Morgunblaðið

Date
  • previous monthJanuary 1980next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 05.01.1980, Page 5

Morgunblaðið - 05.01.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 5 Ljðsm.: Snorri Snorrason Selfosskirkja. jT Bækur Olafs Hauks og Ásu Sólveigar fyrir dóm Norðurlandaráðs BÆKURNAR Vatn á myllu kölska eftir Ólaf Hauk Símonar- son og Einkamál Stefaníu eftir Ásu Sólveigu hafa verið lagðar fram af hálfu íslands til verð- launa i Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, en fundir ráðs- ins og verðlaunaveitingar verða í Reykjavik dagana 3. til 7. mars næstkomandi. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir tónlistarsköpun, og af íslands hálfu verða lögð fram verk eftir þá Hallgrím Helgason og Þorkel Sigurbjörnsson. Verðlaunaupphæðin nemur nú um það bil 5,5 milljónum íslenskra króna, bæði í bókmenntum og tónlist. Frá hverju Norðurland- anna eru tilnefndir tveir lista- menn í hvorri grein, samtals tíu nöfn. Elvar í 4.-5. sæti UNGLINGASKÁKMÓTINU í Hallsberg í Svíþjóð lauk í gær, en þar var nýbakaður ungiinga- meistari íslands, Elvar Guð- mundsson, meðal keppenda. I 9. og síðustu umferðinni í gær vann Elvar Austurríkismanninn Ruzicka. Hlaut Elvar 6 vinninga af 9 mögulegum og varð í 4.—-5. sæti af 36 keppéndum. Kvaðst Elvar vera mjög ánægður með útkomuna, þar sem mótið hefði verið fjölmennt og sterkt. Hann hlaut 250 sænskar krónur í verð- laun. Skotinn McNab varð sigur- vegari í mótinu, hlaut 7 xk vinning. Öryggisráð SÞ: Island vill sérstakan f und um ástandið í Afghanistan ÍSLAND er meðal 43 ríkja, sem í fyrrakvöld afhentu for- seta Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna bréf með ósk um að boðaður yrði sérstakur fundur í Öryggisráðinu til að ræða ástandið i Afghanistan og áhrif þess á heimsfriðinn. Þeir 43 fastafulltrúar, sem undirrituðu bréfið til forseta ráðsins, eru fulltrúar ríkja í öllum hlutum heims, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Athugasemd frá Sigurði Helgasyni forstjóra Flugleiða: Ekki tilgangurinn að hnýta í undirstöðuatvinnuvegina Það var ekki tilgangur minn að hnýta á nokkurn hátt í undir- stöðuatvinnuvegi þjóð HMM:115 TNR:1 JU:0,0arinar, sem eru alls góðs maklegir og án þeirra verður ekki búið í þessu landi. Hafi ummæli mín gefið tilefni til misskilnings biðst ég velvirð- ingar á því. Benda má á, að á s.l. ári greiddu Flugleiðir 300 milljónir króna í launaskatt sem sjávarútvegur og landbúnaður eru undanþegnir. Ennfremur bendi ég á frétta- tilkynningu frá Verðlagsráði Sjáv- arútvegsins hinn 11. desember s.l. þar sem sagt er frá því að ákvörðun um fiskverð verði vísað til yfirnefndar, þar segir m.a. „í þeim viðræðum hefur komið í ljós að afkomuskilyrði fiskveiða og fiskvinnslu eru svo slæm að engir möguleikar eru til þess að sam- komulag náist um nýtt fiskverð nema til komi ráðstafanir af hálfu hins opinbera". Fyrir átta mánuðum síðan sótti félagið til yfirvalda um tíma- bundna undanþágu frá lend- ingagjöldum en það erindi liggur ennþá óafgreitt. Virðingarfyllst, Sigurður Helgason Forstjóri Völvur spá í árið 1980: Náttúruhamfarir og meiri verðbólga, sigur Carters og dauði íranskeisara VÖLVA hefur birt spá sína í vikublaðinu Vikunni nú um þessi áramót eins og undan- farin ár, og kennir margra grasa í spádómum hennar. Meðal þess sem hún spáir að muni gerast á árinu 1980 er eftirfarandi: Áframhaldandi efnahagsmál og erfiðleikar í stjórn landsins, og líklega alþingiskosningar áð- ur en kjörtímabilið rennur út. Mikið verður um slysfarir, og margir munu farast í einu þess- ara slysa. Fiskafli mun verða góður, en Bandaríkjamarkaður þrengjast og farið verður að leita á ný mið. Albert Guð- mundsson verður ekki forseti, Ólafur Jóhannesson fer ekki í framboð, en sest í helgan stein. Fíkniefnamál verða mikið í sviðsljósinu, og athyglin mun aftur beinast að Guðmundar- og Geirfinnsmálum vegna nýrra upplýsinga. Flugleiðir munu heldur hressast, en deilur munu áfram standa við flugmenn fé- lagsins og breytingar verða gerðar á Atlantshafsfluginu. Átök verða innan Sjálfstæðis- flokksins og nokkur uppstokkun og í því efni óvænt úrslit. Fjaðrafok verður vegna nýrra reglna um listamannalaun. Sé litið til áratugarins í heild segir völvan verða miklar breytingar á flokkaskipan og kjördæma- málum, ný stefna verði tekin upp í orkumálum, náttúruhamfarir verða talsverðar og jafnvægi skapast í byggð landsins. Af erlendum vettvangi spáir hún ólgu á Norðurlöndunum, slysi á Norðursjó, hryðjuverkum á Norður-írlandi efnahagsbata á Bretlandi, hjónabandsmál Karls prins verða á dagskrá, íranskeis- ari deyr og syni hans verður sýnt banatilræði, stjórnartíð Kho- meinis lýkur senn, leiðtogaskipti verða í Sovétríkjunum, miklar náttúruhamfarir í Suður- Ameríku, Carter mun sigra Kennedy sem forsetaefni Demó- krataflokksins og fleira. I Helgarpóstinum í gær spáir völva einnig í árið 1980. Hún segir meðal annars: Þjóðstjórn verður ekki mynduð, heldur meirihlutastjórn sem áður hefur verið kunn af ýmsu misjöfnu. Verðbólgan mun geysa áfram með miklum hraða og fara yfir 100% á árinu. Til tíðinda mun draga við Kröflu og Kötlugos verður. Af erlendum vettvangi spáir hún einnig ýmsu krassandi, einkum í ástamálum erlendra manna cg kvenna. Koma þar til dæmis við sögu Farah Dhiba keisaraynja, Bianca Jagger, Karl Bretaprins og Margaret That- cher, og munu sum þeirra leita til Islands í ástamálum sínum! — Segir valva Helgarpóstsins að Bianca muni lenda í ástarævin- týri með afkastamesta íslenska popptónlistarmanninum, Breta- prins trúlofast stúlku austan af Héraði og Farah Dhiba mun endurnýja kynni sín af íslensk- um námsmanni af Vestfjörðum, giftast honum og flytja til ísa- fjarðar! DnnssHðn Skemmtilegt, hollt og ódýrt tómstundagaman. sTuninssonnn Nú er upplagt tækifæri fyrir fólk að bregða sér í danstíma hjá Heiðari. Kennsiustaðir: Reykjavík: Brautarholti 4, Drafnarholti 3, Félagsh. Fylkis Árbæ) Kópavogur: Flamraborg 1, Kársnesskóli Seltjarnarnes: Félagsheimiliö Hafnarfjörður: Gúttó Mosfellssveit: Hlégaröur Innritun og upplýsingar kl. 13—19. Símar 20345, 24959, 74444, 38126, 39551. Akranes Innritun í Röst, sími 1716 mánud. 7. janúar kl. 12—5. Ath.: Konubeat-tímana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 3. tölublað (05.01.1980)
https://timarit.is/issue/117705

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

3. tölublað (05.01.1980)

Actions: