Morgunblaðið - 08.12.1979, Page 40

Morgunblaðið - 08.12.1979, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 Vtf9 MORÖtiK/ KAFFINU GRANI GÖSLARI Ertu þarna? Ég er kominn til að bjarga þér. Kona með slíkan fallþunga ætti ekki að hugsa um risatertu. Sálfræðingar geta líka átt við vandamál að stríða. msm Hvers vegna að gef ast upp fyrir skemmdarvörgum? BRIDGE Hmsjón: Páll Bergsson Margur samningurinn stendur og fellur með skiptingu spilanna á höndum andstæðinganna. Og þá er bara að treysta á heppni sína. En ekki þarf allt að vera, sem sýnist. Einn lítill millileikur getur breytt spili snarlega og gert óhagstæða legu að hugtaki. sem engan varðar um. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. G104 H. Á74 T. 63 L. KD1072 Vestur Austur S. ÁD853 S. 96 H. 1082 H. DG9 T. 982 T. DG104 L. 98 L. G653 Suður S. K72 H. K653 T. ÁK75 L. Á4 Suður opnaði á einu grandi, sem norður hækkaði umsvifalaust í þrjú grönd. Vestur spilaði út spaðafimmi og tían í blindum fékk slaginn. Sjálfsagt spila flestir svona spil beint af auðum eins og suður gerði. Hann fór beint í laufið, spilaði ás, kóng og drottningu en vaknaði þá upp við vondan draum. Gosinn kom ekki. Og þar að auki var hann í austur og því ekki lengur hægt að vinna spilið. Strax í upphafi spilsins er sjálfsagt að framkvæma vörutaln- ingu. Og þá kemur í ljós, að fjórir slagir á lauf nægja til að vinna spilið. Fyrsti slagurinn fæst á spaðatíuna og þá kemur millileik- urinn. Lágt lauf frá blindum, austur lætur lágt og suður gerir það einnig. Sér til undrunar fær vestur á áttuna en getur ekkert gert. Ekki getur hann spilað spaðanum og suður vinnur sitt spil örugglega. Auðvitað er það heppni, að vestur á bara níu og áttu í laufinu. En það er líka um að gera að notfæra sér slíkt happ. Og jafnvel þó að austur ætti t.d. laufáttuna í stað fimmunnar er alls ekki víst, að hann komi auga á, að nauðsynlegt er að láta hana þegar tvistinum er spilað frá blindum. Slíkt er ekki öllum gefið. Hátíðirnar fara nú senn í hönd. Við förum nú sem óðast að viða að okkur föngum til jólanna, mat, sælgæti, öli og fatnaði ásamt fleiru. Börnin fá að búa til jólaskraut í skólunum og heima. Þeim eru sagðar sögur og það eru sungin jólalög. Þetta er yndislegur tími fyrir börnin. Konurnar fá að sýna hvað í þeim býr af þreki og þrótti. Það þarf að þrífa, brasa, fægja, sauma, prjóna, kaupa inn-o.fl. o.fl. Karl- arnir fá að taka upp budduna oftar en ella. Erum við þá ekki ákaflega ánægð á .jólunum þar sem við sitjum þreytt eftir allt vafstrið og södd eftir jólakræs- ingarnar? Við erum glöð yfir jólagjöfunum sem við höfum gefið börnunum okkar og nánustu vin- um og vandamönnum. • Við borðum, meðbræður okkar svelta Setjum nú svo að á jólunum birtist skyndilega myndir, sem við LLausnargjald í Persíu Kftir Kvelyn Anthonv Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 0 134 Hún. hristi höfuðið. — Við förum saman. sagði hún. — Ég skil þig ekki eftir, svo að þér er bezt að hætta að tala um það. Reyndu frekar að finna einhverja leið svo að við komumst bæði í burtu. — Ég get það ekki, sagði Peters þreytulega — mér finnst ég vera að líða út af á hverri stundu. Ef ég lið í ómegin og Resnais gerir áhlaup erum við búin að vera. Eileen leit á hann. — Sýndu mér hvernig á að handleika þessa byssu, hvíslaði hún. — Segðu mér hvað ég á að gera og ég skal gera það. — Þú myndir ekki vera nægilega viðbragðsfljót, sagði Peters. — Hann myndi sprengja þig í loft upp áður en þú hefðir sett höndina á gikkinn. Hann er atvinnumaður. Ég næ honum aldrei eins og ég náði Made- leine. Andartak lokaði hann augun- um og fann strax hvernig með- vitundarleysið leitaði á hann. Höfuðið var svo þungt, svo þungt. Hann barðist gegn því með öllu þvi sem hann átti til. — Ég er að líða út af, tautaði hann og sá skelfinguna á and- liti hennar. En hann gat ekki einu sinni haldið á rifflinum sem skall á gólfið. — Handsprengjan, sagði hann — ef hann kemur inn skjótandi taktu út pinnann og teldu upp að þremur... og kastaðu svo... elskan mín... Hann hné niður. Eileen hall- aði sér yfir hann. Hann andaði ótt og títt, andlit hans var óhugnanlega grátt og vott af svita. Hún tók upp hand- sprengjuna. Ef Frakkinn lædd- ist að þeim varð hún að muna. Hún settist niður og lagði við hlustirnar, reyndi að greina hvert hljóð sem að eyrunum barst. Og henni fannst að öll sund væru lokuð og nú væri aðeins um að ræða að bíða. Resnais sveiflaði sér upp á svalirnar á fyrstu hæð. Hann hraðaði sér inn og niður stig- ann og framhjá herberginu þar sem lík Ahmeds lá. Þá heyrði hann að skeyti var að koma. Hann nam staðar og hugsaði með sér að það væri bezt að hlýða á skilaboðin. Peters myndi ekki vita annað en hann lægi í leyni við bílskúrinn. Það var ekki líklegt að hann reyndi að komast undan i bráð — ekki svona skömmu eftir að hann hafði kálað Madeleine. Hann tók upp heyrnartækið og tók niður boðin. „Staðfesti fyrri skipanir. Aðgerðum aflýst vegna handtöku Homsi. Viljum staðfestingu á að gísl hafi verið tekinn af lífi.“ Homsi handtekinn. Resnais lét þá senda boðin öðru sinni meðan hann reyndi að jafna sig. Peters hlaut að hafa tekið við boðunum. Eileen Field skyldi liflátin og hópurinn átti að dreifa sér. Allt var til einskis. Dauði Madeieine. Manndráps- tilraun hans á Peters. Hann svaraði ekki skilaboðunum. Látum þá i Damaskus bara halda að húsið sé tómt. En hetjan sem hann hafði sjálfur tilkynnt að hefði farizt í slysi hafði risið upp frá dauðum og hélt til 1 bílskúrnum ásamt gislinum. Resnais vissi ekki hverju átti að svara. Hann varð að reyna að komast að niður- stöðu. En fyrst varð hann að ljúka verkinu. Hann læddist að bilskúrnum og hann þóttist vita að Eileen og Peters væru þarna ennþá. Tvær handsprengjur hlutu að duga. Hann ýtti hægt upp hurðinni og bjó sig undir að kasta þeirri fyrri. Lögreglubílarnir gerðu fyrstu atlögurnar á hús sem voru í eigu Alsírmanna og Araba skömmu eftir dögun. Leit leiddi ekkert grunsamlegt í Ijós. Ýmsir sem grunaðir voru um að fylgja málstað Palestínu- manna voru teknir í yfir- heyrslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.