Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
12
umcKIPTI
iiuðmr 11
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Noregur:
Bætt afkoma
iðnfyrirtækja
AFKOMA norskra iðníyrirtækja var mun betri á árinu 1979 en á
árinu á undan samkvæmt niðurstöðum könnunar sem norska
iðnaðarráðuneytið lét framkvæma nú rétt fyrir áramótin.
Inn í þessa könnun voru tekin
fyrirtæki alls staðar að af landinu
sem framleiddu mjög misjafna
vöru. Forráðamenn 60% þeirra
fyrirtækja sem spurðir voru svör-
uðu því til að afkoman yrði
ótvírætt betri á s.l. ári en því á
undan. Aðeins um 25% forráða-
mannanna svöruðu því til að
afkoman yrði væntanlega eitthvað
verri og 15% sögðu hana verða
svipaða.
Þá voru þessir sömu menn að
því spurðir hverjar líkur þeir
teldu á því að áframhald yrði á
velgengni fyrirtækjanna. — 40%
þeirra svöruðu því til að þeir
byggjust við áframhaldandi vel-
gengni og aðeins um 15% þeirra
sem spurðir voru svöruðu því til
að þeir ættu von á verri útkomu á
þessu ári.
í sambandi við þessar niður-
stöður má geta þess að flest þau
fyrirtæki sem vel gekk hjá eru í
útflutningsiðnaði en fyrirtækin
með slakari afkomuna eru flest í
einhvers konar framleiðslu fyrir
innanlandsmarkað.
Þá kom fram í þessari könnun
að búist er við að fjárfesting á
þessu ári verði a.m.k. 33% meiri
heldur en 1979.
Eftirspurn eykst
eftir rækjunni
í NÝÚTKOMNU hefti Sjávar-
frétta kemur fram. að eftirspurn
eftir rækju hefur farið vaxandi
að undanförnu á þeim mörkuðum
þar sem íslendingar selja megin-
hluta framleiðslu sinnar, þ.e. í
Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og
Bretlandi.
Fengist hefur nokkuð hærra
verð fyrir rækjuna nú að undan-
förnu, einkum á Norðurlöndum.
Rækjuveiðarnar hafa gengið mjög
misjafnlega. Beztur hefur aflinn
verið á ísafjarðardjúpi og á Húna-
flóa.
Orkuverð í iðnaði
IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur
skipað fjögurra manna nefnd til
að kanna, með hvaða hætti megi
bæta starfsskilyrði iðnaðar og
stuðla að hagkvæmari nýtingu
orkulinda og orkukerfisins með
samræmdari og þjóðhagslega
rökrænni stefnu í verðlagningu
orku til iðnaðar og annars at-
vinnurekstrar í fiskvinnslu og
landbúnaði.
í nefndinni eru Kristmundur
Halldórsson, Guðmundur Helga-
son, Kristján Jónsson og Þórður
Friðjónsson.
Haukur Björnsson t.v. sem nú lætur af starfi framkvæmdastjóra Fll og Valur Valsson sem við tekur og
mun nú leiða islenskan iðnað i óheftri samkeppni i fyrsta sinn á Evrópumóti i lok aðlögunar að EFTA.
Framkvæmdastjóraskipti hjá FÍI:
Ljósmynd Mbl. RAX.
Islenzkur iðnaður í fyrsta
skipti í óheftri samkeppni
eftir tíu ára aðlögun í Fríverzlunarsamtökum Evrópu, EFTA
Framkvæmdastjóraskipti urðu
hjá Félagi íslenskra iðnrekenda
um áramótin. Haukur Björns-
son sem gegnt hefur starfinu s.l.
tíu ár lét af embætti og tekur
við starfi eins af framkvæmda-
stjórum Karnabæjar, en við
starfi Hauks tók Valur Valsson,
sem verið hefur aðstoðarbanka-
stjóri Iðnaðarbankans um nokk-
urt skeið.
Morgunblaðið ræddi við þá
félaga fyrir skömmu og spurði þá
m.a. hvernig hin nýju störf
legðust í þá. — Haukur sagði að
breytingin yrði sjálfsagt meiri
hjá sér þar sem hann færi yfir til
einkafyrirtækis og hæfi beinan
rekstur, eftir að hafa starfað
fyrir samtök iðnaðarins í tíu ár
sem framkvæmdastjóri og þar á
undan sem forstöðumaður hag-
deildar Félags íslenskra iðnrek-
enda. „Ég tel hins vegar að það sé
tími til kominn fyrir mig að
skipta því menn staðna óneitan-
lega í starfi séu þeir of lengi og
ég hlakka til þeirra fjölþættu
verkefna sem bíða mín hjá Karn-
abæ, en þar tek ég við fram-
kvæmdastjórn framleiðslusviðs-
ins, þ.e. iðnaðarframleiðslunni,"
sagði Haukur.
„Samtök iðnaðarins eru auð-
vitað langt frá því að vera mér
óþekkt fyrirbrigði þar sem ég hef
starfað í Iðnaðarbankanum s.l.
tíu ár og hef þar komist í kynni
við flesta þá menn og fyrirtæki
sem eiga aðild að Félagi ís-
lenskra iðnrekenda, auk þess sem
ég þurfti að fylgjast mjög náið
með mörgum málum iðnaðarins
vegna starfs míns,“ sagði Valur.
Þá kom fram hjá þeim félög-
um, að tímamótin eru að einu
leyti mjög sérstæð. Þegar Hauk-
ur tók við framkvæmdastjóra-
stöðunni 1970 gekk ísland í
EFTA og aðlögunartíminn, sem
gefinn var, er einmitt á enda nú
um áramótin. Valur tekur svo við
þegar iðnaðurinn fer í fyrsta
sinn inn í alveg óverndaða sam-
keppni við iðnaðarframleiðendur
í öðrum aðildarríkjum EFTA.
Báðir voru Haukur og Valur
sammála um að ekki hefði til
tekist eins og til stóð í upphafi
hvað varðar íslenskan iðnað með
inngöngunni í EFTA, þó hefði
margt færst til betri vegar. „Það
sem aðallega stendur íslenskum
iðnaði fyrir þrifum í þessari
hörðu samkeppni nú eru þær
miklu verndaraðgerðir sem iðn-
aður í öðrum aðildarríkjum býr
við, þar er í mörgum ríkjum
nánast hver einasta vinnustund
niðurgreidd af ríkisvaldinu. Það
liggur því í augum uppi að erfitt
er að keppa við slíka fram-
leiðslu," sagði Valur.
„Það má segja hvað varðar
inngönguna í EFTA að hug-
myndir þeirra sem svartsýnastir
voru hafi ekki ræst, þ.e. að
jafnvel fjölmörg fyrirtæki
myndu rúlla og svo hins vegar, að
vonir þeirra bjartsýnustu um
mikinn útflutning ýmissa iðnað-
arvara hafi brugðist. Iðnaðar-
útflutningurinn er eins og flest-
um er kunnugt mjög einhæfur
ennþá og hann einskorðast alls
ekki við fá ákveðin svæði. Má í
því sambandi nefna fiskútflutn-
ing sem hefur í gegnum árin
verið mjög einhæfur," sagði
Haukur.
I dag eru starfandi tíu starfs-
menn hjá Félagi íslenskra iðn-
rekenda og sagði Valur að ekki
stæðu til neinar aðrar breytingar
á starfsliði, enda væri valinn
maður í hverju rúmi. Þá má geta
þess að mikið og gott samband er
annars vegar milli félagsins og
Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar-
ins, sem á árum áður var ein
deild innan félagsins og hins
vegar milli félagsins og Lands-
sambands iðnaðarmanna, en all-
ir eru þessir aðilar til húsa í
Iðnaðarmannahúsinu við Hall-
veigarstíg.
W T f "í t i i Ú* mannvirkja. Stór hluti verkefna
Verulegur samdrattur tram- scs*f
undan í
í niöurstöðum úr ársfjórð-
ungslegri könnun á bygginga-
starfsemi sem framkvæmd er á
vegum Landssambands iðnað-
armanna kcmur í ljós að fyrir-
tæki með 22,1% af heildarmann-
afla í byggingariðnaðinum, sem
tóku þátt í könnuninni á 3.
ársfjórðungi 1979, sjá fram á
verulegan samdrátt.
Könnunin leiddi m.a. í ljós
ískyggilega þróun, sem virðist
eiga sér stað með samdrætti á
ibúðarhúsnæðismarkaðinum. í
stað stórfellds samdráttar og at-
vinnuleysis innan greinarinnar,
sem menn óttuðust fyrr á árinu,
hefur byggingaraðilum tekist að
brúa verkefnaþörf sína með því að
taka að sér verkefni, sem boðist
hafa við atvinnuhúsnæði, opinber-
ar byggingar eða annað. í könnun-
inni kom ennfremur í ljós, að stór
hluti þessara verkefna var viðhald
byggingariðnaðinum
Mikil óvissa er um verkefni á
næstu mánuðum, enda er það í
samræmi við ríkjandi ástand í
efnahags- og stjórnmálum, en