnu flokksins í efna-
hagsmálum. Sú vinna hófst þeg-
ar á haustmánuðum 1978 og stóð
fram undir kosningar. Þar lögðu
hönd á plóginn hinir færustu
sérfræðingar í efnahagsmálum,
fulltrúar launþega og vinnuveit-
enda í flokknum svo og ýmsir
stjórnmálamenn.
Stefnan þarf
nánari útfærslu.
Árangurinn varð sú stefna,
sem kynnt var fyrir kosningar.
Auðvitað má deila um nafngift
eins og „leiftursókn" og víst er,
að um sumt er stefnan ófullkom-
in og þarf nánari vinnslu og
útfærslu, enda byggist hún að
sumu leyti á málamiðlun milli
ólíkra hópa. Aðalatriðið er hins
vegar að með þessu markvissa
starfi hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn verulega treyst innviði sína,
skýrt betur fyrir sjálfum sér og
öðrum þann hugsjónagrundvöll,
sem flokkurinn hvílir á og styrkt
sig í málefnabaráttunni.
Nútíma frjáls-
ræðisstefna
Andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins hafa reynt að úthrópa
þessa stefnu, sem afturhalds-
sama hægri stefnu aftan úr
forneskju. Því fer víðs fjarri.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er
stefna frjálslyndis og frjálsræð-
is. Hún er sprottin upp úr
jarðvegi þess nútíma þjóðfélags
sem við lifum í. í rauninni er
stefnan nú beint framhald þess
sem þeir Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson mótuðu í kringum
1960 og markaði upphaf við-
reisnar, eins mesta framfara-
skeiðs í sögu þjóðarinnar. Síðan
kom nýtt tímabil aukinna hafta
og ríkisafskipta, sem leitt hefur
til þess að þjóðarframleiðslan er
hætt að aukast. Tímabil stöðn-
unar er framundan.
Höldum ótrauðir
áfram.
Sjálfstæðismenn munu að
sjálfsögðu nú endurmeta störf
sín og stefnu og byggja frekar á
þeim grunni, sem lagður hefur
verið á þessu ári. Þótt stefna
okkar hafi ekki nú fengið þann
hljómgrunn, sem við höfðum
vonast eftir, munum við ótrauðir
halda áfram baráttunni fyrir
auknu frjálsræði borgaranna og
vinna að lokum þann sigur, sem
þarf til að íslenzkt þjóðfélag geti
orðið leyst úr þeirri kreppu, sem
það siglir nú hraðbyri í. Heiðar-
leiki Sjálfstæðisflokksins í þess-
ari kosningabaráttu á eftir að
skila flokknum sigri þótt síðar
verði.
Að kosningum
loknum
Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík hófst kl. 13 í gær
að Lönguhlíð í hinu nýja dvalarheimili aldraðra. Settust
menn þar niður við spil og ýmsa aðra tómstundaiðju og
þágu einnig kaffi og meðlæti.
Leiðrétting
Meinleg prentvilla slæddist
inn í minningarorð Tómasar
Þorvaldssonar um Guðjón
Klemenzson í blaðinu í gær, og
er hér endurbirt efnisgreinin
sem villan var í:
Árið 1930 er Guðjón kom
austan af fjörðum var ekki laust
við tilhlökkun og spenning í
okkur systkinunum, því við
höfðum heyrt að hann kæmi
með konuefni sitt með sér að
austan. Fannst mér hann hafa
átt góð erindi austur, því konan
hans, Sigrún Kristjánsdóttir frá
Borgargarði í Stöðvarfirði, hef-
ur reynst honum tryggur og
góður förunautur, en þau giftust
5. júlí 1930. Hún var vel undir
lífið búin úr skóla lífsins og
lagin til allra verka. Mörg mun
sú flíkin er hún saumaði á
Grindvíkinga á búskaparárum
þeirra hér.
Eru hlutaðeigandi beðnir
velvirðingar á mistökunum.