Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
30
Bóthildur Jónsdótt-
ir — Minningarorö
Bóthildur Jónsdóttir andaðist á
sjúkrahúsi Akraness 30. nóv. s.l.
eftir stutta legu þar á 88. áldurs-
ári. Löngum og farsælum ævidegi
hennar er lokið. Hún var mikil
mannkostakona, sem alltaf og alls
staðar lét gott af sér leiða. Því
munu margir vinir hennar kveðja
hana með þakklátum huga fyrir
liðnar samverustundir.
Bóthildur var fædd að Hóli í
Svínadal í Borgarfjarðarsýslu 24.
ágúst 1892. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðbjörg Jóhannsdóttir og
Jón Þorsteinsson, sem þá voru
búendur þar. Þau voru vinsæl og
vel metin af öllum sem þeim
kynntust og þeir voru margir, því
greiðasemi þeirra var við brugðið.
Bóthildur var elst af 5 börnum
þeirra hjóna, 3 dætrum og 2
sonum. Annar sonurinn lést á
barnsaldri en hin 4 komust til
fullorðinsára. Af þessum systkin-
um er nú aðeins eitt á lífi.
Sigurður Jónsson húsasm.,
Kirkjubraut 46, Akranesi.
Foreldrar Bóthildar voru fátæk
af veraldarauði, eins og títt var
um flesta á þessum árum. Vinnu-
semi, nægjusemi og sparsemi voru
þær dyggðir, sem í heiðri voru
hafðar og urðu Bóthildi farsælt
veganesti. Ung að árum fór hún úr
foreldrahúsum til að vinna fyrir
sér. Ekki var um skólagöngu að
ræða fyrir almenning á þessum
árum og síst stúlkur, aðeins nokk-
urra vikna farkennsla. Greind
börn lærðu þá furðu mikið á
stuttum tíma við frumstæð skil-
yrði, enda námsleiðinn ekki til að
spilla fyrir árangri. Bóthildur var
greind og minnug vel og með
árunum fróð um fólk og ættir.
Hún unni öllum þjóðlegum fróð-
leik, kunni mikið af ljóðum og
vísum, sem voru henni tiltæk fram
á síðustu ár. Sjálf var hún vel
hagmælt, en lét yfirleitt lítið á því
bera. Um tvítugsaldurinn var
Bóthildur 2 sumur og 1 vetur í
Reykjavík við nám í grasalækn-
ingum hjá Ólöfu Helgadóttur
grasakonu. Ekki lagði hún þó
grasalækningar fyrir sig að neinu
ráði, en kunni góð skil á íslenzkum
jurtum. Það var henni til yndis-
auka þá og síðar á ævinni, enda
var hún náttúruunnandi í eðli
sínu. Á þessum árum í Reykjavík
kynntist Bóthildur ungum Vest-
firðingi, Ingimari Kr. Magnússyni,
sem var í Reykjavík á þessum
árum við nám í húsasmíði. Þau
voru búin að vera 61 og xk ár í
farsælu hjónabandi þegar Ingi-
mar lést 8. águst 1978. Þau
Bóthildur og Ingimar hófu sinn
búskap í Reykjavík á erfiðum
tíma. Þá þurfti fólk að leggja hart
að sér til að sjá sér og sínum
farborða. En þau voru samhent,
hert í skóla lífsins — létu þröngan
efnahag ekki buga sig og voru
bjartsýn og hamingjusöm. Sumar-
ið 1922 fluttust þau hjónin búferl-
um upp á Akranes með 4 börn sín,
það yngsta á 1. ári. Árið 1925
fluttust þau fyrst í eigið húsnæði.
Það ár lauk Ingimar við að byggja
stórt íbúðarhús, sem hann skýrði
Arnardal.
Þetta hús var heimili fjölskyld-
unnar á 2. áratug og við það var
hún kennd upp frá því.
Arnaldur, síðar Kirkjubraut 48,
var síðar í mörg ár, allt til ársins
1978, dvalarstaður aldraðra á
Akranesi. Á heimili þeirra hjóna
ríkti alltaf góður andi. Þau voru
gestrisin og skemmtileg heim að
sækja. Þar var mannmargt og
gestakoma mikil.
Þau hjónin Bóthildur og Ingi-
mar eignuðust 7 börn og eru 5
þeirra á lífi. Steinunn, fædd 1917,
var búsett á Akranesi, dáin 1962.
Lilja, fædd 1919, búsett á Akra-
nesi. Magnús húsasmiður, fæddur
1920, til heimilis að Miðhúsum,
Innri-Akraneshr. Bergdís, fædd
1922, búsett í Kópavogi. Guðjón
Sigurgeir, fæddur 1923, dáinn
1925. Steinþór Bjarni bóndi, fædd-
ur 1925, búsettur að Miðhúsum í
Innri-Akraneshr. Guðjón Sigur-
geir húsasmíðameistari, fæddur
1929, búsettur í Borgarnesi.
Barnabörnin eru orðin 28, barna-
barnabörnin 37 og 1 barnabarna-
barnabarn.
Afmœlis-
ogminning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
t
Móöurbróöir minn
ÞÓRARINN EYJÓLFSSON,
frá Seyöisfiröi
lést á Sólvangi 29. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram.
Fyrir hönd vandamanna,
Egill Jónsson.
t
Konan mín, dóttir, móöir okkar og tengdamóöir
INGA KRISTFINNSDÓTTIR,
Sörlaskjóli 3,
andaöist í Landspítalanum 6. desember.
Björgvin Þorbjörnsson,
Ingveldur Ólafsdóttir, Björn Björgvinsson,
Guöbjörg K. Björgvinsdóttir, Siguröur Runólfsson.
t
Eiginkona mín
ELSE PAULSON,
andaöist 4. þ.m. aö heimili okkar 549 W. Kalmía Drive Lake Park
Florida.
Gunnar R. Pálsson.
t
Utför
JÓHANNS BJARNA KRISTJÁNSSONAR,
Hraunbæ 86,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.30.
Olga Þórhallsdóttir,
Ólöf María Jóhannsdóttir,
Þórhallur Dan Jóhannsson,
Aöalbjörg Magnúsdóttir,
Kristján Andrésson.
Gísli Konráösson og ævistarf
hans er eitt hinna furðulegu
fyrirbæra í íslenzku þjóðlífi. í
fari hans var ríkust „fýsnin til
fróðleiks og skrifta", fátækleg-
ur kostur bóka var notaður til
hlítar og andi fornra sagna og
kveðskapar bregður blæ yfir
daglegt líf. Syrpa þessi úr
handritum hans hefur að geyma
þjóðsögur og munnmæli hvað-
anæva af landinu og er þó að-
eins lítið eitt af því er þessi
mikli fræðaþulur skráði. Þeir
fjársjóðir, sem Gísli Konráðs-
son lét eftir sig, verða skemmti-
efni margra kynslóða, rann-
sóknarefni margra alda, — og
„meira þó í huga hans hvarf
með honum dánum“.
Syrpa Gísla Konráðssonar er
án efa ein þjóðlegasta bókin,
sem út kemur á þessu ári.
Þetta er þriðja bindi þessa bóka-
flokks og hefur að geyma 16
nýja þætti um mæður, skráða
af börnum þeirra. Alls eru þá
komnir 46 þættir í öllum þrem
bindum þessa skemmtilega
bókaflokks, um húsfreyjur úr
sveitum og bæjum og frá víð-
um starfsvettvangi. Með safni
þessu er mótuð all góð þjóð-
lífsmynd þess tíma er þessar
húsfreyjur störfuðu á, dregnar
fram myndir, sem vart munu
gleymast þeim er bækurnar
lesa, þvi hver þáttur safnsins
er tær og fagur óður um móður-
ást.
Enn eru öll þrjú bindin fáanleg,
en óðum gengur á upplag fyrri
bindanna, svo vissara er að
tryggja sér eintak af þeim fyrr
en seinna.
Tryggva saga Ófeigssonar er
tvímælalaust ein merkasta
ævisaga síðari tíma. Hún er
samfelld baráttusaga manns,
sem stöðugt sótti á brattann,
mat menn eftir dugnaði, kjarki
og krafti, og flokkaði þá í „úr-
valsmenn“ og „liðléttinga".
Sjálfur var Tryggvi umdeildur,
enda maðurinn mikillar gerðar
og æriö umsvifa- og fyrirferðar-
mikill í íslenzku þjóðlífi síðasta
mannsaldurinn.
Tryggva saga Ófeigssonar er
mesta sjómannabók, sem gef-
in hefur verið út á íslandi, og
samfelld saga togaraútgerðar
frá fyrstu tíð. Bókin er sjór af
fróðleik um allt er að fiskveiðum
og útgerð lýtur og hún er ekki
aðeins einstæð í bókmenntum
okkar, hún er stórkostlegt
framlag til íslenzkrar þjóðar-
sögu.