Morgunblaðið - 08.12.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
29
11 C| IéT heimsins besta ryksuga í|
I ■ Stór orð, sem reynslan réttlætir. (■Ji I I li^^k
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX__________________ HÁTÚNI — SÍMI 24420
Minninp:
Vilborg Guðbrands-
dóttir frá Loftsölum
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum móðursystur
minnar, Vilborgar Guðbrands-
dóttur, sem lézt 30. nóvember
síðastliðinn og er í dag til grafar
borin frá Skeiðflatarkirkju í Mýr-
dal á æskuslóðum hennar.
Hún var fædd í Loftsölum í
Mýrdal 31. október 1903 og voru
foreldrar hennar Guðbrandur
Þorsteinsson vitavörður og kona
hans, Elín Björnsdóttir. Var hún
fjórða í röðinni af fimmtán börn-
um þeirra hjóna er upp komust,
tólf systrum og þremur bræðrum.
Eftir lifa nú ellefu þeirra systk-
ina.
Vilborg ólst upp á Loftsölum í
hinum stóra systkinahópi. Við,
sem yngri erum, eigum erfitt með
að ímynda okkur lífsbaráttuna í
upphafi aldarinnar, hún hefur
eflaust oft verið hörð, en með
atorku og eljusemi sáu hjónin á
Loftsölum sinni stóru fjölskyldu
farborða. Auk búskapar og vita-
vörzlu stundaði Guðbrandur sjó-
róðra frá Dyrhólaey og var for-
maður um langt skeið. Guðbrand-
ur á Loftsölum var einstakt ljúf-
menni, sem öllum vildi vel og Elín
annáluð dugnaðar og gæðakona.
Hefi ég fáa heyrt minnast foreldra
sinna með meiri virðingu og þökk
en systkinin frá Loftsölum. Vil-
borg hélt alltaf tryggð við æsku-
stöðvarnar og dvaldi á hverju
sumri um tíma á Loftsölum, þar
sem tvö af systkinunum búa enn.
Árið 1935 hóf Vilborg störf á
saumastofu Álafoss hf. og starfaði
þar óslitið þar til fyrir nokkrum
vikum, er hún varð að fara á
sjúkrahús. Var vandvirkni hennar
og samvizkusemi í störfum við
brugðið. Um svipað leyti og Vil-
borg hóf Sigurlín systir hennar
störf hjá Álafossi og var þeim
báðum veitt sérstök viðurkenning
frá fyrirtækinu er þær höfðu
unnið þar í 40 ár. Þær systur voru
mjög samrýmdar og héldu heimili
saman hátt á fjórða áratug. Heim-
ili Villu og Línu í Stigahlíð 22 er
afar hlýlegt og prýtt mörgum
fallegum munum, sem þær hafa
unnið, enda báðar miklar hann-
yrðakonur. Þar hefur ætíð verið
gestkvæmt og þangað gott að
koma og ávallt veitt af mikilli
rausn.
Milli systranna frá Loftsölum
hefur alltaf ríkt einstök sam-
heldni. Sem dæmi má nefna, að í
meira en þrjátíu ár hafa þær sem
búsettar eru í Reykjavík haft með
sér saumaklúbba hálfsmánaðar-
lega. Þá hefur alltaf þótt sjálfsagt
að börn og annað venzlafólk kæmi
í kvöldkaffið og hefur þá oft verið
fjölmenni og glatt á hjalla.
í mörg ár hafa systurnar frá
Loftsölum og þeirra skyldulið efnt
til árlegrar ættarferðar um helgi
á sumrum, oft í óbyggðir og er þá
jafnan gist í tjöldum. Vilborg tók
þátt í öllum þessum ferðum af lífi
og sál og betri ferðafélaga var
ekki hægt að hugsa sér, alltaf jafn
ljúf og góð á hverju sem gekk. Þótt
hún væri þrotin að heilsu og
kröftum, lét hún sig ekki vanta í
ferðina í Breiðafjarðareyjar
síðastliðið sumar. Verður erfitt að
hugsa sér ættarferðir án hennar.
Hún hafði mikið yndi af ferðalög-
um og ferðaðist talsvert bæði
heima og erlendis. Ég minnist með
ánægju Ameríkuferðar fyrir
mörgum árum með henni og Línu,
ásamt móður minni í heimsókn til
systur þeirra og annarra ættingja
þar.
Vilborg giftist ekki né eignaðist
börn, en hún lét sér ákaflega annt
um börn og barnabörn systkina
sinna. Erum við orðin mörg, sem
höfum notið gjafmildi hennar og
umhyggju á einn eða annan hátt.
Og eftir að fjórða kynslóðin kom
til sögunnar, stóð ekki á Villu
langömmusystur að hlynna að
þeim yngstu. Hún var sívinnandi
og gat aldrei setið auðum höndum
og marga flíkina saumaði hún og
gaf gegnum árin, að ógleymdri
allri fallegu handavinnunni henn-
ar.
Vilborg var fríð sýnum, há og
grannvaxin og ljós yfirlitum.
Framkoma hennar einkenndist af
prúðmennsku og hógværð. Hún
fylgdist vel með og hélt alltaf
dagbækur, hafði sérstæða kímni-
gáfu, og var oft orðheppin. Villa
frænka krafðist lítils fyrir sjálfa
sig, en veitti öðrum óspart af
hjartahlýju sinni og góðvild.
Eg og fjölskylda mín þökkum
henni vináttu og tryggð bæði fyrr
og síðar. Línu og systkinum send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Sigrún Valdimarsdóttir.
Mikið úrval af „Peysuíotum“5 Combi-fatnaði og
Tweed-fötum frá Adamson og Van Gils.
...hér er rétti sta&urínn!
Bankastrætí7
A6alstræti4
SOGGETA I SÉRFLOKKI
F.instakur mótor, cfnisgæði. mark-
visst byggingarlag, afbragðs sog-
stykki — j;í, hvcrt smáatriði stuðlar
að soggetu í sérflokki. fullkominni
orkunýtingu, fyllsta
notagildi og
dæmalausri endingu.
GERIÐ SAMANBURÐ:
Sjáið t.d. hvernig stærð. lögun og
staðsetning nýja
Nilfisk-risapokans
tryggir óskert sogafl
þótt í hann safnisf.
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og tæknilega
ósvikin. gerð til að vinna sitt verk
fljótt og vel. ár eftir ár. með lág-
marks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta.
Nú er
sterka ryksugan
ennþá sterkari.
Nýr super-motor:
áður óþekktur
sogkraftur.
Ny sogstilling:
auðvelt að
tempra kraftinn.
Nyr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festingu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum
NÝ NILFISK