Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 Jón Á Gissurarson: Inngangur Árið 1974 voru samin ný fræðslulög á alþingi, þau þriðju í röðinni. Vitað er að þau voru í andstöðu við vilja meirihluta al- þingismanna, en þáverandi menntamálaráðherra notaði sér oddaaðstöðu til að beygja ýmsa stjórnarsinna til samþykkis við lögin. Skólaskylda var lengd um eitt ár og er nú upp í 16 ára, árlegur kennslutími lengdur, þrátt fyrir að margir skólastjórar og kennarar vöruðu við þessum breytingum. Við vissum að krakk- ar á gelgjuskeiði höfðu fengið yfrið nóg af skólasetu eftir 8 mánaða skólsetu á ári, lenging væri til óþurftar. Við töldum að 15 ára unglingar kæmu með jákvæð- ara hugarfari ef sækja þyrfti um skólavist heldur en um kvöð væri að ræða. Svo töldum við það enga goðgá þótt tápmiklir strákar leit- uðu til hagnýtra starfa í stað þess að hanga óánægðir áfram í skóla, enda gátu þeir þá hafið nám að nýju eftir nokkra hvíld. Reynslan hafði sýnt að mörgum hentaði það betur, stunduðu nám sitt af meiri festu og atorku en áður. En hinir sænsksinnuðu forystu- menn höfðu undirtökin. Svíar höfðu apað eftir bandaríkja- mönnum, sem búa við allt annað þjóðfélagsmynstur en við, t.d. eru unglingar í Bandaríkjunum ekki gjaldgengir á vinnumarkaði undir 18 ára aldri. Enn vantar heildarlöggjöf um framhaldsskóla. Frumvörp um þá hafa dagað í þrígang upp á alþingi. Þetta veldur erfiðleikum í bili, en ég tel það til bóta þegar frá líður, lögin verði betur úr garði gerð og ekki eins rasað um ráð fram. Kynni það að leiða til þess að stjórnvöld mörkuðu skýra stefnu skólamálum öllum en hættu að leyfa skýjaglópum að leika sér með ungmenni landsins rétt eins og þau væru tilraunadýr í rannsóknastofum. Fjölbrautaskólar Fjölbrautaskóli er nýtt skóla- heiti á framhaldsstigi. Hugmynd- in og gerð á sér þó langa sögu. Þjóðskóli Jóns Sigurðssonar og samskóli Jóns Ófeigssonar voru af þessari gerð. Ég stýrði árum saman slíkum skóla. Nafnið er gott og þarf engrar skýringar. Nú eru starfandi þrír fjöl- brautaskólar í kaupstöðum utan Reykjavíkur, en í raun á fleiri stöðum þótt ekki beri þeir þetta heiti. Ég hef lengi haldið að þetta skólaform hentaði vel á slíkum stöðum, kennslukraftar og að- staða nýttist betur en ella og kynnu að verða nágrannaskólum Jón Á. Gissurarson stoð og stytta. Þeir gætu og stytt sérnám sem sækja yrði að, svo að nemendur gætu lengur en ella dvalist í föðurgarði. En vel verða þeir að gæta þess að starfsemi þeirra flæði ekki út yfir alla bakka. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti ætti að verða þeim víti til varnaðar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Ég hef lengi haldi að allt öðru máli gegndi í Reykjavík. Þar eru allir helstu sérskólar landsins, heldur bæri að efla þá en stofna sérdeildir í viðamiklu bákni, nýt- ing yrði slæm og stjórnunarkostn- aður yrði úr hófi fram mikill. Þess skal getið að meðan fyrri fræðslu- lög giltu var stjórnunarlið skóla með hátt í tvö þúsund nemendum þessi: skólastjóri, yfirkennari með nokkra kennsluskyldu og skrif- stofustúlka, eða ígildi tveggja kennara. Mig fýsti að ganga úr skugga um hvort uggur minn um Fjöl- brautaskólann í Breiðholti væri á rökum reistur, en hann hefur nú starfað um fjögur ár. Ég leitaði til fræðsluyfirvalda og var tjáð að til væri svokallaður Námsvísir, áætl- un næsta árs svo og „heildarúttekt á því námsframboði sem skólinn hefur gefið nemendum sínum kost á.“ Nafnalisti starfsfólks skólans var fáanlegur, en það er alls 122 manns, reyndist laklega einn fyrir hverja tíu nemendur. En hann er engin smásmíði þessi Vísir, 150 blaðsíður í símaskrárbroti, á svo framandlegu máli að blaðsíða fjögur öll er til skýringar tungu- taki skóla þessa. Þrátt fyrir þessar 150 blaðsíður er þar engu getið mikilvægra atriða sem heima eiga í slíkri skýrslu, engu líkara en þar sé verið dylja ýmislegt sem illa þolir dagsins ljós. Enginn stafkrókur er um nemendafjölda, engu getið stundafjölda einstakra kennara né kennslustunda alls, ekki heldur fjölda í kennsluhópum. Ekki höfðu fræðsluyfirvöld sýnishorn af stundaskrám einstakra nemenda. Tína varð það að úr öðrum áttum. Nám skiptist á sjö svið, sem greinast í svo margar brautir að allar blaðsíður milli 21 og 108 fara til lýsingar þeim. Helst minnir þessi lesning á bók sem bar titilinn Um Guð alheiminn og fleira. Þetta er meiri frumskógur en svo að 16 ára unglingar rati hjálparlaust gegnum hann, svo að einn námsráðgjafi hefur vissulega nóg á sinni könnu að vísa þar til vegar, enda þess dæmi að nemandi hafi villst af réttri braut. Það virðist því hafa verið ærið verk- efni fyrir sviðstjóra, sem ég minn- ist úr fréttum fyrr en stjórnvöld þrjóskuðust að meta til launa, enda að engu getið í Námsvísi. Námsefni skiptist svo í þrjá hópa: skólakjarna, sviðeiningar og kjör- greinar. I sviðeiningum eru tveir valkostir með þremur undirhóp- um. Velja skal einn undirhóp, en hann og skólakjarni er skyldu- nám. Síðan kemur val milli 6 til 8 kjörgreina. Stjórnunarlið skólans eru 25 manns. Sé tekið tillit til kennslu- skyldu aðstoðarskólameistara, áf- angastjóra, námsráðgjafa og 17 deildarstjóra, skertrar vinnu fjög- urra skrifstofukvenna jafngildir það að liðlega 9 manns væru í fullu starfi að stjórnun. Gera má ráð fyrir að sá tíundi bætist í hópinn, því að félagsráðgjafi er óráðinn. Til töflugerðar er varið sem næst árslaunum kennara, en fyrrum var hún skyldustarf skóla- stjóra og yfirkennara án auka- greiðslu. Svo viðamikil er þessi töflugerð að fresta verður kennslu hennar vegna fram í miðjan jan- úar, áþekkt því að Loftleiðir frest- uðu öllu flugi vegna síðbúinnar leiðarbókar. Fastráðnir kennarar eru 62 og stundakennarar 48. Þeir kenna 2748 vikustundir. Jafngildir það að liðlega 102 kennarar væru í fullu starfi. Skráðir nemendur eru 1323. Sé nemendum deilt að jöfnu milli þessara hundrað og tveggja kennara koma rúmlega 13 í hlut hvers. Gera má ráð fyrir að kennsluskylda fastráðins kennara nægi að þremur fjórðu hlutum kennslu nemenda, en þá yrðu sem næst 17 í hverjum kennsluhóp að meðaltali, mjög lágt meðaltal í skóla sem að miklum hluta er bóknámsskóli. í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti eru 632 kennslu- hópar, mjög misstórir. Síðastliðið ár nam greiðsla til kennara vegna hópa sem voru fjölmennari en 25 nemendur liðlega árslaunum eins kennara. Þeir fámennustu hafa Skólamál Halldór Jónsson verkfræðingur: Töluvert pólitískt vatn er nú til sjávar runnið síðan síðasta stjórn þeirra félagshyggjumanna sprakk í loft upp útaf efnahagsmálunum. En höfuðeinkenni félagshyggju- manna virðist vera að þeir geta ekki komið sér saman um neitt. Kosningar eru afstaðnar með niðurstöðum sem gerðu marga undrandi og ollu túlkunarvanda- málum hjá kosningasérfræðing- um, bæði í hópi sigurvegara og sigraða. Stór hluti kjósenda varð uppvís að því að hugsa ráð sitt sjálfur í stað þess að láta segja sér blint fyrir verkum. Eru það þó var 1973, og er þá svo til nákvæm- lega sá sami og meðaltal alls tímabilsins, sem er 115,2, miðað við 100 1971. Vöxtur kaupmáttar frá 1971 er þannig 1,9% á ári. í málefnasamningi ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar frá 1971 var lofað um 33% kaupmáttar- aukningu með „nánu samstarfi launafólks og ríkisstjórnar" á næstu 2 árum, auk þess sem verðbólga „verði ekki meiri en í helztu nágranna- og viðskipta- löndum". Hlutur ríkisvaldsins var að lögfesta um 14% kaupmáttar- aukningu strax, auk þess að láta nokkur tíðindi. Stjórnarmyndun- hraða kjarasamningum. Það Aðventuþankar arviðræður dragast á langinn og læðir það þeirri skoðun inn hjá okkur að kannske þurfi enga meirihlutastjórn, Norðdal geti einn séð um að fella gengið eftir þörfum og við getum bara haft sömu lög og í fyrra. Blikur á lofti Ýmsar blikur eru á lofti í þjóðlífinu um þessar mundir og sýnist sitt hverjum að vanda. Það er stundum klókt að huga að fortíðinni þegar maður ætlar að rýna í framtíðina, því um hana er alltaf erfiðast að spá, eins og kunnugt er. í fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar frá því í október 1979 má sjá það, að kaupmáttur verka- manna á 2. ársfjórðungi 1979 er sem næst því að vera sá sami og hljóta allir að sjá af þessu, að öll verðbólga „framsóknaráratugs- ins“ hlýtur að vera Aröbum að kenna. Hvað hefur svo áunnist í þessari kjarasókn láglaunafólks og verka- lýðsrekenda, þessari vinstri stefnu og félagshyggju. Jú, í fréttabréf- inu sést ennfremur að þjóðartekj- ur á mann jukust um 6% frá 1973—1979 eða heilt 1% á ári. Einkaneyslan jókst um sama hlut- fall, samneyslan jókst um 4,5% en fjármunamyndun minnkaði um 0,7% á ári. Útflutningur jókst um 8% á ári að meðaltali en innflutn- ingur um 4% Þetta bendir til góðæris en vekur ugg hvað yrði um neysluna ef verðfall yrði á erlendum mörkuðum svipað og gerðist 1967. Þetta er samandregin niður- staða af þessari mikilfenglegu baráttu verkalýðsins við auðvaldið þetta tímabil, „vinveittum og óvinveittum ríkisstjórnum", verk- föllum, útflutningsbanni, launa- jöfnunarstefnu, félagslegum að- gerðum, verðlagsstjórn, gjaldeyr- isskömmtun, gjaldeyrishöftum o.s.frv. Leiðtogar okkar kunna sjálfsagt að skýra þetta hver á sinn hátt, þannig að allt sé „hinum" að kenna. Þó hart sé deilt á öllum sviðum, þá er þó það sem mestu máli skiptir í atferli okkar núna, hvort við séum í sókn í atvinnuháttum, sem muni leiða af sér tekjuaukn- ingu á mann. Millifærslurnar ein- ar leiða greinilejga ekki til þeirra hagsbóta, sem Olafur lofaði 1971. Því miður er fátt sem bendir til þessa, utan það, að nú vex líklega upp fiskur í landhelginni okkar, sem við getum étið seinna. En þeirri aukningu eru takmörk sett og skyndilegar verðsveiflur í ein- hæfu efnahagskerfi eru afgerandi, bæði upp og niður. Ekki verður mikið vart við ákveðið stórvirkj- anatal og stóriðju, enda pólitískt fíbjakk hjá vinstri intelleksíunni, sem þykist eiga verkalýðinn. Hvað þá að bora í Flatey eftir olíu, þó að það sé náttúrlega fjárhættuspil, en ekki örugg fjárfesting. Hvað nú ungi maður? Hvernig sem okkar ágætu stjórnmálamönnum gengur við að mynda þá ríkisstjórn, sem dugar til þess að sjá við aðsteðjandi vanda næstu 6 árin eins (eða betur?) og þeir björguðu okkur síðustu 6, þá komumst við ekki fram hjá einu vandamáli. Ef okkur tekst ekki að koma í kring lífskjarabótum í landinu á sama tíma og þær verða annarsstaðar, þá blasir fólksflóttinn við. Ef stjórnmálamenn okkar bjóða okk- ur ekkert nema hrís og þrætubók, en hafa enga forgöngu um þjóð- þrifamál, þá gefst dugmikið fólk upp á staglinu, pakkar saman og fer. Því grípur Alþýðusambandið ekki nú frumkvæðið í verðbólgu- baráttunni með því að leggja áherzlu á kjarabætur í formi skattalækkana og útsvarslækkana í stað verðbólgukróna? Þá yrðu hægri spekingarnir fyrst mát. Frá 1973 til 1978 fluttu 3034 þegnar frá landinu umfram að- flutta. Segir þetta nokkuð? Ég myndi ráða mönnum frá því að afgreiða þetta með því að það sé atvinnuleysi annarsstaðar og þetta fólk skili sér brátt aftur. Duglegir Islendingar hafa sannað það, að þeir fá víða forgang til vinnu. Ef þeim er ofboðið hér heima, þá bara fara þeir. Ekki bara læknar og sérfræðingar, heldur iðnaðarmenn, fiskimenn, skipstjórar, o.s.frv. Kannski fer þetta fólk líka á togurunum sjálf- um burt. íslenskir skipamenn hafa fyrr siglt í burtu og geta gert það aftur. Kanadamenn eru þegar farnir að bjóða útvegsfólki til sín vegna uppbyggingar þar. Ef svo illa tækist til, þá sé ég ekki hvað millifærslulýðurinn hérna ætlar fyrir sig að leggja. Skilyrði fyrir því að þessi ósköp ekki gerist, er að þeir sem stjórnmál leggja fyrir sig, fari í alvöru að reyna að hjálpa þjóðinni en ekki bara hrekkja hana og hvorir aðra. Ef landflótti hefst þá stöðvar hann engin paragröf né harð- neskja, aðeins bætt viðmót í land- inu sjálfu. Við eigum ekkert járntjald til að reisa í kringum landið né vélbyssur til þess að vernda sósíalismann innan í því eins og annarsstaðar hefur reynst nauðsynlegt. Sá málamyndafas- ismi okkar að kyrrsetja eigur útflytjenda dugar ekki heldur, fólkið fer fyrir því. Og það skiptir máli hverjir fara. Tryggvi Ófeigs- son gerði sína togara út með hagnaði áratuginn fyrir stríð með- an Bæjarútgerðin á sama stað tapaði þriggja ára útsvörum allra bæjarbúa. Og hverjir fara fyrr, Tryggvar eða kratar? I fáum orðum sagt, þá er langlundargeð íslendinga aðdáun- arvert og það er margt hægt að bjóða þeim, en einhversstaðar ættu takmörkin að vera. Og ein- hvernveginn hefur maður haldið að kóngar þyrftu þegna til þess að geta átt ríki. Linnulaus barsmíð, svo og lausung og lygi, eru ekki til þess fallin að tryggja ástir kvenna til lengdar. Né heldur fjármagns og fylgis. Þó íslenskir stjórnmál- amenn hafi sjaldnast skilið þetta, þá er ekki trúlegt að allir sætti sig við að hjakka í sama farinu endalaust. 19.12.1979. Halldór Jónsson verkfr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.