Morgunblaðið - 08.12.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
23
Þjóðminjasafn
jr
Islands:
Minjasafni Jóns Sigurðssonar
forseta i Þjóðminjasafninu hef-
ur nú aukist húsrými og er þvi
unnt að sýna fleiri hluti úr eigu
hans og Ingibjargar konu hans
en áður var unnt. Er þetta gert
í tilefni 100 ára ártiðar Jóns, og
kynnti Þór Magnússon þjóð-
minjavörður blaðamönnum
þessa nýbreytni á fundi i gær.
Þór Magnússon þjóðminja-
vörður sagði upphaf Minjasafns
Jóns Sigurðssonar vera það, að
eftir lát þeirra hjóna, Jóns og
Ingibjargar, keypti Tryggvi
Gunnarsson á uppboði í Kaup-
mannahöfn allmarga muni, sem
þau létu eftir sig og gaf þá
landinu með eftirfarandi bréfi
til forseta sameinaðs Alþingis:
Með brjefi þessu sendi jeg
yður, herra forseti ins samein-
aða þings skrá yfir muni þá er
Jón Sigurðsson og kona hans
ljetu eptir sig, og sem jeg
ætlast til að landið eignist.
Munirnir eru settir í herbergi
það í alþingishúsinu, sem
ákveðið var að þeir skyldu
geymast í og bið jeg yður að
hlutast til um að þeirra verði
gætt framvegis.
Virðingarfyllst
Reykjavík 12 júlí 1881
Tryggvi Gunnarsson
Bréfi þessu fylgdi prentuð skrá
um munina.
I bréfi Matthíasar Þórðarson-
ar þjóðminjavarðar til sam-
skotanefndar minnisvarða Jóns
Sigurðssonar, dags. 19. sept. 1915
kemur fram, að áðurnefndir
munir sem Tryggvi gaf landinu
og fól Alþingi til varðveislu hafa
þá lengst af síðan 1881, legið
umhirðu litlir á Alþingishúsloft-
inu. Munirnir höfðu þá aldrei
verið til sýnis fyrir almenning
nema þegar þjóðminjavörður
fékk þá að láni á aldarafmæli
Jóns 1911 og hélt á þeim sýningu
í safnahúsinu í húsnæði sem
Þjóðskjalasafnið léði í því skyni.
Að sýningunni lokinni færðist
Alþingi undan að taka við safn-
inu aftur og skjalasafnið gat
ekki séð af sýningarherberginu
til frambúðar svo að hola varð
safninu niður í yfirfullum
geymslum Forngripasafnsins. —
A sýningunni 1911 fékk þjóð-
minjavörður að láni ýmsa muni
úr búi Jóns Sigurðssonar, sem þá
voru í eigu ættingja Jóns og
annarra einstaklinga. Sumir
þessara muna voru gefnir minja-
Sýning á munum úr eigu Jóns Sigurðssonar í Þjóðminjasafninu hefur nú fengið aukið húsrými í tilefni 100. ártiðar hans, og kynnti Þór
Magnússon þjóðminjavörður þessa nýjung á fundi með blaðamönnum i gær. Myndina tók Emilia Bj. Björnsdóttir.
Sýning á munum Jóns Sigurðs-
sonar í tilefni 100. ártíðar hans
safninu að sýningu lokinni eða
síðar.
Árið 1916 var safni Jóns Sig-
urðssonar komið fyrir í sérstöku
sýningarherbergi í Alþingishús-
inu og var til þess notaður
afgangurinn af samskotafé til
minnisvarðans, sem gerður var
1911. í Alþingishúsinu var safnið
svo til 1952 er það var flutt í hús
Þjóðminjasafnins við Suðurgötu
þar sem það hefur mestallt verið
haft stöðugt til sýningar í einu
herbergi, stofu Jóns Sigurðsson-
ar. Eftir að minjasafnið var flutt
í Þjóðminjasafnið og falið umsjá
ess hafa því enn áskotnast
nokkrir munir að gjöf.
í tilefni af 100 ára ártíð Jóns
Sigurðssonar og Ingibjargar
konu hans hefur minjasafnið
fengið einn eitt herbergi til
Einar Laxnes afhendir Þór Magnússyni þjóðminjaverði eintak af
bókinni um Jón Sigurðsson er Einar hefur tekið saman, en í
minjasafninu um Jón er geymt allt það er tengist lifi hans og starfi
þar með taldar bækur eftir hann og um hann.
umráða í safninu svo að hafa
megi til sýnis nokkru fleiri af
gripum safnsins en verið hefur
og öðrum komið betur fyrir en
var. Er hér einkum um að ræða
ýmsa smáhluti úr eigu þeirra
hjóna, svo sem úr og skartgripi,
kjólföt og pípuhatt Jóns og hluta
af skautbúningi Ingibjargar,
sem safnið hefur nú alveg nýver-
ið eignast, bréf og ýmis skrifuð
gögn, svo sem prentsmiðju
handrit að Nýjum félagsritum,
fæðingarvottorð og annað smá-
legt af því tagi. Þá eru myndir af
þeim hjónum á ýmsum aldri,
ýmis gögn og myndir frá útför
þeirra og samskotalistar o.fl. frá
gerð minnisvarða Jóns.
Sýning þessi verður opin á
venjulegum sýningartíma safns-
ins.
Ýmsir munir, handrit, skjöl og fatnaður eru til sýnis i
þjóðminjasafninu.
Hrafnseyri:
Reyna að ljúka bygg-
ingum á næsta sumri
— VIÐ höfum sett okkur það
mark að ljúka byggingum á
Hrafnseyri næsta sumar, en þar
mun þá verða minjasafn og að-
staða til funda- og guðsþjónustu-
halds, í nýja húsinu ásamt eldra
húsinu sem fyrir er, sagði Þór-
hallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjóri og formaður Hrafnseyrar-
nefndar er Mbl. ræddi við hann í
gær, en rikisstjórnin hefur
ákveðið að veita nefndinni 10
milljón króna framlag i tilefni
100. ártíðar Jóns Sigurðssonar er
var í gær.
Þórhallur sagði að Hrafnseyrar-
nefnd hefði fyrst verið skipuð árið
1945 og henni verið falið að vinna
að uppbyggingum á Hrafnseyri í
minningu um Jón Sigurðsson og
hefði verið ráðist í að reisa þar
hús, m.a. fyrir skóla og prestsbú-
stað, en vegna mannfækkunar í
sveitinni hefði ekki verið þörf
fyrir skólann, þótt hann hefði hins
vegar verið notaður að litlu leyti
til kennslu í fyrra og aftur í vetur.
Ekki hefði heldur verið þar þörf
fyrir prestsetrið. í minjasafni um
Jón Sigurðsson er ráðgert að
menn geti komið og aflað sér þar
fróðleiks um líf hans og störf og
kvað Þórhallur þá hugmynd hafa
verið setta fram að gefa mönnum
kost á að dvelja að Hrafnseyri við
fræðistörf eða önnur verkefni.
Þórhallur Ásgeirsson sagði að
mikið munaði um að fá fyrrgreint
framlag ríkisins og væri nefndin
þakklát fyrir þann stuðning. Nú
væri húsið um það bil fokhelt, en
innréttingavinna væri öll eftir og
kostaði hún væntanlega talsvert
fé. Væri nú unnið að frekari
fjáröflun m.a. með því að selja
minnispeninga Jóns Sigurðssonar
og fást enn hjá Seðlabankanum
bronspeningar sem kosta 10 þús-
und krónur, en silfurpeningarnir
eru uppseldir.
Frá Hrafnseyri, en þar stefnir Hrafnseyrarnefnd að því að ljúka viðbótarbyggingum á næsta sumri og
koma upp m.a. minjasafni um Jón Sigurðsson.