Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 1
36 SÍÐUR 4. tbl. 67. árg. JANUAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. NOKKUR hundruð félagar í sam- tökum afghanskra námsmanna erlendis efndu til aðgerða í Bonn i gær þar sem mótmælt var innrás og byltingu Sovétríkjanna í Afghanistan. Báru námsmennirn- ir áletruð spjöld þar sem krafist var fordæmingar á aðgerðum Sovétmanna i landinu og að þeir hypjuðu sig á brott þaðan. Harðir bardagar eru enn i Afghanistan og búist er við aukinni andspyrnu múhamcðskra skæruliða. Símamynd — AP Víða barist gegn Rússum í Afghanistan: Rússneskir hermenn gerðu einir byltinguna Nýju Dehlí, Moskvu, Kabúl. 4. janúar. AP. SOVÉZKAR hersveitir framkvæmdu byltinguna í Afghanistan einar sér og án nokkurrar aðstoðar Afghana 27. desember sl.. að því er heimildir, sem hingað til hafa reynst óbrigðular, skýrðu frá í dag. Sömu heimildir hermdu að Hafizullah Amin hefði verið myrtur nokkrum klukkustundum fyrir byltinguna i samkvæmi, þar sem fjöldi sovézkra herforingja og háttsettir afghanskir embættismenn hafi verið saman komnir. Ekki hermdu heimildirnar hvort Rússar hefðu myrt Amin, en fyrri fregnir hermdu að Amin hefði verið dreginn fyrir byltingarrétt og dæmdur til dauða eftir að byltingin var gerð. Ennfremur hermdu heimildirnar að milli 80 og 85 sovézkir hermenn hefðu fallið í bardögum í Kabúl að kvöldi 27. desember og um það bil 100 hefðu særst. Næstu daga á eftir hefðu milli 35 og 40 sovézkir hermenn verið felldir í afmörkuð- um bardögum víða í borginni. Sendiherra Vestur-Þýzkalands í Afghanistan, Karl Heinrich Bern- inger, sagði við komuna til Bonn í dag, en yfirvöld kölluðu hann heim til viðræðna um ástandið í Afghan- istan, að kyrrt væri að kalla í Kabúl, og sovézku hermennirnir hefðu sig lítt í frammi í borginni. Bardagar halda þó áfram í fjalla- héruðum í norður- og austurhluta landsins þar sem sagt er að búast megi við löngum bardögum. Dip- „Hafa reist ofbeldishneigð sinni blóðugan bautastein“ Washington, SÞ. Kairó, London, Nýju Dehlí, 4. jan. AP. ABDUL Hakim Tabibi sendiherra Afghanistans hjá Sameinuðu þjóð- unum (Sþ) sagði af sér embætti í dag „1 mótmælaskyni við vanhelgun nágranna vors, Sovétríkjanna, á fullveldi og sjálfstæði þjóðar minn- ar“, að því er sagði í tilkynningu sendiherrans. Carter Bandarikjaforseti boðaði í kvöid sjónvarpsávarp klukkan 02 að islenzkum tima þar sem hann til- kynnti til hverra aðgerða hann hygðist grípa í hefndarskyni við innrás og byltingu Sovétríkjanna i Afghanistan. Búist var við að þær aðgcrðir myndu m.a. vera i formi stöðvunar á útflutningi kornvöru, sjávarafurða og tækni til Sovétrikj- anna. en Alan Cranston öldunga- deildarmaður. einn áhrifamesti demókrati á Bandarikjaþingi, hvatti til slíkra efnahagsþvingana í dag og sagði að þær nytu mikils fylgis á þingi. Kínverjar sögðu í dag að með innrásinni og byltingunni í Afghan- istan hefðu Sovétmenn reist „ofbeld- ishneigð sinni og árásarsögu blóðug- an bautastein". Auk Kabúl væri Prag annar mjög blóðugur bautasteinn um „árásir og útþenslustefnu sósíalísku heimsvaldasinnanna í Sovétríkj- unum“. Spurt var í tilkynningu sem Hsinhua-fréttastofan birti hvar árás- argirni Sovétríkjanna stöðvaðist fyrst þeir voguðu sér að ráðast á Áfghanistan, sem væri hlutlaust ríki múhameðstrúarmanna í þriðja heim- inum. írak var einnig meðal fjölmargra ríkja sem í dag fordæmdu eða létu í ljós þungar áhyggjur vegna aðgerða Sovétmanna í Afghanistan, og þykja viðbrögð Iraka einkar athyglisverð þar sem landið hefur um hríð verið í hópi dyggra vinátturíkja Sovétríkj- anna. I málgagni Baath-flokksins sagði: „Hernaðaríhlutun Sovétmanna, eða réttara sagt hernám Afghanist- ans, vekur áhyggjur meðal þjóða er vinveittar eru Sovétríkjunum. Af- ghanska þjóðin hefur ekki boðið Sovétmenn velkomna til landsins og ætlunarverk þeirra mun ekki reynast auðvelt." Nokkrir þjóðarleiðtogar og ráða- menn urðu til þess að láta í ljós ótta við að aðgerðir Sovétmanna í Afghanistan kynnu að leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar. í þeirra hópi voru Marcos forseti Filipseyja og Flora MacDonald utanríkisráðherra Kanada sem sagði sovézku innrásina og byltinguna í Afghanistan alvar- legustu atburðina á alþjóðlegum vettvangi frá seinni heimsstyrjöld- inni og jarðveg nú frjóan fyrir nýja heimsstyrjöld. William E. Colby og Daniel O. Graham, tveir fyrrverandi æðstu menn bandarísku leyniþjónustunnar, hvöttu í dag til þess að send yrðu bandarísk vopn til múhameðsku upp- reisnarmannanna í Afghanistan þar sem Sovétmenn myndu ella brjóta niður andstöðu við leppstjórn þeirra af hrottalegri grimmd. Sadat Egypta- landsforseti bauð Bandaríkja- mönnum á ný „aðstöðu" í Egypta- landi ef þeir vildu verja Persaflóann, en sagði að herstöðvar yrðu þó ekki falar, en kunnugir segja að aðrir flugvellir og hafnir muni standa Bandaríkjamönnum til boða. Yfirmaður alls herafla ísraels, Raphael Eytan hershöfðingi, sagði í dag að gjörbreytt staða væri komin upp í Miðausturlöndum í kjölfar „valdatöku Sovétmanna í Afghanist- an“. Fíngerðu jafnvægi í heimshlut- anum væri stefnt í voða. Zia forseti Pakistans lýsti og mikl- um áhyggjum vegna hernaðaríhlut- unar Sovétríkjanna í Afghanistan en sagðist vongóður um að Sovétmenn vanhelguðu ekki landamæri Pakist- ans. Oleg A. Troyanovsky sendiherra Sovétríkjanna hjá Sþ lýsti sig mót- fallinn því að Öryggisráðið kæmi saman til fundar um veru Sovét- manna í Afghanistan, eins og 43 ríki, þ.á m. ísland, háfa krafizt, þar sem sovézku hermönnunum hefði verið boðið til Afghanistans af þarlendum yfirvöldum samkvæmt sáttmála ríkjanna frá 1978. lómatar hafa og skýrt frá því að viðtæk barátta gegn Rússum sé að brjótast út um allt land, barátta sem kalla megi „alþýðustríð" gegn oki Sovétmanna. Snjór veldur sov- ézkum hermönnum erfiðleikum í fjallahéruðum. Indverska fréttastofan UNI skýrði frá því að skæruliðar múhameðstrúarmanna væru að endurskipuleggja sig og búast mætti við enn harðnandi átökum þeirra og Sovétmanna. Sovétmenn kappkosta einnig að búa sig sem bezt undir frekari átök og halda enn uppi miklum vopna- og birgða- flutningum til landsins, einkum til stórs herflugvallar í vesturhluta landsins, nálægt landamærum írans. Babrak Karmal, sem Sovétmenn gerðu að forsætisráðherra eftir að þeir höfðu framkvæmt byltinguna, sagði í dag, samkvæmt fregnum TASS-fréttastofunnar sovézku, að stjórn hans bæri mikla virðingu fyrir trúmálum og hvatti til sam- stöðu meðal þjóðarinnar. Kunnugir sögðu að með þessu væri Karmal að reyna að villa uppreisnarmönnum sýn, en múhameðstrúarmenn hafa verið forsprakkar uppreisna gegn stjórnvöldum í landinu í tæp tvö ár. Einnig lofaði Karmal „lýðræðis- legri stjórnarskrá" fljótlega. Utanríkisráðherra Afghanistans, Shah Mohammed Dost, kom í dag til Moskvu og átti hann „alúðlegar og vinsamlegar" viðræður við Gromyko utanríkisráðherra, að sögn Tass. Dost fer frá Moskvu til New York þar sem hann verður viðstaddur umræður Öryggisráðs- ins um íhlutun Sovétríkjanna í Afghanistan. Lýsti hann því yfir að umræðurnar væru ónauðsynlegar og óréttlætanlegar, og endurtók fyrri yfirlýsingar Sovétmanna og Afghana um að sovézkar hersveitir væru í Afghanistan samkvæmt sáttmálum landanna og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. KHOMEINI YILDI EKKI RÆÐA VIÐ WALDHEIM Tcheran. \cw York. 4. janúar. AP. KURT Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hélt í dag frá íran. einum degi fyrr en ætlað var. eftir að Ayatollah Khomeini neitaði að raeða við hann. Haft var eftir Waldheim er þota hans milli- lenti í Sviss að árangur hefði orðið af förinni, „þótt hættuleg hefði verið“. Waldheim átti bæði fund með byltingarráðinu og Ghotbzadeh utanríkisráðherra um mál gíslanna í bandaríska sendiráð- inu í Teheran, en um viðræðurn- ar forðaðist hann að segja nokk- uð. Til götubardaga kom í hinni helgu borg Qom í dag milli stuðningsmanna Shariat Madari trúarleiðtoga og annarra hópa, en byltingarverðir skökkuðu leikinn, skutu úr byssum upp í loftið og dreifðu hópunum. Fjöldi manns særðist í átökun- um. Þá tóku stuðningsmenn Madari útvarpsstöð í Tabriz á sitt vald eftir átök við byltingar- verði. Tilkynnt var í dag að sam- komulag hefði náðst milli full- trúa Kúrda og stjórnarinnar að byltingarverðir hverfi á brott frá Sanandaj, höfuðborg Kúrd- istan en löggæzla verði þess í stað í höndum Kúrda sjálfra. Fögnuður ríkti af þessum sökum í Kúrdistan í dag, en margra mánaða blóðug átök voru í hér- aðinu í fyrrasumar. Sadegh Ghotbzádeh utanríkis- ráðherra sagði í dag við frétta- mann CBS-stöðvarinnar að Khomeini „væri utangátta" hvað snerti pólitískan raunveruleika í íran og þess ómeðvitaður hvaða áhrif ástandið í landinu hefði út á við. Hann sagði einnig að Khomeini hefði ekki fulla stjórn á námsmönnunum sem hafa bandaríska sendiráðið á valdi sínu. Sjálfur hefur ráðherrann skýrt gestum frá að hann hafi enga stjórn á námsmönnunum. Námsmennirnir heimtuðu í dag að utanríkisráðuneytið afhenti þeim Bruce L. Laingen sendi- fulltrúa sem er í gæzlu ráðu- neytisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.