Morgunblaðið - 08.12.1979, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
43
Vetraríþróttahátíð í undirbúningi
DAGANA 28. febrúar — 2. marz
n.k. verður haldin glæsileg vetr-
ariþróttahátíð á Akureyri. Er
þetta i annað skiptið sem slik
hátíð er haldin, en hún fór fyrst
fram árið 1970 og þá einnig á
Akureyri. Ætlunin er að halda
hátíðir sem þessa á 10 ára fresti í
framtíðinni.
Að sögn Hermanns Sigtryggs-
sonar iþróttafulltrúa á Akureyri
verður keppt bæði á skíðum og
skautum, skautasýning verður
haldin og einnig er ætlunin að
halda sameiginlega sögu- og
vörusýningu á meðan á hátiðinni
stendur. Þar er hugmyndin að
sýna forvitnilega muni og gaml-
ar minjar frá skauta- og skíða-
íþróttinni.
Hápunktur hátíðarinnar verður
alþjóðlegt mót í alpagreinum, en
eins og kunnugt er hlutu svig- og
stórsvigsbrautir í Hlíðarfjalli
samþykki tækninefndar Alþjóða
skíðasambandsins síðastliðið
haust, og þar með leyfi til að halda
alþjóðlegt mót í þessum greinum.
Hermann sagði einnig að öllum
skíðasamböndum innan FSI (al-
þjóðaskíðasambandsins) hefði
verið sent bréf og boðið að senda
þátttakendur á mótið og er vonast
til að góðir skíðamenn víðs vegar
að úr heiminum komi á mótið.
Einnig verður keppt í alpagrein-
um unglingaflokka.
Aðrar skíðagreinar á mótinu
verða stökk og ganga, bæði í
unglinga- og fullorðinsflokkum.
Ný 45 m stökkbraut hefur verið
byggð og einnig verða sett upp í
vetur ný og mjög fullkomin tíma-
tökutæki.
Skautamenn munu keppa í ís-
hockey og einnig verður skauta-
sýning. Reynt verður að fá erlent
par til að sýna listhlaup. Skauta-
dagskráin fer fram á athafna-
svæði Skautafélags Akureyrar
sunnan við Höepfner og á Leiru-
tjörn þar við hliðina.
Þátttökutilkynningar í skíða- og
skautamótin skulu berast til Vetr-
arhátíðarnefndar fyrir 15. janúar
1980.
I tengslum við hátíðina verða
einnig unglingabúðir, þar sem
meginverkefnið verða æfingar í
alpagreinum. Ráðgert er að a.m.k.
2 ungmenni, piltur og stúlka, komi
frá skíðastöðum víðs vegar af
landinu, og komi þau til með að
búa hjá akureyskum fjölskyldum
á meðan þau dvelja á Akureyri.
Formaður Vetrarhátíðarnefndar
er Hermann Sigtryggsson.
• Hermann Sigtryggsson
Stórleikur á Suöurnesjum
UMFN-KR
í íþróttahúsinu Njarövík
kl. 2 í dag.
Toppurinn í íslenzkum
körfuknattleik.
Komiö og sjáiö UMFN spila viö hina velvöxnu
KR-inga sem hafa öll mikilvægustu mál í lagi.
Hvaöa mál?
50. hver áhorfandi fær eintak af plötum, sem hljómplötuútgáfan Geimsteinn gefur út. Rúnar Júlíusson
sér um tónlistina.
Stuöningsmannafélagiö Áfram Njarövík, sér um aö fólk veröi ekki aögeröarlaust í hálfleik.
Fatnaður, hljómplötur,
hljómtæki.
Fataval,
Hafnargötu 34.
Úr og klukkur.
Skartgripir og gjafavörur.
Georg V. Hannah.
Úra og skartgripaverzlun,
Hafnargötu 49, síml 1557.
TRÉSMÍÐI SF.
BYGGINGAVERKTAKAR
v/Reykjanesbraut, Njarðvík, sími 3950
Keflvíkingar
— Suðurnesjamenn
Húsgögn frá Dús (Duus) prýöa hvert hús.
DUUS HÚSGÖGN,
Hafnargötu 36, Keflavík, síml 2009.
Okkar styrkur - Ykkar hagur
Viö tökum nú upp leikföng
daglega.
Snjóþotur, margar geröir.
Brúöuvagnar.
Brúöur, litlar og stórar.
Þríhjól — Sparkbílar.
LEIKHÓLMI,
Hafnargötu 18, Keflavík, sími 3610.
3ja umferö í Evrópukeppni meistaraliöa
VALUR — BRENTWOOD
í dag kl. 14.30, í Höllinni ,
Forleikur: Valur — Víkingur 2. fl. kvenna kl. 13.45.
• Er Tjallinn sterkari en af er látiö?
• Danski eftirlitsmaöurinn frá IHF hr. Erik Larsen mætir á leikinn.
• Setur Valur markamet í Höllinni?
Hermann Gunnarsson.
Miöaverö:
kr. 2.000.- fyrir fulloröna
Frítt
fyrir börn innan 10 ára aldurs
í fylgd meö fullorðnum.
Kynnir:
fFinluxB HQLUWOOD cÉÞ DikciHítn /f. SPORTVÖRUVERZLUN Skólavörfiustíg 14 - Sími 24520 Skatta- þjónustan s.f.
TOPPURINNI ■ UT8J0NVARPST>*KJUM ■ ttjjHjjjl I sTóhvarpsbudin II ÚRVAL Emskpatelagshuainu srm 26900 allir í Hollywood (kvöld. íþróttavörur (úrvali. adidas ^ Langholtsveg 115. Síml 82023. Bergur Guönason hdl.
Söluturninn
Sunnuborg s.f.
Langholtsveg 68,
Prince Póló og kók,
er jóló og mók.